Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 43 BOB Dylan er einhver áhrifamesti listamaður 20. aldarinnar og enn í dag er hann fremstur meðal jafn- ingja í þungavigtarkveðskap, auk þess að vera prýðilegur lagasmið- ur. Ef meiningin væri að dæma hér ævistarf mannsins dygði fimm stjörnu kerfi blaðsins skammt og væru 15 stjörnur þá fráleitt oflof á einstakan feril til 45 ára. Tónleikar Dylans og hljóm- sveitar, síðastliðið mánudags- kvöld, fóru heldur skrykkjótt af stað. Hljómur var afleitur í byrj- un og opnunarlagið, „Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again,“ gaf ekki góð fyr- irheit um framhaldið. Kjánahroll- ur varð svo mögulegri gæsahúð yfirsterkari þegar Dylan nánast frussaði út úr sér gömlu flökk- ustemmunni „Don‘t Think Twice, It‘s All Right.“ Eftir þetta tók hljómur heldur að batna og meist- arinn sjálfur að mýkjast upp. Þá fór harla fín hljómsveitin smám saman að hitna, fyrst í „The Levee‘s Gonna Break“ og áfram í snilldarsmíðinni „Tryin‘ To Get To Heaven,“ af bestu Dylan-plötu síðustu 30 ára eða svo, Time Out Of Mind. Á efnisskránni voru í öndvegi lög af síðustu plötu Dylans, Mod- ern Times. Þau eru enda flest hver fyrirtak og flutningurinn á þeim var und- antekningalítið með ágætum þetta kvöld. Einkum var dýnamíkin magnþrungin í ballöðunni frábæru „Nettie Moore.“ Á „Workingman‘s Blues #2“ var sömuleiðis unun að hlýða. Á milli nýlegra smíða skaut Dylan annað veifið inn gömlum perlum sem flestar yljuðu um hjartarætur. Þannig var „It‘s All Right, Ma (I‘m only bleeding)“ hrynheitt með afbrigðum og rokk- að, rétt eins og rytmablúshundur- inn „Highway 61“. Þá var upp- klappslagið „Blowin‘ In The Wind“ í nýstárlegri og bráð- skemmtilegri útsetningu. Því mið- ur er ekki hægt að segja það sama um annars hinn ágæta slag- ara „I‘ll Be Your Baby Tonight“. Hápunktur tónleikanna var tví- mælalaust söngurinn um hinn ut- angátta herra Jones, „Ballad Of A Thin Man“, af höfuðverkinu Highway 61 Revisited. Þar léku menn við hvern sinn fingur og Dylan sjálfur blés hreint dásam- legt munnhörpusóló, þar sem dæmalaust músíkalitetið skein í gegn. Í hörpuna blés hann annað veif- ið þetta kvöld og ævinlega er eitt- hvað mjög svo krúttlegt við brussulegan blásturinn, þar sem tónarnir eru sjaldnast einangr- aðir. Dylan býr yfir takmarkaðri blásturstækni, en bætir það upp með innlifun og næmi. Á tónleik- unum lék hann jafnframt á hljóm- borð með óskýrum orgelhljómi, auk þess að syngja … ja, ekki kannski beinlínis eins og engill. Hljómsveitina skipuðu val- inkunnir kappar úr tónlistarsög- unni. Þeir fóru allir á kostum, þótt sólógítarleikarinn Denny Freeman hafi jafnan stolið sen- unni með frábærum lykkjum og línum. Stuart Kimball sló rytma- gítarinn af öryggi og bassaleik- arinn Tony Garnier plokkaði strengina samviskusamlega eftir bassatrommunni, eins og með- virkur hrynbróðir. Ofvirki helm- ingur hrynparsins og eigandi bassatrommunnar var svo trommuleikarinn George Recile. Hann spilaði lipurlega og vel, en á stundum of mikið. Einkum þótti mér óviðeigandi er hann reyndi við ýmis taktbrigði inni í einföld- um rytmablússlögurum. Þær æf- ingar voru á stundum fráleitar á að hlýða. Hann ætti annars að hafa lært á löngum ferli að minna er oftast nær meira. Donnie Herron lék svo á fetilgítar, fiðlu, banjó og man- dólín. Þar er frábær tónlistar- maður á ferð, sem gaf hljóðmynd- inni aðlaðandi og nauðsynleg litbrigði af fágætu næmi. Tónleikar Bobs Dylans í Laugardalshöll jafnast sjálfsagt ekki á við það besta sem meist- arinn hefur gert í tónlist um dag- ana. Engu að síður innihélt dag- skráin nokkur snilldarverk úr dægurlagasögu 20. aldarinnar og að þessu sinni var það höfundur- inn sjálfur sem flutti. Það eru for- réttindi að verða vitni að slíku í íslensku „hljómleikahúsi“. Dágóður Dylan TÓNLIST Laugardalshöll Bob Dylan, ásamt hljómsveit. Laugardalshöll, 26. maí 2008. Bob Dylan, ásamt hljómsveit bbbbn Orri Harðarson FJALLAKLIFUR er glæfraleg íþrótt og erfið á alla lund. Fjöll og tindar sem virðast svo fallegir og einfaldir viðureignar á póstkortum og úr fjarlægð, breytast í hatrömm átök við óárennilegar fjallshlíðar og illkleyf, svimandi klettabelti er á hólminn er komið. Þegar súrefn- isskortur bætist við, eins og raunin er hvað snertir viðfangsefnið í nýju myndinni hans Ingvars A. Þórissonar, er eins gott að vera vel undirbúinn og dugar ekkert minna en að vera líkamlega þrautþjálf- aður. Eins og nafnið bendir til er stefnan sett á Ama Dablam, hrika- legan, snævi þakinn bergrisa með standbjörgum, skriðjöklum, lífs- hættulegum snjóhengjum og hvössum fjallseggjum – hefur sem sagt upp á flest það að bjóða sem ögrar vönum háfjallamanni. Ama Dablam slagar hátt í 7.000 metra hæð í Himalayafjöllum og lýsir myndin ferð sem þeir Ingvar og Viðar Helgason, sem báðir eru í Íslenska Alpaklúbbnum, héldu í haust til fjallaríkisins Nepals. Þar er komið við í höfuðborginni Kat- mandu, örlítið rýnt í framandi mannlífið áður en lagt er til atlögu við fjallið. Þar bætist frægur fjallamaður í hópinn, sem er eng- inn annar en Simon Yates, „mað- urinn með hnífinn“, eins og hann hefur verið kallaður eftir örlaga- ríka fjallgöngu á Sula Grande í Andesfjöllunum árið 1985 og hrikalegar eftirhreytur hennar sem gerð var um hin firnagóða, sviðsetta heimildarmynd, Touching the Void. Ingvar er af augljósum ástæðum með takmarkaðan útbúnað til kvik- myndagerðar, en hann skrásetur ævintýrið af natni og áhorfendur fá innsýn í líf háfjallamanna og hvernig leiðangrar eru skipulagðir og áætluðu markmiði náð. Hver hlutur verður að vera á sínum stað og mannskapurinn þarf að stand- ast karlmennskuprófið. Til aðstoðar er hópur Sherpa, þessir harðgeru og heittrúuðu fjallabúar eru undantekningarlítið leiðsögu- og burðarmenn í leið- öngrum á tindana á „Þaki jarðar“, eins og Himalayafjöll eru kölluð. Síðast en ekki síst þarf veðrið að vera viðráðanlegt. Félagarnir halda á fjallið í skugga stórslyss sem varð af völd- um snjóflóðs á Ama Dablam árinu áður. Ferð þeirra gengur giftu- samlega, létt er yfir mannskapnum og beinskeytt, einföld frásögnin og þáttur Simons á vafalaust eftir að vekja á henni athygli víða um lönd. Tökumaðurinn fangar á köflum fjarska vel tignarlegan fjallageim- inn þar sem hættur leynast á báð- ar hendur og smekkleg og vel við- eigandi tónlist þessa fjarlæga heimshorns er löguð að myndinni af Eberg og Barða Jóhannssyni. Á þaki heimsins „Tökumaðurinn fangar á köflum fjarska vel tignarlegan fjallageiminn þar sem hættur leynast á báðar hendur […],“ segir m.a. í gagnrýni um nýja mynd eftir Ingvar A. Þórisson. Fjarlægðin gerir fjöllin smá KVIKMYND Háskólabíó Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri: Ingvar A Þórisson. Myndataka: Ingvar A Þór- isson, Pedawa Pasang Dawa. Tónlist: Eberg, Barði Jóhannsson. Handrit: Jón Þórisson. M.a koma fram: Ingvar A. Þór- isson, Viðar Helgason og Simon Yates. 70 mín. Ísland 2008. Ama Dablam. Beyond the Void. bbbnn Sæbjörn Valdimarsson 14. júní frá aðeins kr. 39.990 Heimsferðir bjóða einstök tilboð til Rhodos 14. júní. Frábært stökktu tilboð í 1 eða 3 vikur, þar sem þú bókar flugsæti og færð að vita gististaðinn 4 dögum fyrir brottför. Getum einnig boðið nokkrar íbúðir á hinu vinsæla Forum hóteli (með hálfu fæði) á ótrúlegu sértilboði í 1 eða 3 vikur. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að komast til Rhodos á hreint ótrúlegum kjörum og njóttu lífsins á eyju sólarinnar í sumarleyfinu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Verð kr. 39.990 - Stökktu tilboð Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku, stökktu tilboð 14. júní. Tvær aukavikur, samtals kr. 20.000 á mann. Verð miðað við tvo í herbergi / íbúð kr. 49.990. Verð kr. 44.990 - Hotel Forum með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Forum í viku með hálfu fæði, 14. júní. Tvær aukavikur, samtals kr. 24.000 á mann (hálft fæði innifalið). Verð miðað við tvo í íbúð kr. 54.990. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. *** Síðustu sætin ***Ótrúlegt sértilboð Forum íbúðahótelið - með hálfu fæði Rhodos Fjöldi brottfara að seljast upp! 31. maí - 5 sæti laus 07. júní - örfá sæti laus 14. júní - laus sæti 21. júní - örfá sæti laus 05. júlí - örfá sæti laus 19. júlí - örfá sæti laus 26. júlí - örfá sæti laus 02. ágúst - UPPSELT 09. ágúst - örfá sæti laus 16. ágúst - örfá sæti laus 23. ágúst - laus sæti 30. ágúst - UPPSELT 09. sept. - laus sæti 20. sept. - laus sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.