Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ hvorki að fela galla sína né mistök. Ekki dregur hann heldur undan í lýsingum á því hvernig miskunnarlaus sjúkdómurinn og lyfin éta upp líkama Carmenar og draga úr henni allan mátt. Fallega konan hans þjáist og gubbar í fötu, kúkar gráum kúk og pissar á sig. Hann skeinir og huggar og gefur henni haldlítið loforð um vera henni trúr meðan hún tórir. Hjákona Stijns, Roos sem er „sálfræðingur hans og kynlífsmask- ína“, þjáist líka. Hún fær ekkert nema stop- ular stundir í rúminu með Stijn en þeim mun meira af örvæntingu, bið og vonbrigðum. Jóna Dóra Óskarsdóttir þýddi, sennilega úr frum- máli en þess er ekki sérstaklega getið (enska KONA fer til læknis er fyrsta bók Ray Kluun og kom út í Hollandi 2003. Hjónin Carmen og Stijn eru hamingjusamasta par sem til er; ung, gröð og rík en heimur þeirra hrynur þeg- ar hún greinist með ólæknandi krabbamein. Við tekur löng þrautaganga, Carmen veslast upp en Stijn er ekki tilbúinn til að láta af fyrra líferni sínu, föstudagsdjammi og framhjáhaldi. Hann er haldinn „mónófóbíu“, sjúklegri þörf til að halda framhjá. Kluun heldur því fram að bókin sé sjálfsævisöguleg og hún hefur selst í bílförmum. Djúp ást aðalpersónanna Carmen- ar og Stijns nær út yfir gröf og dauða. Æðru- leysi Carmenar og kímnigáfa gera henni kleift að lifa með ótryggð eiginmannsins og horfast í augu við kvalafullan dauða. Smátt og smátt breytist í hún í dýrling en Stijn er djöfull í mannsmynd. Hann er efnishyggju- og lífs- nautnamaður og meðan Carmen hvílist eftir lyfjagjöf og geislameðferð getur hann ekki stillt sig um að svala kynlífsfíkn sinni. En per- sóna hans er þannig úr garði gerð að í senn má hata þennan saurlífissegg af öllu hjarta og skilja upp að vissu marki – jafnvel hafa örlitla samúð með honum undir lokin. Stijn er ein- lægur og bersögull sögumaður sem reynir þýðingin heitir því tvíræða nafni Love Life). Samtöl eru á eðlilegu talmáli, textinn er stundum hálfgelgjulegur, þar ægir öllu sam- an; tölvupósti, sms, upplýsingum um skemmtistaði í Amsterdam og myndmáli úr fótboltaleikjum. Hver kafli hefst á tilvitnun í (hollenska) dægurlagatexta og bíómyndir, sem útskýrð er á saurblaði sem „skrýni“, þ.e. texti sem færður er inn í annan texta til að styðja hann eða spegla. Þýðanda tekst vel að koma þeim áfram óbjöguðum og þau eru mjög viðeigandi á einhvern „stijnskan“ hátt. Í bók- inni er fengist við hverfulleikann, gildishrun siðferðis og tilfinninga og gjaldþrot hjóna- bandsins. Kona fer til læknis er átakanleg og áhrifamikil ástarsaga sem kemur út tárunum á hvaða harðjaxli sem er. Ást á tímum krabbans Eftir Ray Kluun. Jóna Dóra Óskarsdóttir þýddi. Bjartur, 2008. 373 bls. Steinunn Inga Óttarsdóttir Ray Kluun PHILIP Reeve hefur notið hylli fyr- ir Mortal Engines-sagnaröð sína en þessi saga tekur fyrir goðsögnina um Artúr Bretakonung sem barðist af svo miklu kappi gegn innrásarliði Saxa á sjöttu öld. Sagan af Art- úri og riddurum hringborðsins hefur verið áleitið yrkisefni í gegn- um árin, enda saga mikilla ör- laga, en ýmist hafa menn velt sér upp úr yfir- drifinni rómantík, eða dregið hana sundur og saman í háði eins og má til að mynda sjá svo vel í myndinni af Monty Python og gralinu helga. Philip Reeve tekur goðsögnina öðrum tökum, sýnir fram á hvernig saga af kraftmiklum ofbeldissegg varð að sögu af glæstri hetju. Sögumaður í bókinni er stúlkan Gwyna sem flækist inn í goðsögnina þegar hún er véluð til að sviðsetja það er stúlkan í vatninu réttir Artúr sverðið góða. Artúr í bókinni er fremstur meðal jafningja í fantaskap sínum, smá- konungur sem kúgar sér smærri konunga og fetar sig þannig smám saman upp metorðastigann. Hann er þó ekki beinlínis vondur, bara þeirr- ar gerðar að hann hefur enga samúð með öðrum (þykir samúð reyndar fáránlegt fyrirbæri). Lífið á þessum tíma var aumt minnsta og Reeve gefur skemmtilega (óþægilega) nasasjón af því hvernig það var að vera ekki bara í sífelldu brauðstriti heldur líka ofurseldur sjúkdómum og ofbeldismönnum. Ofbeldismað- urinn Artúr Here Lies Arthur eftir Philip Reeve. Scholastic gefur út. 289 bls. ób. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. The Host – Stephenie Meyer 2. Love the One You’re With – Emily Giffin 3. Sundays at Tiffany’s – James Patterson and Gabrielle Charbon- net 4. Phantom Prey – John Sandford 5. Invincible – Troy Denning 6. Swine Not? – Jimmy Buffett 7. The Whole Truth – David Bal- dacci 8. Careless in R – Elizabeth George 9. Bright Shiny Morning – James Frey 10. Twenty Wishes – Debbie Ma- comber. New York Times 1. Chasing Harry Winston – Lauren Weisberger 2. Sepulchre – Kate Mosse 3. The Reluctant Fundamentalist – Mohsin Hamid 4. Slam – Nick Hornby 5. The Book Thief – Markus Zu- sak 6. Engleby – Sebastian Faulks 7. On Chesil Beach – Ian McEwan 8. Devil May Care – Sebastian Faulks 9. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 10. Excellent Women – Barbara Pym, et al. Waterstone’s 1. Judas Strain – James Rollins 2. Chameleon’s Shadow – Minette Walters 3. Ghost – Robert Harris 4. Until It’s Over – Nicci French 5. Step on a Crack – James Pat- terson 6. Beyond Reach – Karin Slaug- hter 7. Third Degree – Greg Iles 8. Blaze – Stephen King 9.Sleeping Doll – Jeffrey Deaver 10. After Dark – Haruki Mura- kami Eymundsson Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is VÆNTANLEGA andmæla fáir því að innrás Bandaríkjamanna og með- reiðarsveina þeirra í Írak fyrir rúm- um fimm árum hafi verið óttalegt klúður. Ekki er bara að innrásin var á fölskum forsendum, ef marka má þær ástæður sem gefnar voru upp, heldur var framkvæmdin öll í slíkum molum að menn eru enn að hissa sig yfir því. Allargar bækur hafa komið út sem segja söguna af því hve Bandaríkjamönnum voru mislagðar hendur við endurreisn og -skipu- lagningu í Írak, en sú sem hér er gerð að umtalsefni, Imperial Life in the Emerald City eftir Rajiv Chandrasekaran, er alla jafna talin besta bókin um þá geggjuðu tíma sem fylgdu í kjölfar innrásarinnar. Saga herstjórnarinnar Rajiv Chandrasekaran þekkir vel til í Bagdad enda var hann yfir útibúi Washington Post þar í borg. Hann takmarkar frásögn sína við sögu herstjórnarinnar, fyrst sem ORHA undir stjórn herforingjans Jay Garner og stofnað í janúar 2003, og síðan sem CPA, sem L. Paul Bre- mer III. stýrði frá maí 2003 til júní 2004 og fékk fyrir frelsisorðuna am- erísku er hann sneri heim. Segja má að allir sótraftar hafi verið dregnir á sjó í kjölfar innrás- arinnar og Bremer æðstur aula. Sagan sem Chandrasekaran rekur er í senn bráðfyndin í súrrealískum frásögnum af framferði mannanna sem áttu að breyta Írak í nútímalegt vestrænt lýðræðisríki á nokkrum mánuðum, og um leið sorgleg því heimska hernámsliðsins bitnaði fyrst og síðast á þeim tugþúsundum Íraka sem eiga um sárt að binda. Eins og heiti bókarinnar ber með sér áttuðu menn innan hernámsliðs- ins sig fljótlega á því hve fáránlega Bandaríkjamenn komu sér fyrir á svonefndu Grænu svæði í Bagdad, hreiðruðu um sig á svæði sem harð- stjórinn Saddam Hussein hafði helg- að sér með höllum og háum veggj- um, en Emerald City, Smaragðs- borg, er heiti borgarinnar þar sem galdrakarlinn í Oz bjó. Hvað tilvísun í keisaralega háttu varðar þá á það við um Bremer og hans hyski, en í frásögn Chandrasekaran má greini- lega sjá að menn voru valdir til starfa í Írak eftir því hve hús- bóndahollir þeir voru George Bush en ekki vegna verðleika sinna sem skýrir að mestu leyti hve allt gekk, og gengur, á afturfótunum. Hugsjóna- og draumóramenn Nú er það svo að þeim sem tóku að sér að endurskapa Írak gekk gott eitt til, þeir vildu að úr rústunum risi nýtt ríki þar sem mannréttindi væru virt og allir nytu frelsis og öryggis. Málið var bara það að þó þeir hafi verið hugsjónamenn voru þeir líka draumóramenn sem þekktu svo lítið til umheimsins að ríflega helmingur þeirra fékk vegabréf í fyrsta sinn þegar þeir héldu til Bagdad. Gott dæmi um það var sá sem sendur var til að taka við heilbrigðisráðuneyti Íraks og lagði höfuðáherslu á fyrir- byggjandi aðgerðir eins og baráttu gegn reykingum á sama tíma og fólk lést á sjúkrahúsum í Bagdad vegna lyfja- og rafmagnsskorts. Forvitnilegar bækur: Bandaríkjamenn og klúðrið í Írak Lífið í Smaragðsborg Páfadómur Á „Græna svæðinu“ í Bagdad eru Bandaríkjamenn að byggja stærsta og dýrasta sendiráð sögunnar sem er á stærð við Vatíkanið og mun kosta tugi milljarða króna. SÝND Í ÁLFABAKKA,KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA INDIANA JONES 4 kl. 5:30D - 8D - 10:40D B.i. 12 ára DIGITAL INDIANA JONES 4 kl. 5:30 - 8 - 10:40 LÚXUS VIP LOVE IN THE TIME OF CHOLERA kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 7 ára NEVER BACK DOWN kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára NIM'S ISLAND kl. 5:30 LEYFÐ IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára DRILLBIT TAYLOR kl. 5:30 B.i.10 ára IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 B.i.16 ára THE HUNTING PARTY kl. 10:40 B.i.12 ára INDIANA JONES 4 kl. 6:30D - 9D - 10D B.i. 12 ára DIGITAL NEVER BACK DOWN kl. 11:30 B.i. 14 ára NIM'S ISLAND kl. 6 - 8 LEYFÐ U2 3D kl. 11:403D LEYFÐ 3D DIGITAL IRON MAN kl. 6:30 - 9 B.i. 12 ára SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA eeee S.V. - MBL eeee L.I.B. Fréttablaðið SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA Viðskiptavinir, sem greiða með korti frá SPRON, fá 2 FYRIR 1 á myndina í dag, mið. 28.maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.