Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Einhver frumlegasti og vinsælasti skákmaður seinni tíma, Rússinn Al- exander Morozevich hefur tekið for- ystuna á hinu árlega stórmóti í Sa- rajevo. Eftir þrjár umferðir hafði Morozevich hlotið 2½ vinning og sig- urskákir hans báðar tefldar af mikl- um þrótti. Í 3. umferð lagði hann Sergei Movsesian að velli með glæsi- legri taflmennsku en Movsesian hef- ur náð afburða árangri upp á síð- kastið og vann t.d. B-flokk Wijk Zee-mótsins í ársbyrjun. Sex skák- menn tefla tvöfalda umferð í Saraj- evo og er staðan þessi eftir þrjár um- ferðir: 1. Morosevich (Rússland) 2½ v. 2. Lenier Dominguez ( Kúba ) 3. 3.-4. Ivan Sokolov (Holland) og Artyom Tymofeev (Rússland) 5. Sergei Mov- sesian (Slóvakíu) 1 v. 6. Borki Pre- dojevic (Bosníu) ½ v. Í uppgjöri Morosevich og Mov- sesian sem hér á eftir undirbýr hvít- ur framrás á miðborðinu í mestu makindum. Þegar svartur verður fyrri til er gagnatlaga hvíts fljót að koma. Galdurinn við taflmennsku „Moro“ í þessari skák er kannski sá að hann veit upp á hár hvaða upp- skipti eru honum hagstæð. Riddara- fórnin á f5 stenst fullkomlega og er tiltölulega einföld, t.d. er 25. … Bf8 svarað með 26. Dc3 sem hótar 27. Hxe8 o.s.frv. Ógnun hvíts eftir hornalínunni a1-h8 ræður að lokum úrslitum: Sarajevo 2008; 3. umferð: Alexander Morosevich – Sergei Movsesian Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 a6 5. e3 b5 6. c5 Rbd7 7. Bd2 a5 8. Hc1 Ba6 9. a3 Dc7 10. b4 axb4 11. axb4 g6 12. Bd3 Bg7 13. 0-0 0-0 14. Re2 Bb7 15. h3 Ha3 16. Bc3 Hfa8 17. Bb2 H3a6 18. Db3 Re8 19. Hfe1 e5 20. e4 dxe4 21. Bxe4 Rdf6 22. Rg3 exd4 23. Rxd4 Hd8 24. Bf3 Haa8 25. Rdf5 gxf5 26. Rxf5 Hd7 27. Rxg7 Kxg7 28. Dc3 Df4 29. He4 Dd2 30. De5 Ha2 31. He2 Dh6 32. Hce1 Hxb2 33. Dxb2 Rc7 34. Bg4 Hd3 35. He7 Rd5 36. Hxb7 Hd2 37. De5 – og svartur gafst upp. Bragi efstur á stigamóti Hellis Bragi Þorfinnsson vann öruggan sigur á Stigamóti Hellis sem fram fór um helgina. Alls tóku 22 skák- menn þátt í mótinu sem fór fram með atskáka fyrirkomulagi. Bragi vann allar skákir sínar sjö talsins en í 2. sæti varð Henrik Danielssen með 6 vinninga. Hellismenn með þá Gunnar Björnsson og Vigfús Vigfús- son fremsta í flokki hafa verið dug- legir að halda mót undanfarin ár en þessir tveir voru skákstjórar um helgina. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Bragi Þorfinnsson 7 v. (af 7) 2. Henrik Danielssen 6 v. 3.-4. Hjörvar Steinn Grétarsson og Halldór B. Halldórsson. 5 v. 5.-6. Atli Freyr Kristjánsson og Rúnar Berg 4½ v. 7.-10. Páll Sigurðsson, Dagur Andri Friðgeirsson, Stefán Bergsson og Bjarni Jens Kristinsson. Meistaramót Skákskólans hefst um næstu helgi. Eitt sterkasta barna- og unglinga- mót sem haldið er hér á landi ár hvert fer fram dagana 30. maí-1. júní. Tefldar verða sjö umferðir. Þrjár fyrstu með atskákarfyrir- komulagi og þær fjórar síðustu með kappskáka fyrirkomulagi. Á síðasta móti urðu Guðmundur Kjartansson og Hjörvar Steinn Grétarsson efstir en Guðmundur vann síðan eftir æsi- spennandi aukakeppni. Laugardaginn 24. maí var haldin keppni fyrir yngstu nemendur skól- ans. Þar voru tefldar sex umferðir og sigraði Skúli Guðmundsson með fullu húsi, Veronika Steinunn Guð- mundsdóttir varð í 2. sæti með 5 vinninga og Bjarni Dagur Kárason varð i 3. sæti með 4 vinninga. Morosevich í ham Efstur Bragi Þorfinnsson vann alla andstæðinga sína á stigamóti Hellis um helgina SKÁK Sarajevo, Bosníu Bosnía – Sarajevo-mótið 23. maí-2. júní 2008 Helgi Ólafsson helol@simnet.is Íslendingar bikarmeistarar Norðurlandanna Bikarmeistarar síðasta árs tóku nú um helgina þátt í móti í Rottneros í Svíþjóð og sigruðu með nokkrum yfirburðum.Spiluðu þeir gegn bikar- meisturum allra Norðurlandanna og unnu alla leikina. Fyrir Íslands hönd spiluðu Bjarni Einarsson, Steinar Jónsson, Aðal- steinn Jörgensen og Sverrir Ár- mannsson. Íslendingarnir fengu 98 stig, Svíar höfnuðu í 2. sæti með 86 stig og Danir í 3. sæti með 81 stig. Bikarmeistarar Þeir sigruðu í keppni bikarmeistara Norðurlandanna sem fram fór um helgina. Frá vinstri: Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ármanns- son, Bjarni Einaesson og Steinar Jónsson. Með þeim í för var Þorsteinn Berg forseti Bridssambandsins. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði°, Stangarhyl 4, fimmtud. 22. maí. Spilað var á 8 borðum. Meðalskor 168 stig. Árangur N-S. Guðni Sörensen – Sigurður Pálsson 193 Ólafur Ingvarsson – Skarphéðinn Lýðss. 173 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 172 Magnús Oddsson – Olíver Kristóferss. 172 Árangur A-V. Óli Gíslason – Ægir Ferdinandsson 218 Jón Lárusson – Ragnar Björnsson 195 Bjarni Ásmunds – Þröstur Sveinsson 171 Gunnar Jónsson – Þröstur Sveinsson 170 Gullsmárabrids Það var spilað á 12 borðum 22. maí sl. og úrslitin urðu þessi í N/S: Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss. 211 Sigtryggur Ellertss.- Tómas Sigurðss. 195 Birgir Ísleifsson - Örn Einarss. 178 Elís Kristjánss. - Páll Ólason 173 A/V Sigurður Björnss. - Ólafur Gunnarss. 201 Einar Markúss. - Steindór Árnason 193 Guðrún Gestsd. - Bragi Björnsson 184 Eysteinn Einarss. - Jón Stefánsson 180 Það var spilað á 7 borðum 26. maí. Úrslit í N/S: Páll Ólason - Elís Kristjánss. 135 Birgir Ísleifsson - Örn Einarss. 135 A/V Ernst Backman - Stefán Ólafss. 145 Ragnh. Gunnarsd. - Björn Björnss. 138 Sigurður Björnss. - Ólafur Gunnarss. 138 Ekki verður spilað 29. maí og verður því spilað næst mánudaginn 2. júní. Af þátttökunni ræðst svo hvort spilað verður út júní. Nýr for- maður félagsins er Leifur Kr. Jó- hannesson. Ástkær vinur og tengdafaðir er farinn. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki fleiri stundir með þér. Minningarnar eru svo sterkar og góðar um tímana sem við áttum sam- an og vildi ég geta bætt við í þann banka. Ég kynntist þér þegar ég var bara 17 ára polli. Man það svo vel, kom til ykkar í Hliðsnesið. Ég og Sóla búin að vera að rugla saman reytum í smá tíma og nú var tíminn að hitta tengdó. Búin að heyra af þér og óttinn leyndi sér ekki. Ég kem inn, svolítið smeyk- ur við þennan mikla mann og fel mig inni í sjónvarpsherbergi. Þetta var fyrsta og eina skiptið sem ég var eitt- hvað smeykur við þig, elsku vinur minn. Í framhaldi myndaðist með okkur góður vinskapur og aldrei var langt í grínið. Ég hugsa til þess þegar árin liðu og vinskapur okkar óx. Ég man þegar ég og Sóla vorum að koma af djamminu og þarna sátuð þið, Anna og Ási – með góða gesti eins og ekki var óal- gengt. Við eitthvað að skjóta hver á annan og áður en ég veit er ég komið í fangið á þér, sit þarna eins og smá- strákur hjá þér í sófanum. Upp frá því var ég alltaf kallaður Golíat. Ég hugsa líka til þess þegar þið Anna og Inga voruð hjá okkur í Dan- mörku, fórum niður til Þýskalands og ferðuðumst þar saman. Við vorum jafningjar í þýskunni – kunnum varla Ársæll Karl Gunnarsson ✝ Ársæll KarlGunnarsson fæddist í Reykjavík 12. júlí 1953. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 26. apríl síð- astliðinn. Útför Ársæls var gerð frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 2. maí sl. stakt orð og Þjóðverj- arnir jafn góðir í ensku og við í þýsku, upphóf- ust oft mikil leikrit til að útvega herbergi. Hver hefði getað séð þessa stöðu fyrir þá, aðeins 3 ár eru liðin og bæði eruð þið farin frá okkur. Minningar, þær eru svo margar og góðar; sumarbústaðurinn, gera upp íbúðina sam- an, áramótin, á Hliðs- nesinu, í Brekkuskóg- unum og svona mætti áfram telja – bara að ég gæti bætt við í þennan minningarbanka. Ég sakna þín elsku vinur, þú varst mér svo miklu meira en tengdafaðir. Það er huggun að vita af góðu fólki sem tekur á móti þér hinum megin, ég veit að þú ert kom- inn til Önnu á öðrum og betri stað. Ég sakna ykkar beggja svo mikið og vildi að ég gæti fengið meiri tíma með ykk- ur, en ég er svo þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk. Þinn vinur, Golíat – betur þekktur sem Ingó af öðrum. Ingólfur Vignir Ævarsson. Ási er farinn. Enginn átti von á því að það yrði svona stutt á milli þeirra hjóna. Það er ekki nema rúmlega eitt og hálft ár síðan við ræddum saman um það að Önnu yrði líklega ekki bjargað frá þeim ægilega sjúkdómi sem krabbameinið er. Anna var að- eins 48 ára þegar hún dó. Okkur fannst það svo óraunverulegt að hún skyldi vera tekin frá okkur svona ung. Í samræðum okkar talaði Ási oft um hve heitt hann vildi geta skipt við Önnu sína og að honum fyndist lífið hafa lítinn tilgang án hennar. Þegar hann var síðan sjálfur kominn í svip- aða baráttu við krabbameinið sagði hann við mig að hann væri svo sem búinn að gera allt sem hann langaði að gera en hann vildi að hann hefði fengið meiri tíma barnanna vegna. Þannig fékk ég kynnast æðruleysi hans þegar hann þurfti svo stuttu seinna að mæta sömu örlögum. Þetta kom mér svo sem ekki á óvart. Ég kynntist Ása fyrst fyrir u.þ.b. 34 ár- um þegar Anna bróðurdóttir mín kom til að passa fyrir okkur hjónin og kynnti hann sem kærasta sinn. Ég man að ég var svolítið hissa og hugs- aði með mér hvað hún Anna væri að gera með þennan gamla karl. Ási var nefnilega aðeins 5 árum yngri en ég. En ástin lætur ekki að sér spyrja og það var greinilegt að þau voru ást- fangin. Þau komu oft í heimsókn til okkar þegar þau voru að byrja saman og varð okkur vel til vina. Ási var einn af þessum mönnum sem kom hreint til dyranna. Hann hafði sterkar skoð- anir og lá ekkert á þeim. Maður veit hvar maður hefur slíka menn og líður vel með þeim sem koma svona hreint fram. Strax í upphafi sambúðar þeirra var Ási byrjaður að úthugsa leiðir til að koma fótunum undir sig og það er ekki að sjá annað en honum hafi tekist það nokkuð vel. Ég minn- ist Ása fyrir ýmislegt sem var svo sérstakt í fari hans. Ási var hjátrúar- fullur og allar stórar ákvarðanir varð að taka á réttum dögum. Hann var líka duglegur að sannfæra sjálfan sig í því að hægt væri að laga þetta til. Til dæmis hafði hann þá trú fyrst þegar ég kynntist honum að ef svartur kött- ur hlypi fyrir bílinn hans þá væri eins gott að snúa við heim aftur því eitt- hvað skelfilegt myndi annars gerast. Honum tókst seinna að sannfæra sjálfan sig um það að ef þetta gerðist yrði hann að fara sérstaklega varlega þar til hann væri kominn á leiðar- enda. Við sáumst ekki oft þegar börn- in fóru að koma og leiðir okkar lágu ekki saman, hvorki í leik né starfi. Þegar Anna háði baráttu sína við krabbameinið tengdumst við aftur sterkari böndum og þá og einnig í baráttu Ása við sama mein fékk ég að kynnast börnum þeirra betur. Á þeim má sjá hve vel Anna og Ási stóðu sig því börnin bera þeim gott vitni. Ási, það var áðdáunarvert að sjá hve börnin þín stóðu sig vel meðan á þessu stríði þínu stóð. Eins veit ég að þau munu styðja hvert annað í fram- tíðinni. Það er trú mín að algóður Guð muni vernda þau og blessa. Við kveðj- um Önnu og Ása og óskum börnum þeirra, barnabörnum, ættingum og vinum alls hins besta í framtíðinni. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Gunnar Vilhelmsson, Bjarney K. W. Gunnarsdóttir. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Það er svo ótrúlegt og óskiljanlegt að Ási mágur, þessi stóri klettur, sé allur. Ég horfi á fallegu myndirnar sem voru teknar fyrir nokkrum vik- um. Þar er Ási með hattinn góða svo hressilegur að sjá, með börnum sín- um, fallegu afabörnunum og heimilis- hundinum Patta. Veikindin virðast víðs fjarri og dauðinn svo fjarstæður. Þessar fallegu myndir og allar góðu minningarnar um Ása eru gullmolar sem eiga eftir að ylja á erfiðum tím- um og um ókomna tíð. Ég minnist þess þegar ég hitti Ása fyrst fyrir um 35 árum, þegar hann var að gera hosur sínar grænar fyrir Önnu systur. Hann mætti í Faxatúnið á stórum, grænum, amerískum kagga að ná í hana. Þetta var nátt- úrlega afskaplega spennandi. Við mamma lágum á gægjum inni í stofu. Þau skutust inn í herbergi, við vorum of seinar, sáum ekkert nema ótrúlega stóra skó í forstofunni. Við fyrstu sýn þótti mér, barninu, hann vera algjör fornöld og óttalegur rumur. Ég varð þó að viðurkenna að hann var með falleg augu og stríðnislegt bros, enda reyndist hann hinn mesti hrekkja- lómur og stríðnispúki. Ég heyri enn hláturinn hans óma og sé hann fyrir mér ljóma af kæti yfir að hafa getað enn einu sinni strítt einhverjum. Skemmtilegast var þegar Önnu syst- ur tókst að stríða honum á móti og minnisstæðar eru þær stundir þegar hún tók sig til og hermdi eftir öllum hans góðu töktum. Þá var oft hlegið og stóri rumurinn varð pínu kjánaleg- ur. Ási minnti mig oft á víking eða fornmann, bæði í útliti og oft í hugs- unarhætti. Hann var mjög sérstakur persónuleiki, hjátrúarfullur, harður í viðskiptum, söngmaður, gleðimaður, ákveðinn og fylginn sér. Hann setti sér markmið og náði þeim. Þessi stóri maður var líka mjög handlaginn og mikill fagurkeri. Allt sem hann gerði var hundrað prósent. Hann þoldi ekki hnökra neins staðar. Á það sérstak- lega við um húsbyggingarnar hans. Þar var alltaf vandað til verka. Ási hafði sterkar skoðanir á mönn- um og málefnum og stundum voru skoðanir hans á skjön við allt og alla en hann lét það sjaldnast trufla sig því hann fylgdi sinni sannfæringu og lifði lífi sínu með reisn. Við vitum að dauðinn er óhjá- kvæmilegur hluti lífsins en það er óbærilega erfitt að kyngja því að Anna og Ási hafa verið tekin frá okk- ur, á besta aldri í blóma lífsins. Miss- irinn er mikill og þau skilja eftir sig stórt skarð sem verður seint fyllt. Þeirra er sárt saknað. Við Bjarni viljum þakka samfylgd- ina og allar góðu samverustundirnar sem við fjölskyldan áttum með þeim og börnum þeirra. Minning þeirra mun lifa með okkar um ókomna tíð. Elsku Inga Birna, Sóla, Gunnar Karl, Rakel og fjölskyldur. Þið eruð búin að vera ótrúlega dugleg og sterk í veikindum pabba ykkar. Þið hafið sýnt að þið eruð sterk saman og fyr- irmynd annarra. Megi góður Guð gefa ykkur styrk áfram í ykkar miklu sorg. Laufey Hafsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.