Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is LÍTIÐ sást af hrefnu í talningum við Íslandsstrendur í júlíbyrjun síðasta sumar, þegar fjöldi þeirra var áætlaður rúmlega 15.000. Tölu- verð óvissa er í matinu og eru neðri öryggismörk, sem svo eru nefnd, áætluð 6.357 hrefnur, þau efri 27.278 dýr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu vísindamannanna Daniels G. Pikes, Þorvaldar Gunn- laugssonar og Gísla Víkingssonar, sem kynnt verður fyrir vísinda- nefnd Hvalveiðiráðsins (IWC) í Santiago í Chile í næstu viku. Árni Finnsson, talsmaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, telur skýrsluna kalla á endurmat. „Miðað við nýtt mat á fjölda hrefna við Íslandsstrendur eru töl- ur um afrán hrefna við Ísland gjör- samlega úreltar,“ segir Árni. „Tal Landssambands íslenskra útvegsmanna, einstakra þing- manna og fleiri um nauðsyn þess að drepa þessi dýr til að halda eins konar „jafnvægi“ í lífríki sjávar hér við land reynist innantómt í ljósi þessa nýja mats á fjölda dýra. Þetta sýnir hvað við vitum lítið um lífríki sjávar og hversu erfitt er að henda reiður á fjölda hvala í sjónum, hrefnum í þessu tilviki. Þessi vísindalega óvissa er mikil og ráðamenn verða að fara fram af mikilli varúð.“ Inntur eftir þessum orðum Árna segir Þorvaldur, sem er sérfræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, þau „ótímabær“. Skýringanna sé lík- lega að leita í bresti í sandsílinu. „Það eru vísbendingar um betri sandsílisárgang árið 2007 en árin tvö á undan, þegar árgangarnir voru lélegir,“ segir Þorvaldur, sem telur ekki að hrefnum sé að fækka. Ekki talið að fækkun hafi orðið í stofninum „Það er ekki talið að nein fækk- un hafi orðið. Heldur voru í júl- ímánuði í fyrra færri hrefnur hér á þessum tíma. Við höfum ekki nein- ar vísbendingar um að það hafi orðið fækkun í stofninum. Það eru ekki nein merki um það. Við höfum ekki séð neina dauða hvali eða illa haldna hvali eða þvíumlíkt. Á milli þessara heildartalninga, á tímabilinu 2001 til 2007, höfum við talið að vori og að hausti til þess að tímasetja viðveru hrefnunnar hér við land og til að geta metið af- rán hennar. Þegar talið var í apríl og í maí á árunum 2003 til 2004 var fjöldinn brot af því sem hann hefur verið í júlí. Nú eru merki um að há- punkturinn hafi verið síðar. Þessi talning núna segir ekkert annað en það að þetta ár fóru hrefnurnar eitthvað annað að leita sér að æti en til dæmis heildartalningarárið 2001.“ Mikil fækkun hrefna milli heildartalninga Í HNOTSKURN »Talningin sem um ræðir erfyrsta heildartalningin frá árinu 2001, þegar fjöldi hrefna við Íslandsstrendur var áætl- aður um 44.000 dýr. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is STJÓRN Landsvirkjunar hefur ákveðið að ganga til samninga við Ístak um að ljúka framkvæmdum við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkj- unar. Í kjölfar gjaldþrots Arnar- fells, sem upphaflega var með verk- ið, stofnaði Landsvirkjun dóttur- félagið Hraunaveitu ehf. og yfirtók verkefnið og hluta af starfsmönnum við framkvæmdirnar. Formlegt veitingarbréf til Ístaks verður sent út nú í vikunni. Sigurður Arnalds, talsmaður Kárahnjúkavirkjunar hjá Lands- virkjun, segir Ístak byrjað að ræða við starfsmenn Hraunaveitu ehf. um áframhaldandi störf að verkefn- inu. Vonir standi til að það gangi upp að mestu og mannaskipti verði sem allra minnst. 130 vinna nú við Hraunaveitu, Íslendingar og út- lendingar til helminga. Starfsmönn- um mun þó fjölga í um 250 í sumar. Ístak bauð í gerð Hraunaveitu ásamt Arnarfelli og nam tilboðið tæpum 2,2 milljörðum króna án virðisaukaskatts. Samið er nú við Ístak á þeim grunni. Um er að ræða vinnu við Kelduá, öll göng og fram- kvæmdir þar fyrir austan og lok vinnu við Jökulsárveitu og Ufsar- stíflu. Jökulsárveita tilbúin í sumar Sigurður segist ekki telja að út- skiptingar á fyrirtækjum við fram- kvæmdirnar séu orðnar kostnaðar- samar fyrir Landsvirkjun. „Þetta hefur farið nokkuð farsællega, fyrst og fremst vegna þess að lendingin var mjúk þegar við tókum verkið yf- ir til bráðabirgða. Síðan kom mjög sanngjarnt tilboð frá Ístak um að taka þetta yfir og halda áfram,“ segir Sigurður. Verkið stenst að hans sögn áætlun og meiningin að Jökulsárveita verði rekstrarhæf í ágúst. Fyllist Hálslón í sumar eru þó ekki líkur á að mikið vatn verði notað til rafmagnsframleiðslu úr Jökulsárveitu fyrr en næsta vor. Síðasta frágangi austast á Hraun- um lýkur svo sumarið 2009. Ístak er líka í framkvæmdum við Kárahnjúkastíflu. Talsvert hrun er úr Kárahnjúknum ofan vegarins að stíflunni þrátt fyrir grjótgirðingar og stendur til að losa laust grjót og tryggja hrunvarnir til muna. Þá á að byggja ölduvar; grjóthleðslu sem standa mun á steyptum rampi, neð- an vegarins við lónborðið. Ístak er einnig að setja tvöfalt öryggishand- rið efst á ölduvegg stíflunnar svo unnt verði að ganga eftir henni endilangri og einnig verður sett vegrið gljúfurmegin. Þá er eftir ör- yggisfrágangur við yfirfall á stífl- unni og gerð manngerðs hyls undir foss yfirfallsins. Þar er um að ræða steypta fyrirstöðu í gljúfrinu sem brýtur orkuna úr fossinum og varn- ar þannig rofi. Öllum framkvæmd- um Ístaks við stífluna lýkur nú í sumar. Impregilo er að pakka saman og flytja búðir sínar og tæki á brott. Auk þess mun fyrirtækið í sumar ganga frá vinnusvæðum, m.a. með jarðvegsjöfnun og sáningu. Um þessar mundir er verið að ákveða hjá Landsvirkjun hvaða til- högun verður höfð á umferð ferða- manna yfir stífluna í sumar og mun það upplýst innan skamms. Óvenjumikill snjór er nú á Kára- hnjúkasvæðinu og Hálslón enn ísi- lagt. Lónið er í stöðugri hæð, þ.e. í það rennur jafn mikið og út úr því. Vatnsborð hefur lækkað um 26,5 m frá því að lónið var fullt. Landsvirkjun semur við Ístak um að ljúka við Hraunaveitu Ljósmynd/Þórhallur Árnason Vorsól Þrátt fyrir góðviðri á Norðausturlandi er Hálslón í klakaböndum. YFIRLÆKNIR Réttargeðdeildarinnar á Sogni hefur verið settur af eftir að upp komst að hann lét ávísa ávanabindandi lyfjum á menn án þeirra vitundar. Matt- hías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir málið í rannsókn hjá embættinu og óvíst hvenær endanlegrar niðurstöðu er að vænta. Lyfin sem um ræðir eru örv- andi, amfetamín og methylphenidate (rí- talín). Ekki hefur verið leitt í ljós með óyggjandi hætti hversu miklu af lyfj- unum var ávísað en talið er að það sé á milli eitt og tvö þúsund töflur. Þá liggur ekki fyrir hvernig lyfin voru notuð. Yfirlæknirinn, Magnús Skúlason, var á síðasta ári sviptur leyfi til ávísunar svo- nefndra eftirritunarskyldra lyfja, var undir eftirliti landlæknisembættis og gat því ekki ávísað lyfjunum sjálfur. Til þess fékk hann aðra lækna. Matthías segir það hins vegar hafa verið gert í góðri trú, og eru þeir ekki undir rannsókn. Það er hins vegar maðurinn sem sótti lyfin í lyfjaverslanir. „Þetta eru eftirlits- skyld lyf og þá verður að sækja lyfin og viðkomandi sýna skilríki. Þessi maður sýndi ávallt skilríki en svo þótti það undarlegt að hann væri alltaf að sækja lyf fyrir fleiri en einn og aðra en sjálfa sig,“ segir Matthías sem reiknar fastlega með að þætti mannsins verði vísað til lögreglu. Sá starfar ekki innan heil- brigðiskerfisins. Lyfjunum var ávísað á menn sem lent hafa á glapstigum í lífinu, án þeirra vit- undar. Sem stendur er settur yfirlæknir á réttargeðdeildinni en erfiðlega gæti reynst að finna eftirmann. Ekki alls fyr- ir löngu var auglýst eftir geðlækni á deildina, en þá barst ekki umsókn. Að sögn Matthíasar verður reynt eins og hægt er að finna eftirmann og það sem fyrst. Yfirlæknir til rannsóknar ELDRI hjónum var komið til hjálpar á há- lendinu í gærkvöld. Þau eru danskir ferðamenn og báðu um aðstoð lögregl- unnar eftir að þau festu jeppabifreið sína. Fólkið gerði vart við sig í gegnum far- síma og aðstoðuðu menn frá Björgunar- félaginu Blöndu frá Blönduósi hjónin við að losa jeppann og fylgdu þeim niður á þjóðveginn. „Þau héldu síðan í átt til Sauðárkróks og ætla trúlegast ekki upp á hálendið í bráð,“ sagði Hilmar Frímanns- son, meðlimur í björgunarsveitinni, í sam- tali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær- kvöldi. Danskir ferða- menn í vanda HALLGRÍMSKIRKJUTURN er mikið skemmdur og þarf að ráðast í umfangsmiklar steypuviðgerðir en gert er ráð fyrir að þær taki næstu 12 til 18 mánuði. Guðjón Samúelsson, húsameist- ari ríkisins, byrjaði að teikna Hall- grímskirkju 1937 og varð það hans síðasta verk. Bygging kirkjunnar hófst 1945 og um þremur árum síð- ar var kjallari kórsins vígður sem og kirkjusalur. Nýr kirkjusalur var tekinn í notkun í suðurálmu turnsins 1974. Kirkjan var síðan vígð á 200 ára afmælisári Reykja- víkur, 26. október 1986, daginn fyr- ir 312. ártíð Hallgríms Pétursson- ar, sálmaskálds. Hallgrímskirkja er stærsta kirkja landsins og gnæfir yfir höf- uðborgina. Vinnupallarnir eiga eft- ir að teygja sig alla 74 metrana upp á topp og er lyfta utan á pöllunum svo að viðgerðarmennirnir komist hratt á milli hæða, en gera má ráð fyrir mörgum ferðum á næstunni. Vinna við turninn Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.