Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 36
Dylan býr yfir tak- markaðri blásturs- tækni, en bætir það upp með innlifun og næmi … 43 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ ætlum að breyta staðnum úr þeirri teknóbúllu sem hann var orð- inn, sóðalegur og illa farinn. Í stað- inn ætlum við að létta hann upp, vera með góðan og traustan mat á mjög góðu verði. Þá ætlum við líka að vera með léttari tónlist, þannig að það verði bara gott partí inni á staðnum,“ segir Gunnar Már Þráins- son, veitingamaður á skemmti- og veitingastaðnum 22 sem verður opn- aður á föstudaginn. Staðurinn er til húsa á Laugavegi 22 í Reykjavík, á sama stað og hinn upprunalegi 22 var á árum áður. Undanfarin ár hef- ur veitinga- og skemmtistaðurinn Barinn hins vegar verið rekinn í hús- inu. Gunnar segir að 22 muni koma til móts við viðskiptavini sína í þeirri kreppu sem nú stendur yfir. „Við ætlum ekki að hafa hátt verð á mat og drykk, dýrasti rétturinn verður til dæmis á 1.290 kr. Svo verður hægt að fá léttvínsflösku á 2.300, en 2.100 með mat. Loks verður hálfur lítri af bjór á 600 kr.,“ segir Gunnar og bætir því við að líkt og venjulega þegar skipt er um nafn á skemmti- stað hafi verið lappað upp á útlit hans. „Það er náttúrulega búið að taka allt húsið í gegn, bæði að innan og utan. Hann verður áfram á þremur hæðum og með sumrinu ætlum við til dæmis að opna kokteilbar á þriðju hæðinni.“ Margir muna eflaust eftir tón- leikastaðnum 22, en þar stigu marg- ar hljómsveitir sín fyrstu skref. Gunnar segir vel hugsanlegt að ein- hverjir tónleikar verði haldnir á nýja staðnum. „Það er ekki búið að ákveða neitt hvað það varðar, en við erum til- búnir til að skoða allt,“ segir hann. „Markmið okkar er annars að höfða til sem allra flestra, þú þarft ekki að vera einhver ákveðinn kar- akter til að passa þarna inn.“ Þess má loks geta að Gunnar er enginn nýgræðingur í bransanum, en hann hefur áður rekið staði á borð við Vegamót, Oliver og Barinn. 22 opnaður að nýju Morgunblaðið/G.Rúnar Barinn að baki Gunnar og Íris Dögg Konráðsdóttir, sem er eigandi stað- arins ásamt þeim Páli Gunnari Ragnarssyni og Elmari Erni Guðmundssyni. Þá er Aghata Ýr Gunnarsdóttir rekstrarstjóri 22. Hinn fornfrægi skemmtistaður endurreistur við Laugaveg 22  Almennt er góður rómur gerður að tón- leikum Bobs Dyl- an sem fram fóru í nýju Laug- ardalshöllinni á mánudag. Kallinn var að vísu við sama heygarðshornið og síðast þegar hann sótti landið heim; leyfði engar myndatökur í húsinu og bak- dyramegin var ljósmyndurum gert ljóst að enginn kæmist upp með að mynda Dylan eftir tónleikana. Hins vegar stóð Dylan við gerða samn- inga, stökk á svið á slaginu átta og spilaði í meira en eina og hálfa klukkustund. Hljómburður nýju Hallarinnar þótti nokkuð góður. Desíbelin voru að vísu ekki ýkja mörg þetta kvöldið en þeir sem sáu um að koma upp hljóðkerfinu fyrir tónleikana, voru sammála um að húsið væri langtum þægilegra en önnur hér á höfuðborgarsvæðinu – enda var gert ráð fyrir því við byggingu að í húsinu yrðu haldnir stórtónleikar. Hljómburður Austur- hallarinnar góður  Á hinn bóginn kvörtuðu all- nokkrir yfir því hversu lágt sviðið hefði verið í Austurhöllinni og þeg- ar leið á tónleikana voru margir hverjir búnir að gefast upp á því að standa stöðugt á táberginu og sest- ir á gólfið. Þó er ekki við tónleika- haldara að sakast því Dylan hafði krafist þess að sviðið yrði ekki hærra en 1,50 m sem er vel að merkja 10 sentímetrum hærra en svið gömlu Laugardalshallarinnar. Sömu sögu er að segja um sýning- artjöldin sem alla jafna má finna sitthvorum megin við sviðið en Dyl- an hafði lagt blátt bann við slíkum tjöldum. Það liggur við að maður spyrji sig hvað svona tónlist- armönnum gangi eiginlega til? Dylan samur við sig Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞRÁTT fyrir ungan aldur leikur ET Tumason, eða Elliði Tumason eins og hann heitir réttu nafni, hráan deltablús í anda Robert Johnson og fleiri meistara. Röð tilviljana olli því að Newcombe var ráðinn til að taka upp plötuna, en nafn hans varð nokkuð þekkt eftir að hin lofaða heimildarmynd Dig! kom út, en þar er rimmu hljómsveitar hans, The Brian Jon- estown Massacre og hinnar öllu þekktari The Dandy Warhols lýst á eftirminnilegan hátt. Newcombe kallar ekki allt ömmu sína í rokk- fræðunum en hann varð Íslendingum að góðu kunnur þegar mikil vinátta tókst með honum og rokksveitinni Singapore Sling og hefur hann dvalið langdvölum hér, auk þess sem hann á hér góða vini. Nú um stundir býr hann í Berlín og leigir íbúð með einum af eigendum barsins 8MM, sem er mikill Íslendingabar en einn af fastakúnnunum þar er vinur vor Elliði. 8MM er einnig plötuútgáfa og gaf út stutt- skífu, tónleikaplötu með Elliða í fyrra og hef- ur einnig gefið út safnplötu með Singapore Sling. Stóð sína plikt „Olli (annar eigandi 8MM) nefndi það við hann hvort hann vildi ekki taka mig upp,“ seg- ir Elliði. „Hann var til í það og var víst frekar spenntur. Ég hef spilað mikið á „Áttunni“ í gegnum tíðina og þetta bara gerðist einhvern veginn.“ Elliði segir að þetta sé önnur tilraun við að taka upp þessa plötu. „Fyrstu upptökurnar voru stífar og þving- aðar. Ég var að hjakka á sama laginu aftur og aftur og það eyðileggur alveg það sem ég stend fyrir. Þessi plata var tekin upp „live“ en í einöngruðu umhverfi. Mér gengur best þegar ég keyri bara í gegn og þó að ég geri einhver smávægileg mistök þá held ég bara áfram og pæli ekkert í því. Smávægileg mistök eru ekki það mikilvæg og kannski bara örlítið sjarm- erandi. Fullkomnunarstefnan í tónlist í dag er óþolandi.“ Newcombe stóð sína plikt með sóma en brugðið getur til beggja vona þegar slíkt ólík- indatól á í hlut. „Það veitti mér innblástur að hafa hann þarna. Hann er alltaf með hug- myndir. Fullt af hugmyndum. En stundum þurfti ég að sía aðeins út. Hann er nú eins og hann er. En andinn á plötunni er mjög frjáls. Við keyrðum bara allt í gegn, tókum stutta pásu, og keyrðum svo aftur í gegn. Við tók- um upp í stofunni hjá þeim félögum og hljóm- urinn þar er frábær. Með mér spiluðu dansk- ir félagar mínir, þeir Peder Vind og Karsten Garner, á munnhörpu og trommur.“ Platan kemur út annaðhvort seint í sumar eða snemma í haust, undir merkjum 8MM Music og verður dreift um alla Evrópu og verður auk þess fáanleg á ýmsum vefmiðlum. Mannleg mistök ET Tumason, ungt söngvaskáld með rætur í Berlín og Kaupmannahöfn, vann fyrstu breiðskífu sína með leiðtoga The Brian Jonestown Massacre Í hljóðverinu Elliði Tumason við upptökur í Berlín. Anton Newcombe er sá í lopapeysunni. Morgunblaðið/Eyþór Anton Newcombe Eitt laganna á nýjustu plötu hans ber íslenskt nafn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.