Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞESSA vikuna stendur bókmennta- hátíðin í Hay yfir í miklu rigningar- veðri, en hún er ein stærsta bók- menntahátíð heims. Hay er lítill bær í Wales og þar eru nú staddir um 80.000 lestrarhestar og rithöfundar á borð við Salman Rushdie, Fay Weldon, Hanif Kureishi og Ian McEwan. Hátíðin er mjög vinsæl til þess að kynna bækur um stjórn- mál og í ár eru þau Cherie Blair, John Prescott og Lord Levy öll mætt til Hay til að auglýsa endur- minningar sínar. Orðspor Hay sem bókabæjar fór fyrst af stað þegar Richard Booth opnaði þar fornbókaverslun árið 1961 og fleiri fylgdu í kjölfarið. Þær eru nú orðnar fleiri en þrjátíu í bæ sem í búa færri en tvöþúsund sálir. Hátíðin sjálf hóf göngu sína árið 1988 og komst á kortið árið eftir þegar skipuleggjendum hennar tókst að telja Arthur Miller á að koma. Bill Clinton á einnig stóran þátt í vinsældum hennar, því hann mætti árið 2001 og kallaði hana „Woodstock fyrir hugann.“ Það hef- ur nú verið gert að opinberu slagorði hátíðarinnar. Það var ekki fjarri lagi hjá Clinton að bera Hay hátíðina saman við tón- listarhátíð, því uppbyggingin er svipuð, rithöfundarnir koma fram í tjöldum sem eru á víð og dreif um hátíðarsvæðið og gestir ganga á milli og hlusta á fyrirlestra og upplestra hjá sínum eftirlætis höfundum. Og rétt eins og á tónlistarhátíðunum eru alltaf einhverjir sem ekki kunna að klæða sig eftir veðri. Blaðamaður Guardian náði tali af einum hátíðar- gesti, Katie Hymas, sem óð leðjuna í gylltum balletskóm. „Ég pakkaði bara þessum, fjólubláum rúskinns- stígvélum og pinnahælum með hlé- barðamynstri,“ sagði Hymas. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað, augljóslega.“ Blautir bókaormar Ian McEwan og Fay Weldon í Hay Ian McEwan Hay Bókum hefur verið komið fyrir víða í velska smábænum. FYRSTU tónleikarnir á hundrað ára afmælishátíð Hafnarfjarðar verða haldnir í Fríkirkjunni í Hafnarfirði ann- að kvöld kl. 21. Kammerhópur- inn Camerarctica leikur Klarinettukvintett Mozarts auk verka eftir samtímamenn hans, þá nafnana Franz Anton Hoffmeister og Franz Krom- mer, í léttklassískum stíl. Hóp- inn skipa að þessu sinni Ár- mann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Martin Frewer fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir og aðgangur er ókeypis. Tónlist Camerarctica í afmælisboði Fríkirkjan í Hafnarfirði LOKATÓNLEIKAR vorannar Djass- klúbbsins Múlans verða annað kvöld á Domo. Þar mun bassaleikarinn Ró- bert Þórhallsson leiða frækinn flokk hljóð- færaleikara, hljómsveitina Svalbarða í magnaðri funk-djass veislu. Róbert þykir einn besti og fjöl- hæfasti bassaleikari okkar og hefur spilað inn á fjölda hljómplatna, í leiksýningum og með mörgum af okkar stærstu nöfnum í dægurlagageiranum. Í bandinu eru Snorri Sigurðarson á trompet, Haukur Gröndal og Steinar Sigurðarson á saxófóna, Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Vignir Þór Stefánsson á hljóm- borð og Ólafur Hólm á trommur. Tónlist Svalbarði lýkur Múlavertíð á Domo Svalbarði SÍÐUSTU háskólatónleika- rnir á þessu vori á Bifröst verða haldnir í dag kl. 17. Þessir tónleikar eru afmæl- isgjöf Félags íslenskra hljóm- listarmanna (FÍH) til Háskól- ans á Bifröst í tilefni af 90 ára afmæli skólans en haldið er upp á afmælið með ýmsum hætti á árinu. Strengjakvar- tett skipaður þeim Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara, Zbigniew Dubik fiðluleikara, Helgu Þórarins- dóttur lágfiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur sellóleikara leikur fjölbreytta tónlist. Tón- leikarnir hefjast klukkan 17, standa í klukku- stund og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Tónlist Tónlistarmenn gefa Bifröst tónleika Sigrún Eðvaldsdóttir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is BÓKAÚTGÁFAN Opna var stofnuð í janúar með þau fyrirheit að gefa út miklar bækur að efni og burðum, stórvirki sem tækjust á við sam- félagið, efldu umræðu og kæmu mál- um á dagskrá og sýndu að bækur ættu enn erindi í umræðu dagsins. Framkvæmdastjóri Opnu er Guð- rún Magnúsdóttir en útgefandi er Sigurður Svavarsson. Bæði eiga þau gríðarmikla reynslu að baki í bóka- útgáfu. Fyrstu bækur Opnu koma út nú í júní. Ferð um himingeiminn er þýdd bók. Höfundur hennar er danski stjörnufræðingurinn Jan Teuber. Myndefni bókarinnar lýsir ótrúlegri og litríkri fegurð landslagsins í buskanum bak við skýin, eða ætti maður að kalla það geimslag? Stjörnuþokur og sólkerfi, einmana reikistjörnur og sindrandi hala- stjörnur; allt ljóslifandi í myndum og máli. Ný ritröð um friðlýst svæði Fyrsta alíslenska bókin heitir Jökulsárgljúfur – Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli, og er eftir Sig- rúnu Helgadóttur líffræðing, sem gjörþekkir svæðið sem þar um ræð- ir. „Þessi bók er sú fyrsta sem við gefum út í röð bóka um friðlýst svæði á Íslandi,“ segir Sigurður. „Þetta er ákaflega fallega skrifuð og persónuleg bók. Sigrún Helgadóttir var í sveit á þessu svæði og síðar fyrsti landvörðurinn þar og hún skrifar af ást á landinu sem skín í gegn til lesandans. Þetta verður heilmikil bók með kortum af svæð- inu með merktum gönguleiðum.“ Stórbrotin listaverkabók Myndlist í þrjátíu þúsund ár er stórvirki sem einnig kemur út í haust, en frumútgáfan er hjá Phai- don-forlaginu á Englandi. Bókin, sem er 1.100 síður, spannar lista- sögu mannsins frá upphafi. „Þetta er gríðarlega mikið verk og meira en að segja það að þýða það og koma því út. Við erum með teymi fólks í því að þýða, og hún kemur út í haust.“ Oft finnst manni lista- sögubækur afgreiða fornöld og list mannsins fyrstu árþúsundin full- snaggaralega, meðan ofurárhersla er á 20. öldina. Þetta er kannski skiljanlegt, en í nýju stóru bókinni er þessu öðruvísi farið. Þar er verk- um raðað stökum í tímaröð, en ekki eftir löndum eða þjóðum. Þess vegna er auðveldara að skoða og bera saman hvers konar list var ver- ið að skapa t.d. í Kína, eða Suður- Ameríku árið 874, svo eitthvert ártal sé valið. Helgi skrifar um jöklana Sigurður hampar annarri bók, sem hann er augljóslega ekki síður hrifinn af. „Þessi hér verður ger- semi, og ég verð að sýna þér hana.“ Fegurð jöklanna er jafnmikil og sú ógn sem af þeim stafar þegar þeir eru í ham. Þeir búa yfir sögu – geta sagt sögu okkar, þegar færustu vís- indamenn laða fram vísdóminn. Helgi Björnsson er höfundur bók- arinnar Jökla á Íslandi og Sigurður segir að jöklarnir séu eini þáttur ís- lenskrar náttúru sem ekki hafi verið gerð vegleg skil á bók. Bókin hlýtur að færa vísindin nær fólkinu, því hún er full af fallegum myndum, skýringamyndum, gervihnatta- myndum og kortum. Það er í það minnsta fróðlegt að sjá hvernig landið er í laginu ef jöklunum væri kippt í burt. Íslenska veðrið er bók sem kemur út í haust og er skrifuð af Trausta Jónssyni veðurfræðingi og Þórði Arasyni jarðeðlisfræðingi. „Það sem verður skemmtilegt í þessari bók er að við notum ljósmyndir í óvenju ríkulegum mæli. Við fengum Ragn- ar Th. Sigurðsson ljósmyndara til liðs við höfundana. Hann hefur setið fyrir veðri og myndað það mark- visst.“ Þá er það bókin Þingvallavatn, sem fékk Íslensku bókmenntaverð- launin 2002. Við ætlum að gefa hana út á ensku, því hún verður vegabréf þessa staðar í viðleitni manna við að koma Þingvöllum á heimsminjaskrá. Grundvallarrit um loftslagsmál Síðasta bókin sem Sigurður sýnir mér er mikið rit um loftslag jarðar. „Ég bind vonir við að hún verði grundvallarrit um loftslagsmál hér á landi, en það er Ingibjörg Elsa Björnsdóttir umhverfissérfræðingur sem þýðir hana. Þessi bók er líka þess eðlis að opna vísindin fyrir al- menningi. Sérstakur kafli verður í bókinni um stöðu þessara mála hér á Fróni.“ Þar með er þó ekki allt upp talið. Í janúar spurðist að Opna hefði fengið útgáfurétt á nýjustu bók Davids Attenboroughs um skriðdýr og froskdýr, Líf með köldu blóði. Sér- staka athygli vekur einnig bók sem tekur á geðheilbrigði, en hún er skrifuð af Arnhild Lauveng, sem fékk geðklofa á unglingsárum. Hún var þó svo glögg, að sögn Sigurðar, að henni tókst að skrásetja stig- mögnun veikinda sinna á áhrifamik- inn hátt. Að endingu tókst henni að yfirvinna sjúkdóminn; hún varð sál- fræðingur, og hefur því sýn á sjúk- dóminn bæði af eigin reynslu og sem fræðimaður. Innlegg í umhverfisumræðu „Eins og þú sérð setjum við fókus á náttúruna, umhverfismálin og list- irnar þetta fyrsta ár okkar. Þannig hefur þetta lagt sig. Ég held að það muni muna sérstaklega mikið um bækur okkar um náttúru og um- hverfi, því það eru grundvallandi rit, og skapa vonandi umræðu,“ segir Sigurður Svavarsson. „En þú sérð líka að þetta eru ekki allt hvellsölu- bækur, heldur seljast þær á löngum tíma. Það er gríðarleg fjárfesting í þessum verkum, en við trúum því að til lengri tíma litið skili hún sér. Mín reynsla af íslenskum bókaunnend- um er sú, að þeir eru yfirleitt fúsir til að deila metnaðinum með útgef- endum.“ Fyrstu bækur bókaútgáfunnar Opnu, sem stofnuð var í janúar, koma senn út Áhersla á umhverfi, náttúru og listir Morgunblaðið/G.Rúnar Opna Útgefendurnir Guðrún og Sigurður með bækurnar sínar. SAGT er að Gabríel erkiengill muni blása í básúnu á efsta degi. Þegar básúnan hljómar muni hinir dauðu rísa úr gröfum sínum og verða ásamt lifendum dæmdir til eilífrar vistar í himnaríki eða helvíti. Eða þannig. Blásið var í básúnu á tónleikum Sinfóníunnar á fimmtudagskvöldið og það var enginn engill sem hélt þar á hljóðfærinu. Bás- únuleikarinn var að vísu í hvítum jakkafötum, en að öðru leyti minnti hann frekar á Fester Lindberg spilaði á básúnu með Vernon, voru tvær aðrar tónsmíðar á efnisskránni. Önnur var „Indri: Cave Canem“ eftir Jan Sandström og kom hún prýðilega út undir nákvæmri stjórn Lindbergs. Hin var fyrsta sinfónían eft- ir Tsjajkovskí, sem er æskuverk og verður seint talin til meistarastykkja, enda langt frá því að vera eins innblásin og síðari sinfóníur tónskáldsins. En þótt mér finnist persónulega lítið varið í verkið naut ég samt flutningsins, sem var einstaklega vandaður og vel mótaður. Strengirnir voru notalega samtaka og áferð- arfallegir, málmblásararnir með allt sitt á hreinu og tréblásararnir frábærir. Og Lind- berg dansaði á hljómsveitarpallinum og var ávallt pottþéttur. Óneitanlega voru þetta með betri tónleikum vetrarins. Chicago og frumflutt þar. Tónlistin er lof- söngur til borgarinnar og er ætlað að sýna nokkrar hliðar á henni, bæði eins og hún er í dag og líka á bannárunum. Kannski þess vegna var básúnuleikarinn klæddur eins og mafíuforingi. Já, einleikurinn var snilldarlegur, tónninn var unaðslega mjúkur og breiður og í rauninni fékk maður þarna að kynnast öllum mögu- leikum básúnunnar. En hljómsveitin var líka í banastuði undir fjaðurmagnaðri hljómsveit- arstjórn Lindbergs og verður sérstaklega að nefna frammistöðu básúnuleikaranna Sig- urðar Þorbergssonar og Davids Bobroffs, en þeir voru í eins konar bakraddahlutverki á áberandi stöðum. Það var með því eft- irminnilegasta á tónleikunum. Fyrir utan aukalagið, „Vísur Vatnsenda- Rósu“ í mjög skemmtilegri útgáfu þar sem frænda úr Adamsfjölskyldunni. Eða Al Ca- pone. Þetta var hinn heimsþekkti Charlie Vernon. Þótt hann hefði ekki vængi var leikur hans guðdómlegur. Hann lék einleik í konsert eftir annan básúnusnilling, Christian Lindberg, sem var einmitt stjórnandi á tónleikunum. Músíkin var sérlega lífleg, litrík og spennandi, full af djass-strófum og framandi laglínum, hvössum, áleitnum tónhendingum en líka ball- öðukenndum melódíum. Sumt í hljómagangn- um tengir maður helst við poppmúsík, en hér var framsetningin svo frumleg og laus við klisjur að hún kom stöðugt á óvart. Konsertinn ber nafnið Chick’a’Bone Checkout, en það er orðaleikur, samansettur úr orðunum Chicago og trombone (básúna) og setningunni check it out. Enda var verkið sam- ið að beiðni básúnuleikara í Sinfóníuhljómsveit Mafíuforingi eða Fester frændi TÓNLIST Háskólabíó Verk eftir Lindberg, Sandström og Tsjajkovskí í flutn- ingi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Charlie Vernon. Stjórnandi: Christian Lindberg. Fimmtudag- ur 22. maí. Sinfóníutónleikarbbbbm Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.