Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 7 FRÉTTIR FRAMGANGA lögreglumanns hjá LRH gagnvart unglingspilti á mánu- dag er að mati yfirmanna lögregl- unnar það alvarleg að ríkissaksókn- ari þarf að rannsaka málið og hefur lögreglumaðurinn þegar verið send- ur í leyfi. Umrætt atvik varð í versl- un 10/11 og náðist á myndband þar sem lögreglumaðurinn sést grípa um háls piltsins. Um leið og ábendingar um myndbandið bárust lögreglu hófst athugun á málinu. Ríkislögreglustjóra verður einnig gert viðvart um málið en hann fer með skipunarvald yfir lögreglu- mönnum og tekur því ákvörðun um hvort lögreglumanninum verður vik- ið frá störfum um stundarsakir með- an á rannsókn málsins stendur. Fram að því að ákvörðun um það liggur fyrir mun lögreglumaðurinn ekki vinna hjá LRH. Afskipti lögreglumannsins af pilt- inum voru vegna gruns um búðar- þjófnað. Á myndbandinu sést þegar lögreglumaðurinn spyr piltinn hvort hann sé með eitthvað á sér og pilt- urinn neitar. Tekur lögreglumaður- inn piltinn hálstaki og segir honum að vera ekki með kjaft. Alvarleg framganga Alvarlegt Ríkissaksóknari fær málið til rannsóknar og mun meta hvort hann telji framgöngu lögreglumannsins gagnvart drengnum brotlega. ur, fjallaði um í grein í Morgun- blaðinu í gær. Kjartan er harðorður í greininni og fer þess meðal ann- ars á leit að nú- verandi dóms- málaráðherra biðji alla þá sem brotið var á með þessum hætti afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, enda sé sím- hlerunin á umræddu tímabili svart- ur blettur á sögu íslenska lýðveld- isins og víti til varnaðar. „SÖGUNNI verður ekki breytt, hvorki þætti þeirra sem stóðu með málstað Kjartans né hinna sem voru honum ósammála. Dómur sögunnar er á einn veg. Íslenska ríkið þarf ekki að biðja neinn afsökunar vegna þess dóms, en telji einstaklingar að ríkið hafi á sér brotið er eðlilegt að um það sé fjallað á grundvelli laga og réttar,“ sagði Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra í svari sínu til fréttavefjar Morgunblaðs- ins, mbl.is. Spurt var hvort ráðherra hygðist biðjast afsökunar á símhler- unum sem áttu sér stað á tímabilinu 1949-1968 og Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri og alþingismað- Spurður út í þá skoðun Kjartans sagði ráðherra: „Ég veit ekki annað en sagan sýni að allir þeir stjórn- málamenn sem Kjartan nefnir til sögunnar hafi átt samstarf, og sum- ir náið, um lausn mikilvægra mála, eftir að þau atvik gerðust sem köll- uðu á heimildir fyrir lögregluna. Þessi atvik leiddu ekki til neinna eftirmála á þeim tíma og eiga ekki að gera nú mörgum áratugum síðar, heldur ber að skoða þau í ljósi sög- unnar í heild.“ Engin afsökunarbeiðni Björn Bjarnason BYGGÐASTOFNUN hefur ákveðið að leggja 69 verkefnum lið með styrkveitingum og hlutafjárfram- lögum vegna mótvægisaðgerða rík- isstjórnarinnar til eflingar at- vinnuþróunar í ár og á næsta ári. Alls voru 200 milljónir króna til ráðstöfunar, 100 milljónir fyrir hvort ár, og bárust alls 253 umsókn- ir að fjárhæð rúmlega 1,5 milljarðar króna. Nokkur verkefni eru enn til skoðunar hjá stofnuninni. Hæstu styrkina, fimm milljónir króna hvert, hlutu Þóroddur ehf. vegna uppbyggingar seiðaeldis- stöðvar í Tálknafirði, JE-Vélaverk- stæði ehf. á Siglufirði, vegna þróun- ar á nýrri gerð af snekkju, og Vélfag ehf. á Ólafsfirði, vegna þró- unar og smíði roðvélar. Þá fékk átthagastofa í Snæ- fellsbæ 4 milljónir og einnig Geo- Plank ehf. í Grindavík til vöruþró- unar og markaðssetningar á parketi. BioPol ehf. á Skagaströnd fékk 4,4 milljónir til vöruþróunar á gelatíni, svo dæmi séu tekin af handahófi. Styrkir nær 70 verkefni ♦♦♦ Júlíus Arnarson Nemi í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) í félagsvísindadeild Skilningur er alltaf margþættur. Hér á landi býðst námsleiðin heim- speki, hagfræði og stjórnmálafræði til BA prófs einungis við Háskólann á Bifröst. Þótt fræðigreinarnar séu þrjár er áhersla lögð á samhengi þeirra og sameiginlega þætti. Nemendur þjálfast í aðferðum félags- og hagvísinda, svo sem töl- fræði og upplýsingatækni, en til- einka sér jafnframt gagnrýna hugsun og læra að greina þátt heimspeki í ýmsum hugmynda- kerfum. Þá geta nemendur valið eftir áhugasviði milli námskeiða í Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði BA-nám www.bifröst.is E N N E M M / S ÍA / N M 3 3 11 8 háskólinn á bifröst VIÐSKIPTADEILD • BS í viðskiptafræði • BS in Business Administration • MS í alþjóðlegri banka- og fjármálastarfsemi • MS í alþjóðaviðskiptum • MS í stjórnun heilbrigðisþjónustu • BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS) • MA í menningarstjórnun • MA í Evrópufræðum FÉLAGSVÍSINDADEILD • BS í viðskiptalögfræði • ML í lögfræði • MA í skattarétti LAGADEILD • Staðnám • Fjarnám FRUMGREINADEILD 10. JÚNÍ rennur umsóknar- fresturinn út! stærðfræði, rökfræði eða tölfræði. Námsleiðin HHS er kennd við alla helstu háskóla Vesturlanda undir heitinu PPE (Philosophy, Politics and Economics). Nemendum í HHS gefst kostur á að ljúka BA prófi á tveimur, tveimur og hálfu eða þremur árum. Viðmiðunartíminn er tvö og hálft ár, en framúrskarandi nemendur eiga þess kost að ljúka náminu á tveimur árum. Allar nánari upplýsingar á bifrost.is. Dómur sögunnar á einn veg mbl.is | Sjónvarp UM eitt hundrað kannabisplöntur fundust við húsleit í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrakvöld. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust plönturnar víðsvegar í íbúð- inni en hún var nánast undirlögð af þessu. Húsráðandi, karl á fertugs- aldri, var handtekinn vegna rann- sóknar málsins. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Fundu um 100 kannabisplöntur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.