Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurð- ardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is NÝIR fréttastjórar hafa verið ráðnir á fréttadeild Morgunblaðs- ins, þau Sunna Ósk Logadóttir og Egill Ólafsson. Þá hafa verið ráðn- ir tveir nýir umsjónarmenn íþróttafrétta, Sigurður Elvar Þór- ólfsson og Víðir Sigurðsson. Breytingar á fréttastjórn á blaðinu munu taka gildi í næstu viku er Ólafur Þ. Stephensen tek- ur við starfi ritstjóra af Styrmi Gunnarssyni. Núverandi fréttaritstjóri, Björn Vignir Sigurpálsson, hafði fyrir alllöngu óskað eftir því að færast úr starfi fréttaritstjóra um svipað leyti og Styrmir Gunnarsson léti af starfi ritstjóra. Björn Vignir mun taka að sér verkefni við þró- un og breytingar á fréttavefnum mbl.is. Þá hafa Sigtryggur Sigtryggs- son og Ágúst Ingi Jónsson óskað eftir að láta af starfi fréttastjóra á fréttadeildinni. Þeir munu færast í starf fulltrúa ritstjóra og starfa áfram á fréttadeildinni við skrif og vaktstjórn. Sigmundur Ó. Steinarsson, sem verið hefur fréttastjóri íþrótta undanfarin ár, hefur látið af störf- um hjá Morgunblaðinu og eru honum þökkuð góð störf í þágu blaðsins. Breytingar á fréttastjórn á Morgunblaðinu Ágúst Ingi Jónsson Björn Vignir Sigurpálsson Sigurður Elvar Þórólfsson Sigmundur Ó. Steinarsson Sigtryggur Sigtryggsson Sunna Ósk Logadóttir Víðir Sigurðsson Egill Ólafsson ÍSLENSKU bankarnir eiga að biðjast afsökunar á að hafa farið offari og vinna með stjórnvöldum og atvinnulífi að því að lágmarka skaðann sem fjármálakreppan hér á landi leiðir af sér. Þetta kom fram í máli Guðna Ágústssonar, formanns Framsókn- arflokksins, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi. Guðni sagði fjármálakreppuna eiga sér bæði rót í alþjóðlegri þróun og í því að íslensku bankarnir hefðu farið of- fari. „Frelsið, einkavæðingin, gerði það að verkum að ungir menn slettu úr klaufunum eins og feitir kálfar að vori. Þeir höfðu aðgang að mjög ódýru lánsfé erlendis. Þeir dreifðu silfrinu óvarlega og súpa nú flestir seyðið af því,“ sagði Guðni og taldi óhefta mark- aðshyggju og græðgi vera að renna sitt skeið. Sjálfstæðisflokk- urinn væri haltur og Samfylkingin hefði svikið íslenska alþýðu. „Sam- fylkingin nefnir sjaldan láglauna- stéttirnar, verkakonuna, sjómann- inn og bóndann. Samfylkingin vill vera og er flokkur hinnar mennt- uðu elítu.“ Guðni var ómyrkur í máli hvað efnahagsmál varðar og sagði gjaldþrot í atvinnulífi og vaxandi atvinnuleysi blasa við. „Stjórn sem fær falleinkunn í fjármálastjórn væri leyst frá störfum í hvaða hlutafélagi sem er á aðalfundi,“ sagði Guðni og kall- aði ríkisstjórnina stjórn hinna sof- andi afla. Bankarnir biðjist afsökunar Samfylkingin hefur svikið alþýðuna, segir Guðni Ágústsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Læti í bönkum Fjármálakreppuna hérlendis má bæði rekja til alþjóðlegrar þróunar og þess að bankar hér hafa farið offari, sagði Guðni Ágústsson. STUÐNINGSMENN landsliða Íslands og Wales brugðu á leik í gærkveldi og hittuðu upp fyrir landsleik þjóðanna í kvöld með því að etja kappi á gervigrasinu í Laugardal. Engum sögum fer af úrslitum leiksins, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þótti hann með afbrigðum drengilega leikinn. Hvort það er fyrirboði um það sem koma skal í vináttuleiknum í kvöld skal ósagt látið, en leikurinn hefst í Laugardalnum kl. 19.35. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuðningsmennirnir brugðu á leik SEX ára gömul stúlka liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítal- ans í Fossvogi eftir að hafa hlotið al- varlega höfuðáverka við veltu sex- hjóls sem hún og móðir hennar voru á í gær. Slysið átti sér stað í Reynishverfi skammt frá Vík í Mýrdal um hádeg- isbil. Að sögn lögreglu voru mæðg- urnar á leið niður vegslóða þegar hjólið fór út af slóðanum og valt nið- ur bratta brekku. Móðirin var með bakáverka en gat látið vita um slysið og var brugðið skjótt við. Þegar var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæsl- unnar og voru mæðgurnar fluttar með sjúkrabíl á Hvolsvöll þar sem þyrlan kom að um svipað leyti, en þyrlan lenti síðan við Landspítalann um klukkan 15. Fyrir liggur að stúlkan var með hjálm. Ung stúlka þungt haldin Mæðgur slösuðust þegar sexhjól valt KAUPMÁTTUR launa hefur að meðaltali minnkað um 3,2% á síð- ustu tólf mánuðum, ef borin er sam- an þróun vísitölu neysluverðs ann- ars vegar og vísitölu launa hins vegar, að því er fram kemur á vef Alþýðusambands Íslands. Þegar vísitala neysluverðs er skoðuð síðustu tólf mánuði fram í apríl kemur í ljós að hún hefur hækkað um 11,8%. Á sama tíma hefur vísitala launa hækkað um 8,2% og það þýðir að kaupmáttur launa hefur rýrnað að meðaltali um 3,2% á tímabilinu. „Þetta er talsvert áhyggjuefni þar sem heimilin í landinu hafa safnað upp miklum skuldum síðustu ár og eiga mörg hver á hættu að lenda í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum ef tekjur dragast saman.“ Kaupmáttur hefur rýrnað um 3,2% MIKILL meirihluti aðildarfélaga Bandalags háskólamanna ákvað á fundi sínum í gær að fylgjast að í því sem eftir er af viðræðum um nýja kjarasamn- inga, en félögin hafa fundað hvert um sig með samn- inganefnd rík- isins til þessa. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, sagði að sest yrði yfir það strax í dag að sam- ræma áherslurnar, en eftir sem áð- ur væri samningsumboðið hjá hverju aðildarfélagi fyrir sig. Guðlaug sagði að það væri verið að ræða um stuttan samningstíma og því væru atriðin færri en ella sem þyrfti að útfæra og þegar grannt væri skoðað hefðu áhersl- urnar hjá félögunum verið líkar. Þá hefði verið búið að undirbúa að BHM færi fram með sameiginleg réttindamál í nafni félaganna. | 8 Fylgjast að í viðræðum Guðlaug Kristjánsdóttir GREINT verður frá stofnun nýs samstarfssjóðs stjórnvalda og atvinnulífs í dag, að því er fram kom í máli Öss- urar Skarphéð- inssonar iðn- aðarráðherra í eldhúsdags- umræðum á Al- þingi í gær. Samstarfssjóðnum verður ætlað að ýta undir fjárfest- ingar í sprota- og nýsköpunarfyr- irtækjum og Össur sagði að 4,6 milljörðum yrði ráðstafað til hans. 4,6 milljarðar í samstarfssjóð Össur Skarphéðinsson ÞRIGGJA bíla árekstur varð á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar um kl. hálffjögur í gær. Þrír menn voru í bílunum og voru þeir fluttir á slysadeild en reyndust ekki alvarlega slasaðir. Að sögn lögreglu virðist sem ökumaður á leið austur Miklubraut hafi verið í annarlegu ástandi og ekið yfir á móti rauðu ljósi, en hann ók á hina tvo bílana sem óku norður Háaleitisbraut. Um klukkutíma um- ferðartöf varð á gatnamótunum vegna árekstursins. Þriggja bíla árekstur DÍLASKARFSUNGAR glenntu upp ginið mót ljósmyndaranum þegar hann heimsótti hreiður þeirra í Kirkjuskeri, rétt hjá Skáleyjum á Breiðafirði. Hreiðrið er mikill hraukur úr þangi og ýmsu sjáv- arfangi. Við hreiðrið mátti sjá ýms- ar leifar af kröbbum og öðru sem líklega hafa satt svanga munnana. Ungarnir hafa væntanlega talið að hinn óboðni gestur væri að færa þeim mat þegar hann rétti höndina í átt að hreiðrinu. Skarfar verpa ekki allir á sama tíma og í sumum skarfshreiðrum í Kirkjuskerinu voru egg og í öðrum nýklaktir ungar og svo þessir sem voru stálpaðastir. Sísvangir skarf- ar og stækka ört Ljósmynd/Sigurður Ægisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.