Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÖRÐ GAGNRÝNI Það er með miklum ólíkindumhvað eldhúsdagsumræður á Al-þingi eru orðnar sviplitlar og rýrar að efni. Það heyrir til algerra undantekninga, að eitthvað fréttnæmt komi fram í þessum umræðum. Ræður þingmanna eru sjaldnast í nokkrum tengslum við umræðuefni líðandi stundar, segja fátt og stundum ekkert. Í eldhúsdagsumræðunum í gær- kvöldi var ræða Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, und- antekning frá þessari reglu. Guðni beindi harðari gagnrýni að bönkunum en stjórnmálamenn hafa hingað til gert og sagði: „Frelsið, einkavæðingin, gerði það að verkum, að ungir menn slettu úr klaufunum eins og feitir kálfar að vori. Þeir höfðu aðgang að mjög ódýru lánsfé erlendis. Þeir dreifðu silfrinu óvarlega og súpa nú flestir seyðið af því.“ Formaður Framsóknarflokksins bætti því við að bankarnir hefðu farið offari og að þeir ættu að biðjast afsök- unar á því og vinna með stjórnvöldum og atvinnulífi að því að lágmarka skað- ann, sem fjármálakreppan hér leiddi af sér. Þetta eru þung orð í garð bankanna en ekki ósennilegt að með þeim sé Guðni að endurspegla að einhverju leyti tilfinningar almennings, alla vega einhvers hluta þjóðfélagsþegna. Það verður fróðlegt að sjá hvernig talsmenn bankanna bregðast við gagn- rýni Guðna, ekki sízt vegna þess, að áþekkar umræður fara fram í öðrum löndum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í umræðunum, að markmið rík- isstjórnarinnar væri að laga efna- hagslífið að breyttum forsendum og þannig að ekki kæmi til verulegs sam- dráttar og að sem mest atvinna yrði tryggð. Þetta eru að sjálfsögðu eðlileg og rétt markmið af hálfu ríkisstjórnar- innar. En hins vegar er spurning hvernig til tekst. Þótt við sjáum enn ekki veruleg merki um samdrátt í efnahags- og at- vinnulífi er hins vegar alveg ljóst að sá samdráttur er hafinn. Ríkisstjórn- in þarf að vera heppin til þess að ná þeim markmiðum, sem forsætisráð- herra lýsti í gærkvöldi. Það eru því miður meiri líkur en minni á því að samdrátturinn verði verulegur og að mjög dragi úr atvinnu miðað við það, sem verið hefur. Af þessum sökum má búast við meiri erfiðleikum en verið hafa síð- ustu tólf mánuði á hinum pólitíska vettvangi. Ræður yngri þingmanna í gærkvöldi bentu ótvírætt til þess, að þeir geri sér ekki grein fyrir því. Þeir eru fulltrúar kynslóðar, sem hefur ekki kynnzt öðru en velgengni. Erfiðleikarnir, sem eru framundan, verða meiri en í þeim efnahagslega samdrætti, sem hrjáði okkur á fyrri hluta tíunda áratugarins. Þeir verða meira í ætt við það, sem gerðist á seinni hluta Viðreisnaráratugarins, sem var ein versta kreppa 20. aldar- innar. Þeir sem upplifðu hana hafa ekki áhuga á slíkri endurtekningu. FLÓTTAMENN VELKOMNIR Á AKRANESI Akranes hefur fengið slæma útreiðí fjölmiðlaumræðu undanfarinna daga. Ástæðan er ósmekklegt upp- hlaup eins stjórnmálamanns vegna fyrirhugaðrar komu 30 palestínskra flóttamanna frá Írak og undirskrifta- listar, sem hengdir voru upp í bæj- arfélaginu. Hefur þessi útreið verið makleg? Er andrúmsloftið virkilega þannig á Akranesi að þar ríki ótti við að bæjarfélagið hafi ekki bolmagn til að taka á móti 30 flóttamönnum? Telja bæjarbúar í raun og veru að velferðarkerfi þeirra sé svo veik- burða að koma þeirra muni ríða því á slig? Í fyrrakvöld efndu Akraneskaup- staður, Rauði kross Íslands og flótta- mannanefnd félags- og trygginga- málaráðuneytisins til borgarafundar á Akranesi til að gera grein fyrir mál- inu og kynna hvernig staðið hefði ver- ið að því að taka á móti flóttamönnum hérlendis. Steinþór Guðbjartsson blaðamaður lýsti andrúmsloftinu á fundinum svo á forsíðu Morgunblaðs- ins í gær: „Er hægt að flýta komu flóttamannanna? spurði einn fundar- gestur í gær á kynningarfundi á Akranesi fyrir bæjarbúa vegna komu allt að 30 manna hóps palestínskra flóttamanna frá Írak á Skagann síð- sumars. Hvar get ég skráð mig sem stuðningsaðili? spurði annar. Hvað getum við, sem búum fyrir utan Akranes, gert til að hjálpa þessu fólki? spurði sá þriðji. Þessar spurningar eru lýsandi fyr- ir þann jákvæða anda sem ríkti á kynningunni eða eins og Gísli S. Ein- arsson, bæjarstjóri á Akranesi, orð- aði það við Morgunblaðið strax að loknum fundi: „Það var mikið þakk- læti í lófatakinu.““ Hingað til hefur gengið vel að taka á móti flóttamönnum á Íslandi. Yf- irleitt hefur sú leið verið valin að flóttamenn stígi hér sín fyrstu skref utan höfuðborgarsvæðisins. Þeim hafa verið búin híbýli með öllum þeim þægindum, sem vænta má að finnist á íslenskum heimilum. Íbúar í þeim sveitarfélögum, sem hafa tekið á móti flóttafólki, hafa lagt sig fram um að auðvelda því að setja að í framandi landi. Hingað til hefur ekki komið til árekstra þegar flóttamenn hafa kom- ið til Íslands og er nær að segja að þeir hafi auðgað mannlífið þar sem þeir hafa komið. Flóttamenn í heiminum skipta milljónum og í því samhengi munar ekki mikið um nokkrar konur og börn þeirra. Þessa einstaklinga skiptir hins vegar miklu að geta hafið nýtt líf. Það er erfitt að vera hrakinn frá heimkynnum sínum út í óvissuna. Á Akranesi eru allar aðstæður fyrir hendi til að gera vel við palestínsku flóttamennina. Það er Skagamönnum til sóma að þeir eru tilbúnir að taka vel á móti flóttamönnunum og veita þeim skjól eftir hrakninga og harð- indi. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Stjórn Icelandair Group ákvaðnúna í marz að blása af áformokkar um rekstur á fjórum Air-bus A330 breiðþotum í fraktflugi frá árinu 2010. Þessi áform, sem voru komin í endanlega mynd í maí 2007, voru vissulega stór og djörf en ég og mitt samstarfsfólk töldum okkur vera vand- anum vaxin. Ég skil hins vegar þessa ákvörðun og get ekki annað en stutt hana. Hún bygg- ist á því að óvissa um heimsviðskipti hef- ur vaxið, efnahagshorfur eru óljósar og síðast en ekki sízt, peningaleg staða sam- stæðunnar er bágborin. Það er ekkert leyndarmál og má lesa úr ársreikningi. Þess vegna getur sú mikla skuldbinding sem felst í leigu á fjórum splúnkunýjum breiðþotum gert framtíðarfjármögnun samstæðunnar erfiðari. Þessi ákvörðun stjórnarinnar gerir Icelandair Cargo hins vegar að minna spennandi verkefni hvað mig varðar og setur okkur nánast á byrj- unarreit þaðan sem við lögðum upp með nýja framtíðarstefnu fyrir þremur árum. Því tel ég að nýr maður eigi að marka nýja stefnu út frá nýjum veruleika.“ – Airbus? hefði það ekki orðið stílbrot hjá fyrirtæki sem flýgur eingöngu Bo- eing? „Sögulega séð höfum við mest notað Boeingvélar einfaldlega vegna þess að þær hafa hentað betur en aðrar flugvélar. Fyrir Icelandair og Icelandair Cargo er til dæmis engin flugvél sem slær út 757. Í þeim stærðarflokki hefur Airbus ekkert að bjóða, sem hefur sama flugdrægi. En nú erum við að horfa á flugvélar, sem eru rúmlega tvöfalt stærri en 757 og þar slær A330 fraktvélin allt út. Icelandair er eitt af fáum flugfélögum, sem eingöngu hefur keypt nýar flugvélar frá Boeing, þannig að Boeing-mönnum finnst þetta alvarlegt stílbrot. Á sama hátt var mikil ánægja hjá Airbus yfir að komast loks inn á Ís- land, sem er eitt þriggja landa í Evrópu þar sem Airbusflugvélar eru ekki í rekstri. Við tökum hins vegar þá flugvél sem hagkvæmust er í hvert verkefni.“ Pétur hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair Cargo frá stofnun þess fyr- irtækis árið 2000. „Það var stefna Sigurðar Helgasonar, þáverandi forstjóra Flugleiða, að færa sem mest af starfseminni í sjálfstæð hlutafélög. Þau urðu 12 og eitt þeirra var Icelandair Cargo ehf, sem ýmist var næststærst á eftir Icelandair eða þriðja stærst eftir því hvernig áraði. Sigurður bað mig að taka fraktina, sem ég sé ekki eftir að hafa gert. Fyrir í því, sem áður var fraktdeild, var reynt og frábært starfsfólk og því til viðbótar fékk ég til liðs við mig harðsnúið lið úr markaðssviði Icelandair. Þetta er kraftmikill hópur og við uxum um 12% á ári að meðaltali og eftir sex ára starfsemi vorum við komin með fimm B757-fraktvélar í rekstur. Tæp 80% af flutningum okkar voru hins vegar til eða frá Íslandi, sem fól í sér mikla áhættu þar sem inn- og útflutningur sveifluðust sitt á hvað um tugi prósenta eftir líðan krónunnar eða öðrum efna- hagsaðstæðum. Með þá miklu fjárfestingu sem felst í flugvélum er ekki hægt að binda trúss sitt alfarið við slíkan markað. Við ákváðum því að halda áfram að vaxa á Íslandi en gera okkur minna háð þeim kom til bak fimm vélar Ég átti alv þessar véla fékk fullan Sigurðann yngri, sem varð sjálfu SAS sem u B747 í Wit fór vel og kassann. Þ ár í viðbót Árið 198 þá var mar þar sem ég Finnlandi voru skem framúrska þrefölduðu árum og S aður Flugl þessum tím Reykjavík starf sem h skrifstofun eina skemm notuðum r settum tvö kvenkyns o Reykjavik“ Einhverjum gefa ýmisl skömmuðu hins vegar ferðir og þ flug til Sto á viku í da dugði ekke Fjörkippu nýjum flu „Eftir þrjú í starf fram Félagið va una, ekki s aðar og mi eldri flugfl hætta nána Atlanzhafi Chicago og og Orlando þá kölluðu síðan 1984 stefnu, sem á einu bret frá 1988 og síðar, þrát kassanum. ný tækifær nýtt Icelan sem einken flugvélum vissri þjón stefndum v félag Evró Magnússon inum, sá u flotans var markaði með því að vaxa enn hraðar ann- ars staðar þannig að hlutföllin snerust við og 80% tekna yrðu erlendis en 20% vegna Íslands. Leiðin að því marki fólst í lang- drægum og stórum fraktvélum með lágan einingarkostnað. Áform okkar voru að fara inn á markaði í Asíu og auka flug á milli Evrópu og Norður-Ameríku um Ís- land og þrefalda stærð og hagnað félags- ins á þremur árum. Stefnan var að vinna þetta með nánu samstarfi við alþjóðleg flutningafyrirtæki. Undirbúningur var samkvæmt áætlun þegar ákvörðun um að hætta við var tekin, en það var aldrei efi í mínum huga um að við gætum þetta.“ – Var inni í myndinni að þú tækir að þér framkvæmdastjórn Icelandair? „Mín áform voru að klára risaverkefnið Icelandair Cargo á næstu þremur-fjórum árum og annað var ekki í mínum huga. Mín ákvörðun að hætta tengdist þessu verkefni og engu öðru. Umræður um mig í Icelandair komu reyndar upp eftir mína ákvörðun, en þær stóðu stutt og ristu ekki djúpt, enda þarf tvo í tangó. Ég held að sú lausn sem fékkst verði farsæl.“ Almannatengsl og pólitískur lobbyismi – Af hverju fer maður úr blaðamennsku og útgáfu í vinnu hjá flugfélagi? „Ég er viðskipta og hagfræðimennt- aður og starfaði við stjórnun en það var blaðamennskan, sem leiddi mig inn á þessa braut. Ég var í nokkur ár blaða- maður á Morgunblaðinu og síðan aðstoð- arframkvæmdastjóri á tímaritaútgáfunni Frjálsu framtaki hjá Jóhanni Briem. Fyr- ir og um 1980 lentu Flugleiðir í miklum vanda vegna eldsneytiskreppunnar og var félaginu vart hugað líf án ríkisaðstoðar. Órói var meðal starfsfólks, fjölmiðlaskrif voru neikvæð og sterk pólitísk öfl vildu þjóðnýta félagið. Í þessari krísu leitaði Sigurður Helgason eldri, þáverandi for- stjóri, til Frjáls framtaks um aðstoð við almannatengsl og pólitískan lobbyisma og fórum við Markús Örn Antonson í verk- efnið. Við vorum báðir vel pólitískt tengd- ir og skiptum okkur á ritstjóra dagblaða og stjórnmálamenn. Við þetta kynntist ég Sigurði og hans mönnum og var síðan ráðinn til þeirra í markaðsrannsóknir í júní 1981, þá 31 árs. Fyrirtækið bar sterk merki þeirrar kreppu sem það hafði gengið í gegnum. Það var ekki mjög markaðssinnað, fjár- málamenn réðu lögum og lofum eins og títt er um fyrirtæki í slíkri stöðu og starf- ið gekk að mestu út á að verja pen- ingaeignina og örva fjárinnstreymið. Flugáætlun var í lágmarki og stór hluti flugvélaflotans var í útleigu í Afríku og Asíu. Ég starfaði með Birni Theódórs- syni, sem þá var markaðsstjóri, sem var bæði gefandi og skemmtilegt. Hann fleygði mér í hin og þessi verkefni, meðal annars að fara til Alsír til að ganga frá leigu á einni DC8 í pílagrímaflug. Ég Minn stíll er „Mér hefur alltaf farið bet- ur að sækja fram en halda kyrru fyrir. Þess vegna ákvað ég að minn tími væri útrunninn hjá Icelandair Cargo,“ segir Pétur J. Ei- ríksson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri, um ástæður starfsloka sinna eftir 27 ára starf hjá Flugleiðum eða Icelandair Group, eins og fyrirtækið heitir nú. Freysteinn Jóhannsson talaði við hann. Stórhuga Pétur J. Eiríksson segist ekki hættur að vinna e

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.