Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Oddur, sjáðu eldgamla landsbyggðargaurinn, búinn að breyta myndinni úr rasisma í listaverk, skipti bara út fyrir rollur sem skolaðar voru með íslensku vatni og spreyjaðar í fánalitunum. VEÐUR Steinunn Valdís Óskarsdóttir,þingmaður Samfylkingar, sagði í eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í gærkvöldi að ríkisstjórnin hefði stýrt í gegnum mesta brimskaflinn af hægð og öryggi.     Hvaða brimskafl er þingmaður-inn að tala um?     Ríkisstjórninhefur ekki lent í neinum brimskafli enn sem komið er.     Er hugsanlegtað skilningur þingmanna Sam- fylkingarinnar – og þess vegna annarra þingmanna – á því, sem er að gerast í kringum okkur, sé svo takmarkaður, að þeir haldi að við séum komin í gegnum „mesta brimskaflinn“?!     Ef Steinunn Valdís heldur það ogef aðrir þingmenn Samfylk- ingar halda það vita þeir lítið um þann kalda veruleika, sem við okk- ur blasir.     Við stöndum við upphaf krepp-unnar en ekki lok hennar. Yfir- gnæfandi líkur eru á, að mestu vandamálin í rekstri bankanna og stórra fyrirtækja og smárra komi upp seinna á þessu ári og frameftir næsta ári.     Sumir líkja þeim vanda, sem viðblasir, við borgarísjaka og segja, að einungis örlítill hluti hans sjáist með berum augum.     En hvað sem um það má segja erljóst, að þjóðarbúskapur okkar Íslendinga er að sigla inn í stórsjó og hugsanlega ofsaveður og alltof snemmt að segja til um hvernig ríkisstjórninni vegnar á þeirri sigl- ingu. STAKSTEINAR Steinunn Valdís Óskarsdóttir Hvaða brimskafl? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                 12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                               *$BC !!                     ! "  #  $%  *! $$ B *! " #  $ !% !# !% &  '% (' <2 <! <2 <! <2 "&%$  !)  *!+,'-  C                   *    B  &   '      ( )  " *  +  <7          ) '     , )   "   -    <   "' '           .  //      ( )     "  +%  +        ./ ! !'00  '%! !1 ' ,'!)  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson | 26. maí Holy Hijab Þessa dagana tala Dan- ir vart meira um annað en slæður. Sumir ráð- herrar koma sér í vand- ræði ef þeir eru jákvæð- ir fyrir slæðum. Aðrir þingmenn koma sér í vandræði ef þeir eru á móti slæðum. Enn aðrir vilja verða þingmenn með slæður. Allt þetta slæðutal er kannski ekki einkennilegt, þar sem fleiri og fleiri konur í Danmörku hylja sig með alls kyns slæðum. Þær konur sem hylja sig, eignast fleiri börn en stöllur þeirra án slæðna. ... Meira: postdoc.blog.is Hallur Magnússon | 27. maí 2008 Hús enn hleruð á Borgarfirði eystra! Hús eru hleruð á Borg- arfirði eystra á hverjum vetri... Mér brá mjög fyrst þegar ég bjó á Borgarfirði og heyrði að hús væru reglulega hleruð, en róaðist þegar ég heyrði skýringuna! Það er nefni- lega ekki um samskonar hlerun að ræða og fjallað er um í njósnafrétt Morgunblaðsins, heldur er um að ræða aðgerðina að setja hlera fyrir glugga húsa sem snúa í suðurátt. Meira: hallurmagg.blog.is Egill Jóhannsson | 27. maí 2008 Endimörk þekkingar Það er ótrúlega heillandi að fylgjast með ferð Fönix til Mars. Leiðangurinn er tákn um óseðjandi þörf mannsins í þekkingu. Abraham Maslow skýrði þetta á sínum tíma með kenningu sinni um þarfapýramídann og vildi meina að þekking og tilgangur væri ein af frumþörfum mannsins. Kallinn hitti naglann á höfuðið. … Einhvers staðar eru endimörk þekk- ingar. Alheimsviskan. Höldum áfram að leita. Meira: egill.blog.is Marinó G. Njálsson | 26. maí 2008 Hugleiðingar í lok dags Jæja, dagurinn á enda og gengið stóð nokkurn veginn í stað eftir að hafa hækkað lítillega framan af degi. Hef ekki ennþá rekist á neinar hálærðar greiningar á verðbólgutölunum, en sé að menn úti í heimi eru sífellt að hafa meiri áhyggj- ur af verðbólgu þar. Einhverjir eru að spá að olíuverð nái hámarki innan árs og fari þá hratt lækkandi. Kannski er bjartari tíð og blóm í haga framundan. Á hinn bóginn má lesa í erlendum miðlum að í Evr- ópu ætla menn að taka sér tíma til að kryfja ástæður lánakreppunnar (cre- dit crunch) inn að beini, meðan Kanar ætla að takmarka frelsi fjármálafyrir- tækja með meira regluverki. (Eins og það sé ekki nógu mikið fyrir.) Um leið og þetta er allt sagt, þá tilkynnir SEC (verðbréfaþingið þeirra í USA) að þeir ætla í heimsókn til Moody’s 11. júní næst komandi. Það væri þó aldrei að mergur málsins finnist þar. Ég hef það á tilfinningunni, að skortur á þjóðlegu regluverki sé ekki vandamálið sem við erum að kljást við í dag, heldur séu það viðskipti og viðskiptasamráð yfir landamæri sem séu mest til trafala. Það þarf ekki annað en að horfa á olíuverð til að sjá að það er víðtækt markaðssamráð í gangi. Það hefur nákvæmlega ekkert breyst á heimsvísu sem réttlætir að verð á tunnu sé komið í 133 USD. Skýringarnar eru flóknari en mögn- uðustu samsæriskenningar spennu- sagnahöfunda, en þegar þær eru skoðaðar nánar halda þær ekki vatni. Málið er að spákaupmenn sáu sér leik á borði, líkt og með hrísgrjónin. Þeir eru búnir að átta sig á því hvað menn eru gikkglaðir og taugaveikl- aðir, þannig að minnsta gára á vatni er túlkuð sem viðvörun um fellibyl. Ef hægt er að búa til regluverk, sem tek- ur á þessu, þá er eins gott fyrir menn að drífa sig, því að öðrum kosti höfum við bara séð toppinn á ísjakanum. En aftur hingað til Íslands. Í gamla daga var talað um handstýringu efnahags- mála hér á landi. Þegar maður les að innlánsstofnanir séu hættar í útlán- um til fasteignakaupa, þá hefur mað- ur það óneitanlega á tilfinningunni að gamla góða handstýringin sé komin aftur upp á yfirborðið, en nú sé hún undir stjórn innlánsstofnana. Meira: marinogn.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR „MEÐ þessu viljum við einfalda boðleiðirnar, samþætta þjónustuna og auðvelda aðgengi að henni svo að fólk sé ekki sent á milli staða,“ segir Stella Kr. Víðisdóttir, sviðsstjóri velferð- arsviðs Reykjavíkur, um tilraunaverkefni um þverfaglega teym- isvinnu milli Þjónustu- miðstöðvar Laugadals og Háaleitis, Heilsu- gæslunnar í Glæsibæ og barna- og unglingageð- deildar Landspítala. Samningur milli þessara aðila hefur verið undirritaður. Verkefnið felur í sér þróun sam- starfs milli stofnana sem sinna mál- efnum barna með hegðunar- eða geðraskanir. Á samvinnan að verða til þess að stytta biðlista eftir þjónustu fyrir börn og til að ná því markmiði er ætlunin að nýta þekkingu ólíkra fag- aðila betur og að öll úrræði sem í boði eru séu uppi á borðinu. „Við viljum nýta styrkleika og þekkingu hvers og eins til að ná betri árangri, geta gripið fyrr inn í og veitt heild- stæðari þjónustu,“ segir Stella, enda mikilvægt að bregðast skjótt við hegðunar- og geðröskunum barna til að minnka eða kom í veg fyrir vandamál sem slíku getur fylgt. Heilsugæslan mun leggja til hús- næði og starfsframlag heimilis- lækna, hjúkrunarfræði ga og sál- fræðings, BUGL leggur til sérhæfða ráðgjöf varðandi hegðunar- og geð- raskanir barna, með aðkomu barna- geðlæknis, félagsráðgjafa eða ann- ars fagfólks og Þjónustumiðstöð Laugadals og Háaleitis leggur til ráðgjöf í fjölskylduteymi á heilsu- gæslustöðinni er varðar þau félags- legu úrræði og sérfræðiþjónustu sem í boði eru hjá Reykjavíkurborg. „Þetta er mjög ánægjulegt verk- efni og það sem þarf í þjónustu við börn og fjölskyldur, að ólíkar stofn- anir vinni betur saman en áður hefur verið gert,“ segir Stella. Tilraunaverkefnið er til þriggja ára. Fyrr gripið inn í hjá börnum með geðraskanir Samvinna Samstarfssamninginn undirrituðu Stella Víðisdóttir, Svanhvít Jakobsdóttir, Kristján Guðmundsson og Gísli Baldursson. Morgunblaðiðr/Valdís Thor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.