Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 37 Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Ástin er diskó - lífið er pönk Fös 30/5 kl. 20:00 Ö Lau 31/5 kl. 20:00 Ö Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 Lau 14/6 kl. 20:00 Ath. pönkað málfar Gaukshreiðrið Mið 4/6 kl. 20:00 Athyglisverðasta áhugasýningin 2007/2008 Kúlan Skoppa og Skrítla í söngleik Lau 31/5 kl. 11:00 U Lau 31/5 kl. 12:15 Ö Sun 1/6 kl. 11:00 U Sun 1/6 kl. 12:15 Ö Sun 1/6 kl. 14:00 Ö síðasta sýn. Síðustu sýningar! Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasala Borgarleikhússins er opin alla virka daga frá klukkan 10 og fram að sýningum á sýningardegi, annars til klukkan 18. Um helgar er opið frá kl. 12-20. Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Lau 31/5 kl. 20:00 U Sun 1/6 kl. 20:00 U Fim 5/6 kl. 20:00 U Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 20:00 Aðeins 9 sýningar Gítarleikararnir (Litla sviðið) Fös 30/5 kl. 20:00 Ö Sýningum lýkur í mai Kommúnan (Stóra sviðið) Fim 29/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Aðeins sýnt í mai LADDI 6-TUGUR (Stóra svið) Fös 30/5 kl. 20:00 U Sun 1/6 kl. 20:00 Mið 4/6 kl. 20:00 síðasta sýn. Síðasta sýning 4.júní. Sumarnámskeið Sönglistar Mán 16/6 kl. 10:00 Mán 23/6 kl. 10:00 Mán 30/6 kl. 10:00 Mán 7/7 kl. 10:00 Mán 14/7 kl. 10:00 Mán 21/7 kl. 10:00 Hvert námskeið er ein vika Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Wake me up - LeikhópurinnBRAVÓ (Samkomuhúsið) Sun 1/6 aukas kl. 20:00 U Alveg brilljant skilnaður (Samkomuhúsið) Fim 29/5 1korta kl. 20:00 U Fös 30/5 2korta kl. 19:00 U Lau 31/5 aukas kl. 19:00 U Lau 31/5 aukas kl. 22:00 Ö Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti) Sun 1/6 kl. 20:00 draugasögur Sun 8/6 kl. 20:00 lífsreynslusögur Sun 15/6 kl. 20:00 gamansögur Sun 22/6 kl. 20:00 úrslitakvöld Landskeppni sagnamann BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Mið 28/5 kl. 17:00 Ö ath breyttan sýn.artíma Lau 31/5 kl. 15:00 U Lau 31/5 aukas. kl. 20:00 Fim 5/6 aukas. kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 U Lau 7/6 kl. 15:00 U Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 16:00 Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 Þrjár tilnefningar til Grímunnar Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Fös 30/5 aukas. kl. 20:00 U Lau 7/6 kl. 20:00 U Sun 8/6 kl. 16:00 U Lau 14/6 kl. 15:00 U Lau 21/6 kl. 15:00 Lau 21/6 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Ferð án fyrirheits Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Þorkell Sigurbjörnsson - Afmælistónleikar Mið 4/6 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Hvanndalsbræður Tónleikar Fös 13/6 kl. 21:00 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fim 29/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 síðasta sýn. síðustu sýningar Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Langafi prakkari (Möguleikhúsið/ferðasýning) Sun 1/6 kl. 14:00 F þingborg Lau 7/6 kl. 14:30 F Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið) Mið 2/7 kl. 20:00 steinn steinarr/búlúlala - öldin hans steins Fim 3/7 kl. 12:00 örvænting, það kostar ekkert að tala í gsm hjá guði, álfar, tröll og ósköpin öll, kínki skemmtikraftur að sunnan, lífið hans leifs, englar í snjónum Fös 4/7 kl. 12:00 munir og minjar, súsan baðar sig, ég bið að heilsa, sinfóníuhljómsveit sex strengja, fragile, aðventa Lau 5/7 kl. 13:00 eldfærin, jói, langbrók, blúskonan einleikinn blúsverkur, völuspá, superhero Sun 6/7 kl. 14:00 chick with a trick, vestfirskir einfarar, aðrir sálmar Leiklistarhátíð Búlúlala - Öldin hans Steins (Tjöruhúsið Ísafirði/Ferðasýning) Fim 29/5 kl. 20:00 F haukadal dýrafirði Lau 21/6 kl. 20:00 F snjáfjallasetur Forleikur (Hótel Ísafjörður/Ferðasýning) Fös 6/6 kl. 21:00 einarshús bolungarvík Lau 7/6 kl. 21:00 vagninn flateyri Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fim 5. júní kl. 19.30 Lady and Bird - Barði Jóhannsson og Keren Ann Zeidel Hljómsveitarstjóri: Daniel Kawka Barði Jóhansson er ekki einhamur maður í tónsköpun sinni. Ein birtingarmyndin er Lady and Bird, samstarfsverkefni hans og frönsku tónlistarkonunnar Keren Ann Zeidel. Á tónleikunum flytja þau tónlist Lady and Bird auk tónlistar sem þau semja hvort um sig, í hljóm- sveitarbúningi Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík með stuðningi Franska sendiráðsins. ■ Fös. 20. júní kl. 19.30 20 horn - og einn sólisti Sinfóníuhljómsveitin lýkur starfsárinu með stæl og flytur hina risavöxnu Alpasinfóníu Richard Stauss, og fleiri verk þessa meistara litbrigðanna. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is OPINBER fréttaveita Sigur Rósar, Eighteen Seconds Before Sunrise (www.sigur-ros.co.uk), upplýsti í gær útgáfudag nýrrar hljóðvers- plötu Sigur Rósar sem kemur út um heim allan 23. júní næstkom- andi en degi síðar í Norður- Ameríku. Platan ber nafnið Með suð í eyrum við spilum endalaust. Hægt er að panta plötuna í gegnum sigurros.com frá og með 2. júní næstkomandi. Þar er og að finna frítt niðurhal á opnunarlagi plöt- unnar, „Gobbledigook“, en auk þess hangir þar uppi myndbandið við lagið. Upptökuferli plötunnar tók afar stuttan tíma, sé miðað við vinnulag sveitarinnar í gegnum tíð- ina, og var megnið af henni klárað á þessu ári. Sveitin æfir nú af kappi fyrir tónleikaferðalag en fyrstu tónleikarnir verða í Mexíkó á fimmtudaginn í næstu viku. Hljóm- sveitin heldur utan á mánudaginn ásamt fríðu föruneyti, sem m.a. tel- ur samstarfssveit hennar til margra ára, amiinu. „Af hverju ekki?“ segir Georg Holm bassaleikari og kímir þegar hann er spurður út í titil plötunnar. „Við vissum að við myndum fá titil- inn úr einhverju laginu, og í þetta skiptið er hann tekinn úr tveimur lögum.“ Ítarlega greinargerð um Sigur Rós, plötuna nýju og bráðkomandi tónleikaferðalag verður að finna í Lesbók Morgunblaðsins nú á laug- ardaginn. Ný Sigur Rósar-plata kemur út 23. júní  Tilkynnt var um nýja hljóðversplötu Sigur Rósar í gær  Upphafslag plötunnar, „Gobbledigook“, er nú frítt til niðurhals á vefsíðunni www.sigurros.com Berstrípað Listamaðurinn Ryan McGinley á myndina á umslaginu á plöt- unni Með suð í eyrum við spilum endalaust. LEIKKONAN Sienna Miller er elt af ljósmyndurum hvert sem hún fer, en hún reynir að láta það ekki fara í taugarnar á sér. „Mér finnst stund- um eins og ég sé í tölvuleik. Ég geri þetta að keppni og reyni að hafa gaman að þessu. Ég þykist vera Lara Croft og stekk í felur bak við bíla. Oftast legg ég mig samt fram um að vera almennileg.“ Miller hefur ekki viljað ræða sam- band sitt við leikarann Rhys Ifans í fjölmiðlum, en þau eru trúlofuð. Hún segist hafa brennt sig á því þegar hún var með öðrum leikara, Jude Law. „Þetta verður eins og sápu- ópera. Ég átti nokkra góða þætti.“ Eins og tölvuleikur Reuters Leikur sér Sienna Miller tekur ágangi ljósmyndaranna létt. SJÓNVARPSKOKKURINN Gord- on Ramsay er þekktur fyrir að vera óvæginn við keppendur í raunveru- leikaþáttunum sínum, en nú hefur hann bætt um betur og étið af fingr- inum á einum þeirra. Í þáttunum Hell’s Kitchen sem sýndir hafa verið á Stöð 2 keppa bæði áhugamenn og lærðir kokkar um það hver hlýtur náð fyrir augum Ramsays og fær að launum sitt eigið veitingahús. Við upptökur á nýjustu þáttaröð- inni skar einn keppenda sneið af þumalputtanum á sér þegar hann var að saxa reykt svínakjöt til að fylla akurhænu. Hann hljóp afsíðis til að gera að sárinu, en atgangurinn í eldhúsinu var slíkur að félagar hans veittu því enga eftirtekt. Þeir steiktu því þumalsneiðina með kjöt- inu og útbjuggu fyllinguna sam- kvæmt áætlun. Ramsay bragðaði á henni og fannst hún smakkast undarlega, en stöðvaði þó ekki keppnina þegar ljóst varð hvernig var í pottinn búið. Hann smakkaði síðan akurhæn- una þegar hún var tilbúin og var hæstánægður með árangur kepp- endanna. Alæta Kokkurinn Gordon Ramsay er ekki matvandur. Mannætan Gordon Ramsay

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.