Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 15 ERLENT Quinhamel. Washington Post. | Filipe Dju sat þungbúinn á rótum fenjavið- ar með keðju á ökklunum, hlekkj- aður við fjóra aðra kókaínfíkla. Þremur mánuðum áður hafði fjöl- skylda hans komið honum í fyrstu meðferðarstofnun Gíneu-Bissá fyrir fíkniefnaneytendur vegna þess að hann var orðinn háður kókaíni sem þekktist varla í landinu fyrir þremur árum. Veiking dollarans og hækkandi gengi evrunnar hefur orðið til þess að kólumbískir kókaínsmyglhringir keppast nú við að smygla fíkniefn- unum til Evrópu með viðkomu í fá- tækum Afríkulöndum á borð við Gíneu-Bissá, sem er orðið að mið- stöð kókaínsmygls í álfunni. Bandarískir og evrópskir embætt- ismenn segja að nokkur af öflugustu glæpasamtökum heims notfæri sér bágt ástand í Gíneu-Bissá og landið sé þeim auðveld bráð vegna þess að ríkisvaldið sé veikt. Ríkislögreglan er aðeins með 63 lögreglumenn, í landinu er ekkert raunverulegt fangelsi og fátæktin er mikil; margir íbúanna búa enn í hreysum með stráþökum, án rafmagns og renn- andi vatns. „Vestur-Afríka hefur orðið fyrir innrás,“ sagði Antonio Maria Costa, framkvæmdastjóri fíkniefna- og glæpamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNODC). Costa fór til Gíneu-Bissá nýlega til að kynna sér ástandið og komst að þeirri nið- urstöðu að kókaínsmyglarar væru orðnir svo umsvifamiklir þar að landið gæti orðið fyrsta „eitur- lyfjaríki“ Afríku. Costa sagði að sterkir gjaldmiðlar í Evrópu virkuðu sem segull á smyglhringina. Þeir fengju helmingi hærra verð fyrir kókaínið þar en í Bandaríkjunum. Embættismenn í Gíneu-Bissá segja að fíkniefnasmyglarar múti oft fólki með smáskömmtum af kókaíni og hafi þannig búið til fíkniefnaböl sem landið hafi áður verið laust við. Eiturlyfjaviðskiptin hafi einnig leitt til hömlulausrar spillingar í stjórn- kerfinu og stefnt efnahagslegum og pólitískum stöðugleika í hættu. Gínea-Bissá er í 175. sæti af 177 á lífskjaralista Þróunaráætlunar Sam- einuðu þjóðanna (UNDP). Embætt- ismenn SÞ segja að fjárlög Gíneu- Bissá samsvari stórsöluverði um það 2,5 tonna af kókaíni. Embættismennirnir segja að smyglararnir flytji ekki fíkniefnin beint til Evrópu vegna þess að evr- ópsk yfirvöld myndu verða vör við stórar fíkniefnasendingar. Smygl- hringarnir senda því skip og flug- vélar með kókaín til Vestur-Afríku. Þeir völdu Gíneu-Bissá vegna þess að þar er ríkisvaldið veikt og við ströndina eru margar óbyggðar eyj- ar. Farminum er ýmist komið til eyjanna eða varpað í sjóinn og litlir bátar eru síðan notaðir til að sækja kókaínið. Fíkniefnunum er skipt í smærri farma og þau eru síðan send með litlum flugvélum eða „burð- ardýrum“ til Evrópu. Lögreglan í Amsterdam fann t.a.m. kókaín á 32 farþegum einnar flugvélar frá Gíneu-Bissá fyrir tveimur árum. „V-Afríka hefur orðið fyrir innrás“ Washington Post/Kevin Sullivan Fíkniefnaböl Filipe Dju (2. frá hægri) hlekkjaður við aðra kókaínfíkla á meðferðarstofnun í Gíneu-Bissá sem er orðin miðstöð fíkniefnasmygls. Smyglhringir nýta sér veikt ríkisvald í Gíneu-Bissá til að lauma kókaíni til Evrópu STARFSMENN hjálparstofnana og friðargæsluliðar hafa gerst sekir um að beita börn á átaka- og hamfara- svæðum kynferðisofbeldi og þeir hafa komist upp með það refsingarlaust. Kemur það fram í nýrri skýrslu frá samtökunum Barnaheillum, Save the Children. „Börn jafnvel ekki eldri en sex ára hafa orðið að láta nota sig kynferðislega til að fá mat, sápu eða einhverja peninga,“ segir í skýrslunni, sem segir einnig frá nauðgunum, barnaklámi, vændi og mansali þar sem í hlut eiga unglingar, allslaus börn vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara og oft munaðarlaus. Skýrsla Barnaheilla er einkum byggð á athugunum, sem gerðar voru á Fílabeinsströndinni, í Suður-Súdan og á Haití, en niðurstaða þeirra var, að um væri að ræða „verulega misnotkun“. „Það er varla hægt að ímynda sér grófari og við- bjóðslegri misneytingu valds en á sér stað gagnvart þessum börnum,“ segir Jasmine Whitbread, aðalfram- kvæmdastjóri Barnaheilla, en í skýrslunni er þó tekið fram, að þeir, sem hafi gerst sekir um þennan glæp, séu hlutfallslega ekki stór hópur. Það sé hins vegar yf- irgengilegt, að þeir skuli hafa komist upp með þetta refsingarlaust. Sameinuðu þjóðirnar voru lengi sakaðar um aðgerða- leysi í þessum málum en 2005 voru reglur um þau hert. Var það gert eftir að upp komst um framferði frið- argæsluliða í Kongólýðveldinu og í nóvember í fyrra voru 100 hermenn frá Sri Lanka sendir heim frá Haití af sömu sökum. Engum þessara manna hefur samt ver- ið refsað. Börn á hamfarasvæðum beitt kynferðisofbeldi Sumir starfsmenn hjálparstofnana og friðargæsluliðar hafa refsingarlaust beitt börn kynferðisofbeldi LÍTILL japanskur skóladrengur fann þessa for- vitnilegu og smávöxnu skjaldböku á skólalóðinni sinni í borginni Moriyama í Japan. Vísindamenn segja mjög óvenjulegt að slík dýr finn- ist á lífi. Þeir telja líklegra að dyntir náttúrunnar hafi verið að verki frekar en að um mengunaráhrif sé að ræða. Skjaldbakan var nefnd „Takara“ eða „fjársjóður“ í höfuðið á drengnum sem fann hana og verður það að teljast heppilegt nafn. Reuters Tvíhöfða skjaldbaka í Japan FULLTRÚAR þeirra fimm ríkja, sem land eiga að norðurheimskaut- inu, sitja nú fund í bænum Illulissat í Grænlandi og umræðuefnið er hugs- anleg skipting norðurheimskauts- svæðisins milli þeirra. Þetta er hins vegar mjög flókið og viðkvæmt mál og ekki sjálfgefið, að önnur ríki og al- þjóðasamfélagið fallist á, að þessi hluti jarðarkringlunnar falli allur þessum fimm ríkjum í skaut. Danir buðu til fundarins fyrir hönd Grænlendinga en hin ríkin fjögur eru Rússland, Bandaríkin, Kanada og Noregur. Öll vilja þau finna lagalegan grundvöll fyrir til- kalli til norðurheimskautssvæðisins en í því efni er mörgum spurningum ósvarað. Til dæmis þeirri hvort ekki eigi það sama að gilda norðurskautið og suðurskautið, sem ekki lýtur ein- stökum ríkjum en er stjórnað í sam- ræmi við alþjóðlega samninga. Ekki er búist við neinum tíma- mótayfirlýsingum á Illulissat-fund- inum en það vakti athygli og óánægju, að Danir skyldu ekki bjóða Íslendingum, Svíum og Finnum til fundarins. Þeir og ríkin, sem standa að fundinum, eiga aðild að Norður- heimskautsráðinu, milliríkjastofnun, sem hefur það hlutverk fyrst og fremst að ræða þau álitamál, sem svæðið varða. Brugðust Danir við óánægjunni með yfirlýsingu um, að öll aðildarríki ráðsins myndu fá ít- arlega skýrslu um Illulissat-fundinn. Ekki mótvægi við norðurheimskautsráðið „Við vorum fullvissuð um, að að- eins væri um að ræða einn stakan fund og tilgangurinn væri ekki sá að mynda eitthvert mótvægi við norð- urheimskautsráðinu,“ sagði Urður Gunnarsdóttir, talsmaður íslenska utanríkisráðuneytisins, í viðtali við rússnesku fréttastofuna Novostí. Það, sem sameinar ríkin fimm, Rússland, Bandaríkin, Kanada, Nor- eg og Danmörk, er tilkall þeirra til norðurheimskautssvæðanna en hug- myndir þeirra um skiptinguna eru hins vegar mjög ólíkar og fara að sjálfsögðu eftir hagsmunum þeirra. Sem dæmi má nefna, að Kanada- menn vilja, að dregin sé lína frá aust- asta odda landsins og önnur frá þeim vestasta og þær síðan látnar skerast á norðurpólnum. Geirinn innan þeirra kæmi þá í hlut Kanada. Önnur hugmynd er að láta náttúrulegt framhald af landgrunni viðkomandi ríkis ráða ferðinni. Vilja skipta norður- heimskauti Fimm ríkja fundur í Grænlandi Yangon. AFP, AP. | Herforingjastjórn- in í Búrma framlengdi í gær stofu- fangelsisúrskurð yfir stjórnarand- stöðuleiðtoganum Aung San Suu Kyi um eitt ár, að sögn embættis- manns í Yangon. Sjö embætt- ismenn herfor- ingjastjórn- arinnar fóru á fund Suu Kyi til að tilkynna henni þetta. Um 30 stuðningsmenn hennar reyndu að ganga í átt að heimili hennar en öryggissveitir stöðvuðu þá og handtóku sextán þeirra, m.a. tólf ára pilt. Suu Kyi hefur verið í fangelsi eða stofufangelsi í rúm 12 ár af síðustu 18 árum. Síðast var hún handtekin 30. maí 2003 og henni var haldið í fangelsi í nokkra mánuði þar til hún var úrskurðuð í stofufangelsi. Erlendir hjálparstarfsmenn fengu í gær að fara á Irrawaddy- óshólmasvæðið, sem varð verst úti í fellibylnum sem gekk yfir landið fyr- ir rúmum þremur vikum. Embætt- ismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að 1,5 milljónir manna, sem þyrftu á neyðaraðstoð að halda, þyrftu enn að bíða eftir hjálp. Suu Kyi áfram í haldi Aung San Suu Kyi ♦♦♦ NICOLAS Sarkozy, forseti Frakk- lands, lagði til í gær, að Evrópusam- bandsríkin brygðust við hækkandi olíuverði með því að afnema virðis- aukaskatt á olíu og bensíni. Kom þetta fram í útvarpsviðtali við Sarkozy en franskir sjómenn hafa í þrjár vikur samfleytt mótmælt háu olíuverði og nú hafa sjómenn á Spáni farið að dæmi þeirra. Í Frakk- landi er virðisaukaskattur á elds- neyti 19,6%. Sarkozy stakk upp á, að í öllum Evrópusambandsríkjunum yrði sett ákveðið þak á virðisaukaskattinn og færi það eftir olíuverði á heimsmark- aði hverju sinni. Ekki gengi, að Frakkar ákvæðu það upp á sínar eig- in spýtur. Það kom einnig fram hjá Sarkozy, að öll tekjuaukning ríkisins, sem rekja mætti til hins háa olíuverðs, yrði sett í sjóð og hann notaður til að hjálpa þeim, sem hátt olíuverð hefði leikið hvað harðast. Vill afnema skatt á olíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.