Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ TÓK ALLAN DAGINN... EN MÉR TÓKST LOKSINS AÐ LÁTA JÓLATRÉÐ STANDA RÉTT AÐ NEGLA ÞAÐ VIÐ VEGGINN TELST EKKI MEÐ VIÐ ÞURFUM AÐ ÆFA! ÞAÐ ÆTTU ALLIR AÐ BYRJA DAGINN Á ÞRJÁTÍU ARMBEYGJUM ÞAÐ ER RÉTT EN HVERNIG Á MAÐUR AÐ TAKA ARMBEYGJUR EF NEFIÐ ER FYRIR? EN MIG LANGAR ÞAÐ EKKI JÁ AF HVERJU EKKI Í SKÓLANUM? VIÐ LESUM ALDREI UM RISAEÐLUR ÉG OG MAMMA ÞÍN VORUM AÐ FARA YFIR EINKUNN- IRNAR ÞÍNAR OG VIÐ VITUM AÐ ÞÚ GETUR GERT BETUR AF HVERJU EKKI? ÉG VEIT AÐ ÞÚ HEFUR GAMAN AF ÞVÍ AÐ LESA OG ÉG VEIT AÐ ÞÚ VILT LÆRA ÞÚ HEFUR LESIÐ ALLAR RISAEÐLUBÆKUR SEM ERU TIL, OG ÞÚ HEFUR LÆRT MIKIÐ AF ÞVÍ AÐ LESA ÞÆR, ER ÞAÐ EKKI? ÞÉR FINNST GAMAN AÐ LESA OG LÆRA Æ, NEI! ALLT NAMMIÐ ER HORFIÐ AF TRÉNU! JÆJA ?!? GETUR ÞÚ LÝST ÞVÍ FYRIR MÉR? YO-YO MA OG KÖTTURINN HANS VARSTU BÚINN AÐ SJÁ JÓLAKORTIÐ FRÁ MAGGA OG ÖNNU? ÞETTA HEFUR VERIÐ MEIRA ÁRIÐ HJÁ ÞEIM ÞAÐ KVIKNAÐI Í HJÁ ÞEIM OG SÍÐAN KOM FLÓÐ! AUK ÞESS HEFUR ÝMISLEGT MINNA KOMIÐ UPP Á EN ÞAÐ KOM SAMT EITTHVAÐ GOTT UPP ÚR ÞESSU NÚ? HVAÐ? ÞAÐ Á AÐ GERA KVIKMYND UM ÞAU ARMARNIR MÍNIR... ÞÚ PLATAÐIR MIG! Á MEÐAN ÉG MAN... ÉG VANN! ÉG ER AÐ NÁ ÞESSU ÖLLU Á MYND FYRIR ÞÁTTINN MINN ÞÁTTINN ÞINN?!? ÞÚ ÁTT VIÐ ÞÁTTINN MINN! dagbók|velvakandi Snúður týndur SNÚÐUR fór af heimili sínu í vesturbæ fyrir nokkrum dögum og hefur ekki komið heim síðan. Hann er svartur með hvíta snoppu og loppur, eyrna- merktur og með fjólubláa ól. Ef ein- hver hefur orðið var við ferðir hans þætti okkur vænt um að við komandi hefði samband í síma 562-3203 eða 698-3207 Grár kettlingur fannst AÐFARANÓTT laugardagsins 24. maí fann ég gráan kettling við Há- tún í Reykjavík. Hann elti mig heim í Laugardalinn og ég hleypti honum inn. Eigandi getur haft samband í síma 867-8634. Kórsöngur og knattspyrna KÓR Neskirkju fór í tónleikaferð til Finnlands og Eistlands dagana 28. apríl-5. maí sl. ásamt stjórnanda sín- um Steingrími Þórhallssyni. Haldnir voru tvennir tónleikar, annars vegar í Tallinna Jaani kirkjunni í Tallinn og hins vegar í Temppeliaukion- kirkjunni eða Klettakirkjunni í Helsinki. Auk þessa söng kórinn við helgihald í Pyhän Laurin-kirkjunni í Vantaa, skammt utan við Helsinki og í Tallinna Jaani-kirkjunni í Tall- inn. Efnisskrá tónleikanna var mjög fjölbreytt. Fluttir voru íslenskir sálmar og ættjarðarlög og evr- ópskar módettur. Af módettum má nefna verk eftir Giuseppe Pitoni, Anton Bruckner og Felix Mendels- sohn Bartholdy. Af verkum ís- lenskra tónskálda á efnisskránni má nefna tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Sigvalda Kaldalóns og Báru Gríms- dóttur. Pamela De Sensi flautuleik- ari og kórfélagi flutti einnig verk eft- ir Atla Heimi Sveinsson á tónleikunum. Tónleikaferðin tókst í alla staði vel og var aðsókn á tónleika með ágæt- um. Vorblíða setti sinn svip á mann- lífið og fór kórinn ekki varhluta af vorstemningunni. Kórinn átti ánægjulega heimsókn til sendiherra Íslendinga í Helsinki þar sem sendi- herrann sagði frá starfsemi og verk- efnum sendiráðsins. Einn af há- punktum ferðarinnar var án efa þegar félagar úr kórnum hvöttu ís- lenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu þegar það lék æfingaleik við finnska kvennalandsliðið 4. maí á íþróttaleikvanginum í Tapiola/ Hagalund. Sigríður Haraldsdóttir Höfundur er formaður Kórs Neskirkju Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ALLS staðar sjást börn að leik í góða veðrinu. Þær Alexandra og Hrefna eru úti að hjóla og passa vel upp á allan búnað og eru að sjálfsögðu með hjálminn á höfðinu, annars gæti skemmtileg hjólaferð endað með ósköpum. Morgunblaðið/hag Hjólað í Breiðholti FRÉTTIR Í DAG, miðvikudaginn 28 maí, verð- ur haldin ráðstefna sem þroska- hamlaðir hafa undirbúið og flytja allar framsöguræður. Ráðstefnan verður á Radisson SAS Hótel Sögu – Stanford sal og hefst kl 10 og stendur til 15.30 Á ráðstefnunni verður fjallað um atvinnumál, skólamál og frístundir. Ráðstefnan er öllum opin og að- gangur er ókeypis. Léttar veitingar í hádeginu. Frekari upplýsingar fást hjá Steindóri Jónssyni í Ásgarði í síma 567 1734 eða hjá Þór Inga á thoringi@simnet.is Ráðstefnan er á vegum NVL á Íslandi – Norrænt tengslanet um nám fullorðinna www.nordvux.net / Fræðslumiðstöð atvinnulífsins FA www.frae.is Ráðstefna á vegum þroska- hamlaðra Í TILEFNI af 100 ára afmæli Hafnarfjarðar verður opið hús í Gamla bókasafninu á morgun, fimmtudaginn 29. maí, kl. 18-22. Verk eftir unga ljósmyndara verða sýnd. Dúettinn Acoustic, sem samanstendur af tveim Hafn- firðingum, Kjartani og Jóa, held- ur uppi stemningu á meðan grill- aðar verða pylsur. Jón Þór Sigurleifsson, ungur Hafnfirð- ingur, verður með upplestur úr verkum sínum og tónlistaratriði. Margrét Guðrúnar mætir með föður sínum, Geir Óskars, og taka þau nokkur lög. Eyvindur Karls- son kíkir við í spjall og hljóm- sveitirnar Hellvar og Naflakusk leika, segir í fréttatilkynningu. Menningar- kvöld í Gamla bókasafninu DR. ALLYSON Pollock, prófessor við háskólann í Edinborg í Skotlandi, heldur morgunverðarerindi hjá BSRB fimmtudaginn 29. maí kl. 8.15. Dr. Pollock veitir forstöðu sérstakri rannsóknarstofnun við háskólann í Edinborg sem hefur það verk með höndum að kanna afleiðingar mismun- andi skipulagsforma í heilbrigðisþjónustunni. Stofnunin heitir The Centre for International Public Health Policy. Dr. Pollock er menntaður læknir, sem síðan hefur sérhæft sig í rannsóknum á skipulagi heilbrigðisþjónust- unnar. Erindið verður túlkað. Morgunverðarkaffi verður í boði BSRB Dr. Allyson Pollock hefur látið mjög að sér kveða í umræðu um heilbrigðismál og m.a. gefið út bók um breska heilbrigðiskerfið og einkavæðingu þess, NHS (National Health System), The Privatisation of our Health Care. Erindi um heilbrigðisþjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.