Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 149. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Ungt fólk í vanda  Fjölmargt ungt fólk er verulega illa statt fjárhagslega að mati forstöðu- manns Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Staða margra hefur versnað eftir að bankarnir stöðvuðu útlán í vetur og er fólk með hærri skuldir en áður. » Forsíða Samið við Ístak  Stjórn Landsvirkjunar mun ganga til samninga við Ístak um að ljúka framkvæmdum við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar innan tíðar. Formlegt veitingarbréf verður sent til Ístaks í vikunni. 130 manns vinna nú við Hraunaveitu og er vonast til að mannaskipti verði sem minnst. » 6 Eldhúsdagur á Alþingi  Geir H. Haarde sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum í gær að erf- iðleikar liðins vetrar mundu brátt víkja fyrir betri tíð. Óhjákvæmilega mundi hægja á hjólum íslensks efna- hagslífs á næstunni en að íslenska þjóðin hefði áður staðið af sér ytri áföll. » 12 Hröð uppbygging  Uppbygging á Höfðatorgi er í full- um gangi og er þar gert ráð fyrir íbúðarbyggð með allt að 250 íbúðum. Nítján hæða turn rís með ógnarhraða og verður væntanlega lokið á miðju næsta ári. Unnið er að fulln- aðarhönnun bygginga meðfram Höfðatúni. » 4 SKOÐANIR» Staksteinar: Hvaða brimskafl? Forystugreinar: Hörð gagnrýni | Flóttamenn velkomnir á Akranesi Ljósvaki: Landsleikir í beinni UMRÆÐAN» Spillingin sigraði Frá frelsi til faraldurs Loksins – loksins Opið bréf til Björns Bjarnasonar  2 2 2 2  2  2 3% 4!" - !)  5  !!!% !   2 2 2  2    2 + 6 '0 "   2 2 2 2  2  7899:;< "=>;9<?5"@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?"6!6;C?: ?8;"6!6;C?: "D?"6!6;C?: "1<""?!E;:?6< F:@:?"6=!F>? "7; >1;: 5>?5<"1)"<=:9: Heitast 19°C | Kaldast 9°C  Suðaustan eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað með köfl- um á Suðurlandi, ann- ars yfirleitt léttskýjað. » 10 Árni Matthíasson segir frá forvitni- legri bók um hersetu Bandaríkjamanna í Írak og brostnar vonir. » 40 BÆKUR» Byggt á sandi FÓLK» Lily Allen fer ekki vel með áfengi. » 41 Barinn víkur fyrir nýjustu útgáfu skemmtistaðarins 22. Þar verður verði á mat og drykk stillt í hóf. » 36 SKEMMTANALÍF» Upprisa á Laugavegi TÓNLIST» Skrykkjótt byrjun en góður dómur. » 43 TÓNLIST» Sigur Rós gefur út ber- strípaða plötu. » 37 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Lögregla fer yfir atvik í 10/11 … 2. Fimm ára stúlka þungt haldin 3. Kerstin Fritzl vöknuð úr dái 4. Þyrla sótti tvo slasaða  Íslenska krónan veiktist um 1% „ÞETTA er góð- ur hópur en ég hef aðeins áhyggjur af því að við missum okkur í vanmat og óþolinmæði,“ segir Þóra B. Helgadóttir, markvörður kvennalandsliðs- ins í knatt- spyrnu, sem mætir Serbíu í und- ankeppni Evrópumótsins í Kragujevac í dag. „Við erum augljóslega með sterkara lið en Serbar en það er erfitt að koma hingað og spila í þessum hita og raka þannig að við verðum að vera þolinmóðar. Leik- ir sem við „eigum að vinna“ hafa reynst okkur erfiðir í gegnum tíð- ina í landsliðinu.“ | Íþróttir Þóra óttast van- mat í Serbíu Þóra B. Helgadóttir RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að við endurnýjun á bílaflota ríkisins verði horft til vistvænni ökutækja sem losa minna magn gróðurhúsa- lofttegunda. Undirritaður hefur verið samningur milli forsæt- isráðuneytisins og Kolviðar um kolefnisbindingu vegna losunar koldíoxíðs frá vélknúnum ökutækj- um í eigu ríkisins í ár. Áætlað er að losunin sé um 9.000 tonn og ætlar Kolviður að gróðursetja um 84 þúsund plöntur á Rang- árvöllum. Kaupa vist- væna ríkisbíla „ÞETTA var bara gaman,“ sagði Garðar Alfreðsson, 16 ára Gríms- eyingur sem flaug nýlega einn síns liðs frá Akureyri til Grímseyjar og svo sömu leið til baka. Garðar sagði að flugveður hefði verið ágætt þegar hann flaug tveggja sæta Piper Tomahawk- flugvél í heimahagana. Ekki ský- hnoðri á himni og stillt veður út Eyjafjörðinn en pínulítill aust- anstrekkingur á Grímseyjarsund- inu. Garðar kvaðst hafa lent í fyrstu atrennu að Grímseyj- arflugvelli. Þar biðu hans ættingjar sem tóku vel á móti flugmanninum unga. Hann tók svo á loft eftir um klukkustundar viðdvöl. Garðar hóf flugnám í Flugskóla Akureyrar á liðnu hausti. Hann er jafnframt að læra vélstjórn í Verk- menntaskólanum á Akureyri. Garð- ar flaug fyrst einn síns liðs, eða sóló, eftir 15,2 flugtíma. Nú er hann búinn að safna um 34 flug- tímum en þarf 45 til að fá einka- flugmannspróf. Garðar kvaðst ætla að safna því sem á vantar í sumar og ljúka einkaflugmannsprófinu. Í sumar rær Garðar á Nunna EA 87, yfirbyggðum netabáti. Hann var spurður hvort honum þætti meira spennandi flugið eða sjómennskan? „Ég veit ekki. Það er rosalega gaman að fljúga en sjórinn er líka snilld. Þetta er allt saman flott,“ sagði Garðar. Hann verður 17 ára í sumar svo bílprófið verður að bíða um sinn. En hvort skyldi vera betra að bjóða dömu í flugferð eða bíl- túr? „Er ekki meiri stæll yfir að fara í flugtúrinn? Ég held að það sé meira kúl,“ sagði Garðar og hló. Ungur Grímseyingur flaug einn síns liðs út í eyju Flugferð flottari en bíltúr Ljósmynd/Helga Mattína Lentur Ættingjar fögnuðu Garðari Alfreðssyni, 16 ára Grímseyingi, eftir fyrstu lendingu hans á heimaslóðum. Flugferðin út í eyju gekk að óskum. „ÞETTA breytir öllu fyrir mig því nú kemst ég um allt eins og hjólandi fólk. Á gangstéttum er smá- vegis vatnshalli sem nægir til að þreyta mann fljótt í handleggjum á hjólastólnum. Maður gat því í raun ekkert verið úti,“ segir Aðalbjörg Guðgeirs- dóttir um sérhannaðan reiðhjólaútbúnað á hjóla- stól sem hún fékk afhentan í gær. Hjólið er bæði handknúið og með rafmagns- mótor og lögðust margir á eitt við að kaupa hjólið handa Aðalbjörgu þegar ljóst varð að Trygg- ingastofnun myndi ekki greiða það. Aðalbjörg hafði staðið í baráttu við heilbrigðiskerfið í nokkur ár í von um að fá slíkt tæki greitt en var synjað á þeim forsendum að TR greiddi aðeins styrki vegna hjálpartækja sem auðvelduðu fólki að takast á við daglegt líf. Höfðu áhrif hjólsins á lífskjör Aðal- bjargar og aukna möguleika til útiveru ekkert að segja um niðurstöður TR. Hjólið kostaði um 700 þúsund krónur og er flutt inn af Eirbergi. Fyrir veittan stuðning vill Aðal- björg koma á framfæri kærum þökkum til Lions- klúbbsins Freys á Seltjarnarnesi, Styrktarsjóðs Jóhanns Péturs Sveinssonar, Kvenfélags Odda- kirkju og fjölmargra einstaklinga. Morgunblaðið/hag Breytir öllu fyrir mig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.