Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 27 ✝ Helga Bjarna-dóttir fæddist að Jörfa í Víðdal í V- Húnavatnssýslu, 20. febrúar 1910. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 21. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurborg Sig- rún Einarsdóttir, f. 27.8. 1872, d. 22.1. 1947, og Bjarni Danival Kristmunds- son, f. 2.8. 1872, d. 23.5. 1951. Hálfsystur Helgu sam- mæðra voru Magnúsína Magn- úsdóttir, f. 15.3. 1897, d. 5.2. 1979, og Jóhanna Magnúsdóttir, f. 3.9. 1898, d. 23.8. 1979. Alsystur: Ingi- björg, f. 4.2. 1904, d. 1.8. 1984, Hall- dóra, f. 8.10. 1905, 25.7. 1996, og 1977. 2) Steinunn Jóhannsdóttir. Langömmubörn Helgu eru 10 og langalangömmubörnin 5. Helga flutti frá Jörfa tveggja ára gömul með foreldrum sínum og systrum að Gafli í Víðidal og ólst þar upp til 10 ára aldurs, eftir það bjuggu foreldrar hennar á hinum ýmsu bæjum í Húnaþingi til 1933, er þau fluttu að Seljalandi í Reykja- vík og þar hélt Helga heimili með þeim ásamt börnum sínum. Helga fór í kaupavinnu 14 ára gömul og eftir það í vinnumennsku í Miðfirði og Hrútafirði til 18 ára aldurs en þá var hún 2 ár í Borgarfirðinum þangað til hún fór til Reykjavíkur. Þar vann hún við uppskipun, fisk- vinnu og við margs konar verka- konustörf framan af starfsævi. Síð- an vann hún við afgreiðslustörf og síðast sem starfsstúlka í Sjálfs- bjargarhúsinu við Hátún. Útför Helgu fer fram frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Sólveig Árdís, f. 31.1. 1908, d. 29.3. 1989. Helga eignaðist 2 börn. Þau eru: 1) Bjarni Sæberg Þór- arinsson, f. 13.4. 1936, kvæntur Gillý S. Skúladóttur, þau eiga 5 börn: a) Bjarni Danival, f. 8.5. 1957, kona hans Anna Björg Samúelsdóttir, b) Einar Bragi, f. 18.6. 1962, fyrri kona hans var Stefanía Stefánsdóttir, d. 24. maí 1993, seinni kona hans Jóna Björg Jóns- dóttir, c) Skúli, f. 2.11. 1963, kona hans Bjarghildur Finnsdóttir, d) Helga Svanlaug, f. 16.10. 1967, hennar maður Gunnar Finnsson, og e) Ingiberg Steinar, f. 16.8. Elsku Helga mín, þá ertu farin yf- ir móðuna miklu og komin til betri heimkynna. Ég veit að það hefur verið vel tekið á móti þér, af systr- um þínum, foreldrum og öðru góðu fólki sem farið er á undan þér. Okkar kynni eru orðin löng eða yfir hálfa öld, síðan ég kynntist syni þínum, sem nú hefur verið eigin- maður minn yfir fimmtíu og eitt ár. Við eignuðumst fimm yndisleg börn sem öll elskuðu þig enda varstu allt- af tilbúin að passa þau. Og síðan börnin þeirra. Góða skapið þitt og smitandi og hláturinn sem alltaf var stutt í er okkur öllum ofarlega í minni. Það er gott að hugsa til þess að nú ertu laus við þær þrautir og tak- markanir sem lagðar voru á þig með sjónleysinu og öllum þeim þrautum sem brottnám ristilsins lagði á þig. Ég þakka þér hjartanlega allar góðu stundirnar sem við áttum með þér og Steinu og Immu meðan hennar naut við. Þið voruð alltaf viðbót við fjölskyldu okkar, enda ómissandi á öllum jólum og öðrum stórhátíðum. Guð geymi þig og gefi þér sinn frið um alla eilífð. Þín tengdadóttir Gillý. Nú er hún elsku amma farin frá okkur og mikið óskaplega er erfitt að sjá á eftir henni. Hún amma hef- ur átt svo stóran part í lífi mínu og okkar systkinanna allra, alla tíð. Dalalandið heima hjá ömmu, Immu og Steinu er í minningunni eins og annað heimili mitt og margar af mínum fyrstu minningum eru það- an. Og alltaf voru amma og Steina óþreytandi að taka mig með í frí, hvort sem um var að ræða tjaldútil- egur eða ferðir til Spánar og Búlg- aríu. Ein af mínu hugljúfustu minning- um um ömmu er af því þegar hún sat á rúmstokknum hjá mér og söng fyr- ir mig „Litfríð og ljóshærð“ og svo seinna söng hún fyrir mín börn þeg- ar hún fékk færi á. Hún var svo mik- il barnagæla og við nutum öll góðs af því, alltaf pláss og hlýja í faðminum á ömmu. Alla tíð var hún amma boðin og búin að hjálpa til, hún og Imma syst- ir hennar voru mömmu svo mikil hjálp þegar hún var sem veikust og Ingi bróðir pínulítill og alltaf var hún tilbúin að passa okkur barnabörnin og svo líka barnabarnabörnin. Amma var líka svo dugleg og þó að aldurinn færi að færast yfir lét hún það ekki aftra sér frá því að taka þátt í öllum mannamótum og ferðast yfir lönd og haf til að heimsækja okkur barnabörnin þegar við bjugg- um erlendis. Það fór verst í hana ömmu að sjónin versnaði svo mikið í seinni tíð og hún hætti að geta spilað og lagt kapal, eins og henni fannst svo gaman. Amma veiktist illa fyrir tveimur árum, þurfti að fara í erfiða aðgerð sem tók mikið á hjartað en hún kom nú samt heim og bjargaði sér áfram ein allan daginn (svona var hún amma), þannig að þegar hún þurfti að fara á spítala í síðustu viku, þá reiknuðum við bara með að hún myndi jafna sig og koma svo aftur heim en raunin varð önnur og við þurftum að kveðja hana. Missirinn er stór og sársaukinn ekkert minni þótt aldurinn sé hár, það er svo stórt skarð höggvið í fjölskylduna þegar hún er farin og sárt til þess að hugsa að hún verði ekki með okkur í fleiri afmælum og hátíðum. En það er huggun harmi gegn að vita að hún er nú laus við allar þrautir og fær að vera með systrum sínum á ný að spila og spjalla og hlæja eins og í gamla daga. Elsku besta amma mín, ég mun alltaf sakna þín. Þín Helga Svanlaug. Smákveðja til hennar Helgu minn- ar. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. Elsku Helga mín, ég kveð þig með þessum fallegu línum hans Gísla á Uppsölum. Ég á ekki nóg af orðum til að þakka þér öll gæðin við mig. Ég bið alla góða engla að passa þig og vera með Sæberg og fjölskyldu og henni Steinunni minni. Þín vinkona, Helga Þórðardóttir. Helga Bjarnadóttir ✝ Friðrik MaxJónatansson fæddist á Djúpavogi hinn 1. nóvember árið 1942. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 14. maí síð- astliðins. Foreldrar hans voru Jana Val- borg Guðmunds- dóttir, sem lifir son sinn, og Jónatan Lúðvíksson. Systir Friðriks Max var Aðalheiður, d. 2000. Hún var sex árum yngri en Frið- rik. settur unglingsárin. Gagnfræða- prófi lauk hann frá Eiðaskóla og stundaði þar einnig nám í iðn- skóladeild en námi í rennismíði lauk hann síðan frá Iðnskólanum á Seyðisfirði. Starfsnámi sínu lauk hann hjá Vélsmiðju Seyð- isfjarðar þar sem hann hafði starfað allt frá 14 ára aldri. Frið- rik starfaði við iðn sína á Seyð- isfirði, Akureyri, Þórshöfn, í Reykjavík og Njarðvík. Síðustu árin var hann búsettur ásamt fjölskyldu sinni í Hafnarfirði. Útför Friðriks Max fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Friðrik Max kvæntist 4. ágúst ár- ið 1979 Líneyju Grétarsdóttur. Þau hófu búskap sinn í Reykjavík en flutt- ust til Seyðisfjarðar árið 1980. Börn þeirra eru Berglind og Grétar Valur, en fyrir átti Líney dótt- ur, Önnu Dísu Jóels- dóttur. Friðrik Max ólst upp á Djúpavogi til 12 ára aldurs en flutti þá ásamt fjölskyldu sinni á Seyðisfjörð þar sem hann var bú- Að kvöldi barst mér sú fregn að æskufélagi minn og vinur hefði nú lotið í lægra haldi eftir hetjulega og margra ára baráttu við erfiða sjúkdóma. Þó vörnin væri traust þá hlaut hún að bila að lokum, þegar einn illvígur sjúkdómurinn tók við af öðrum og fóru síversnandi. Max var ákaflega traustur og gegnheill persónuleiki, sem ekki æðraðist. Þó hressilega blési stundum á móti á lífsleiðinni hélt hann ró sinni. Hann var bráðgreindur og orð- heppinn húmoristi, þegar hann lét menn njóta þess. Hann gat einnig brugðið fyrir sig skörpum gálga- húmor ef þannig stóð í bælið hans. Okkar kynni hófust þegar foreldr- ar hans fluttu til Seyðisfjarðar og settust þar að, svo til í næsta húsi við Bóndastaði. Síðar fluttu þau í hinn enda bæjarins og strjáluðust þá heimsóknir um stund. Strákar á Seyðisfirði höfðu nefnilega löngu áður skipt bænum á milli sín í þrjú yfirráðasvæði og voru háðar ófáar skipulagðar stórorustur til að út- kljá ýmiss konar meting og deilur á milli bæjarhluta. Max var í eðli sínu friðsamur og óhlutdeilinn, en hélt þó fast fram hlutleysi. Seinna áttum við eftir að verða sessunautar í Iðnskólanum á Seyð- isfirði sem á þessum tímum var kvöldskóli og stundaður meðfram fullri dagvinnu. Við stefndum báðir á að læra málmiðnaðargreinar hvor hjá sinni vélsmiðjunni. Max var af- bragðsnámsmaður og naut ég góðs af að hafa hann að sessunaut, sér- staklega þegar ég kom heim af haustvertíð í 2. bekk á miðri önn og þurfti á allri hjálp að halda til að vinna upp það sem vantaði framan á önnina hjá mér. Þá var aldeilis fengur í að hafa hann við hlið sér. Max var ákaflega verklag- inn og fjölhæfur maður eins og hann átti kyn til. Hann tók sveins- próf í rennismíði og náði svo fram- úrskarandi tökum á þeirri grein snemma á starfsævinni að hann var af öllum sem til þekktu, talinn í hópi fremstu rennismiða landsins. Fjölhæfni hans var slík að smám saman varð hann einnig prýðilegur bifvélavirki, plötusmiður og vél- virki. Seinni hluta starfsævinnar vann hann jöfnum höndum við öll þessi fög víða um land. Í mörgum fá- mennari byggðarlögum þökkuðu íbúar sínum sæla fyrir að fá að njóta fjölhæfni hans. Max var jafn- lyndur og vann verk sín í hljóðri ró. En þar sem saman fóru af- burðaverklægni og gott skipulag var hann ótrúlega afkastamikill og framkvæmdi stundum undraverða hluti einsamall án aðstoðarmanna. Það var þó ekki eilíf sól á lífsgöng- unni hjá Max og þá kom sér vel hvað hann var harður af sér. Hann gat tekið erfiðar ákvarðanir fyrir sjálfan sig og þegar hann einu sinni var búinn að taka ákvörðun þá var staðið við hana upp frá því. Að ná á sínum tíma ástum eig- inkonunnar, fá að búa með henni og stofna til fjölskyldu taldi hann í mín eyru vera sitt stærsta lán í líf- inu. Ég hef ævinlega litið á það sem sérstakan heiður að hann skyldi telja mig vin sinn. Líney og fjölskylda, ég votta ykkur hér með samúð mína og óska ykkur alls velfarnaðar á þeim tímum sem framundan eru. Reynir Valgeirsson. Friðrik Max Jónatansson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTRÚN LÍNEY HELGADÓTTIR húsmóðir, Kirkjuvegi 14, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 18. maí. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. maí kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja heiðra minningu hennar er bent á Þroskahjálp á Suðurnesjum. Jóhann Pétursson, Pétur Jóhannsson, Sigrún Jónatansdóttir, Guðrún Rósalind Jóhannsdóttir, Helgi Jóhannsson, Hjördís M. Bjarnason, Sóley Jóhannsdóttir, Ólafur J. Briem, Jóhann Jóhannsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN BJARNI ÞÓRÐARSON kaupmaður, Kirkjusandi 5, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans að kvöldi sunnudagsins 25. maí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. júní kl. 13.00. Áslaug Bernhöft, Þórður Jónsson, Ólafur Þór Jónsson, Þórey Björk Þorsteinsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, amma, dóttir og systir, SIGURBJÖRG ALFREÐSDÓTTIR, er lést 23. október 2007 í Seattle í Bandaríkjunum, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. maí kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á að styrkja baráttu kvenna gegn brjóstakrabbameini, www.komen.org. Leila Merridith, Zakary Merridith, Þóra (Lilla) Raborn, Donald W. Raborn, Hildur Guðmundsdóttir, Guðrún T. Alfreðsdóttir Bettincourt, Elín (Ellý) Alfreðsdóttir Raborn, Jon D. Raborn, Donna Raborn Almada.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.