Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Prúðbúið Alþingi Þingstörf gærdagsins voru með óhefðbundnu sniði enda hinn árlegi eldhúsdagur. Venjulega er enginn þingfundur á þeim degi en þar sem mörg mál liggja fyrir og áætluð þing- frestun er á morgun var fundað milli 10 og 14. Að því loknu hófu starfs- menn Ríkissjónvarpsins að koma tækjabúnaði vegna beinnar útsend- ingar fyrir og þegar kvöldið nálgaðist mættu förðunarfræðingar á staðinn til að ræðumenn kvöldsins litu enn betur út í beinni útsendingu. Engin eftirlaun? Enn er óljóst um afdrif nokkurra mála sem mikið hafa verið í umræðunni. Ljóst er að eftirlaunafrumvarp Val- gerðar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, verður ekki að lögum að sinni og enn er beðið eftir upplýsingum frá stjórnarflokkunum um þeirra tillögur til breytinga á eft- irlaunalögum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru litlar líkur á að frumvarp komi fram fyrir þingfrestun en að „málið verði sett í farveg“. Matvæli bíða til hausts Hið umdeilda matvælafrumvarp, sem byggist á Evrópusambandslöggjöf, verður líklega ekki að lögum fyrir þing- frestun en það er enn til meðferðar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Haft var eftir Einari K. Guðfinnssyni landbúnaðarráðherra í Bændablaðinu í gær að frumvarpinu yrði frestað til haustsins. Bændasamtökin hafa óskað eftir þeim fresti til að fara yfir álitaefni og boðið er að stjórnarand- staðan myndi leggjast harðlega gegn því að frum- varpið yrði að lög- um nú á loka- sprettinum, sem gæti sett þingfrestunaráform í uppnám. Einar vildi í gærkvöldi ekki staðfesta frétt Bændablaðsins. Hún og hún Prestar og aðrir trúarleiðtogar munu brátt geta gefið saman samkyn- hneigða kjósi þeir svo en þeim ber þó ekki til þess skylda. Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp forsætisráðherra um þetta í gær en að sögn Birgis Ár- mannssonar, formanns nefndarinnar, er samstaða um að stíga það skref sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Hins vegar hafi sumir nefndarmenn viljað ganga enn lengra og skrifi því undir álitið með fyrirvara. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10 í dag en þá ætla Helgi Hjörvar og Björn Bjarna- son að ræða símahleranir utan dag- skrár. Birgir Ármannsson Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ERFIÐLEIKAR sem hafa steðjað að þjóðinni á liðnum vetri munu víkja til hliðar fyrir betri tíð áður en langt um líður. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í eldhús- dagsumræðum á Alþingi í gær en efnahagsmál voru fyrirferðarmikil í umræðunum. „Íslenska þjóðin hefur áður staðið frammi fyrir ytri áföllum og jafnan staðið þau af sér. Það munum við einnig gera núna,“ sagði Geir en í máli hans kom fram að óhjákvæmilega mundi hægja á hjól- um íslensks efnahagslífs á næstunni. „Markmið ríkisstjórnarinnar er að leita leiða til þess að sú efnahags- lega aðlögun, sem nú er hafin gerist án þess að samdráttur verði veru- legur og samhliða tryggja sem best atvinnu í landinu,“ sagði Geir og áréttaði mikilvægi samstilltra að- gerða. Stjórnvöld í afneitun Eins og við er að búast voru lýs- ingar stjórnarandstæðinga öllu svartari en stjórnarliða. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði ríkisstjórnina sveitta við að passa upp á gullrassinn á auð- mannastéttinni og að bæði stjórn- völd og efnafólk væri í afneitun. Verkalýðshreyfingunni væri ætlað að ganga á undan með góðu fordæmi í átt að þjóðarsátt en að ekkert ból- aði á þátttöku yfirstéttarinnar. „Ráðherrar ríghalda í forréttindi sín og auðmennirnir hafa meiri áhyggj- ur af sportbílunum og þotunum en samborgurum sínum í þjóðfélaginu.“ Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, átaldi stjórnvöld líka fyrir að hafa ekki brugðist við aðvörunum um að blik- ur væru á lofti í efnahagslífinu. „Sjaldan hefur þjóðin horft upp á jafn ósamstiga stjórn. Þau eru þegar orðin fjölmörg málin sem stjórnar- flokkarnir eru ekki sammála um, og málum fjölgar. Spyrja má hversu lengi ríkisstjórnin þoli innbyrðis ósætti á erfiðum tímum, þegar þjóð- in þarf á styrkri stjórn að halda,“ sagði Guðjón en Össur Skarphéð- insson, iðnaðarráðherra, sagði stjórnarsamstarfið hins vegar hafa gengið vonum framar og að forystu- menn ríkisstjórnarinnar hefðu sýnt styrk í efnahagserfiðleikunum. Bráðlega kemur betri tíð Passa upp á gull- rass auðmanna, segir Ögmundur Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldhúsdagur Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gærkvöld og þingfrestun er áætluð á morgun. SAMSTAÐA er um frumvarp um lántöku ríkissjóðs en samkvæmt því getur fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tekið lán fyrir allt að 500 milljörðum króna á þessu ári. Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra mælti fyrir frumvarp- inu í gær og sagði ekki liggja fyrir hvenær lán yrði tekið eða hversu mikið yrði tekið í innlendri mynt annars vegar og erlendri mynt hins vegar. Stjórnarandstöðuflokkarnir voru almennt jákvæðir hvað frumvarpið varðar en átöldu stjórnvöld þó fyrir hagstjórnarmistök og seinagang í viðbrögðum við efnahagsvandanum. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði mis- tökin í hagstjórn nú vera að koma ríkisstjórninni í koll en að þessi mikla lántaka væri „herkostnaður- inn af stóriðju-, skattalækkunar- og útrásarveisluhöldum undanfarinna ára“. Dýrt væri að borga fyrir hagstjórnarmistök stjórnvalda og reikingurinn færi til skuldsettra heimila, fjölskyldna og hins al- menna atvinnulífs. Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokks, sagði frumvarpið vera jákvætt skref þó að óneitanlega hefði verið betra að farið hefði verið fyrr í aðgerðir sem þessar. „Mikil verðbólga og frost á húsnæðismarkaði hefur alvarlegar afleiðingar fyrir kjör fólksins í landi. Það er því ljóst að ríkis- stjórnin verður að taka á málum með ábyrgum hætti,“ sagði Val- gerður og Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður Frjálslyndra, árétt- aði að varað hefði verið við því efnahagsástandi sem nú er þegar ljóst var í hvað stefndi en að rík- isstjórnin hefði ekki tekið við sér. Samstaða um lántöku Herkostnaðurinn af stóriðju-, skattalækkunar- og útrás- arveisluhöldum undanfarinna ára, segir Steingrímur J. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Allir með Stjórnarandstaðan átelur stjórnvöld fyrir seinagang en styður lántökufrumvarpið. ÞETTA HELST … ÍSLENDINGUM mun fjölga um 24 í þegar Alþingi samþykkir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Í hópnum eru einstaklingar frá 27 löndum frá 10 ára aldri upp til átt- ræðs. Ekki er þó einvörðungu um fólk frá framandi löndum að ræða enda fjórir úr hópnum fæddir á Ís- landi. Ástæðan fyrir því er líkast til sú að eitt sinn var óleyfilegt að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt og þeir sem áttu tvö heimalönd neydd- ust til að velja annað. Fleiri fulltrúar flokka Utanríkismálanefnd hefur lokið umfjöllun sinni um frumvarp um þróunarsamvinnu, en talsvert hefur verið deilt um skipan nýs samstarfs- ráðs um alþjóðlega þróunarsam- vinnu. Stjórn Þróunarsam- vinnustofnunar verður lögð af en af 15 nefndarmönnum í nýja ráðinu átti Alþingi að kjósa fimm. Samstaða náðist um það í utanríkismálanefnd að fjölga þeim í sjö og að láta þann hóp gegna veigameira hlutverki en frumvarpið gerir ráð fyrir. 24 nýir MAGNÚS Þór Hafsteinsson, fyrrverandi formað- ur félagsmálaráðs Akraness, var alfarið á móti því að Akranes tæki á móti flóttafólki í sumar, þegar hugsanlega móttöku flóttamanna bar fyrst á góma í byrjun apríl. Í nýjasta blaði Heimaskaga, málgagni Frjáls- lynda flokksins á Akranesi, er meðal annars grein- argerð Magnúsar Þórs til meirihluta bæjarstjórn- ar Akraness 8. maí vegna hugsanlegrar komu flóttafólks frá Írak til Akraness. Þar segir hann meðal annars að málið hafi ekki verið rætt í nefnd- um bæjarins og kemst að þeirri niðurstöðu að „miðað við skamman aðdraganda, lítið svigrúm til undirbúnings, mikla óvissu í málinu og þær horfur sem nú eru í bæjarfélaginu þá tel ég alls ekki tíma- bært að Akranesbær fallist á að taka á móti flótta- fólki að svo stöddu. Sem formaður félagsmálaráðs treysti ég mér ekki til að mæla með þessu.“ Kemur ekki til greina Í tölvupósti til ráðamanna 6. apríl segir Magnús Þór að í gögnum til bæjarfulltrúa 4. apríl sé m.a. minnisblað um hugsanlega móttöku flóttamanna í haust en engin formleg beiðni hafi borist Akranesbæ um mál- ið. Ekki sé ástæða til að taka málið inn í bæjarstjórn að svo stöddu því það færi „andstæð- ingum okkar vopn í hendur til að berja á okkur.“ Hann segist ekki ætla að beita sér fyrir því að félagsmálaráð bæjarins sendi eitthvað frá sér um málið þó hægt sé að leggja minnisblaðið fram til kynningar í ráðinu. „Annars er afstaða mín í málinu alveg skýr. Ég tel að þetta komi alls ekki til greina. Hér er verið að tala um 60 manns á tveim árum, inn í bæjarfélag þar sem fé- lagsþjónustan er þegar spennt til hins ýtrasta.“ Hann segir að gríðarleg fjölgun hafi orðið á út- lendingum á Akranesi undanfarin misseri og nú séu þeir um 500 manns. „Að ætla síðan að láta sér detta í hug að bæta við 60 manns sem koma úr flóttamannabúðum og hafa upplifað ýmislegt (tal- að hefur verið um fólk frá Palestínu), fólk sem þarf að vera í gjörgæslu félagsmálayfirvalda um ókomna framtíð – er svo galið að ég á vart orð yfir vitleysuna. Þetta þýddi þá að um tíu prósent bæj- arbúa væru útlendingar og þar af væru tíu prósent útlendingan(n)a flóttafólk... Það má færa sterk rök fyrir því að þetta flóttafólk muni ekki hverfa héðan nema að takmörkuðu leyti þar sem við erum svo nálægt Reykjavíkursvæðinu. Ríkið greiðir í raun bara kostnað við móttöku og svo er þetta meira eða minna á okkar herðum.“ Nóg með okkur Og Magnús Þór endar mál sitt á eftirfarandi hátt: „Það er frumskylda okkar sem sveitarfélags að sinna okkar íbú(u)m og þessi skylda er bundin í lög. Ég ætla ekki að horfa framan í það fólk með niðurskurðarhnífinn á lofti um leið og ég flyt inn í bæinn tæplega hundrað flóttamenn með hinni hendinni. Kemur bara ekki til mála. Ef bærinn vill hjálpa flóttafólki þá er miklu nær að styðja samtök eins og kirkjuna eða Rauða krossinn til hjálpar- starfa í flóttamannabúðum í staðinn fyrir að flytja vandamálin hingað. Við höfum nóg með okkur sjálf hér heima.“ „Við höfum nóg með okkur sjálf“ Magnús Þór Hafsteinsson KONUR í Frjálslynda flokknum skora á Ólaf Ragnar Grímsson, for- seta Íslands að neita að undirrita lagafrumvarp um breytingu á lög- um um tekjuskatt þar sem meiri- hluti Alþingis gaf eftir skatta vegna söluhagnaðar lögaðila með aftur- virkum hætti. „Með því að neita að staðfesta lögin gefst þjóðinni tækifæri til að kjósa um frambúðargildi laganna. Lagabreytingin brýtur í bága við almennu jafnræðisregluna í stjórn- arskrá lýðveldisins þar sem felldir eru niður skattar fyrir ákveðinn hóp auðmanna en slík niðurfelling er fordæmislaus í sögu íslensku þjóðarinnar. Forsetinn hefur áður neitað að staðfesta meirihlutavilja þingsins og svarið eið að virða stjórnarskrá lýðveldisins,“ segir í ályktun frá konum í Frjálslynda flokknum. Forseti undir- riti ekki lögin FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.