Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 29
börnin Anton, Guðrúnu og Pétur. Bjarni og Erna hófu búskap sinn á efri hæðinni í húsi foreldra okkar á Klöpp á Seltjarnarnesi. Fljótlega fluttu þau niður á Ránargötu 33 og bjuggu þar í risíbúðinni. Bjarni var dugnaðarforkur og einstaklega hand- laginn og smekklegur og fljótlega byggðu þau sér parhús í Sörlaskjóli 8. Síðar byggðu þau sér hús á Ein- imel. Bjarni stofnaði glerverksmiðjuna Glerborg í Hafnarfirði og rak hana síðustu ár ævinnar. Hann lézt skyndilega 19. ágúst 1975 á besta aldri, aðeins 54 ára gamall. Það var mikið áfall fyrir Ernu og börnin og alla sem þekktu hann. Erna var því ekkja í 33 ár. Hún sagði nýlega við mig: Mikið vildi ég hafa elst með hon- um Bjarna. Síðar missti Erna báðar dætur sínar úr krabbameini. Erna var vinsæl og vildu allir í fjölskyld- unni hafa hana með ef eitthvað stóð til. Hún var alltaf aufúsugestur. Erna var einstaklega flink að búa til góðan mat. Hún var þakklát fyrir alla vin- semd, hæglát og ekki tilætlunarsöm gagnvart öðrum. Við Dísa kveðjum Ernu með söknuði. Við eigum góðar minningar um góða systur og mág- konu, sem öllum vildi gott gera. Eft- irlifandi ættingjum vottum við ein- læga samúð. Gottfreð Árnason. Þig faðmi liðinn friður guðs, og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Vér munum þína högu hönd og hetjulega dug, og ríkan samhug, sanna tryggð og sannan öðlingshug. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Erna föðursystir okkar er búin að fá hvíldina. Við eigum mjög ljúfar og góðar minningar um hana. Hún var alveg einstök kona, brosmild og skemmtileg. það var mjög notalegt að heim- sækja hana, hún tók okkur opnum örmum og var sérlega gestrisin, með besta bakkelsið í bænum. Erna kom iðulega í afmæli okkar og barnanna og þá færandi hendi. Það eru ófáar kransaterturnar sem hún bakaði fyr- ir fjölskylduna, mjög flottar og góðar tertur. Erna var alltaf tilbúin til að hrósa og var áhugasöm um okkar hagi. Við eigum dýrmætar minningar um Ernu frænku, við þökkum henni af alhug fyrir allt. Við biðjum Guð að blessa minningu hennar og sendum Pétri, Antoni og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Bryndís Böðvarsdóttir. Fólk er misstórt. Erna föðursystir mín var stór. Þótt hún væri í fremur smágerðum líkama og virtist jafnvel frekar skreppa saman með aldrinum, vissi maður alltaf ef hún var nálæg. Útgeislunin, hláturinn og smitandi glaðværðin sáu til þess. Erna hafði bætandi áhrif á þá sem henni kynnt- ust. Þegar við hittumst síðast fyrir tveimur vikum heyrði ég hana í fyrsta skipti hafa á orði að nú væri gott að fá að kveðja. Fljótlega. Hún sagði okkur það umbúðalaust og án allrar tilfinningasemi. Hún var orðin 85 ára gömul og kvaðst vera södd líf- daga. Og tveimur vikum síðar hefur hún kvatt. Engin sjúkdómslega, ná- kvæmlega eins og hún hafði kosið sér. Í lífi hennar skiptust á skin og skúrir. Erna eignaðist fjögur börn, tvær dætur og tvo syni. Bjarni eig- inmaður hennar féll skyndilega frá rétt ríflega fimmtugur að aldri. Báð- ar dætur hennar, Guðrún og María létust úr brjóstkrabbameini fyrir ald- ur fram. Lífið er ekki alltaf sann- gjarnt, en Erna tókst á við harm sinn af æðruleysi. Ég ætla ekki að þykjast skilja hvernig hún fór að því. Hún reyndi að sinna áfram sínum jákvæðu og gefandi samskiptum við vini og fjölskyldu og tókst það. Þegar Erna frænka kom í heimsókn kom hún undartekningarlaust færandi hendi. Hún kom ekki bara með glaðværðina og hláturinn heldur voru gjarnan ljúffengar kökur í farteskinu. Eink- um möndlukökur. Enda kunni Erna matargerðarlist öðrum betur og fékk kannski með henni útrás fyrir tilfinn- ingar sínar. En eftir sitja fjórar kyn- slóðir með góðar minningar um sér- staka konu, hetju hins daglega lífs og listakokk. Fyrir allt það er vert að þakka. Guð blessi minningu hennar. Magnús Gottfreðsson. Þegar við setjumst hér niður og kveðjum kæra vinkonu okkar þá er söknuðurinn mikill þegar ein úr saumaklúbbnum okkar hverfur svo skyndilega. Kannski finnum við líka til þakklætis til forsjónarinnar fyrir að Erna okkar fékk hægt andlát og þurfti ekki að berjast við mikil veik- indi sem búast má við í okkar hópi þar sem við allar í saumaklúbbnum erum við háan aldur. Þó að Erna segði svo oft: „Þetta er að verða búið hjá okkur því við erum orðnar svo gamlar“ – þá ríkti oftast gleði og gamansemi þegar við komum saman. Svo kemur að því hver er tilbúinn að taka við dauðanum. Ég held að Erna hafi verið það. Í saumaklúbbnum okkar voru stúlkurnar flestar úr Vestmannaeyjum. Þar áttum við okkar bernsku- og æskuár sem að flestu leyti voru yndisleg ár. Svo kom að því að hópurinn tvístr- aðist um sinn, sumar fóru að læra eitt og annað, sumar höfðu hitt maka sinn í Vestmannaeyjum. Erna fór suður (til Reykjavíkur) og þar hitti hún yndislegan pilt sem varð svo maður- inn hennar. Hann hét Bjarni Krist- insson. Stofnuðu þau hér fagurt heimili og eignuðust fjögur börn. En því miður missti Erna mann sinn á besta aldri, rúmlega fimmtugan. Bjarni var nýbúinn að stofna stórt fyrirtæki, Glerborg. En elstu börnin tóku við því og mest elsti sonurinn. Þar kom Erna að með sinni hófsemi og festu. Erna var svo hlý kona, henni fannst hún eigi ekki erfiðara en margur annar. Ef hún vissi nákomna vini falla frá þá hljóp hún til með fín- ustu kökur til að gleðja. Hún var svo sannarlega glöð ef hún gat glatt aðra. Erna mátti sjá á eftir tveimur dætra sinna með þriggja mánaða millibili. Það varð henni mikil raun að horfa upp á þær mikið veikar en hún sagði oft: „Það var allt gert fyrir þær sem hægt var, allir voru þeim svo góðir.“ Þannig var Erna, það var eins og hún sæi alltaf björtu hliðina. Nú er best að linni, hún Erna var svo látlaus í sinni góðmennsku, hún hefði ekki viljað mikil eftirmæli. Saumaklúbb- urinn er fátækari eftir að hafa misst Ernu og þær sem á undan eru gengn- ar. Ég vona að við sem eftir erum getum komið saman. Það er svo mik- ils virði að eiga góða félaga sem gleðj- ast og hryggjast þegar eitthvað bját- ar á. Blessuð sé minning Ernu Árnadóttur. Guði sé þökk fyrir að hafa haft Ernu í klúbbnum okkar. Fyrir hönd saumaklúbbsins, Gunnþóra Kristmundsdóttir. Ég leit út um gluggann, er fregnin hafði borist um andlát Ernu Árna- dóttur. Úti var bjart, kyrrt og fallegt veður, sólarskíma af himni, speglandi sjór og Esjan skartaði sínum fagra svip. Vorleikur fuglanna var hafinn, ný líf að vakna í sveitum landsins um leið og við mannfólkið kveðjum ynd- islega konu, sem hafði svo mikið að gefa án þess að þiggja mikið af öðr- um. Ég var svo lánsamur að kynnast Ernu og fjölskyldu hennar mjög ung- ur maður, en 19 ára gamall hóf ég störf með manni hennar Jóni Bjarna Kristinssyni. Ég minnist fyrstu kynna er ég var boðaður á fund sem haldinn var á heimili þeirra að Ein- imel 17 í Reykjavík. Erna tók mig strax sem einn af sonum sínum og eftir stuttan fund var boðið upp á kaffi og trakteringar að hætti Ernu. Ekki fyrsta tertan sem ég naut af hennar elju og áhugaskap á bakstri því alveg fram á hennar síðasta ár, þ.e. nú 39 árum síðar, kom hún með tertur til að færa mér og syni mínum sem hún hugsaði oft um eins og hún væri amma hans. Eftir að Erna missi mann sinn fluttist hún að Dalshrauni 5 í Hafn- arfirði í húsnæði við hliðina á vinnu- stað okkar í Glerborg. Erna vildi okk- ur vel, hóf störf hjá okkur meðal annar við matseld og þrif. Hún fékk ekki mikið greitt fyrir þessi verk en það var ekki það sem hún var að leit- ast eftir heldur félagsskap við börn sín og okkur hin sem þar vorum. Eft- ir að Erna hætti matseld hjá fyrir- tækinu eldaði hún handa Antoni syni sínum í hádeginu og oft kallaði hún á mig til að njóta þess sem fram var borið. Ætla má að Erna eigi nokkur kílóin í mér, sem hefur verið svo ansi erfitt að losna við. Erna missti mann sinn ung en Jón Bjarni dó langt um aldur fram rúm- lega fimmtugur árið 1975 og aðeins fimm árum síðar missti hún dætur sínar báðar með nokkurra mánaða millibili. Misjafn er lagt á fólk í lífinu. Hún bar sorg sína og söknuð vel, reyndist sonum sínum styrk stoð hvorum á sinn hátt ásamt því að halda góðum tenglum við fjöldskyldu sína og stóran vinahóp. Erna keyrði alveg fram á síðustu ár, fór ekki alltaf hratt yfir en komst það sem hún ætl- aði sér, hvort sem það var til að skutla vinkonunum eitthvað eða til að passa barnabörnin í Garðabænum. Við fráfall Ernu hrannast upp minningar, sem ég geymi með mér um konu sem gaf af sér og mér meira en það sem ég gat endurgoldið henni. Syni hennar hef ég nú í tæp 40 ár, haft sem góða vini og samstarfsaðila. Þar hefur aldrei fallið á skuggi frekar en við værum bræður. Þeim báðum Antoni og Pétri og fjölskyldum þeirra færi ég samúðarkveðjur með vissu um að vel verður tekið á móti Ernu á nýju tilverustigi hjá eigin- manni, dætrum og öðrum ættmenn- um. Hafsteinn Þórðarson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 29 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, UNNUR LÁRUSDÓTTIR, Uppsalavegi 4, Sandgerði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. maí, verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu í Sand- gerði miðvikudaginn 28. maí kl. 14.00. Ellen Jónasdóttir, Kristinn E. Jónsson, Lucyna Augustynowicz, Nanna S. Jónsdóttir, Björn Vífill Þorleifsson, Jón B. G. Jónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðmundur L. Pálsson, Ólöf Bolladóttir, Jóna B. Pálsdóttir, Birgir Elíasson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVAVARS EINARS EINARSSONAR, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deilda 3 og 5 á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki fyrir góða umönnun. Helena J. Svavarsdóttir, Reynir Barðdal, Marta Svavarsdóttir, Sigurður J. Sigurðsson, Magnús E. Svavarsson, Ragnheiður Baldursdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Kristján B. Halldórsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug í tengslum við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR JÚLÍUSDÓTTUR, Brúnavegi 9, Reykjavík. Júlíus Kristinn Magnússon, Sigrún Magnúsdóttir, Jón Jóhannesson, Elín Magnúsdóttir, Rudi Rudari og barnabörn.                          Amma var glæsileg kona og bar mikla reisn allt til dauðadags. Amma og afi bjuggu í fallegu tvílyftu einbýlishúsi við Kirkjuveg 3 sem nú hefur verið jafnað við jörðu vegna breytinga á skipulagi Selfossbæjar. Þar var hálfgerður aldingarður með fallegum trjám, fjölbreytilegum mat- jurtagarði og uppskeran var vel nýtt; sultað, soðið niður og fryst. Amma og afi voru á undan sínum samtíma með ýmislegt, m.a. voru þau með safnhaug á bak við bílskúrinn. Amma ræktaði rósir í fallegu gróðurhúsi þar sem notalegt var að sitja, drekka „kaffi“ og finna ilminn af rósunum. Amma var fyrirmyndarhúsmóðir, bakaði og eldaði bæði hollan og góðan mat. Afi var mikill matmaður og hann gerði bestu kæfu í heimi. Þá má ekki gleyma lummunum sem amma hafði ekki undan að steikja í tíma og ótíma. Sigurveig Sigurðardóttir ✝ Sigurveig Sig-urðardóttir fæddist í Prest- húsum í Vest- mannaeyjum 9. ágúst 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands föstudaginn 9. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Selfoss- kirkju 24. maí. Mér er alltaf minn- isstætt þegar við fórum síðast í fjölskylduútil- egu með ömmu og afa. Þau voru á sjötugsaldri með gamla tjaldið sitt og beddana og amma steikti pönnukökur á prímus handa öllu lið- inu. Amma var listfeng og fékkst mikið við hannyrðir og fleira handverk og eiga af- komendur hennar mik- ið af fallegum munum sem hún gerði. Amma var mikil félagsvera og hélt oft sam- komur fyrir fjölskylduna þar sem margt var brallað, svo sem borðað saman, föndrað og spilað. Einnig héldu hún og systkini hennar góðu sambandi og hittust oft ásamt fjöl- skyldum sínum. Amma var virk bæði í félagsmálum og stjórnmálum og ófáar ferðirnar fór hún út um allan heim með kvenfélags- konum ásamt því að þau afi voru dug- leg að ferðast saman. Alltaf færði hún okkur barnabörnunum minjagripi eða eitthvert gotterí frá þessum ferð- um. Amma og afi unnu landinu sínu mikið og ekkert sumar leið án þess að farið væri um landið og ávallt fóru þau til berja og sultuðu til vetrarins. Það var gaman að máta kjólana þína og skóna og skoða skartgripina enda varstu alltaf fallega tilhöfð og hafðir gaman af að punta þig. Ekki má gleyma grímubúningunum sem þú hafðir útbúið fyrir börnin þín sem voru meiri háttar. Við frænkurnar gistum stundum hjá þér og það var svo gaman, mér er minnisstætt hvað þú varst þolinmóð þegar við vorum vakandi fram eftir nóttu. Þegar frum- burður okkar Sigurðar var skírður kom þér ánægjulega á óvart að við skyldum skíra í höfuðið á þér en það er heiður að bera nafn þitt vegna þess að þú varst einstök og öðrum til fyr- irmyndar. Þið afi heimsóttuð okkur Sigurð og börnin oft í sveitina, gistuð eða komuð við á leið ykkar um landið. Í eitt skipt- ið sem þið komuð voru Sigurveig og Jóhannes úti á svölum, þér fannst Jó- hannes eitthvað glannalegur við svalahandriðið, þá horfði hann á þig og sagði: Amma, er ekki best að þú farir inn núna? Þér fannst þetta magnað en þá var Jóhannes á þriðja árinu. Seinna fluttuð þið í Græn- umörkina og þar var tekin mynd af ykkur afa með Sverri Helga á milli ykkar 60 árum eftir að Sverrir frum- burður ykkar fæddist. Falleg mynd er einnig til af þér og Eydísi Evu, yngsta barninu okkar. Elsku besta amma mín, þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Þóra Sverrisdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.