Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í Morgunblaðinu 26. apríl sl. kom loks- ins fram innlegg í Evrópusambands- umræðuna, sem bendir á þá hættu sem fiskimið okkar væru í ef skipulag fiskveiða og nýting fiskistofna yrðu ákveðin á vettvangi Evrópusambandsins í Brussel. Í Róm- arsáttmálanum, sem er eins konar stjórn- arskrá Evrópusam- bandsins, er kveðið á um að aflaheimildum verði skipt milli þjóð- anna í hlutfalli við nýtingu þeirra und- angengin ár. Sagt er að fiskveiðar séu minnk- andi hlutur af framleiðslu lands- ins, að stóriðja og fjármála- starfsemi séu nú vaxtarbroddarnir. En ekki má gleyma því að sjávarafurðir standa enn undir 40% af útflutnings- verðmætum landsins. Það sem kannski er mikilvægast er að sjávarútvegurinn veit- ir fjölda fólks dýr- mæta vinnu, sem ekki myndi annars vera í boði. Nú segja menn að við myndum fá 10 til 15 ára frest áður en Spánverjar, Portúgal- ar, Belgar og flestar Vestur-Evrópuþjóðir, með sína stóru veiði- skipaflota, kæmu hér og eyddu fiskistofn- unum. Nei það má ekki gerast, við verð- um sjálf að leysa okk- ar vanda, styrkja gjaldmiðil okkar og ná niður verðbólgunni. Aðild að Evrópusam- bandinu leysir ekki vandamál okk- ar heldur skapar enn fleiri vanda- mál. Ég held að við þurfum að líta í eigin barm og leysa málin hér heima. Loksins – loksins Páll Gíslason er ekki hlynntur aðild að Evrópu- sambandinu Páll Gíslason » Aðild að Evrópusam- bandinu leysir ekki vandamál okkar heldur skapar enn fleiri vandamál. Höfundur er læknir. Í ÁRATUG hafa íslenskir kjúk- lingabændur, í samstarfi við heil- brigðisyfirvöld, unnið markvisst að því að draga úr salmonellu- og kam- fýlóbaktersmiti í kjúklingum. Mark- miðið er að bjóða holla og hreina gæðavöru og koma í veg fyrir sýkingar í fólki. Þetta hefur verið bændum og neytendum kostnaðarsöm aðgerð en margborgað sig heilsufarslega. Við höf- um náð þeim árangri að íslenskt kjúklingakjöt er það hreinasta í heimi! Kamfýlóbakter- staðan á Íslandi 1999 og 2000 var álíka alvar- leg og hún er nú í flest- um löndum Evrópu. Eftir að heimilað var að selja ferskt kjúklingakjöt í verslunum hér stór- jókst tíðni kamfýlóbaktersýkingar í fólki. Ástandið var það slæmt að þá- verandi landlæknir talaði um far- aldur og Neytendasamtökin töldu óviðunandi að neytendur byggju við slíka ógn. Við þetta varð ekki unað og því tókust heilbrigðisyfirvöld og kjúk- lingabændur á við vandann með sam- stilltu átaki. Komið var á öflugu gæða- og sýnatökukerfi sem er enn virkt og setur kjúklingabændum strangari kröfur en þekkjast annars staðar í heiminum. Kjúklingabændur kappkosta að taka á vandanum strax á fyrstu stig- um með eins öflugum smitvörnum á búunum og kostur er. Þessar varnir felast m.a. í að allt fóður er hita- meðhöndlað til að drepa hugsanlegt smitefni. Fuglahúsin eru þrifin og sótthreinsuð eftir hvern hóp og látin standa auð í allt að tvær vikur á milli hópa. Fjölmargar aðrar fyrirbyggj- andi ráðstafanir eru gerðar, m.a. á enginn að komast í snertingu við kjúklingana nema sótthreinsaður og í sérstökum hlífðarfatnaði. Meira að segja er kappkostað að hindra að flugur komist inn í húsin, því þær geta borið kamfýlóbakter utan að frá. Árangurinn er mjög góður, tíðni kamfýlóbaktersýktra kjúklinga á markaði hér er sú lægsta sem þekk- ist í heiminum. Árið 2007 voru ein- ungis 2,3% kjúklinga í verslunum á Íslandi með kamfýlóbakter. Víða í Evrópu eru sambærilegar tölur allt að 70%. Þessar metnaðarfullu aðgerðir gegn kamfýlóbakter hafa þau hlið- aráhrif að salmonellu hefur verið svo til útrýmt úr kjúklingaeldi hér á landi. Salmonella hefur ekki fundist í eld- issýnum í 3 ár og verið undir 1% árin þar á undan. Boðuð afturför Nú liggur fyrir á Al- þingi frumvarp til laga um nýja matvælalög- gjöf. Þrýstingur frá Evrópusambandinu er m.a. kveikjan að því. Að óbreyttu verður heim- ilað að flytja til landsins ferskt kjöt og jafnframt verða lagðir af möguleikar stjórn- valda til þess fylgjast með ástandi kjötsins áður en það fer í verslanir! Einungis verður heimilt að taka stikkprufur eftir að varan er komin í dreifingu. Það er mikil afturför því að þegar rannsóknarniðurstöður þeirra liggja fyrir er kjötið þegar að mestu leyti komið ofan í maga neytenda. Ef notað er líkingamál úr umferð- inni má líkja þessu við að hér yrðu sett lög að skipun Evrópusambands- ins um að notkun öryggisbelta í bif- reiðum yrði gerð óheimil. Einungis mætti setja þau á sig þegar óhapp verður. Vottorð um hreinleika vöru varð- andi salmonellusmit eiga að fylgja sendingunum. Vissulega góð viðleitni en hverjar eru efndirnar? Í Finn- landi var t.d. gerð könnun á því hversu mikið er að marka þessi vott- orð sem fylgja kjöti frá öðrum aðild- arríkum ESB. Niðurstaðan var sú að 20% af hreinleikavottuðum send- ingum reyndust menguð. Ekki er heimilt að krefjast þess að vottorð um kamfýlóbakterhreinleika fylgi sendingunum. Það er því með öðrum orðum verið að kasta fyrir borð þeim frábæra árangri sem hér hefur náðst á undanförnum árum í baráttunni gegn matarsýkingum í fólki. Ég er ekki með þessu að segja að matur erlendis sé allur eitraður og að útlendingar kunni ekkert til verka í matvælaframleiðslu. Staðreyndin er bara sú að kjúklingaframleiðendur í ESB ráða ekki við kamfýlobakter- sýkingar í kjúklingi með þeim vinnu- aðferðum sem þeir viðhafa, enda út- heimta þær aðferðir sem til þarf verulegan kostnaðarauka fyrir kjúk- lingaframleiðendur og „engin þörf er á slíkum kostnaðarsömum aðgerð- um“ þar sem ekki er gerð krafa um slíkt í matvælalöggjöf ESB. Því búa neytendur innan ESB við lægra verð á kjúklingaafurðum en á móti sætta þeir sig við tíðari matarsýkingar sem kosta neytendur, heilbrigðiskerfið og þjóðfélagið allt verulegar upphæðir. Leikur að lýðheilsu? Þar sem það hefur sýnt sig að ver- ið er að taka áhættu hvað lýðheilsu varðar er ekki verjandi að slaka á þeim gæðakröfum sem gerðar hafa verið til kjúklingabænda á und- anförnum árum. Það er því sjálfsögð krafa að þeir erlendu framleiðendur, sem áhuga hafa á því að flytja kjúk- lingakjöt hingað til lands færi sig upp á okkar stall frekar en að draga okk- ur niður á sitt plan. Er ástandið eins og það var á ár- unum 1999-2000 það sem við viljum sjá hér í framtíðinni? Það er spurn- ingin sem við verðum að spyrja okk- ur því það verður ekki bæði haldið og sleppt. Ég sem neytandi hafna því að neytendavernd sé færð langt aftur í tímann og að hætt verði að fylgjast með því hvort kjúklingakjöt í versl- unum er heilsuspillandi eða ekki. Við búum við hreinar gæðaafurðir í íslensku kjúklingakjöti í dag og hreinar gæðavörur eru það sem ég vil sjá í framtíðinni. Frá frelsi til faraldurs Tómas Jónsson skrifar um hugsanlegt smit í innfluttum kjúklingaafurðum Tómas Jónsson » Það er sjálfsögð krafa að þeir er- lendu aðilar sem senda kjúklingakjöt hingað færi sig upp á okkar stall frekar en að draga okkur niður á sitt plan. Höfundur er dýralæknir og starfsmaður hjá Matfugli. NÚ stendur yfir hið frábæra fram- tak „Hjólað í vinnuna“ en megin markmið átaksins er að efla hreyf- ingu og starfsanda á vinnustöðum og að vekja athygli á hjólreið- um sem heilsu- samlegum, umhverf- isvænum og hagkvæmum sam- göngumáta. Árangurinn er aug- ljós, á götum og gang- stígum má merkja sýni- lega aukningu glaðlegra hjólreiða- kappa á leið til eða frá vinnu með rauða vanga, bakpoka og blik í aug- um. Frábær leið til þess að mæta ferskur til vinnu eða skilja vinnuna og stressið eftir áður en komið er heim til annarra verkefna. Jafnframt ber- ast sögur af keppnisanda innan fyr- irtækja þar sem veðurspá næsta dags og hvatningarorð eru send á milli liða. Eitt er þó sem skyggir á gleði mína þar sem ég þeysist á fáki mínum, safnandi kílómetrum fyrir mitt lið og skipti um gíra eins og mér væri borg- að fyrir það: hversu margir það eru sem ég mæti (eða fer framúr) sem eru ekki með reiðhjólahjálm. Þetta finnst mér alltaf jafn furðu- legt að sjá. Það er víst staðreynd að húfur hlífa ekki höfðinu og ekki vel blásið hárið heldur. Merkilegt? Nýj- asta nýtt? Tæplega. Reiðhjólahjálmur ætti að vera jafn ómiss- andi öryggisbúnaður fyrir fullorðna og notk- un bílbeltis í bíl. Við ætl- umst til þess að börnin okkar noti hjálm þegar þau eru á hjóli og því eigum við að gera hið sama. Höfuð okkar er jafnbrothætt og þeirra. Við erum fullorðin – fyr- irmyndir og eigum því að vita betur. Við þurf- um ekki síður en börnin okkar að vera með hjálm. Við tökum þátt í hjólaátaki, einmitt þegar við erum rétt komin af vetrardekkjunum og munum varla frá því síðasta sumar hvernig brems- urnar virka og í hvaða hraða óhætt er að taka þessa eða hina beygjuna. Hættan á falli er raunveruleg og þá er nauðsynlegt að hafa hjálm. Auðvitað er það svo að mjög marg- ir stíga ekki á reiðhjól án þess að spenna reiðhjálminn í leiðinni en sumir hjálmanna liggja út á hlið eða aftur á hnakka. Til þess að hjálm- urinn hlífi eins og hann er hannaður til þá þarf að stilla hann rétt á höfði hvers og eins. Það getur tekið smá þolinmæði að fá stillinguna rétta en þegar hjálmurinn liggur rétt á höfð- inu þá tekur maður ekki eftir honum. Í dag eru hjálmar þannig hannaðir að stillingin er orðin auðveldari, þeir lofta vel og því aflagast hárblástur morgunsins varla. Ég segi fyrir minn parta, ég vil frekar hafa þrjú hár af- löguð en að sleppa hjálminum. Góðar leiðbeiningar um stillingu hjálma er að finna á heimasíðu Forvarnahúss- ins, www.forvarnahusid.is Í lokin er rétt að minna hjólreiða- menn á það að virða umferðareglur ef þeir kjósa að hjóla á götunni og að taka tillit til allra hinna sem nota gangstéttirnar. Að vera eða vera ekki með reiðhjólahjálm á höfðinu Fjóla Guðjónsdóttir hvetur hjólreiðamenn til notkunar á hjálmum Fjóla Guðjónsdóttir »Reiðhjólahjálmur ætti að vera jafn órjúfanlegur öryggisbúnaður fyrir fullorðna og notkun bílbeltis í bíl. Höfundur er sviðsstjóri hjá Forvarnarhúsinu. ALLFLESTIR virðast sammála um að sú peningastefna sem fylgt hefur verið sl. 7 ár gengur ekki upp. Hins vegar eru ekki allir sammála um hvort breyta eigi peningastefnunni og þá hvernig. Það er gjörsamlega út í hött að halda úti minnsta gjaldmiðli heims algjörlega fljót- andi, í þeim ólgusjó sem er á alþjóðlegum peningamörkuðum í dag. Fyrst stærsta myntin, Bandaríkja- dalur, flöktir eins og raun ber vitni, er ekki að furða að íslenzka krónan geri það líka. Þess vegna á þegar í stað að taka krónuna út af gjaldeyrismark- aði samhliða því að gjörbreyta pen- ingastefnunni. Við núverandi að- stæður þurfa aðgerðir í peningamálum að virka sem fyrst. Upp- taka evru og innganga í ESB tekur mörg ár og getur því ekki komið sem lausn á þeim efnahagsvanda sem við er að fást í dag. Við getum ekki beðið eft- ir slíkri langtímalausn, sem er auk þess vægast sagt mjög umdeild. Ein leið er í boði, sem bæði getur reynst mjög hagkvæm og gæti komist til framkvæmda innan árs- ins, ef pólitískur vilji yrði fyrir hendi, og hún er sú að taka nú þeg- ar upp myntsamstarf við Norð- menn. Norsk króna er ein af sterkustu myntum heims í dag, varin af norska olíusjóðnum. Spákaup- mennska gagnvart henni er nánast óhugsandi af þeim sökum. Tenging íslenskrar krónu við þá norsku með ákveðnum frávikum gerði það að verkum að við myndum strax búa við stöðugt gengi, eitthvað sem allir eru að kalla eftir. Við það myndi verðbólga og vaxtastig fljótt aðlaga sig verðbólgu og vaxtastigi í Noregi og í okkar helstu viðskiptalöndum. Og það sem meira er: Við gætum komist hjá að taka stórt erlent ok- urlán í útlöndum til að efla gjald- eyrisvarasjóðinn. Tenging krón- unar við þá norsku sæi um það. Þekktur prófessor við H.Í hefur sagt þetta raunhæfan kost. Slíkt myntsamstarf við Norðmenn yrði að ná til víðara sviðs og þá til alhliða peninga- og fjármála. Kosturinn við slíkt myntsamsarf er að það yrði á íslenzkum forsendum, þannig að alltaf yrði hægt að taka upp viðræður við Norð- menn ef efnahags- forsendur breyttust mjög hérlendis með til- liti til gengisvísitöl- unar. Það yrði hins vegar algjörlega úti- lokað ef við tækjum t.d. upp evru. Þá yrðum við að lúta í einu og öllu því miðstýrða gengis- og vaxtastigi sem Evr- ópski seðlabankinn ákveður án nokkurs til- lits til efnahagsástands á Íslandi. Nokkuð sem þegar er farið að valda miklum vandamálum meðal ríkja sem nú eru á evrusvæð- inu. Hvers vegna ekki að reyna þessa lausn? Hún virðist í senn fljótvirk og hagkvæm og alltaf hægt að bakka út úr henni ef reynslan yrði slæm. Gæti örugglega ekki orðið verri en það ástand sem við búum við í dag. En til þess þarf vilja. Sterkan pólitískan vilja til að banka upp á hjá frændum vorum Norðmönnum og biðja þá um slíkt samstarf. Í framtíðinni eiga Íslendingar og Norðmenn eftir að eiga mikið sam- starf á sviði öryggis- og varn- armála, auðlinda- og náttúruvernd- armála. Myntsamstarfið gæti bara þá orðið sjálfsagður hluti af því samstarfi – báðum þjóðum til heilla! Hvers vegna ekki myntsamstarf við Norðmenn? Guðm. Jónas Kristjánsson skrifar um efnahagsmál Guðmundur Jónas Kristjánsson » Tenging íslenskrar krónu við þá norsku með ákveðnum frá- vikum gerði það að verkum að við myndum strax búa við stöðugt gengi Höfundur er bókhaldari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.