Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 41 Myndlist er í aðalhutverki áListahátíð í ár og það ættií rauninni að þýða að nú sé hátíðin sérstaklega opin og að- gengileg almenningi. Söfnin eru hætt að rukka aðgangseyri af gest- um og flestar sýningarnar er hægt að heimsækja hvenær sem er á rúmum opnunartíma. Hvorki pen- inga- né tímaskortur ætti þar með að standa í vegi fyrir því að fólk njóti Listahátíðar í ár.    En áhugi á samtímamyndlistvirðist bundinn við frekar þröngan hóp, að minnsta kosti sjást alltaf sömu kunnuglegu andlitin á sýningum. Um leið heyrir maður kvartað undan því að myndlist sé torskilin og sumir segjast hafa á til- finningunni að myndlistamenn séu einfaldlega að plata áhorfendur. Það tengist því að einhverra hluta vegna er hefð fyrir því að setja sig í afskaplega hátíðlegar stellingar gagnvart myndlist. Fólk sem hikar ekki við að segja skoðun sína á lagi, kvikmynd eða bók verður orðlaust og vandræðalegt á myndlistarsýn- ingum og veit ekki hvað það á að halda. Í stað þess að treysta eigin skynfærum og eðlisávísun eins og þegar um aðrar listgreinar er að ræða þá grípur um sig ótti um að segja eitthvað vitlaust.    Ég hef oft gengið inn á myndlist-arsýningar og skilið hvorki upp né niður í því sem þar er til sýn- is, en það kemur sem betur fer líka fyrir að ég sé þar eitthvað mjög áhrifamikið. Stundum er það fyrst og fremst sjónræn upplifun, lista- verk sem einfaldlega eru tilkomu- mikil að sjá, en oft nær listamaður- inn að segja manni eitthvað nýtt eða eitthvað gamalt á nýjan hátt. Skemmtilegast er þegar listaverk hafa mörg lög, maður byrjar á því að hrífast af því sem maður sér og eftir því sem maður horfir lengur finnur maður fleira sem vekur áhuga og spurningar.    Mörg verkin á Listahátíð erueinmitt þannig að það er al- veg óþarfi að leggjast í djúpar heimspekilegar hugleiðingar til þess að hafa gaman af þeim. Þó að listamennirnir sem bjuggu til „Atl- antis“ hafi með því viljað minna á það hvað mannfólkið er berskjald- að gagnvart náttúruhamförum, er ekki að sjá að það veki neinn sér- stakan óhug í brjósti áhorfenda. Þvert á móti þá benda þeir hrifnir út í Tjörn á þetta fallega hús og einn heyrði ég furða sig á því að maðurinn sem lagði bílnum sínum á sama stað í Tjörninni í vetur hafi ekki notið sannmælis fyrir þann gjörning. Á Listasafni Íslands er hægt að villast í völundarhúsi þar sem ljós og hljóð rugla mann í rím- inu og leggja sig á eftir í hengirúmi úr keðjum og leðri. Eflaust eru líka margslungnar hugmyndir á bak við þessi verk, en þau standa alveg sjálf án útskýringa.    Eitt ráð hefur þó sjaldan brugð-ist til þess að lokka fólk á myndlistarsýningar, eins og ég komst að um daginn þegar ég gekk á milli nokkurra staða þar sem sýn- ingar voru að hefjast. Ég leit inn í eitt galleríið og þar stóð á miðju gólfi alveg hreint stórfínt listaverk, en ekki nokkur sála sjáanleg í saln- um. Það heyrðist eitthvert skvaldur berast úr kjallaranum og þegar ég gáði niður kom ástæðan fyrir eyði- legum sýningarsalnum í ljós. Bjór- kælirinn var nefnilega niðri og þar var fullt út úr dyrum. Myndlist fyrir alla AF LISTUM Gunnhildur Finnsdóttir » Í stað þess að treystaeigin skynfærum og eðlisávísun eins og þeg- ar um aðrar listgreinar er að ræða þá grípur um sig ótti um að segja eitt- hvað vitlaust. Morgunblaðið/G.Rúnar Keðjur og leður Verk Monicu Bonvicini á samsýningunni List mót byggingarlist í Listasafni Íslands. gunnhildur@mbl.is POPPARINN Michael Jackson mætti til bar- dagakeppni um helgina í hjóla- stól. Jackson var þó ekki mættur til að keppa held- ur fylgjast með, en keppnin er kölluð Ultimate Fighting Championship og var hald- in í Las Vegas. Jackson reyndi að fara huldu höfði, með frakka vafðan um sig og andlitið og sólgleraugu en þó báru menn kennsl á hann. Keppn- in var haldin í MGM Grand-hótelinu og fylgdist Jackson með Tito Ortiz, unnusta klámstjörnunnar fyrrver- andi Jennu Jameson, tapa fyrir Lyoto Machida. Í Ultimate Fighting Championship reyna menn með sér og beita ólíkum bardagaaðferðum eða sjálfsvarnarlistum. Að keppni lokinni sótti Jackson fimmtugsafmælisteiti hönnuðarins Christian Audigier og hélt stutta ræðu honum til heiðurs. Jackson sagði Audigier konung tískunnar, hvorki meira né minna. Af öðrum frægum í boðinu má nefna Pamelu Anderson og Britney Spears. Jackson í hjólastól Michael Jackson BRESKA söng- konan Lily Allen er farin að drekka alltof mikið áfengi, að sögn vina henn- ar. Allen sást nokkrum sinnum á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes dauðadrukkin og munaði litlu að hún yrði lögð inn á sjúkrahús eftir gleðskap þar í bæ, teiti sem haldin var í tilefni sýn- ingar kvikmyndarinnar How To Lose Friends And Alienate People. Allen er 23 ára gömul. Faðir hennar Keith þurfti að kalla til öryggisverði hótelsins sem teitin var haldin á til að koma henni til herbergis síns. Vinir Allen munu hafa hvatt hana til að leita sér hjálp- ar við áfengissýki. Þeir telja ástæðu ofdrykkjunnar þá að hún missti fóstur í janúar sl. og skildi við unn- usta sinn Ed Simons úr Chemical Brothers. Simons mun einnig hafa áhyggjur af sinni fyrrverandi. Talsmaður söngkonunnar neitar því að hún sé svo illa haldin, Allen sé í London og líði afskaplega vel. Hún sé í þann mund að hefja upp- tökur á nýrri plötu. Sögð glíma við Bakkus Lily Allen FRÁBÆR BARNA/FJÖLSKYLDUMYND ÞAR SEM HUGLJÚF SAGA, FALLEGT UMHVERFI OG ÆÐISLEGA FYNDIN DÝR KOMA VIÐ SÖGU. ÞEGAR UNG STÚLKA SÉR AÐ SJÓRÆNINGAR HYGGJAST RÁÐAST Á UPPÁHALDS EYJUNA HENNAR HYGGST HÚN VERJA HANA MEÐ AÐSTOÐ DÝRAVINA SINNA: SÆLJÓNINU, STORKINUMOG HINNI ÞRÆLSKEMMTILEGU EÐLU. INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára DEFINETELY MABY kl. 8 LEYFÐ SHINE A LIGHT kl. 10:30 LEYFÐ ÞEGAR TVEIR MENN VERÐA HRIFNIR AF SÖMU STÚLKUNNI VIRÐIST EINUNGIS EIN LAUSN VERA Í SJÓNMÁLI... BERJAST. / SELFOSSI INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára MADE OF HONOUR kl. 8 LEYFÐ THE HUNTING PARTY kl. 10:10 B.i. 12 ára / AKUREYRI / KEFLAVÍK FRÁBÆR RÓMANTÍSK ÖRLAGASAGA TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA Rowald Harewood Mike Newell fyrir „The Pianist“ í leikstjórn „Four weddings and a funeral“ „Donnie Brasco“ „Harry Potter“ eftir SÝND Í ÁLFABAKKA „ ÁSTIN Á TÍMUM KÓLERUNNAR“ Stórvirki óskarsverðlaumahafans Gabriel Garcia Marquez ÁLFABAKKI SÝND Á SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Á SELFOSSI NEVER BACK DOWN kl. 8 B.i. 14 ára NIM'S ISLAND kl. 8 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI MYND SEM ENGIN O.C. OG/EÐA MIXED MARTIAL ARTS AÐDÁANDI ÆTTI AÐ LÁTA FRAM HJÁ SÉR FARA. MÖGNUÐ SKEMMTUN! CAM G. ÚR THE O.C ER TILNEFNDUR TIL MTV VERÐLAUNANA FYRIR BESTA SLÁGSMÁLATRIÐIÐ ÁRIÐ 2008. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI eee - S.V., MBL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI „ATH SÉRSTAKT LEYNIATRIÐI ER AÐ MYND LOKINNI“ eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL eee ROLLING STONE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.