Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 11 FRÉTTIR NÝLEGA rakst göngumaður í Öskjuhlíð á gömul skotfæri við göngustíg. Hann tilkynnti fundinn til lögreglu sem fór strax á staðinn. Lögreglan kallaði til sprengju- sérfræðinga Landhelgisgæslunnar. Í ljós kom að um var að ræða um- talsvert magn af riffil- og skamm- byssuskotum, allt merkt ártalinu 1941 auk þess sem þarna voru fos- fórblys sem geta verið mjög vara- söm. Svo lítur út sem skotfærin hafi verið urðuð þarna á stríðsárunum, en þá voru sem kunnugt er, mikil hernaðarumsvið við Reykjavík- urflugvöll. Allt efnið var grafið upp, fjarlægt og því eytt af sprengjusérfræðingum Landhelg- isgæslunnar. Þeim tilmælum er beint til almennings, að þeim sem kynnu að rekast á sprengjur eða skotfæri að hreyfa ekki við hlut- unum heldur hafa tafarlaust sam- band við lögreglu. Skotfæri fund- ust í Öskjuhlíð BOÐIÐ verður upp á gönguferð á Reykjanesi laugardaginn 31. maí og hefst gangan kl. 11. Gengið verður um hluta Selvogsgötunnar, gömlu þjóðleiðina milli Hafn- arfjarðar og Selvogs. Um er að ræða 3.-4. klukkustunda gönguferð frá Kaldárseli í áttina að miðbæ Hafnarfjarðar og endað í Lækja- botnum. Tekin verður rúta til baka frá Kaldárseli. Rútugjald er 500 kr. Á þessu svæði er margt að skoða m.a. Búrfell og Búrfellshraunið, hellar, sel og gömul fjárhús og mannvirkjaleifar. Leiðsögumaður verður með í för og mun veita fróð- leik um það sem fyrir augu ber á leiðinni. Gönguferð um Reykjanesið AÐALFUNDUR Verslunarmanna- félags Austurlands samþykkti ein- róma tillögu stjórnar félagsins um sameiningu við VR og stofnun sér- stakrar deildar VR á Austurlandi. Í Verslunarmannafélagi Austur- lands, VFA, eru um 400 félagsmenn sem verða félagsmenn í VR með öll- um þeim réttindum sem því fylgir. Á síðustu fimm árum hafa fimm verslunarmannafélög sameinast VR. Að lokinni atkvæðagreiðslu um sameininguna var haldinn stofn- fundur deildar VR á Austurlandi þar sem kosin var 3ja manna stjórn. Formaður deildarinnar er Kristín M. Björnsdóttir sem gegnt hefur formennsku í Verslunarmanna- félagi Austurlands. Sameiningin tekur gildi frá og með 1. júní nk. VFA sameinað VR Á MORGUN verða teknar í notk- unhraðamyndavélar á Reykjanesi, en þær eru við Garðskagaveg og Sandgerðisveg. Tilgangurinn er að draga úr ökuhraða og fækka um- ferðarslysum. Umferðarörygg- isáætlun er hluti samgönguáætl- unar. Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot eru sendar sam- stundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða. Myndatökuna hefur Persónu- vernd heimilað. Mynda hraða STUTT HEKLURÁÐSTEFNA verður hald- in á Heklusetrinu á Leirubakka laugardaginn 31. maí kl. 15-18. Ráðstefnan er tileinkuð dr. Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og Heklurannsóknum hans. Á ráðstefnunni munu jarðfræð- ingarnir Páll Einarsson, Sigurður Steinþórsson, Guðrún Larsen og Guðrún Sverrisdóttir fjalla um Heklu og rannsóknir dr. Sigurðar á fjallinu. Eftir ráðstefnuna verður efnt til kvöldskemmtunar sem hefst kl. 20, þar sem samferðamenn segja frá lífi og starfi Sigurðar. Boðið verður upp á fjögurra rétta hátíða- kvöldverð úr úrvalshráefni af land- mannaafrétti, önd, lambasteik og sérstakan Heklueftirrétt. Dr. Sig- urður var sem kunnugt er mikið ljóðskáld og eftir hann liggja lög á borð við Vorkvöld í Reykjavík, Þórsmerkurljóð og Að lífið er skjálfandi lítið gras, svo nokkur séu nefnd. Sérstök áhersla verður lögð á ljóða- og textagerð hans og mun sönghópurinn Góðir grannar úr Rangárþingi flytja ljóð hans og stýra fjöldasöng. Ráðstefnan og fyrirlesturinn eru öllum opin meðan húsrúm leyfir. Kvöldskemmtun og ráð- stefna tileinkuð dr. Sigurði Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 14. júní 1975 Dr. Sigurður Þórarinsson útskýrir jarðfræði Þingvallasvæð- isins fyrir Karli Gústafi Svíakonungi á barmi Almannagjár. 31. maí - 1. júní HÁTÍÐ HAFSINS Fiskiveisla - Furðufiska sýning - Fr önsk freigá ta - Leiktæ ki fyrir bör n- Söngvake ppni barna Meistarakok kur frá Bilba o - Sjómann alagahátíð - Knattspyrnu keppni skips hafna. www.ha t i dha f s i n s . i s H 2 hönnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.