Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 20
heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ                                                  !  "       $   # %        $   %   &           %    %# '          (      )   #     *   +   ,%      " %$$#          $       ! $      (-,.!/0(!12/3 456 7899 (- ,:!/0(";<9!=-0>/"/!     ("@-"/00      5A <6 <5 - kemur þér við Sérblað um garðinn fylgir blaðinu í dag Lögga sett í frí fyrir að beita ungling ofbeldi Fósturskaði í kjölfar lyfjatöku Bændur pakka græn- metinu saman Íslendingar henda mat fyrir milljarða á ári Sigur Rós og nektin í nýja myndbandinu Hvað ætlar þú að lesa í dag? Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Segja má að stöðluðum hug-myndum um tölvuleiki hafiverið eytt þegar leikjatölv-an Nintedo Wii kom á markað fyrir rúmu ári. Í stað þess að sitja kyrr og spila leiki með tökkum og bendlum þarf sá sem spilar nú að hafa sig allan við – sveifla, snúa, hrista og velta fjarstýringu og sjálf- um sér með svo vel sé leikið. Nýjasta afkvæmi Wii-fjölskyldunnar er lík- amsræktarleikurinn Wii Fit, en þar þarf sá sem spilar að sanna styrk sinn, liðleika, snerpu og jafnvægi fyrir ansi dómhörðum tölvuheila. Daglegt líf fékk Írisi Huld Guð- mundsdóttur, íþróttafræðing og einn eiganda Heilsuakademíunnar, til að kynna sér Wii fit og gefa álit sitt. Góðir fróðleiksmolar „Ef maður lítur á þetta sem lík- amsræktartæki gefur leikurinn ekki nógu góða hreyfingu því hver rútína er svo stutt. Maður æfir mest tvær til þrjár mínútur í senn. Síðan þarf að endurtaka skipanirnar og byrja aftur. Ætli maður að ná hálftíma æf- ingu gegnum Wii Fit þarf maður að vera ansi þolinmóður,“ segir Íris Huld en bendir á að hún hafi engu að síður haft gaman af fróðleiksmolum sem birtast á milli æfinga. „Þeir fá mann til að hugsa um heilsuna. Leið- beiningarnar um æfingarnar og hvað þær gera fyrir mann eru sömu- leiðis góðar sem og dagbókin sem gefur stjörnur þegar maður hreyfir sig og er það hvetjandi.“ Einstök æfingaratriði í leiknum gáfust að hennar mati einnig vel. „Jafnvægisæfingarnar eru góðar til að styrkja kvið og bak á meðan þol- æfingarnar virka alls ekki. Það þarf að gera æfinguna lengur en þrjár mínútur til að hún reyni á þolið. Húllið og skíðastökkið voru skemmtileg sem og aðrar gaman- æfingar. Mér finnst þessi leikur aðallega vera góð afþreying.“ Sammála gagnrýni Í Bandaríkjunum hefur Wii Fit fengið á sig mikla gagnrýni í tengslum við mælingu á BMI- líkamsþyngdarstuðli sem mældur er í upphafi leiks. „Ég hafði heyrt þessa gagnrýni og er alveg sammála henni. Í upphafi setur maður inn hæð og aldur og BMI-stuðullinn er mældur. Síðan er mælt með að mað- ur setji sér markmið og þau mark- mið mótar tölvuleikurinn. Sam- kvæmt leiknum var ég í hærri kantinum í kjörþyngd og mér var sagt að ég ætti að setja mér það markmið að missa fjögur kíló. Þeir sem eru sterkbyggðir og í góðu formi fá samkvæmt leiknum þann dóm að þeir séu alltof þungir. Stað- reyndin er hins vegar sú að ekki er hægt að láta allar líkamsgerðir und- ir þessa mælikúrfu.“ Íris Huld segist sjálf ekki hafa tekið dómi tölvuleiksins alvarlega en hefur áhyggjur af því hvaða áhrif BMI-stuðullinn hefur á börn. „Það getur ekki haft góð áhrif á börn að heyra að þau séu of þung. Börn vaxa Sófakartafla? Íris Huld gerði jafnvægisæfingar fyrir ljósmyndara og gekk bagalega að mati Wii Fit – niðurstaðan: Íris var „couch potato.“ Afþreying, ekki líkams Reykingar valda fleiri dauðs-föllum hérlendis en nokk-ur annar lífsstílstengduráhrifaþáttur og á tíma- bilinu 1995 til 2004 mátti rekja um 18% af dauðsföllum til reykinga. Í fjölda rannsókna kemur fram að flest reykingafólk byrjar að reykja á unglingsárunum og því yngra sem fólk er þegar það byrjar að reykja því erfiðara er að hætta því seinna. Enn fremur hafa komið fram sterkar vís- bendingar um að heilsutjón á fullorð- insárum af völdum reykinga aukist eftir því sem einstaklingar byrja fyrr að reykja. Það er því lykilatriði í sam- bandi við framtíðarheilbrigði þjóð- arinnar að fyrirbyggja að ungt fólk byrji að reykja og halda þannig áfram að draga úr skaðsemi reykinga á Íslandi. Ekki er nokkur vafi á því að veit- ingastaðir skapa heilsusamlegri að- stæður fyrir starfsfólk og viðskipta- vini með reykleysi. Nú sýna nýlegar rannsóknir einnig að fyrir tilstilli reykingabanns á veitinga- og kaffi- húsum byrjar ungt fólk síður að reykja að staðaldri. Með reykleysinu eru nefnilega minni líkur á að ungu fólki finnist reykingar eðlilegar eða félagslega viðurkenndar. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt að því meira sem unglingar ofmeta tíðni reykinga, þ.e. telja að fleiri reyki en raunin er, þeim mun líklegri eru þeir til að reykja sjálfir. Minni sýnileiki reyk- inga dregur úr slíku ofmati. Reyklausir veitingastaðir vega þungt Íslenskar og erlendar rannsóknir sýna að það að eiga foreldri sem reykir eykur líkurnar á að ungt fólk byrji að reykja sjálft. Nýleg rann- sókn frá Michigan í Bandaríkjunum sýnir að reykleysi veitingahúsa hefur mun meiri áhrif en foreldrarnir á það hvort ungt fólk, sem hefur fiktað við reykingar, byrjar að reykja reglu- lega. Þar kemur fram að ungt fólk sem elst upp á svæðum þar sem reykingabann er á veitingahúsum er 40% ólíklegra til færa sig úr fikti yfir í reglulegar reykingar. Reykingabann er á veitingahúsum víða um heim, t.d. í Noregi, Írlandi, Nýja-Sjálandi og Bretlandi, vegna þess að reykingar hafa slæm áhrif á alla sem anda að sér tóbaksreyk. Þeir sem ekki reykja en anda að sér tób- aksreyk annarra eru í meiri hættu á að fá krabbamein og hjartasjúkdóma heldur en þeir sem búa við reykleysi. Reyklaust umhverfi barna Foreldrar og forráðamenn ættu ávallt að fara fram á reyklaust um- hverfi fyrir börnin sín, hvort sem er í tengslum við skóla, dagvistun, veit- hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð Tóbaks- laus framtíð Reuters Reykingabann Sé ekki reykt á veitinga- og kaffihúsum dregur það úr lík- um á að ungu f́ólki finnist reykingar eðlilegar og félagslega viðurkenndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.