Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 13 ÚR VERINU LANDAÐAUR afli í Færeyjum fyrstu fjóra mánuði ársins er um 4.500 tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Það er 11% samdráttur. Mæld- ur í verðmætum er samdrátturinn enn meiri eða 20%, samtals 1,3 millj- arðar króna. Af einstökum tegundum er samdrátturinn mestur í ýsu og skötusel. Ýsuaflinn dróst saman um 2.447 tonn eða 38% og í skötuselnum var samdrátturinn 690 tonn eða 41%. Þorskaflinn er á tímabilinu 4.963 tonn, sem er 2% aukning frá fyrra ári. Það að samdráttur í verðmætum er meiri en í magni bendir til þess að fiskverð sé að gefa eftir. Enn er samdráttur í veiðum við Færeyjar        (  ) *         "                     +,-./ .,0/1 22,342 0,3+2  .. 1,./0 1/+ 241  ! ! !"  # !"$ +,5.0 0,52+ 24,02- 0,33-  +/ 5-0 .+1 1/2 !  !!  " ! %$ 627 80-7 8147 47 & 7 8257 8+17 62.-7 6137 & 7 '" 7 &!7 &$7 & 7     "   0 11 1 2   ) 1429/ -/92 11394 0-9/ !( 09- 3090 +90 09+ #!( 139. 095 +9+ !( 14391 +391 14493 0091 ( 291 2/9+ 129- 291 !!(! 1092 19/ 29- !"($ 627 8+-7 8107 81+7 & 7 8+37 8+57 61557 80/7 & 7 81.7 83.7 80-7 &%7      ( ( )& * + (  ,  ( )& * MEGNIÐ af þorski fer neð- arlega inn í botnvörpuna, en ýsan fer bæði ofarlega og neðarlega inn hana. Mestur hluti annarra tegunda s.s. karfa, steinbíts og flatfiska fer í neðri hluta vörpunnar, samkvæmt rann- sóknum Hafrannsóknastofnunar- innar. Varpan mynduð í drætti Áframhaldandi tilraunir með lagskipta botnvörpu fóru fram á rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni 18.-23. apríl sl. Prófuð var hefðbundin botnvarpa (Gull- toppur) með millibyrði sem skipti vörpunni í efri og neðri hluta. Prófað var annarsvegar millibyrði sem skipti vörpunni 4,6 m frá fiskilínu og hinsvegar millibyrði sem náði 8,6 m frá fiskilínu. Þá var varpan mynduð í drætti með neðansjávarmyndavélum stofn- unarinnar. Tek- in voru samtals 26 höl í leið- angrinum. Með milli- byrði sem skipti vörpunni 4,6 m frá fiskilínu fór að meðaltali 93% þorsksins í neðri hluta vörpunnar óháð fiskstærð, en með því að stytta þilið og færa það aftur minnkaði hlutfallið í 81%. Skipting ýsu í efri og neðri hluta vörpunnar var lengdarháð, þ.e. sterkari tilhneiging hjá stærri ýsu að leita upp í vörpuopinu. Þegar skiptingin var 4,6 m frá fiskilínu fór að jafnaði helmingur 40 cm fisks upp og 75% 56 cm ýsu, en með að stytta þilið og færa það 4 m aftar jókst hlutfall ýsu í efri hluta, þ.e.a.s. helmingur 31 cm ýsu fór upp og 75% 47 cm ýsu. Eftir því sem skiptingin nær lengra fram í vörpunni virðist því nást hærra hlutfall þorsks í neðri hluta vörpunnar en lakari skipting ýsu. Sá guli fer helst inn að neðan Hafrannsóknastofnunin gerir áfram tilraunir með lagskipta botnvörpu SIGLINGASTOFNUN Íslands hef- ur birt bráðabirgðaniðurstöður frá úttekt Eftirlitsstofnun EFTA og ESB á siglingavernd á Íslandi. Nú hefur verið lokið við að gera sam- antekt úr skýrslum sérfræðinga frá bandarísku strandgæslunni (U.S. Coast Guard) sem heyrir undir hið bandaríska Homeland Security, en þeir framkvæmdu úttekt á innleið- ingu, stjórnsýslu og framkvæmd siglingaverndar á Íslandi í apríl 2007. Niðurstaða þessarar sam- antektar er samhljóma niðurstöðu EFTA og ESB og staðfestir að inn- leiðing Siglingastofnunar Íslands á siglingavernd og stjórnsýsla og verklag allra stofnana er koma að siglingaverndinni væri í samræmi við þeirra og alþjóðlegar kröfur til siglingaverndar. Jafnframt að framkvæmd siglingaverndar hjá þeim höfnum sem skoðaðar voru, væri í samræmi við þeirra og al- þjóðlegar kröfur til siglingavernd- ar. Í skýrslunum segir að í fram- kvæmd siglingaverndar á Íslandi sé gott samræmi í stjórnun og sam- hæfingu verkefna þeirra aðila sem að máli koma og að gott upplýs- ingaflæði sé milli Siglingastofnunar og hafnaryfirvalda. Starfsvenjur og verklag siglingaverndar telja sér- fræðingarnir vera til fyrirmyndar, þ.m.t. faglega þjálfun hafnargæslu- manna og farmverndarkerfi Toll- stjórans í Reykjavík. Siglingavernd til fyrirmyndar AÐGERÐIR gegn ólöglegum og óábyrgum fiskveiðum voru aðalefni árlegs fundar sjávarútvegsráðherra við Norður-Atlantshafið í lok síðustu viku. Það sem af er árinu hefur ekki orðið vart við veiðar sjóræningja- skipa á Reykjaneshrygg en það er annað árið í röð sem þeirra hefur ekki orðið vart. Veiðar þessara skipa hafa verið viðvarandi vandamál und- anfarin ár en veiði þeirra var metin umtalsverð, eða á bilinu 15-20 þús- und tonn á ári. Sex ríki auk ESB Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra tók þátt í fundinum og auk Íslendinga sóttu fundinn Norð- menn, Grænlendingar, Færeyingar Kanadamenn, Rússar og fulltrúar Evrópusambandsins sem jafnframt buðu til fundarins í ár en fram- kvæmdastjóri sjávarútvegs- og haf- mála hjá Evrópusambandinu, Joe Borg, er frá Möltu. Höfum náð miklum árangri „Þetta var að mínu mati mjög gagnlegur fundur. Hann undirstrik- ar það að sjávarútvegsráðherra ríkja við Norður-Atlantshafið, þar með talið Evrópusambandsins eru mjög einarðir í því að kveða niður ólögleg- ar fiskveiðar. Við höfum verið að ná miklum árangri á Reykjaneshryggn- um og Norðmönnum í Barentshaf- inu. Vandinn er eftir sem áður til staðar annars staðar og hættan er auðvitað sú að hann flytjist til milli svæða,“ segir Einar Kristinn í sam- tali við Verið. „Við löguðum mikla áherzlu á það að áfram yrði unnið í því að reyna að sporna við þessum veiðum og vanda- málið færist ekki til. Í því sambandi þarf sérstaklega að ná samstarfi við ríki í Asíu og Afríku. Það verður ekki gert nema bæði með því að beita til hins ýtrasta öllum lagalegum heim- ildum og fá ríkin saman að slíkri vinnu. Það er verið að vinna að slíku samstarfi, bæði á vettvangi FAO, landbúnaðar- og matmælastofnunar Sameinuðu þjóðanna og NEAFC, Norður-Atlantshafsfiskveiðiráðsins og ég geri mér mikla vonir um að vel takist til. En þessi fundur undir- strikaði að baráttan við ólöglegar veiðar er mjög ofarlega á forgangs- lista allra þessara ríkja, enda lítur til að mynda ESB þannig á að hér sé um að ræða eitt af stóru vandamál- unum sem við sé að glíma í viðskipt- um með fisk í Evrópu,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra. Ráðherrar Loyola Hearn, sjávarútvegs- og hafráðherra Kanada, Tórbjörn Jacobsen, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra Færeyja, Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Helga Petersen, sjáv- arútvegsráðherra Noregs, Joe Borg, framkvæmdastjóri sjávarútvegs- og hafmála ESB, Alexander Okahanov, fulltrúi Rússlands, og Finn Karlsen, sjávarútvegsráðherra Grænlands. Ræddu aðgerðir gegn ólöglegum fiskveiðum Engra sjóræningjaskipa vart á Reykjaneshrygg annað árið í röð Velferðarsvið Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is og í síma 411 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.