Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Erna Árnadótt-ir fæddist í Reykjavík 15. des- ember 1922. Hún lézt á bráða- móttöku Landspít- alans sunnudaginn 18. maí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru María Wilhelmína Heil- mann Eyvind- ardóttir, húsmóðir, f. 25.2. 1901, d. 12.12. 1983 og Árni Sigurður Böðvarsson, rakarameistari og útgerðarmaður, f. 28.6. 1890, d. 14.4. 1975. Systkini Ernu eru: Fríða Sophía Böðvars, f. 19.5. 1921, d. 16.1. 1932. Eyvindur, f. 17.2. 1926, Böðvar, f. 19.5. 1927, Gunnar, f. 11.12. 1928 og Gottfred, f. 13.12. 1932. Erna fluttist 1925 með for- eldrum sínum og systur til Vestmannaeyja og þar fæddust bræður hennar. Árið 1940 flutt- ust foreldrar hennar til Reykja- víkur og bjuggu á Seltjarnarnesi til 1951. Erna giftist 1943 Jóni Bjarna Krist- inssyni, f. 11.2. 1922, d. 19.8. 1975. Börn þeirra eru: a) María Sophía f. 20.5. 1944, d. 19.1. 1991; b) Anton, f. 17.7. 1949, kvænt- ur Helgu Torfa- dóttur, f. 30.4. 1959, börn Rósa, f. 5.8. 1972, Birna María, f. 8.3. 1977, gift Jóni Þórarinssyni og Helga Björg, f. 14.6. 1989; c) Guðrún, f. 30.9. 1952, d. 24.10. 1990; og d) Pét- ur, f. 20.9. 1955, kvæntur Sig- ríði Jóhannesdóttur, f. 24.9. 1955, börn Jón Bjarni, f. 2.3. 1982, Skúli Steinar, f. 17.10. 1986 og Guðrún María, f. 11.3. 1992. Erna verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku mamma, þá er komið að kveðjustund. Eftir lítinn fyrirvara kvaddir þú þennan heim og ert nú komin til þeirra sem hafa beðið þín og þú svo lengi þráð að hitta. Við sem eftir sitjum biðjum um kveðjur til pabba og systranna. Líf þitt var ekki dans á rósum og þurftir þú oft að taka á þegar á reyndi. Það var mikið álag fyrir þig og fjölskylduna að missa pabba svo snöggt. Erlendir viðskiptavinir í heimsókn og þú ætlaðir að hafa þá í hádegismat, en það fór á annan veg, pabbi dó um sexleytið þann morgun. Við fórum þó í gegnum þessa raun saman og komum vel frá henni með samheldni og jákvæðu hugarfari. Jákvætt hugarfar, kímni og dag- farsprúð lund var það sem prýddi þig og var þinn mikli styrkur. Að missa eiginmann á besta aldri á erfiðum tímum og síðan þurfa að sjá á eftir báðum dætrum sínum rúmum fimm- tán árum síðar með þriggja mánaða millibili er lífsreynsla sem ekki allir hefðu getað tekist á við jafn vel og þú. Alltaf stóðst þú þig eins og hetja í þeirra erfiðleikum og veikindum. Það var aðdáunarvert hversu hugprúð þú varst í þessum raunum. Þegar ég horfi til baka, til uppvaxt- arára minna, koma fram margar góð- ar og skemmtilegar minningar. Sam- félagið sem við bjuggum í var einkar gott, frábærir nágrannar, fullt af börnum í hverfinu og gott andrúms- loft. Ekki man ég eftir því að hafa nokkurn tímann verið skammaður fyrir að koma blautur eða sokkalaus heim úr fjörunni, sem var vinsælt leiksvæði okkar strákanna. „Ertu blautur í fæturna?“ spurðir þú. Ekki var það frekar orðlengt en sokkarnir teknir, þvegnir og þurrkaðir og ekki eitt styggðaryrði. Ég vildi óska að öll börn að fengju að alast upp við þau skilyrði sem ég ólst upp við, ást og umhyggju. Ekki voru það bara börnin þín sem nutu þessarar umhyggju. Vinir og vandamenn nutu þess og „bakaðir“ þú þér miklar vinsældir. Ef eitthvað kom upp á eða til stóð, varstu fljót að slá í eina tvær kökur og færa viðkom- andi. Heimsóknir þínar til þeirra sem áttu um sárt að binda eða undan fæti var farið að halla voru vel þegnar. Vestmannaeyjar, þar sem þú ólst upp, voru þér alltaf ofarlega í huga og þar eignaðist þú þessar frábæru vin- konur sem mynduðu saumaklúbbinn ykkar. Það var unun að fylgjast með hversu samstilltar þið voruð og þótt hannyrðirnar voru löngu aflagðar hittust þið nokkuð reglulega og auð- heyrt var að það fór vel á með ykkur stelpunum. Þegar ég kom til þín á spítalann daginn sem þú kvaddir þennan heim var stutt í húmorinn og þú spurðir um stelpurnar og Jökul, minnsta hundinn minn. Þú kunnir alltaf vel að meta sögur mínar af hans prakkara- skap og uppátækjum. Það fór ekki á milli mála í hvað stefndi og enginn gerði sér betur grein fyrir því en þú sjálf. „Það er nú komið alveg nóg“ hafðir þú sagt og gafst þau fyrirmæli að ekkert ætti að gera til að reyna að framlengja, þegar að leiðarlokum kæmi. Svo sofnaðir þú út af og kvadd- ir þennan heim í friði. Þín verður sárt saknað en í hjarta mínu samgleðst ég þér að vera sam- einuð þeim sem þú hefur svo lengi þráð. Þinn sonur, Anton. Elsku amma, mikið fórstu snöggt. Alltaf svo heilbrigð og svo kveður þú okkur á einum eftirmiðdegi. Þakka þér fyrir að hafa beðið eftir mér til að leyfa mér að kveðja þig. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér síðustu stundirnar, það mun ávallt vera mér mjög kært. Það var alltaf ljúft að koma til þín í hádeg- ismat. Ef þú vissir að manni fannst einhver réttur góður þá kom hann á færibandi, meira en maður gat í sig látið. Eitt sinn sagði ég að súkku- laðikakan þín væri góð. Þá var pabbi sendur heim með eina í hverri viku. Þið pabbi hittust nærri daglega, þið eruð á margan hátt lík og ég vil þakka þér fyrir hve frábæran pabba ég á. Oft hef ég óskað þess að við ætt- um fleiri stundir saman en þú vissir hvað mér þótti vænt um þig og ég veit hvað þér þótti vænt um mig. Þú misstir afa langt fyrir aldur fram og báðar stelpurnar þínar með stuttu millibili allt of ungar. Svona stór missir er þungbær og kennir manni eflaust mikið. Þú varst sterk kona alltaf full æðruleysis og jákvæðis. Núna ertu komin til þeirra og ég veit að þú ert glöð. Bið að heilsa afa og stelpunum. Ég elska þig. Þín Birna María. Meðal fyrstu minninga minna um stóru systur mína, sem var 10 árum eldri en ég, er þegar hún sagði við mig: Langar þig til að gefa mömmu og pabba eitthvað í jólagjöf? Auðvit- að vildi litli bróðir það. Svo tók hún í hönd mína og leiddi mig niður í kaup- félag. Við völdum lítinn öskubakka, sem var með fallegri blómamynd í botninum og kostaði eina krónu. Þetta var fyrir jólin 1936. Við áttum þá heima í Vestmannaeyjum. Þetta var táknrænt fyrir Ernu systur og lýsir skapgerð hennar í hnotskurn: Að gleðja og gefa. Foreldrar okkar, Árni Böðvarsson, útgerðarmaður og rakarameistari, og kona hans, María Eyvindardóttir, höfðu flutt til Vestmannaeyja 1925. Þau áttu þá tvær dætur, sem báðar voru fæddar í Reykjavík. Erna var sú yngri en eldri systir okkar, Fríða Sophía, lézt ellefu ára gömul úr skar- latssótt. Það var mikil sorg. Foreldr- ar okkar eignuðust síðan fjóra drengi. Stóra systir hafði því nóg að gera með að hjálpa mömmu og pabba með strákana og margt annað á stóru heimili. Pabbi rak stóra rakarastofu, og þótti Erna liðtæk við að sápa karl- ana þótt lítil væri. Í Eyjum eignaðist Erna margar góðar vinkonur og héldu þær hópinn ávallt saman síðar. Vorið 1940 seldu foreldrar okkar eignir sínar í Eyjum og fluttu „suð- ur“. Bjuggum við síðan á Seltjarn- arnesi frá 1940 til 1951. Erna kynnt- ist mannsefni sínu veturinn 1942-1943. Hann var Jón Bjarni Kristinsson, sonur Kristins Péturs- sonar og Guðrúnar Ottadóttur er bjuggu á Vesturgötu 46. Erna bar mikla virðingu fyrir tengdaforeldrum sínum og talaði ávallt um þau af mik- illi hlýju. Erna og Bjarni giftust 1943 og eignuðust sitt fyrsta barn 20. maí 1944, yndislega ljóshærða og fallega hnátu, Maríu Sophíu. Ég man enn þann dag. Þetta var fyrsta barnabarn foreldra okkar og mikið uppáhald. Síðar eignuðust þau Bjarni og Erna Erna Árnadóttir Erna frænka; jákvæð, gefandi, brosandi. Örlög sín viti engi fyrir, þeim er sorgalausastur sefi. (Úr Hávamálum.) Far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt. Helga og María Soffía. HINSTA KVEÐJA Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík •  566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Mín góða kona, móðir og amma, BJÖRK DAGNÝSDÓTTIR frá Seyðisfirði, andaðist mánudaginn 5. maí. Útför hennar var gerð í kyrrþey. Bolli Sigurhansson, Sigurhans Bollason, Hrafntinna Nótt Sigurhansdóttir, Björk Önnudóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, sonur og bróðir, PÁLL G. ÞORMAR, Hjallalundi 9, Akureyri, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 23. maí. Útför hans fer fram frá Raufarhafnarkirkju föstudaginn 30. maí kl. 15.00. Angela Ragnarsdóttir, Ingunn K. Þormar, börn og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EIRÍKUR ÍSAKSSON frá Ási í Ásahreppi, sem andaðist sunnudaginn 18. maí, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 30. maí kl. 15.00. Vigdís Stefánsdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Ingemar Jaresten, Sigrún Eiríksdóttir, Þorsteinn Þórhallsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGVAR GUÐJÓNSSON frá Eiríksbakka, Biskupstungum, Skaftahlíð 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 30. maí kl. 15.00. Fjóla H. Halldórsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir, Hilmar Bjarnason, Ingvar Örn Hilmarsson, Svana Fjóla Hilmarsdóttir, Birna Svanhvít Hilmarsdóttir. ✝ Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU ÓLAFSDÓTTUR frá Stóru-Mörk. Sérstakar þakkir til starfsfólks og heimilisfólks á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BIRNA BRYNJÓLFSDÓTTIR, Lindargötu 57, Reykjavík, lést sunnudaginn 18. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Magnús Magnússon, Mary Magnússon, Katrín Magnússon, Amanda Grace Magnússon, Brynja Katrín Magnússon. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, FANNEY SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, Hvassaleiti 56, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 14. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 30. maí kl. 11.00. Daníel Karl Pálsson, Líneik Guðlaugsdóttir, Stefán Þór Karlsson, Sara Jónsdóttir, Fanney Björg Karlsdóttir, Trausti Þór Sigurðarson, Guðlaugur Jakob Karlsson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.