Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 17 LANDIÐ Snæfellsbær | Nemendur grunnskóla Snæ- fellsbæjar vinna þessa vikuna að gróðursetn- ingu plantna, göngustígagerð og sáningu í matjurtagarð. Er vinnan liður í umhverf- isverkefni skólans. Starfsstöðvar Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi og í Ólafsvík hafa fengið Græn- fánann afhentan sem viðurkenningu á öfl- ugu umhverfisstarfi skólans. Fáninn var af- hentur nemendum 5. til 10 bekkjar við hátíðlega athöfn í Ólafsvík og nemendum 1.-4. bekkjar við athöfn á Hellissandi. Með því að draga fánann að hún við starfsstöðvar Grunnskóla Snæfellsbæjar hafa allir skólar bæjarins fengið þessa umhverfisviðurkenn- ingu frá Landvernd. Áður höfðu Lýsuhóls- skóli og leikskólinn Krílakot fengið fánann. Snæfellsnes hefur fengið vottun „Green Globe“ sem sjálfbært samfélag og miðað við öflugt starf barnanna í Snæfellsbæ virðist framtíð umhverfisverkefnisins vera í örugg- um höndum. Grunnskóla Snæfellsbæjar hefur verið út- hlutað land upp af byggðinni í Ólafsvík til að skipuleggja grenndarskóg. Nemendur 5. til 10. bekkjar helguðu sér þar reit, fyrir græn- fánaathöfnina. Í tengslum við athöfnina á Hellissandi tók umhverfisnefnd skólans að sér að gróðursetja fyrstu birkiplönturnar sem skólinn fékk úthlutaðar úr Yrkjusjóði. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Nemendur vinna vel að umhverfismálum LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ verða haldin í júní í nokkrum stöðum á veg- um ljosmyndari.is. Á Akureyri verða þrjú námskeið í byrjun júní, á Egilsstöðum 9. og 10. júní, á Höfn í Hornafirði 11. og 12. júní og í Borgarnesi 18. og 19. júní. Hvert námskeið tekur tvo daga, fjór- ar klukkustundir hvorn dag. Ljósmyndanámskeiðin eru fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í stafrænni ljósmyndatöku og einnig þá sem vilja öðlast meiri þekkingu. Kennt er á allar tegundir mynda- véla. Farið er í helstu stillingaratrið- in á myndavélinni, almenn mynda- taka útskýrð og gefin góð ráð til að ná betri myndum. Sýnt er hvernig hægt er að koma betra skipulagi á myndasafnið og geyma myndir á öruggan hátt. Hægt er að sjá nánari upplýsingar og skrá sig á vefsíðunni www.ljosmyndari.is. Leiðbeinandi verður Pálmi Guðmundsson. Ljósmynda- námskeið um landið Hveragerði | Tónlistarhátíðin Bjart- ar sumarnætur verður haldin í Hveragerði um næstu helgi. Þrennir tónleikar verða í Hveragerðiskirkju. Hátíðartónleikar verða á föstu- dagskvöldið, kl. 20, tileinkaðir Jo- hannesi Brahms á 175 ára fæðing- arafmæli hans. Á laugardag, kl. 17, verða leikin verk eftir Messiaen, Mozart og fleiri og tónleikar á sunnudag, kl. 20, verða með frönsk- um blæ. Listrænir stjórnendur hátíðarinn- ar eru Gunnar Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir. Tónlistina flytja Sigrún Hjálmtýsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir, Hulda Jónsdóttir, Sigurð- ur I. Snorrason og Tríó Reykjavíkur. Bjartar sumarnætur Blönduós | Hafíssetrið á Blönduósi verður að þessu sinni opnað laugar- daginn 31. maí með ráðstefnunni „Norðurslóðir, náttúra og mannlíf“ og sýningu heimildarmyndar. Dagskráin hefst í Félagsheimilinu kl. 13. Ráðstefnustjóri verður Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hól- um, og meðal fyrirlesara verður Rögnvaldur Ólafsson prófessor. Frumsýnd verður heimildarmynd eftir Svein M. Sveinsson kvikmynda- gerðarmann um leiðangur inn í botn Scorebysunds og Þór Jakobsson segir frá fræðslu- og könnunarferð til Austur-Grænlands. Við lok ráðstefnunnar opnar Arn- ar Þór Sævarsson bæjarstjóri Haf- íssetrið en þetta er þriðja sumarið sem það starfar. Ráðstefna um norður- slóðir ♦♦♦ ♦♦♦ Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is VILTU STUNDA NÁM VIÐ HR OG MIT SAMTÍMIS? Háskólinn í Reykjavík hefur gert samstarfssamning við einn besta og virtasta tækni- háskóla í heimi, MIT í Boston í Bandaríkjunum. Með þessum samningi gengur HR inn í samstarf MIT og háskóla í Singapúr sem gerir meistaranemum í verkfræði við HR kleift að taka hluta námskeiða sinna við MIT. MIT er einn framsæknasti háskóli í heimi og hefur starf skólans getið af sér tæknilegar framfarir á ótal mörgum sviðum. Þessi samningur er lýsandi dæmi um þá framsækni og þann stórhug sem einkennir allt starf Háskólans í Reykjavík. Hefurðu áhuga á verkfræðinámi? Komdu þá í HR og MIT samtímis. Framtíðin er HR. Rekstrarverkfræði BSc Ákvarðanaverkfræði MSc Fjármálaverkfræði BSc & MSc Heilbrigðisverkfræði BSc & MSc Hugbúnaðarverkfræði BSc & MSc Véla- og rafmagnsverkfræði MSc Hátækniverkfræði BSc H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.