Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Kirkjuferð í Hall- grímskirkju kl. 14.30, Rúta og kaffi- veitingar kr. 500. Leikfimi kl. 8.30- 9.15, vinnustofa kl. 9-16.30, postu- línsmálun kl. 9-12 og 13-16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9.16.30. Heilsugæsla kl. 10-11.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðslustofa, böðun, almenn handavinna, glerlist, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, hádegisverður, spiladagur, kaffi, slök- unarnudd. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-16, Halldóra leið- beinir kl. 13-16, leikfimi með Guðný kl. 10. Félag eldri borgara í Kópavogi | FEBK. Kynningarfundur um Framlag eldri borgara til samfélagsins verður haldinn í Félagsheimilinu Gullsmára, 29. maí kl. 14. Bryndís Víglundsdóttir flytur aðfararorð, Ingibjörg Harð- ardóttir kynnir rannsóknina og fulltrúi sparisjóðanna flytur lokaorð. Kaffiveitingar í boði Sparisjóðanna. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10, söngvaka kl. 14, umsjón Sigurður Jónsson og Helgi Seljan. Söngfélag FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Starfsemi Gjábakka fellur niður til og með 6. júní vegna endurbóta á húsnæði. Heimsendingar á mat verða eins og verið hefur og svarað í síma 554- 6611 milli kl. 9 og 10 virka daga. Fóta- aðgerðarstofan er þó opin, sími þar er 693-1358. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9, létt ganga kl. 10. Hádegis- verður, kvennabrids kl. 13. mennan söng undir stjórn Ingu J. Backman sem einnig syngur einsöng. Organisti er Reynir Jónasson. Eftir guðsþjónustuna eru kaffiveitingar í boði Grafarvogssóknar. Grensáskirkja | Vorferð aldraðra verður farin 29. maí n.k. kl. 13-17. Far- ið verður frá Grensáskirkju, ekið um Kjósina, að Reynivallakirkju. Kaffi drukkið í Kjósinni. Verð 1.500 kr. Upp- lýsingar í Grensáskirkju í síma 528- 4410. Hallgrímskirkja | Árdegismessa kl. 8. Hugvekja, altarisganga, einfaldur morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja | Kvöldbænir og fyrir- bænir kl. 18. Prestar og kirkjuverðir taka við bænarefnum. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Há- degisbænastund í kaffisalnum kl. 12. Hægt er að senda inn fyrirbænarefni á filadelfia(hjá)gospel.is Kristniboðssalurinn | Í kvöld er söngsamkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum á Háaleitisbraut 58-60. Ræðumaður kvöldsins er Bjarni Gíslason, kristniboði. Er hægt að gleyma Guði? Kaffi á eftir samkomu. Laugarneskirkja | Morgunbæn í kirkj- unni kl. 8.10, foreldramorgunn kl. 10, gönguhópurinn Sólarmegin kl. 10.30. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Beðið er fyrir sjúkum og hverjum þeim sem þurfa á fyrirbæn að halda. Einnig er altarisganga. Fyrirbæna- messur eru alla miðvikudaga í hádeg- inu. Vídalínskirkja Garðasókn | Foreldra- morgnar hvern miðvikudag kl. 10- 12.30. Fyrirlestur mánaðarlega, kynntir sérstaklega. Gott tækifæri dóra leiðbeinir kl. 9-12, félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaað- gerðir og handavinna kl. 9-16, aðstoð við böðun kl. 9-14, sund kl. 10-12, há- degisverður, verslunarferð í Bónus kl. 12.10-14, tréskurður kl. 13-16, kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, handavinnustofan opin allan daginn, morgunstund kl. 10, bókband, versl- unarferð kl. 12.15, framhaldssaga kl. 12.30. Dans við undirleik hljóm- sveitar. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, salurinn opinn kl. 13, boccia kl. 14, kaffi. Kirkjustarf Áskirkja | Hreyfing og bæn kl. 11 í dag. Gönguferð ef veður leyfir. Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í Holtakoti frá kl. 10-12, göngudagur foreldramorgna í dag. Hittumst við Holtakot kl. 10, kaffi að lokinni göngu. Opið hús eldri borgara er í Litlakoti frá kl. 13-16, spilað og spjallað. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Dómkirkjan | Hádegisbænir, bæna- stundir kl. 12.10-12.30. Léttur hádeg- isverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænar- efnum má koma á framfæri í síma 520-9700 eða með tölvupósti til domkirkjan@domkirkjan.is. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Altarisganga, fyrirbænir. Boðið upp á léttan hádegisverð á vægu verði að stundu lokinni. Sumarguðsþjónusta eldri borgara kl. 14. Prestur sr. Guðrún Karlsdóttir. Litli kór Neskirkju syngur og leiðir al- Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9-10.30, brids kl. 13, bútasaumur kl. 13. Hádegismatur í Jónshúsi pönt- unarsími 512-1502 opið til kl. 16.30 Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof- ur opnar kl. 9-16.30, m.a. tréútskurð- ur og fjölbreytt handavinna, sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50. Dansæfing fellur niður. Frá há- degi spilasalur opinn. Skráning í Kvennahlaup ÍSÍ 4. júní er hafin á staðnum og s. 575-7720. Hraunbær 105 | Handavinna og út- skurður kl. 9, hádegismatur, brids kl. 13, kaffi. Hraunsel | Línudans kl. 11, saumar kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður og hársnyrt- ing. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulegs nema tölvuleiðbeining flyst yfir á fimmtud. 29. maí. Mæta með tölvur. Kynslóðir mætast fimmtud. kl. 13.15. Sumri fagnað föstud. kl. 14. Gleði og glaumur báða dagana. Uppl. 568-3132 Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús- inu í Dalsmára kl. 9.30, ringó í Smár- anum kl. 12, línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 17. Uppl. í síma 564- 1490. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni kl. 10.30, leikfimi kl. 11, handverksstofa opin, námskeið í myndlist kl. 13, kaffi- veitingar. Hárgreiðslustofa sími 552- 2488 og fótaaðgerðastofa sími 552- 7522. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofa í handmennt kl. 9-16, Hall- fyrir mömmur og börn að hittast og kynnast. Þessar samverur verða áfram í sumar. 90ára afmæli. Níræð er í dag,28. maí, Sigurlaug Gísla- dóttir frá Hofsstöðum, fóstra og uppeldisfræðingur. Sigurlaug er að heiman í dag. 90ára afmæli. Í dag 28. maíer Guðrún Þórðardóttir Skowronski, fyrrum veitinga- maður í Keflavík, níræð. Hún verður með opið hús laugardaginn 31. maí frá kl. 14 til 18, í Árskógum 8 (salur 1. hæð). Vinir og vanda- menn velkomnir. 60ára afmæli. 31. maí næst-komandi verður Sigríður Sverrisdóttir sextug. Af því tilefni bjóða hún og Heimir til fagnaðar í íþróttahúsi Grenivíkurskóla föstu- dagskvöldið 30. maí. Húsið verður opnað kl. 18.30 og hefst dagskrá kl. 19.30. Sigríður vonast til að sjá sem flesta ættingja, kunningja og gamla nemendur. 50ára afmæli. Í dag, mið-vikudaginn 28. maí, er Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík, fimmtugur. Af því tilefni býður hann vinum og vel- unnurum til móttöku í Einarshúsi í Bolungarvík föstudagskvöldið 30. maí nk. frá kl. 20. dagbók Í dag er miðvikudagur 28. maí, 149. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Kammertónlistarhátíðin Bjart-ar sumarnætur verður haldiní Hveragerði helgina 30. maítil 1. júní. Guðný Guðmundsdóttir er listrænn stjónandi hátíðarinnar ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Kvaran, en þau áttu að því frumkvæði þegar hátíðin var haldin í fyrsta skipti árið 1997: „Tónlistin sem leikin verður á hátíðinni er bæði að- gengileg og fögur. Kammertónlistin býð- ur upp á mikla möguleika í vali á verk- um, og á efnisskrá tónleikanna gefur að líta bæði vinsæl verk, sem jafnvel hafa verið hálfgerðar dægurflugur í gegnum aldirnar, yfir í þyngri kammerverk,“ segir Guðný. Haldnir verða þrennir tónleikar. Föstudaginn 30. maí kl. 20 verða hátíðar- tónleikar tileinkaðir Jóhannesi Brahms. Verða m.a. leikin sónötuþáttur fyrir fiðlu og píanó og tríó op. 114 og sungin nokk- ur af fegurstu lögum meistarans. Tónleikar laugardagsins hefjast kl. 17 og eru Olivier Messiaen og Wolfgang Amadeus Mozart þar í forgrunni. Meðal annars fá tónleikagestir að njóta aríu Næturdrottningarinnar úr Töfraflaut- unni, og minning vísnasöngkonunnar Bergþóru Árnadóttur verður heiðruð á tónleikunum með flutningi á lagi hennar Hveragerði. „Sunnudagstónleikarnir bera yfir- skriftina Með frönskum blæ og hefjast kl. 20. Þar verður leikin tónlist í léttari kantinum eftir frönsk tónskáld,“ segir Guðný. „Hinn sextán ára gamli Hver- gerðingur Hulda Jónsdóttir mun flytja hið krefjandi fiðluverk Poème eftir Chausson. Spánski dansinn vinsæli Navarra eftir Sarasate verður á dagskrá og jafnframt Hveragerðislög í útsetn- ingu Atla Heimis Sveinssonar.“ Flytjendur á hátíðinni auk Guðnýjar og Gunnars eru Peter Máté, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Anna Guðný Guðmundsdóttir, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir, Hulda Jónsdóttir og Sig- urður Ingi Snorrason. Finna má nánari upplýsingar um dag- skrá hátíðarinnar og flytjendur á www.hveragerdi.is, með því að velja flipa hægra megin á síðunni. Kaupa má miða með afslætti á alla tónleikana, eða á staka tónleika gegnum heimasíðuna. Aldraðir og börn og ungmenni undir 18 ára aldri fá ríflegan afslátt. Tónleikarnir fara allir fram í Hvera- gerðiskirkju. Menning | Tónleikar í Hveragerðiskirkju föstudag, laugardag og sunnudag Kammerveisla í Hveragerði  Guðný Guð- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1948. Hún lauk bachelorsgráðu frá Eastman School of Music í Rochester 1971 og mastersgráðu frá Juilliard School í New York 1974. Guðný hefur verið fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands frá hausti 1974 og hef- ur umsjón með fiðludeild tónlistar- deildar Listaháskóla Íslands. Tónlist Seltjarnarneskirkja | Selkórinn á Seltjarn- arnesi heldur vortónleika í Seltjarnarnes- kirkju kl. 20. Á efnisskránni eru þjóðlög og sönglög eftir íslensk tónskáld, allt lög sem sungin eru án undirleiks. Kórinn fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir. Stjórn- andi er Jón Karl Einarson. Miðaverð er 1.500 kr. Fyrirlestrar og fundir Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggja- stokka verður með rabbfund á Café Flóran, Grasagarðinum í Laugardal, í dag 28. maí kl. 17. Konur sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka eru hvattar til að mæta. Læknagarður | Janet Specht og Ann Bos- sen hjúkrunarfræðingar frá Iowa-háskóla segja frá rannsókn á verkjum og ósjálfráðu þvagláti meðal aldraðra einstaklinga á bandarískum hjúkrunarheimilum. Fyrirlest- urinn fer fram á ensku í fyrirlestrarsal á 3. hæð, Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16, 29. maí kl. 15-16. Fréttir og tilkynningar Blóðbankinn | Verður við Hyrnuna frá kl. 10- 17. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun kl 14-17 í Hátúni 12b. Tekið við hreinum fatnaði og öðrum varningi á þriðjudögum kl. 10-15, sími 551-4349, net- fang: maedur@simnet.is. Útivist og íþróttir Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness | Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness efnir til fuglaskoðunar á nesinu, miðviku- dagskvöldið 28. maí. Með í för verður Einar Ó. Þorleifsson frá Fuglaverndarfélagi Ís- lands. Farið verður frá bílastæðinu framan við íþróttahúsið á Álftanesi klukkan 20. BRESKIR vörubílstjórar eru ekki síð- ur langþreyttir á síhækkandi elds- neytisverði en þeir íslensku. Hundruð bílstjóra tóku þátt í mótmælum í London í gær þar sem þeir kröfðust þess að hætt yrði við fyrirhugaða hækkun á olíusköttum og álagningu sérstakra skatta á gömul og mengandi ökutæki. Reykvíkingar kannast vel við að- ferðirnar sem Bretarnir beittu, þeir töfðu umferð með því að aka lötur- hægt um götur rétt eins og íslenskir kollegar þeirra gerðu á dögunum. Þessi bílstjóri vandaði forsætisráð- herra sínum ekki kveðjurnar, en hélt sig þó innan velsæmismarka með því að skipta út nokkrum stöfum. Sendir yfirvaldinu tóninn Reuters Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur á Selfossi héldu tombólu og færðu Rauða krossinum afraksturinn, 6.733 kr. Þær heita Ásta Petra Hannesdóttir og Eva Rún Eiðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.