Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF :;< - :;<     7 7 :;<  . <       7 7 => ?  %@      7 7 A =    7 7 :;< /13 :;< 0+4         7 7     !"  !   # $%&'  ()*  1 * 2 3 3*     ' , "  ' , BC  , A  ' ,   , ! , B & ' D  E % FG %  ' ,  'H   , % E % , ; , IJ:   &    AK ,, ,  & , L , 4 5 1 6  0.3 ,  G ,   G  >   G I   & IMA B   A   ' , AN   FG % G  ' , O K ,  ' ,   & "  , P  "  ,   0 7 6 8  Q    &  & Q, ! % , !&' K , +   3                                                                                     P  ' %    #  %R  '   2-,/+4,424 13,4/5,5/+ 20,14-,33/  042,1.1,+-0 24,354,+4+ 04/,234 .0.,020,/50 2/4,314,54/ 1,225,324 21,42/,154 2/.,/-+,231 +,5/4,444 +1,142,.1. 31,5-1 4 343,3/5 1,++.,450 1,./5,012  /,125,5-1   .0,545,1//   5.,233,444   .95- 0+934 14940  1/9+3 24903 24934 //3944 239+3 53904 +93+ 119+4 0925 5/934 192. .9-5 21.934 13.1944 04/944  13+944      32/3944 14944  /943 03944 1494/ .9.4 1/933 249+4 249.3 /-4944 239.3 539-4 +935 119++ 0902 5-924 192- .950 215934 13-3944 010944 4953 133944 19-4 21944 /944   3023944 12944 .944 AK" %   ' - 12 15  0. 10 2 .+ 2/ . 1+ +. 0 . 2  1 + 2  10   1   -   =    ,  2/,3,244- 2/,3,244- 2/,3,244- 21,3,244- 2/,3,244- 2/,3,244- 2/,3,244- 2/,3,244- 2/,3,244- 2/,3,244- 2/,3,244- 2/,3,244- 2/,3,244- 2/,3,244- 2/,3,244- 20,3,244- 2/,3,244- 2/,3,244- 2/,3,244- 24,3,244- 2/,3,244- 14,0,244- -,3,244- 1.,3,244- .,12,244/ 22,-,244/ 2/,3,244- 2.,3,244- /,0,244- 79   ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar hækkaði um 0,56% í gær og endaði í 4809,20 stigum. Bréf Atlantic Petro- leum hækkuðu um 5,94%, SPRON um 1,79% og Bakkavarar um 1,45%. Bréf Century Aluminum lækk- uðu um 2,75% og Teymis um 1,49%. Krónan veiktist í gær um 0,96%, en velta á millibankamarkaði nam 26,6 milljörðum króna. Gengisvísi- tala krónunnar var 146,30 stig í gærmorgun en var 147,80 stig við lokun markaða. Velta á millibanka- markaði var 26,6 milljarðar. Gengi Bandaríkjadollars var við í lok dags 73,19 krónur, gengi breska pundsins 144,55 krónur og gengi evru 115,05 krónur. Krónan veikist GREINING Landsbankans heldur stýrivaxtaspá sinni óbreyttri og tel- ur að vaxtalækkunarferli Seðlabank- ans hefjist í nóvember á þessu ári. Samkvæmt því verði stýrivextir um 14,75% í lok ársins og 9% í lok næsta árs, 2009. Tekur greiningardeildin skýrt fram að þróun næstu mánaða hvað varðar gengismál og eftirspurn muni ráða nokkru um hvenær vaxta- lækkunarferlið hefjist. Í stýrivaxtaspá Landsbankans segir m.a. að eftir um það bil hálft ár ætti minnkandi erlend eftirspurn að hafa leitt til meiri slaka á vinnu- markaði. Að auki verði mánaðartakt- ur verðbólgunnar kominn vel niður fyrir það sem samrýmist verðbólgu- markmiði þótt hækkun síðustu 12 mánaða mælist enn í tveggja stafa tölu. Telur greiningardeild Lands- bankans að þegar horft sé ár fram í tímann megi gera ráð fyrir 4-5% verðbólgu. Í spáritinu segir ennfremur að vís- bendingar séu komnar fram um um- skipti á fasteignamarkaði og í einka- neyslu. Fasteignaverð hafi lækkað um 1,7% í maí og sé nú 3% lægra en fyrir hálfu ári. Minnkandi einka- neysla bendi einnig til þess að eft- irspurn sé farin að dragast saman. Verðbólga muni því fara minnkandi á næstu mánuðum. Verða stýrivextir 14,75% í lok ársins? ● ENN eru meiri líkur en minni á því að bandarískt efnahagslíf sé á leiðinni í kreppu, að mati Alan Greenspan, fyrr- verandi seðla- bankastjóra í Bandaríkjunum. Greenspan segir hins vegar að líkur á kreppu hafi minnkað svolítið og líkur á alvar- legri kreppu hafi minnkað til muna. Að mati hans er stöðugleiki undanfarinna daga og vikna ekki trygging fyrir því að tekist hafi að forðast kreppu. Bendir hann t.a.m. á að sparnaður einstaklinga aukist nú til muna, sem muni hafa nei- kvæð áhrif á einkaneyslu, sem er af- ar stór þáttur í hagkerfi Bandaríkj- anna. Telur Greenspan að fasteignaverð vestra eigi enn eftir að lækka um 10%, sem þýði að það verði 25% lægra en þegar hæst var. Meiri líkur en minni á kreppu vestra Alan Greenspan ● SVARTSÝNI íslenskra neytenda hefur ekki verið meiri í sjö ár, ef marka má væntingavísitölu Gallup. Hún mælist nú 82,7 stig og lækkaði um 14,5% síðan í aprílmánuði. Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að þetta sé þriðji mánuðurinn í röð sem vísitalan fer undir 100 stig, sem þýð- ir að fleiri neytendur eru svartsýnir en bjartsýnir. Greining Glitnis bendir ennfremur á að væntingar neytenda hafi dreg- ist verulega saman síðan í haust, væntingarvísitalan sé nú 46,6% lægri en á sama tíma fyrir ári. Allar undirvísitölur í væntingarvísitölunni lækka nú milli mánaða og fara undir 100 stig, s.s. mat á núverandi efna- hagsástandi og atvinnuástandi, sem ekki hefur verið verra frá 2004. Landinn ekki verið svartsýnni í sjö ár Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SANNGIRNISMÁL er að banka- kerfið taki á sig stóran hluta af kostnaðinum við lántöku ríkisins til að auka gjaldeyrisforða Seðlabank- ans, að mati Friðriks Más Baldurs- sonar, prófessors við Háskólann í Reykjavík. Lagt hefur verið fram frumvarp til laga á Alþingi sem felur í sér heimild til handa ríkisstjórninni til að taka allt að 500 milljarða króna lán, annars vegar til að auka gjald- eyrisforða Seðlabanka Íslands, eða til aukinnar útgáfu ríkisverðbréfa á innlendum markaði. „Ég held að lántökuheimildin sjálf geti haft áhrif til stillingar á þeim áhyggjum sem margir erlendir að- ilar hafa af íslenska hagkerfinu og ís- lenskum bönkum. Verði lögin sam- þykkt, og ég sé engin merki um að svo verði ekki, er það ótvírætt merki um að stjórnvöld séu tilbúin að láta athafnir fylgja orðum,“ segir Frið- rik. Áhrif lántökunnar sjálfrar á hag- kerfið verða engin sé lánsféð látið ávaxtast með öruggum hætti út láns- tímann, segir Friðrik. „Féð á í raun- inni bara að liggja inni á reikningi og vera til staðar reynist þess raun- verulega þörf.“ Friðrik segir að þörfin fyrir slíka lántöku sé að stórum hluta komin til vegna mikillar aukningar á umsvif- um bankakerfisins og þeirri stöðu sem það sé í núna. Því sé ekki rétt að skattborgarar standi einir straum af lánskostnaðinum, bankarnir ættu að koma að því máli með einum eða öðr- um hætti. „Bankarnir hafa þanist út mjög hratt og hafa verið gagnrýndir fyrir að hegða sér eins og þeir hafi ríkisábyrgð. Kallað hefur verið eftir lántöku af þessu tagi af bankakerf- inu og mér þykir mjög eðlilegt að bankarnir taki þátt í þessum kostn- aði.“ Bendir hann hins vegar á að samkomulag yrði að nást um þetta atriði milli ríkis og banka. Bankar taki á sig hluta kostnaðarins Morgunblaðið/Golli Gjaldeyrir Í frumvarpinu segir að lánið megi nýta til að styrkja gjaldeyris- forða Seðlabankans, en gert er ráð fyrir 500 milljarða lántökuheimild. Lántökuheimildin sjálf hefur stillandi áhrif á markaði STRAUMUR-Burðarás fjárfest- ingabanki hf. hefur nýverið gengið frá fjármögnun samtals að fjárhæð 395 milljónir evra, andvirði um 45 milljarða króna á núvirði. Í tilkynningu frá bankanum segir að annars vegar sé um að ræða 180 milljóna evra sambankalán sem skrifað var undir í gær og hins vegar tvíhliða lánasamninga við nokkra að- ila, samtals að fjárhæð 215 milljónir evra. Fyrra lánið er í tveimur hlutum; 70 milljónir evra til eins árs með 110 punkta álagi á Euribor-vexti og 110 milljónir evra til þriggja ára með 180 punkta álagi á Euribor-vexti. Euri- bor-vextir fyrir tólf mánaða lán voru í gær 5,05% og miðað við það eru vextir á lánunum á bilinu 6,15-6,85%. Umsjónarbankar lánsins voru Bay- ern LB, Commerzbank, HSH Nor- dbank og RZB en alls tóku tíu bank- ar í fimm löndum þátt í láninu. Samkvæmt áætlunum Straums dugir lausafé bankans til að fjár- magna rekstur hans fram á síðari hluta næsta árs, að því er segir í til- kynningunni. Sérvarin skuldabréf Breska blaðið Financial Times segir frá því að Glitnir hafi nýlega gengið frá útgáfu sérvarinna skulda- bréfa að andvirði 890 milljóna evra (um 100 milljarða króna) sem bank- inn hafi selt evrópska seðlabankan- um. Talsmaður Glitnis vildi ekki tjá sig um efni fréttarinnar að öðru leyti en því að bankinn hefði skoðað þann möguleika að nýta eignasafn bank- ans til að gefa út sérvarin skulda- bréf, líkt og bankinn hefði áður gert í Noregi. Straumur og Glitnir í endurfjármögnun Morgunblaðið/Golli William Fall, forstjóri Straums. KAUPÞING banki hefur hætt við áætlanir um stofnun 500 millj- óna sterlings- punda, eða um 70 milljarða ís- lenskra króna, fasteignaþróun- arsjóðs, Kaup- thing Opportunistic Real Estate Fund. Ástæðana er lítill áhugi fjár- festa, sem ætlunin var að fá með í verkefnið. Frá þessu var fyrst greint í frétt á vef viðskiptatímarits- ins Property Week. Fram kemur í fréttinni að Kaup- þing stefndi að því að leggja fram um 140 milljónir punda, um 20% af heildinni, af hlutafé sem bankinn á í fimm fasteignaverkefnum. Þar á meðal var um 60% hlutur í lúxus- íbúðum í Beverly Hills, sem er í þró- un. Sjóðurinn átti að vera hluti af fasteignaráðgjöf Kaupþings sem fjárfesti í verkefnum með frum- kvöðlum. Fjárfestar sýna lít- inn áhuga Kaupþing hættir við fasteignaþróunarsjóð UNDIRRITUÐ hefur verið vilja- yfirlýsing um að erlendur fjár- festir muni fjárfesta fyrir 48.3 milljónir evra í nýju hlutafé í Al- fesca. Í tilkynningu segir að vilji standi til að fjárfestingin verði með þeim hætti að keypt verði í áskrift 850,000,000 nýrra hluta sem hver verði að nafnverði ein íslensk króna, og verði áskriftar- verðið á genginu 6,45 fyrir hvern hlut, sem felur í sér 6,9% afslátt miðað við gengi hluta í Alfesca við lok viðskipta föstudaginn 23. maí 2008. Um er að ræða, ef til kemur, 12,6% af heildarhlutafé Alfesca. Mun hinn erlendi fjárfestir hafa uppi áform um að stofna eignar- haldsfélag hér á landi sem mun halda utan um hlutafjáreignina í Alfesca. Standa vonir til að geng- ið verði frá fjárfestingunni innan fárra vikna. Erlendir fjárfestar til Alfesca GENGI bréfa bresku tísku- verslanakeðj- unnar Moss Bros lækkaði um tæp 12% í kauphöll- inni í Lundúnum í gær, eftir að upplýst var að Baugur féll frá óformlegu tilboði í keðjuna. Tilboðið var fyrst lagt fram fyrir um þremur mánuðum, upp á 42 pens á hlut, en í yfirlýs- ingu Baugs er m.a. vitnað til þess að á þeim tíma hafi orðið það miklar breytingar á hluthafahópnum að áhætta af fjárfestingunni hafi verið talin of mikil. Með hagsmuni hlut- hafa Baugs að leiðarljósi hafi verið ákveðið að draga tilboðið til baka. Hætti við Moss Bros ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.