Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 23 aðalatriðið hvernig fyrirtækið bregst við og er í stakk búið til að vinna úr erf- iðleikum. Innan fyrirtækisins var stöðugt unnið í kostnaði og stefnumótun. Því var kostnaðarhlutfall oftast gott og stefnan var í sífelldri endurnýjun. Sigurður hafði þann góða eiginleika að velja í kringum sig hóp mjög ólíkra manna með sterkar skoðanir og sterkan vilja, en hann skap- aði einnig mikla samheldni. Úr varð skapandi en stefnufast umhverfi. Það var einnig gæfa að mikið traust og samstarf var á milli Sigurðar og Harðar Sig- urgestssonar stjórnarformanns, sem gerði ákvarðanatöku auðveldari. En flug- rekstur er langhlaup og það sem gert var á níunda áratugnum skapaði grunninn að góðri arðsemi síðar.“ – Hafa sviptingarnar í kringum FL Group sett mark á fyrirtækið? „Auðvitað hafa breytingar í eig- endahópnum haft mikil áhrif. Þegar Hannes Smárason og fleiri keyptu ráð- andi hlut í Flugleiðum, sem var svo breytt í FL Group og það gert að fjár- festingafélagi, urðu miklar sviptingar. Nýjum eigendum þótti eðlilegra að nota varasjóði félagsins, sem voru talsverðir, í áhættufjárfestingar. Sumar þeirra skil- uðu umtalsverðum arði eins og kaup á hluta easyJet og pöntunum á nýrri kyn- slóð 737 til endurleigu eða sölu. En flug- félagið Icelandair stendur berskjaldaðra eftir. Eigendaskipti urðu enn í lok árs 2006 þegar Icelandair Group var selt út úr FL Group og þá án nokkurra sjóða að heitið gæti. Þá voru vonir um að nýir eig- endur kæmu inn til langframa enda því lýst yfir af þeim flestum. Því veldur það vonbrigðum að um þriðjungur hlutafjár skuli enn og aftur vera til sölu. Það er fyrirtækinu og starfsfólki mikilvægt að ró komist í eigendahópinn og að stærstu eigendur séu inni til langframa eða þar til tekizt hefur að byggja upp nýjan fjár- hagslegan styrk.“ – Með tíðum mannaskiptum að und- anförnu hlýtur mikil þekking á flug- rekstri að hafa runnið út úr fyrirtækinu; nú síðast með þér. Auðvitað kemur mað- ur í manns stað í fluginu sem annars staðar. En býður svona „atgervisflótti“ heim hættu að þínu mati? „Það er rétt að mikil þekking hefur horfið. En það er einnig svo að ný þekk- ing og öðruvísi kemur í staðinn. Fyr- irtækið mun eflaust breytast við þetta en ég held að það séu litlar líkur á að það fari yfirum.“ – Þú virðist þrátt fyrir allt harla ánægður með fyrirtækið eins og það er í dag? „Ég tel að undanfarin ár hafi orðið mjög góð þróun í flestum dótturfélögum en að Icelandair hafi til skamms tíma hnignað. Stefnumótun hefur verið van- rækt og þjónustu, yfirbragði flugvéla, stundvísi og fleira hefur hrakað. En fé- lagið nýtur þess að eiga gott fólk í fram- línunni. Hvort sem um er að ræða sölu- fólk, flugfreyjur, flugvirkja eða flugmenn, þá er mikill metnaður og fagmennska til staðar, sem oft hefur gert gott úr erfiðri stöðu. Þó að oft verði spenna í kringum kjarasamninga er samspil stjórnenda og þessara stétta jafnan gott og þannig verður það að vera. Þær verða hins veg- ar að skilja að til að uppskera góð laun verður framleiðni að vera mikil. Það gengur ekki að kjarasamningar séu þannig upp byggðir að aldrei náist að nýta nema hluta af umsömdum vinnutíma t.d. flugmanna. Sá tími er liðinn að flug- félög geti tekið á sig kostnað og fleytt honum yfir á viðskiptavini. Ég veit að ný- ir stjórnendur átta sig vel á vandamálum fyrirtækisins. Þeir vita að þeir þurfa að lækka kostnað, að framleiðni verði að vaxa en að þeir verði jafnframt að passa að staðan á markaðnum styrkist en veik- ist ekki.“ Áfram í stjórn Atlantic Airways – Hvað tekur nú við hjá þér? „Ég er ekki hættur að vinna enda lé- legur til heimabrúks. Mér finnst gaman að vinna og er enn í fullri drift. Eftir gott frí í sumar fer ég að huga að nýjum vett- vangi með haustinu. Ég kveð ekki alveg flugið því ég verð áfram fulltrúi færeysku heimastjórnarinnar í stjórn Atlantic Air- ways, sem er eitt mest spennandi flug- félag í Norður-Atlanzhafi.“ hlut kom að endurskipuleggja leiðakerfið og tengja allt Evrópuflug við Ameríku- flugið með skiptistöð í Keflavík. Áður hafði það aðallega verið miðað við Lúx- emborg. Þetta varð til að bæta sætanýt- ingu og auka tekjustreymi, sérstaklega utan háannatíma. Við gátum þannig stór- aukið tíðni allt árið og haldið sætanýt- ingu. Við endurnýjuðum Saga Class og alla þjónustu og orðsporið fór víða og við urðum oft vör við njósnara frá stóru fé- lögunum í Evrópu um borð til að fylgjast með. Ein mikilvægasta breytingin var þó að við urðum eitt stundvísasta flugfélag í Evrópu og seinkanir urðu alger und- antekning. Merkilegast var að það var ekki síst fyrir hugarfarsbreytingu, sem þetta náðist. Síðar stofnuðum við Vild- arklúbbinn, sem strax varð og er enn í dag okkar sterkasta markaðsstæki. Við héldum áfram að auka ferðatíðni og opna nýja áfangastaði. Fyrir vestan kom Baltimore aftur inn 1990, síðan Boston, Minneapolis, Fort Lauderdale og Halifax. Við stórjukum flug inn á Evrópu og reyndum að fljúga með eins hárri tíðni og kostur var, helst daglega. Mikil breyting varð 1994 þegar við ákváðum að fljúga tvisvar á dag allt árið til Kaupmanna- hafnar jafnhliða því sem við tókum upp náið samstarf við SAS. Ég er þeirrar skoðunar að þessi stórbætta flugþjónusta við íslenzka markaðinn hafi átt drjúgan þátt í getu íslenzkra fyrirtækja til að hasla sér völl erlendis. Án þessara góðu samgangna hefði það orðið erfitt. Ég var 10 ár í starfi framkvæmda- stjóra markaðssviðs, sem var of langur tími. Við mér tók Steinn Logi Björnsson, sem bar kyndilinn áfram af krafti. Sjálfur varð ég framkvæmdastjóri þróunarsviðs og stofnun hlutafélaga um rekstrarein- ingar var þá að hefjast. Fyrst varð til Flugfélag Íslands úr innanlandsflugs- deildinni. Við stofnuðum einnig Loftleiðir um leiguflug, þar sem ég varð stjórn- arformaður. Við réðum Sigþór Einarsson, sölumann af guðs náð, framkvæmda- stjóra, sem dreif félagið áfram. Ég var einnig stjórnarformaður Flugleiðahótela, þar sem Kári Kárason varð fram- kvæmdastjóri. Við réðumst meðal annars í að stækka Hótel Esju, svo úr varð Nor- dica og nú Hilton Nordica. Kári vann þar magnað starf og þar gilti sem áður að víkja ekki frá markmiðinu með málamiðl- unum.“ Dótturfélög á góðu róli meðan Icelandair hnignar – Þrátt fyrir þessa lýsingu þína á því, að fyrirtækið hafi náð miklum árangri á markaðnum og í umbreytingu, var afkom- an ekki alltaf góð. Hvernig útskýrirðu það? „Afkoman var upp og niður, en oftast hagnaður. Auðvitað fengum við á okkur högg eins og annar rekstur í takt við gengissveiflur og dýfur í eftirspurn. Þá er ka með viljayfirlýsingu um r, þar af eina B747 júmbóþotu. veg eins von á aftöku enda ar ekki til hjá félaginu. En ég n stuðning Björns og nafnanna a Helgasona eldri og þess m þá var fjármálastjóri, en ég ur að finna flugvélar. Ég fékk undirverktaka og fann fyrir þá tchita í Bandaríkjunum og allt við fengum góðan pening í Þetta var svo endurtekið í tvö . 85 sendi Sigfús Erlingsson, sem rkaðsstjóri, mig til Stokkhólms g varð svæðisstjóri í Svíþjóð og og síðar Skandinavíu. Þetta mmtileg ár og okkur gekk arandi vel á markaðnum. Við um söluna í Svíþjóð á þremur Svíþjóð varð næststærsti mark- leiða á eftir Bandaríkjunum. Á ma hafði Ísland veika ímynd og nánast enga. Við þróuðum hafði hafizt á Stokkhólms- nni við að kynna Reykjavík sem mtilegustu borg Evrópu. Við risastóra lopapeysu sem við ö til þrjú ungmenni í, aðallega og slóganið var „Roliga “ (skemmtilega Reykjavík). m kellum á Íslandi fannst við egt í skyn með þessu og ust í blöðunum. Markmiðið var r að selja ráðstefnu- og hvata- það tókst. Við náðum að auka okkhólms úr tveimur til þremur aglegt og í kringum helgarnar ert minna en 250 sæta vélar.“ ur með ugflota ú ár í Svíþjóð kom ég heim 1988 mkvæmdastjóra markaðssviðs. ar þá komið í enn eina krepp- síst vegna mikils rekstrarkostn- ikillar bilanatíðni á stöðugt lota. Þetta haust urðum við að ast öllu flugi á Norður- og lokuðum Boston, Baltimore, g Detroit en héldum New York o. Sigurður Helgason, sem við m yngri, hafði verið forstjóri . Hann markaði mjög djarfa m var að endurnýja flugflotann tti með nýjum Boeing 737-400 g 757-200 vélum tveimur árum tt fyrir að varla væri til króna í . Við þessi tímamót sköpuðust ri fyrir Flugleiðir, að skapa ndair ljósárum frá því gamla, nndist af seinkunum, gömlum úr ýmsum áttum og ómark- nustu. Þótt það væri ekki sagt við að því að skapa bezta flug- ópu, ekkert minna! Leifur n, sem stjórnaði flugrekstr- um að allur útbúnaður nýja flug- r sem bezt varð á kosið. Í minn r sóknin Morgunblaðið/Golli enda lélegur til heimabrúks! freysteinn@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is SKÓLASTARF við Öxarfjörð verð- ur undir einu þaki skólaárið 2009- 2010, náist sátt um staðsetningu húsnæðis skólans. Vinnuhópur á vegum sveitarstjórnar Norður- þings tekur til starfa á næstu vikum eða mánuðum. Verkefni hans er að meta hvaða kostir eru í stöðunni fyrir heildstæðan leik- og grunn- skóla í skólasamfélaginu við Öxar- fjörð. Niðurstaða skal liggja fyrir undir lok árs og er það þá sveit- arstjórnar að taka ákvörðun. Á fundi menningar- og fræðslu- nefndar Norðurþings 28. apríl sl. var kynnt tillaga fimm skólastjórn- enda og kennara um heildstæða skólastefnu. Í henni er kveðið á um að Öxarfjarðarskóli og leikskólinn Krílakot verði undir einu þaki í Lundi. Undanfarin ár hafa skólarn- ir verið starfræktir á tveimur stöð- um, í Lundi og Kópaskeri. Í Lund- ardeild er unglingadeildin, þ.e. 8., 9., og 10. bekkur auk þess sem nem- endur 1.-7. bekkjar úr Kelduhverfi og Öxarfirði stunda þar nám – alls 48 nemendur. Á Kópaskeri eru hins vegar 14 nemendur 1.-7. bekkjar sem búsettir eru á Kópaskeri, í Núpasveit og á Sléttu. Samkvæmt upplýsingum frá skólastjóra Öxar- fjarðarskóla verður töluverð fækk- un í skólanum á næstu árum, ef miðað er við barnafjölda á svæðinu í dag. Kostir og gallar metnir Tillagan mætti þegar mikilli and- stöðu á Kópaskeri og m.a. bókaði fulltrúi Samfylkingar í sveitar- stjórn og íbúi á Kópaskeri, Krist- björg Sigurðardóttir, að ekkert komi fram í tillögunni um áhrif breytinganna á þróun byggðar á Kópaskeri, í Núpasveit eða á Mel- rakkasléttu. „Tillagan gerir ráð fyr- ir að öll starfsemi grunnskóla og leikskóla verði lögð niður á Kópa- skeri sem er óviðunandi skerðing á grunnþjónustu við þá íbúa sem hennar hafa notið. Það að ætla börnum á leikskólaaldri allt niður í 12 mánaða gömlum að ferðast 60 km leið daglega í leikskóla með skólabíl getur ekki talist raunhæfur valkostur fyrir fjölskyldur á Kópa- skeri og óvíst að foreldrar láti bjóða sér slíka þjónustu fyrir börn sín.“ Auk bókunar var lögð fram áskorun til sveitarstjórnar um að hafna tillögunni. Undir rituðu 65 íbúar á skólasvæðinu. Á Kópaskeri búa ríflega 120 manns. Á fundi sveitarstjórnar 21. maí sl. var samþykkt málamiðlunartillaga. Hún felur í sér að skipaður verði vinnuhópur til að skoða og gera til- lögur um hvernig breytingar á skólahaldi nýtast svæðinu til fram- dráttar. „Vinnuhópnum er falið að gera tillögu um framtíðarstaðsetn- ingu skóla í skólasamfélaginu við Öxarfjörð. Metnir skulu kostir og gallar með hverri þeirri staðsetn- ingu sem eykur virði samfélagsins mest til framtíðar,“ segir í fundar- gerð. Skipan hópsins óákveðin Guðbjartur Ellert Jónsson, fjár- málastjóri og staðgengill sveitar- stjóra Norðurþings, segir ákvörðun enn ekki hafa verið tekna um hvern- ig vinnuhópurinn verði skipaður. Líklegt þykir þó að leitað verði til Háskólans á Akureyri. Guðbjartur segir að ákvörðun um skólastefnu þurfi að huga vel að og með því að fá utanaðkomandi aðila til verksins sé sveitarstjórnin að vanda vel til verka. Hann útilokar þó ekki að óbreytt ástand verði nið- urstaða nefndarinnar. „Það getur vel verið að það sé inni í myndinni og ekkert sem útilokar það. Þessi tillaga kom fram frá fimm aðilum sem eru skólastjórnendur og kenn- arar, og eðli málsins samkvæmt þurfa menn að taka umfjöllun um svona tillögur. En það er allt óskrif- að í þeim efnum, hvernig skólahaldi verður háttað eða hvaða breytingar verða gerðar.“  Vinnuhópur mun fara yfir skólastarf í Öxarfirði  Íbúar á Kópaskeri óttast að skólastarf í þorpinu leggist af                            Í HNOTSKURN »Lögð var fram tillaga þessefnis að leikskóla- og grunn- skólastarf Krílakots og Öx- arfjarðarskóla fari undir eitt þak skólaárið 2009-2010. » Í tillögunni var gert ráð fyr-ir að skólinn yrði staðsettur í Lundi og þar með félli skóla- starf alfarið niður á Kópaskeri. »Sú tilhögun hugnast íbúumKópaskers illa og mótmæltu þeir tillögunni. »Sveitarstjórn Norðurþingsmun því skipa vinnuhóp til að meta kosti og galla tillög- unnar. Kópasker Búast má við að töluverð fækkun verði í skólanum á næstu árum. Óbreytt ástand ekki útilokað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.