Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Unnur GuðrúnLárusdóttir fæddist á Sauð- árkróki 26. mars 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þuríður Ellen Guð- laugsdóttir hús- freyja, f. í Reykja- vík 24. júlí 1905, d. á Sauðárkróki 30. september 1961 og Lárus Kristinn Run- ólfsson sjómaður, f. á Sauð- árkróki 22. júní 1903, d. þar 3. október 1981. Systkini Unnar voru Soffía, f. 4. september 1931, d. 4. ágúst 1999, Lára, f. 28. nóv- ember 1932, Runólfur Kristinn, f. 5. maí 1934, og Guðlaugur Þór, f. 23. júní 1936. Hinn 1. júlí 1949 eignaðist Unn- ur dóttur, Ellen Jónasdóttur, er ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Sauðárkróki. Hún er húsmóðir, búsett í Danmörku. Ellen eign- aðist þrjú börn með eiginmanni sínum Birgi Sigurbjörnssyni sem er látinn. Börn þeirra eru Unnar, f. 1967, Eyrún Soffía, f. 1971, og Jónas Elfar, f. 1975. Fyrri maður Unnar var Jón Björgvin Sveinsson sjómaður, f. í Sandgerði 10. febrúar 1923, fórst með m/b Rafnkeli 4. janúar 1960. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Kristinn E. skipstjóri, f. 1. f. 2007. 3) Drengur fæddur 2. maí 1958. Hann lést síðar sama dag. 4) Jón B.G. yfirlæknir, f. 8. febrúar 1960, kvæntur Ingibjörgu Guð- mundsdóttur aðalgjaldkera, f. 13. júní 1963. Þau eiga saman 3 börn. Ástríður Þórey, f. 1985, Unnur Tara, f. 1989, Heiðrún Hödd, f. 1991. Fyrir átti Ingibjörg, Óla Inga, f. 1981. Fyrir átti Jón, Hlyn, f. 1980. Seinni eiginmaður Unnar er Páll Jósteinsson sjómaður, f. 9. desember 1932, þau slitu sam- vistum. Eignuðust þau saman tvö börn, þau eru: 1) Guðmundur tannlæknir, f. 1. nóvember 1964, kvæntur Ólöfu Bolladóttur sér- kennara, f. 15. júlí 1964. Þau eiga fjögur börn. Páll, f. 1986, Anna Þórunn, f. 1990, Guðmundur Ingi, f. 1994 og Lárus, f. 1996. 2) Jóna Björg hjúkrunarfræðingur, f. 9. nóvember 1966. Maður hennar er Birgir Elíasson rekstrarverkfræð- ingur BSc., f. 3. apríl 1963. Unnur ólst upp á Sauðárkróki og lauk gagnfræðaprófi frá gagn- fræðaskóla Sauðárkróks árið 1949. Hún flutti til Sandgerðis ár- ið 1950 og bjó þar alla tíð síðan. Unnur starfaði í Ragnarsbakaríi til margra ára og í Sigurjónsbak- aríi eftir það. Þá vann hún einnig við afgreiðslustörf í gjafa- vöruverslun Nönnu dóttur sinnar fram undir það síðasta. Fé- lagsstörf Unnar helguðust af störfum fyrir Kvenfélagið Hvöt í Sandgerði og Sjálfstæðisfélagið. Þá tók hún einnig virkan þátt í fé- lagsstarfi aldraðra í Sandgerði. Útför Unnar verður gerð frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. júní 1951, sambýlis- kona Lucyna Aug- ustynowicz umhverf- isverkfræðingur, f. 23. janúar 1974. Kristinn eignaðist þrjú börn með fyrri eiginkonu sinni, Ingi- björgu Jónsdóttur. Þau eru: a) Reynir Örn, f. 1971, d. 2002, sonur hans Kristinn Ingi, f. 1992 b) Unn- ur Ásta, f. 1974. Börn hennar og Guð- mundar Hann- essonar eru Viktor Ingi, f. 1995, og Sandra Rún, f. 2000. Þau skildu. c) Kristín, f. 1981. 2) Nanna S. kaupmaður, f. 4. janúar 1953, gift Birni Vífli Þorleifssyni veitingamanni, f. 13. júlí 1951. Þau eiga saman fjögur börn. a) Jón Björgvin, f. 1969, kvæntur Hörpu Sævarsdóttur. Börn þeirra eru Eiður Björgvin, f. 1999 og Sævar Logi, f. 2004. Fyrir átti Jón Björgvin eina dóttur, Nönnu Soffíu, f. 1997. b) Þorleifur, f. 1973, kvæntur Hjördísi Bald- ursdóttur. Börn þeirra eru Björn Elvar, f. 1995, Þórdís Elsa, f. 1998 og Aron Örn, f. 2007. c) Ragn- heiður, f. 1975, hennar maður er Ágúst Schweits Eriksson. Börn þeirra eru Ísabella, f. 1999, Nanna Lísa, f. 2000 og Klara, f. 2005. d) Vífill, f. 1978, kvæntur Sigríði J. Valdimarsdóttur. Börn þeirra eru Júlíus Heikir og Valdimar Einar, Elsku mamma, við kveðjum þig með harm í huga. Það er okkur hugg- un að þú skulir ekki þurfa að þjást lengur í þessum erfiðu veikindum og sért búin að fá hvíld sem þú varst far- in að þrá undir það síðasta. Þú varst alla tíð svo full af krafti, atorkusemi og vinnusemi, stundum gerðust hlutirnir ekki nógu hratt fyr- ir þig. Þér féll aldrei verk úr hendi. Heimilið var alltaf fínt og fágað. Þú varst húsmóðir af lífi og sál, þú varst höfðingi heim að sækja, alltaf var heimabakað bakkelsi sett á borð. Þú varst mikil saumakona og saumaðir ófáar flíkurnar á okkur systkinin og á sjálfa þig. Þú varst alltaf svo vel til höfð. Alltaf svo mikil reisn yfir þér. Fjölskyldan var þér allt, þú vildir fylgjast vel með öllum og varst okkar stoð og stytta í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú lagðir alla tíð áherslu á að halda fjölskyldunni sam- an. Þá minnumst við matarboðanna á jóladag þar sem allir komu saman, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Einnig minnumst við samverustundanna á sunnudags- morgnum þar sem setið var við eld- húsborðið heima og borðaðar nýbak- aðar pönnukökur. Þú hafðir svo gaman af að ferðast, ofarlega í huga er ferð okkar til Ítalíu síðastliðið sumar, ekki hvarflaði það í hugann að það yrði okkar síðasta ferð saman. Eftir situr tómleikinn í hjarta okk- ar, elsku mamma, við biðjum góðan guð að vernda þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Nanna, Guðmundur og Jóna Björg. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Lífsmottó mömmu kristallast í þessu erindi Hávamála. Hennar orðstír er góður. Það hlýtur að vera markmið okkar að breyta þannig í lifanda lífi að okkar sé minnst sem góðrar manneskju. Að maður reyni af sínu litla að bæta heiminn. Lífið hefur nú ekki alltaf farið mjúkum höndum um hana mömmu. Alltaf hélt hún þó reisn sinni og sigr- aðist á erfiðleikunum. Hún missti pabba 1960 þegar hann fórst með mb. Rafnkeli. Þá stóð hún uppi með hálfkarað hús, 2 lítil börn og eitt á leiðinni sem var ég og fæddist mán- uði eftir sjóslysið. Margir hefðu brotnað við slíka erfiðleika en það var ekki háttur mömmu að gefast upp. Það var bara gefið meira í. Þetta áræði og þessi dugnaður hefur inn- prentast í okkur systkinin. Það hefur verið okkur gott vegarnesti í lífinu. Hún var okkur góð fyrirmynd og okkar stoð og stytta í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Mamma veikist alvarlega af ill- kynja sjúkdómi fyrir aðeins nokkr- um vikum. Hún lagðist inn á Heil- brigðistofnun Suðurnesja daginn eftir 78 ára afmælið sitt, hinn 27. mars. Hún gerði sér strax ljóst að hún ætti ekki afturkvæmt út af spít- alanum. Hún tók þessum lokadómi af sama æðruleysinu og reisninni og alltaf. Mamma lést svo að morgni laugardagsins 17. maí og fékk hægt andlát. Við söknum þín öll mjög mikið. Ekkert verður eins og áður en við yljum okkur við minninguna um þig, elsku mamma. Þinn sonur, Jón B. G. Jónsson. Unnur tengdamamma mín er lát- in. Þetta var stutt en mjög erfið bar- átta sem þú háðir elsku Unnur mín. Við vorum búin að þekkjast í hátt í aldarfjórðung þannig að það er margt sem kemur upp í hugann þeg- ar að kveðjustund kemur. Þú fékkst að finna fyrir því hvað lífið getur ver- ið miskunnarlaust. Misstir manninn þinn, tengdaföður minn, kornung eða 30 ára frá tveimur ungum börnum og ófrísk að Jóni, með húsið í byggingu. En þú dreifst þetta allt áfram á hörk- unni og með dugnaðinn að vopni vil ég meina. Þú kynntist Páli og þið áttuð sam- an tvö börn þannig að þetta er mynd- arleg fjölskylda sem þú eignaðist Unnur mín. Tíminn sem við áttum saman bæði í Svíþjóð og einnig á Pat- reksfirði var einstakur. Margt sem var brallað og skrafað saman. Eða tímarnir á Uppsalaveginum. Alltaf varstu höfðingi heim að sækja. Þú varst mikill listamaður í þér, alltaf eitthvað verið að gera í höndunum. Fötin sem þú saumaðir hér á árum áður, ótrúlega flink. Svo í seinni tíð varstu farin að gera ýmsa hluti eins og að mála á keramik, gera þrívídd- armyndirnar eða það sem þú perl- aðir. Þetta var allt svo vandað og mikið lagt í alla hluti. Þetta varð að líta vel út. Ekkert gaman að þessu öðruvísi, eins og þú sagðir alltaf. Garðurinn á Uppsalaveginum, þar liggur nú ekki nein smávinna að baki, alltaf eitthvað verið að vinna annað- hvort við að gróðursetja eða laga girðinguna, mála, – alltaf mín að dytta að. Þú varst alltaf að, maður hitti þig aldrei öðruvísi, þú þurftir alltaf að vera að gera eitthvað. Elsku Unnur mín, ég vil þakka þér fyrir þennan tíma sem ég hef átt með þér, þú varst einstök kona. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ingibjörg Guðmundsdóttir. Það var í júní 1981, sem við hitt- umst fyrst. Ég var þá 16 ára og var að koma í fyrsta skipti í Sandgerði. Frá þessum tíma höfum við fylgst að og aldrei bar skugga á þá vináttu sem var á milli okkar. Mér eru eink- um minnisstæðar tvær ferðir sem við fórum saman á þessum tíma. Annars vegar var það ferð á Sauðárkrók þar sem við nutum þess að skoða okkur um og fræðast um æskustöðvarnar. Hins vegar var það ferð til Portúgals sumarið 2002 í tvær vikur, þar sem mikið var verslað, „prúttað“ og spjallað. Kæra tengdamamma, ég trúi því að núna líði þér vel og ég veit að þú heldur áfram að vaka yfir okkur. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín tengdadóttir Ólöf. Elsku amma mín, Núna hefur þú kvatt þenna heim og eftir sitjum við, fjölskylda þín, með mikinn söknuð í hjarta. At- burðarásin var hröð og því enn erf- iðara að sætta sig við orðinn hlut. Ég minnist þín, elsku amma, sem ótrú- lega fyndinnar konu, þú varst alltaf svo hress og skemmtileg og vildir alltaf allt fyrir alla gera. Mér fannst svo gaman að tala við þig og þótti alltaf svo gaman þegar þú hringdir til að spjalla. Ég man þegar ég var lítil að ég svaf alltaf uppi í rúmi hjá þér, kom ekki til greina að sofa annars staðar því mér fannst svo notalegt að vera hjá þér, og svo man ég líka hvað mér fannst frábært að fá að nota carmen- rúllurnar þínar og fá krullur eins og þú varst alltaf með. Það var alltaf svo gaman að vera hjá þér, amma mín, ég var alltaf að dást að því hvað þú áttir mikið af fötum og fallegum kjól- um, þú varst svo ótrúlega klár að sauma þér falleg föt, elsku amma mín. Það var alltaf svo mikið að gera hjá þér og mikið að gerast í kringum þig enda áttu stóra fjölskyldu. Ég vona að ég verði eins og þú, elsku amma, þegar ég verð eldri, alltaf svo stutt í grínið hjá þér. Ég hlæ ennþá að brandaranum sem þú sagðir okk- ur á spítalanum um rauðmagann. Þú varst ótrúleg kona og áorkaðir miklu á þinni lífsleið. Ég sakna þín svo mik- ið, amma mín, en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna, þú verður alltaf í hjarta mínu. Þín Ástríður Þórey. Hún Unnur amma mín var engri konu lík. Þegar hún vaknaði á morgnana var alltaf eitthvað sem hún fann sér að gera. Ég gleymi aldrei pönnukökunum hennar sem hún bauð upp á alla sunnudaga. Mér þótti mjög gaman þegar ég og amma vorum að vinna eitthvað í garðinum og að launum fékk ég ávallt kleinur og pönnukökur. Ég leyndi ekki tárum mínum þeg- ar ég frétti af andláti hennar en hún var fegin, veit ég að hún er núna hjá guði en ekki hérna að þjást á spítala. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Þitt barnabarn Lárus. Gáfuð, stolt, ósérhlífin og mikill harðjaxl. Talaði tæputungulaust, gat verið hvöss, hjartað var úr gulli og hjálparhöndin ávallt útrétt og hlý. Hún hafði mikla kímnigáfu og gerði óspart grín að sjálfri sér, alveg undir það síðasta. Einstök kona og litríkur persónuleiki. Vei þeim er hallmæltu nokkrum manni í hennar eyru. Þannig var Unnur. Hún var mamma hennar Nönnu, hana hef ég átt fyrir góða vinkonu eins langt aftur og ég man. Sand- gerði var hálfgerð sveit í þá daga þegar við kynntumst. Í minningunni var fólkið í götunni eins og ein stór fjölskylda. Ég var aufúsugestur á heimili Unnar, hún var mér undur- góð. Við Nanna vorum aðeins sjö ára gamlar þegar pabbi hennar lést í sjó- slysi árið 1960. Hann var fyrri maður Unnar sem þá var ófrísk af þeirra fjórða barni, einn son höfðu þau misst í frumbernsku. Já, lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Unni en alltaf stóð hún teinrétt og lét engan bilbug á sér finna. Unnur elskaði þennan árstíma, „kærkomið vorið“, þegar fuglarnir kyrja ástarsöngva og gróðurinn vaknar til lífsins með sinni einstöku angan í loftinu. Ég sé hana fyrir mér með pensil eða hamar að dytta að eða á fjórum fótum í moldinni við að planta og huga að gróðrinum. Lausa- ganga kinda var í þá daga daglegt brauð, ég man eftir minni konu í miklu uppnámi þegar kindurnar komust í garðinn og gæddu sér á blómunum hennar. Heimili hennar var eins og fagurt listaverk. Hún var sannur listamað- ur, hvað sem hún tók sér fyrir hend- ur. Allt lék í höndunum á Unni. Ég var heimagangur hjá henni og þegar Unnur mín saumaði falleg föt á Nönnu fyrir jól eða aðra viðburði, þá munaði hana ekkert um að gera slíkt hið sama fyrir mig. Þetta fannst henni sjálfsagt og mér kannski einn- ig, en í dag geri ég mér grein fyrir þvílík góðverk hún gerði mér. Sjúkrahúslegan var ekki löng, hún tók fréttum um beinkrabba af sama æðruleysi og hafði einkennt hana allt lífið. Öll fjölskyldan umvafði hana ást og umhyggju, eins og hún hafði sjálf sáð frá upphafi. Það er komin kveðjustund. Unnur bað mig að lofa sér að ég myndi ekki gráta hana. Ég sagðist ekki geta lof- að því. Núna leyfi ég því tárunum að renna á meðan ég rita þessi orð. Þetta eru tár ástar og virðingar gagnvart góðri konu sem ég var svo lánsöm að fá að kynnast. Ég þakka Unni samfylgdina og sendi fjölskyldunni einlægar samúð- arkveðjur. Í ást og friði, Svala. Elsku amma og langamma. Nú ert þú farin í þína hinstu ferð og mun þín verða sárt saknað. Við sem eftir sitj- um munum eftir þér sem sterkri konu sem var ekki hrædd við að tak- ast á við krefjandi verkefni en þannig lifðir þú þínu lífi. Þú varst litríkur einstaklingur og munt þú setja þitt mark í efri hæðum ef við þekkjum þig rétt. Þú áttir í mér, Nonna, hvert bein. Ég fæddist í rúminu þínu fyrir 39 árum og hef alltaf haldið mikið upp á þig. Það er ekki skrítið, þú hef- ur alltaf verið mér einstaklega góð amma. Ég var mikið hjá þér sem barn um helgar og síðar oft á sumrin enda varst þú ekki slæm fyrirmynd fyrir ungan mann. Hörkuna og dug- inn hef ég án efa frá þér og hefur það hjálpað mér mikið. Það var alltaf ánægjulegt að koma til þín á Uppsalaveginn en þangað komum við einmitt oft á sunnudags- morgnum því alltaf var heitt á könn- unni og oftar en ekki pönnukökur. Eiður og Sævar sem eiga margar ömmur aðgreindu þig með því að gefa þér nafnið amma pönnukaka. Þú komst oftar en ekki færandi hendi í heimsóknir til okkar nú síðast í nóvember þegar við vorum með smáafmæliskaffi fyrir Nönnu Soffíu. Þér fannst þessi húsmóðir hafa í nógu að snúast svo þú kíktir á hann Sigurjón á leiðinni yfir og komst með fullan bakka af góðgæti úr bakaríinu. Þú varst alltaf að föndra eitthvað. Mála á leir, sauma þér föt, breyta föt- um og gera fínt hjá þér. Þú hafðir dá- læti á fallegum hlutum og bjargaðir oft á tíðum lítillega gölluðum hlutum neðan úr Draumalandi. Það eigið þið Nanna sameiginlegt að vera miklir fagurkerar. Þér vil ég (Harpa) sér- staklega þakka nokkur vel valin orð sem þú áttir við mig á nýhöfnu ári sem gáfu mér kraft til að takast á við erfiðleika og ákveðni til að gera það sem mig langaði til að gera. Margt hefur þú upplifað og alltaf staðið teinrétt upp þannig að ráðleggingar frá þér eru nú oftast ekki af verri endanum. Þú varst alltaf ákveðin og það duldist engum hvaða skoðanir þú hafðir á þínum hjartans málum. Þeg- ar þú ræddir þau gat þér orðið heitt í hamsi en mikið gat það nú samt verið gaman. Veikindi þín vörðu í raun af- skaplega stutt og getum við þakkað fyrir það. Þannig hefðir þú viljað hafa það. Oft ræddum við við þig um að selja nú húsið sem var orðið erfitt fyrir þig og flytja til Keflavíkur en nei, það var ekki það sem þú vildir. Þetta var húsið sem þú byggðir og þarna hafðir þú alið upp öll þín börn og þaðan færir þú ekki. Það varð allt- af lokaniðurstaðan. Góða ferð, elsku amma pönnukaka. Við munum sakna þín mikið. Jón, Harpa, Eiður Björgvin og Sævar Logi. Unnur Lárusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.