Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRAMKVÆMDIR eru í fullum gangi við uppbygginguna á Höfða- torgi og miðar vel, að sögn Gísla Jónssonar, markaðsstjóra Höfða- torgs, hjá Byggingarfélaginu Eykt. Höfðatorg liggur milli Borg- artúns, Skúlatúns, Skúlagötu og Höfðatúns. Þar er m.a. gert ráð fyr- ir íbúðarbyggð með allt að 250 íbúðum, auk skrifstofu-, verslunar- og þjónustubyggð. Nú er unnið að uppbyggingu 19 hæða turnbyggingar á horni Höfða- túns og Borgartúns. „Það stendur til að henni verði lokið á miðju næsta ári. Það er heljarinnar gang- ur í turnbyggingunni og menn stefna að því að geta steypt 17 hundruð fermetra hæð á 10-12 dög- um,“ segir Gísli. Bílakjallari undir öllu torginu Unnið er að fullnaðarhönnun bygginga sem rísa meðfram Höfða- túninu en þar er alls um 14 þúsund fermetra að ræða. Líklegt er að næst verði svo ráðist í að reisa byggingu á reitnum við Skúlatúnið. Lokið er að mestu leyti gerð bíla- stæðakjallara undir turnbygging- unni og byggingunni sem reist var við Borgartún. Gerð var skábraut á Höfðatúni niður í kjallarann, en þar verður aðalinnkeyrslan inn í bíla- stæðahúsið. Þegar fram líða stundir er gert ráð fyrir að gerður verði bílakjall- ari sem liggi undir öllu Höfðatorg- inu. Hann verður þá á meðal stærstu bílakjallara sem gerðir hafa verið hér á landi. Samkvæmt deiliskipulagi Höfða- torgs verða reistir samtals 75 þús- und fermetrar ofanjarðar auk bíla- kjallarans, sem verður á tveimur og að hluta til á þremur hæðum. Í breytingu sem samþykkt hefur ver- ið á deiliskipulaginu er nú einnig gert ráð fyrir þeim möguleika að byggðir verði kvikmynda- og fyr- irlestrarsalir neðanjarðar. Byggingar á torginu verða sex talsins, sjö til níu hæða, auk þriggja 12, 16 og 19 hæða turna sem rísa upp úr byggingunum. Opin svæði munu ná yfir rúmlega helming af heildarfleti Höfðatorgs. Á öll starfsemi á jarðhæð Höfða- torgs að miðast við að skapaður verði miðbæjarkjarni sem þjónar íbúum, starfsfólki og nágrönnum. Þar verði matsölustaðir, kaffihús, verslanir og ýmis þjónustu- starfsemi. Glerskálar tengja svo byggingarnar og veita skjól og rými fyrir ýmsar uppákomur. Uppbygging á Höfðatorgi er í fullum gangi Gert ráð fyrir kvik- myndasölum neðanjarðar Morgunblaðið/Frikki Aðkoman Skábraut hefur verið lögð á Höfðatúni niður í stóran bílakjallara sem er í byggingu undir Höfðatorgi.                           !"  #          # #     # #      # #      # #    # $   % " &  '   & SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins vill reisa slökkvistöð við Stekkjarbakka og Skar- hólabraut í Mosfellsbæ og loka stöð sinni við Tunguháls en meðal íbúa í Breiðholti er óánægja með staðarvalið við Stekkjarbakka þar sem gengið yrði á útivistarsvæði í Elliðaár- dalnum. Kynningarfundur um málið var haldinn með íbúum á mánudagskvöld og var hiti í fólki í upphafi fundar að sögn Egils Arnar Jóhann- essonar, formanns hverfisráðs Breiðholts. Um 60-70 manns sóttu fundinn og segir Egill Örn að kynning á vegum SHS hafi verið frábær og allir sammála um forsendur SHS um að hafa sem stystan útkallstíma, en þær forsendur hafa einmitt leitt SHS á lóð við Stekkjarbakk- ann. Á fundinum var deilt hart á fyrirhyggju- leysi borgaryfirvalda fyrir 40 árum þegar Breiðholt var byggt upp án þess að reiknað væri með slökkvistöð. „Þetta er fortíðarvandi en fundarmenn voru ekki reiðubúnir að láta þetta land fara undir byggingar,“ segir Egill Örn. Málið er nú statt hjá skipulagsstjóra Reykjavíkur þar sem unnið er að skipulags- hugmyndum. Engar ákvarðanir hafa verið teknar, enda hefur málið ekki farið endanlega fyrir skipulagsráð. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkvi- liðsstjóra SHS, hefur um nokkurra ára skeið staðið yfir tölfræðileg úttekt á svæði SHS til að skoða útkallstíma liðsins. „Útkallstíminn er mjög mismunandi og kemur engum á óvart þar sem starfssvæðið hefur stækkað mikið og íbú- um fjölgað,“ segir hann. Tunguhálsstöðin einangruð „Slökkvistöðin á Tunguhálsi er einangruð, þ.e. það tekur langan tíma að komast inn á stofnbrautir og það gerir útkallstímann í Graf- arvogi og Mosfellsbæ ansi dapran“. Fyrrnefnd úttekt fól í sér að allir útkallstímar SHS nokk- ur ár aftur í tímann voru settir inn í tölvulíkan og út frá því fundnar út bestu staðsetningar slökkvistöðva. Niðurstaðan eru tvær stöðvar, við Stekkjarbakka og Skarhólabraut. „Eitt vandamálið í þessu snýst um að finna lóð í rót- grónu hverfi og annar vandi felst í að hafa slökkvistöð með góða tengingu við stofnbraut- ir. Stekkjarbakki uppfyllir bæði skilyrðin en á íbúafundinum kom fram að sumir voru ekki á því að hafa slökkvistöð í Elliðaárdalnum. Ég held að íbúar standi vörð um Elliðaárdalinn og spyrji sig hvað muni hugsanlega koma næst ef slökkvistöð verður byggð á svæðinu og hvort dalurinn verði undirlagður byggð í framtíðinni. Sumir vilja ekkert í dalinn, aðrir myndu geta fellt sig við slökkvistöð ef skýr skilaboð fengj- ust frá borginni um að ekkert annað verði byggt á svæðinu.“ Ný slökkvistöð vekur litla hrifningu SKIPULAGSSTOFNUN ber að leggja mat á umhverfisáhrif þegar hún gefur út álit vegna fram- kvæmda, að því er fram kemur í yf- irlýsingu Stefáns Thors skipulags- stjóra. Undanfarið hefur verið rætt hvort stofnunin hafi í áliti vegna um- hverfisáhrifa Bitruvirkjunar, sem birt var 19. maí, farið út fyrir vald- svið sitt. Í yfirlýsingunni segir að í fjölmiðl- um hafi verið látið að því liggja að Skipulagsstofnun hafi hafnað virkj- uninni eða lagst gegn henni og farið með því út fyrir valdsvið stofnunar- innar. Í yfirlýsingu frá Samorku sé því t.d. haldið fram að hlutverk Skipulagsstofnunar sé ekki að taka afstöðu heldur fyrst og fremst að staðfesta að matið hafi verið unnið með lögbundnum hætti. „Það er rétt að samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/ 2000 með síðari breytingum kemur fram að Skipulagsstofnun skuli gefa rökstutt álit sitt á því hvort mats- skýrsla framkvæmdaraðila uppfylli skilyrði laganna og reglugerða settra samkvæmt þeim og að um- hverfisáhrifum sé lýst á fullnægjandi hátt. Það sem hins vegar virðist hafa farið framhjá mörgum sem hafa tjáð sig um málið er að í 24. gr. reglu- gerðar um mat á umhverfisáhrifum nr. 1123/2005 segir m.a. að Skipu- lagsstofnun skuli gera grein fyrir helstu forsendum matsins og niður- stöðum stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum. Þetta þýðir með öðrum orðum að Skipulagsstofnun ber í áliti sínu að leggja mat á um- hverfisáhrifin. Í lögunum og reglugerðinni kem- ur fram að telji Skipulagsstofnun að setja þurfi frekari skilyrði fyrir framkvæmd en fram koma í mats- skýrslu eða gera þurfi aðrar eða frekari mótvægisaðgerðir skal stofn- unin tilgreina skilyrðin og mótvæg- isaðgerðir og færa rök fyrir þeim. Í því sambandi er vandséð hvernig stofnunin á að geta lagt til skilyrði ef hún á ekki leggja mat á umhverfis- áhrifin. Skipulagsstofnun hefur á undan- förnum 3 árum sent frá sér 12 álit á umhverfisáhrifum framkvæmda. Í 3 tilvikum hefur niðurstaðan verið að umhverfisáhrifin myndu verða ekki ásættanleg og óafturkræf. Í áliti Skipulagsstofnunar um umhverfis- áhrif Bitruvirkjunar, sem byggt er upp á sama hátt og fyrri álit, er ekki verið að „leggjast gegn“ eða „hafna“ byggingu Bitruvirkjunar. Það er ekki hlutverk Skipulagsstofnunar. Við útgáfu leyfis til framkvæmda ber hins vegar leyfisveitanda að taka rökstudda afstöðu til álits Skipulags- stofnunar og birta opinberlega ákvörðun sína sem er kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála,“ segir í yfirlýsing- unni. Ber að leggja mat á umhverfisáhrif VANDSÉÐ er annað en að með niðurstöðu Skipulagsstofnunar varðandi mat á umhverfisáhrifum vegna Bitruvirkjunar sé stofnunin komin út fyrir lögbundið hlutverk sitt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, að því er fram kemur á vefsíðu Samorku. Fram kemur að í matinu stað- festi stofnunin að það hafi verið unnið með lögbundnum hætti en kemst jafnframt að þeirri nið- urstöðu að bygging Bitruvirkj- unar sé „ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óaft- urkræfra áhrifa á landslag, úti- vist og ferðaþjónustu“. Lögunum var breytt árið 2005 og í frum- varpinu segir m.a. um helstu breytingar á lögunum, að í mats- ferlinu verði ekki tekin afstaða til þess hvort fallast beri á með eða án skilyrða eða leggjast gegn framkvæmd sem lýst hefur verið með fullnægjandi hætti í mats- skýrslu framkvæmdaraðila. Komin út fyrir hlutverk sitt Morgunblaðið/RAX Bitruvirkjun Skipulagsstofnun gaf út álit vegna virkjunarinnar 19. maí s.l.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.