Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „TENGSLANETS-ráðstefnurnar eru vettvangur til þess að efla sam- stöðu kvenna og skapa vettvang fyrir frjóar umræður sem skila einhverju út í samfélagið,“ segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við laga- deild Háskólans á Bifröst og stjórn- andi núorðið stærstu ráðstefnu, sem haldin er í viðskiptalífinu. Tengslanet IV – völd til kvenna ráðstefnan, sem nú fer fram í fjórða sinn hefst á Bifröst á morgun og stendur fram á föstudag. Hátt í 500 konur sækja ráðstefnuna í ár og er það metþátttaka, en á fyrstu ráð- stefnunni, sem fram fór fyrir fjórum árum voru um 160 þátttakendur. Bif- röst fagnar 90 ára afmæli sínu í ár og segir Herdís gleðiefni að ráðstefnan sé haldin á afmælisárinu. Hún var síðast haldin 2006 en hafði fram að því verið árviss viðburður. Aukning þátttakenda hefur verið um 60% á ári frá því að hún var fyrst haldin 2004. En hvers konar ráðstefna er Tengslanetið? Herdís bendir á að sérstaða ráðstefnunnar sé að hún gangi þvert á stétt og stöðu, pólitíska ása og aldur kvenna, en í ár eru kon- urnar sem taka þátt á aldrinum 20-80 ára. Þverpólitískur andi svífi yfir vötnum á Tengslanetinu. „Þetta kom fram strax á fyrstu ráðstefnunni. Þar sátu í pallborði fyrrverandi andstæð- ingar í stjórnmálum, þær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Inga Jóna Þórðardóttir,“ segir hún. Meðal þátt- takenda í ár séu lögmenn, dómarar, prófessorar, blaðamenn, tannlæknar, húsmæður, bændur, framkvæmda- stjórar, ömmur, námskonur, flug- freyjur, prestar, leikskólakennarar og rithöfundar svo eitthvað sé talið. Herdís segir að hin góða þátttaka í ráðstefnunni sýni að mikil þörf sé á henni. „Ég held að það sé þörf fyrir að fá fróðleik og alþjóðlega strauma beint í æð,“ segir Herdís og vísar til aðalfyrirlesara ráðstefnunnar, sem jafnan hafa komið frá útlöndum. Herdís segir að á ráðstefnunni hafi hún ávallt upplifað mikla gleði og ákafa. „Umræðan hefur ekki snúist upp í þvarg, heldur er eldmóður í konunum. Ég held að þetta sé nokk- uð sem einkennir kvennabaráttu þegar hún er í réttum farvegi. Þessi gleði og samstaða hefur haldist allt frá fyrstu ráðstefnunni,“ segir hún. Konur hafi þörf fyrir að mynda með sér tengslanet, líkt og þekkt er að karlmenn gera sín á milli. Karlar hafi verið of lengi við völd og aðeins hleypt fáum konum að. „Karlar hafa hleypt einni og einni konu að og sú kona þá orðið einskonar tákngerv- ingur fyrir að konur séu þátttak- endur. Þá er hægt að benda á konuna einu og segja, jú, víst er kona í stjórn hjá okkur,“ segir Herdís. Karlar með sinn reynsluheim Staða kvenna í samfélaginu sýni þörfina fyrir að konur komi saman og ræði málin. Enn er langt í land með að konur njóti jafnra kjara og karl- menn. Konur komi almennt ekki að ákvörðunartökuferli í efstu lögum og það hafi áhrif. „Karlar nálgast hlut- ina út frá sínum reynsluheimi og hagsmunum. Þeir geta ekki talað fyr- ir okkur. Það verðum við að gera sjálfar,“ segir Herdís. Ákveðnum markmiðum jafnréttislaganna, t.d. þeim sem kveða á um samræmingu þátttöku á vinnumarkaði og fjöl- skylduábyrgðar, verði ekki náð nema konur eigi þar stærri hlut að máli en nú er. Ég held að konur séu orðnar langþreyttar á að hlutirnir gerist æ ofan í æ á forsendum karla. En það þýðir ekki að hagsmunir kynjanna séu endilega andstæðir.“ Herdís segir að jafnréttisstarf sé mannréttindabarátta. „Mannrétt- indabarátta er ekki háð þeim tilgangi að tryggja eigin hag heldur til þess að skapa betra samfélag,“ segir hún og bætir við að konur megi ekki vera hræddar við að standa saman. „Kon- ur óttast stundum að ef ein kona kemst að sé ekki pláss fyrir fleiri. Það er ekki langt síðan konur voru hræddar við að koma saman og ræða opinskátt um jafnrétti og kvenfrelsi. Þá var það skammaryrði að vera femínisti, en þetta hefur breyst,“ segir Herdís, sem sjálf átti þátt í stofnun Femínistafélags Íslands árið 2003. En getur ráðstefna sem þessi haft áhrif? „Hún hefur þegar haft áhrif,“ segir Herdís og bendir á ályktanir sem Tengslanets-ráðstefnurnar hafi sent frá sér. Vísar hún m.a. til þess að lögum um hlutafélög hafi verið breytt í kjölfar ályktunar Tengsla- nets III um konur í stjórnir fyr- irtækja. Þá komi fram í stjórnarsátt- mála núverandi ríkisstjórnar að afnema beri launaleynd, en ályktun um þetta var samþykkt á Tengsla- neti II árið 2005. 500 konur sækja ráðstefnu um Tengslanet kvenna Morgunblaðið/Jim Smart Kvenréttindakona Fræðikonan Germaine Greer var aðalfyrirlesari á síðustu Tengslanetsráðstefnu. Hún sést hér í miðið ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og Herdísi Þorgeirsdóttur, skipuleggjanda Tengslanetsins. Vettvangur til að efla samstöðu kvenna og skapa frjóar umræður Í HNOTSKURN »Ráðstefnan Tengslanetkvenna er nú haldin í fjórða sinn. »Hún fer fram í Háskólanum áBifröst. »Yfirskrift ráðstefnunnar erkonur og réttlæti. »Stjórnandi og skipuleggjandiTengslanetsins frá upphafi er dr. Herdís Þorgeirsdóttir pró- fessor. FJÖLMARGT verður á dagskrá Tengslanets í ár, en yfirskrift ráð- stefnunnar að þessu sinni er Konur og réttlæti. Fjöldi kvenna af ýmsum sviðum samfélagsins verður með framsöguerindi í tengslum við meg- inþemað. Meðal þess sem þátttakendur takast á hendur er ganga á Grá- brók á morgun. Þegar á fjallið er komið heldur Steinunn Sigurð- ardóttir rithöfundur fjallræðu. Þá verður haldið í rútum að Hreðavatni þar sem framreiddur verður kvöldverður við langeld og þekktar konur úr stjórnmálum og atvinnulífinu taka til máls. Á föstudaginn verða haldnir fyr- irlestrar aðalfyrirlesara á Bifröst og að þeim loknum fara fram pall- borðsumræður. Efni pallborðanna eru mörg og mismunandi. M.a. verður rætt um kvenorkuna í atvinnulífinu, for- eldra og fyrirvinnur, réttlæti og pólitíska rétthugsun og nýjar leik- reglur í þágu lýðræðis. Ráðstefnunni lýkur síðdegis á föstudag með móttöku hjá utanrík- isráðherra. Gengið á Grábrók AÐALFYRIRLESARI ráðstefn- unnar í ár er Judith Resnik, pró- fessor í lögum við Yale-háskóla. Resnik hefur skrifað um fem- ínisma, dóm- stóla og um réttarríkið. „Hún er sögð vera mjög lif- andi og skemmtilegur fyrirlesari,“ segir Herdís um Resnik, sem út- nefnd var fremsti fræðimaður á sviði lög- fræði í Bandaríkjunum árið 2008 af bandarísku lögmannasamtök- unum. Erindi Resnik nefnist Jus- tice in Jeopardy, eða Réttlæti stefnt í voða. Þá heldur fyrirlestur Maud de Boer Buquicchio, annar fram- kvæmdastjóra Evrópusambands- ins. Hún er mjög mikill mann- réttindasinni og heldur víða framsögur um réttindi barna, kvenna og um réttindi almennt. Réttlæti stefnt í voða Judith Resnik Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is BANDALAG háskólamanna lýsti í gær yfir óánægju með þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við yfirstandandi kjarasamningagerð af hálfu samninganefndar ríkisins. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir gagnrýni fyrst og fremst beinast að því að í samningaviðræðunum stilli samninga- nefnd ríkisins viðsemjendunum upp við þá einu valkosti að samþykkja eða hafna þeim samn- ingum sem ríkið hefur gert við aðra. Annað hvort beri þeim að gangast inn á samning eins og þann sem gerður var við BSRB og SGS án frekari útfærslu, eða að hafna því tilboði. Slík- ur samningur þýddi umtalsverða kaupmáttar- skerðingu fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM. Vilja fremur prósentuhækkanir Aðildarfélög BHM eru 25 talsins og fara hvert um sig með samningsumboð fyrir sína fé- lagsmenn. Þau hafa falið BHM umboð til að ræða sameiginleg málefni félaganna við samn- inganefnd ríkisins. „Bandalag háskólamanna túlkar þessi vinnubrögð samninganefndar ríkisins sem yf- irlýsingu um að aðkoma aðildarfélaga banda- lagsins að samningaviðræðum sé óþörf. Banda- lagið sættir sig ekki við að umboð aðildarfélaga þess til samningagerðar sé virt að vettugi á þennan hátt,“ segir í yfirlýsingu frá bandalag- inu í gær. Spurð um innihald samninganna sem BHM gerði við BSRB, segir Guðlaug að þeir hafi ekki mælst vel fyrir. Krónutöluhækkunin sem boðin sé væri ávísun á kaupmáttarskerðingu félagsmanna aðildarfélaga BHM. Aðstæðurn- ar séu ólíkar hjá BHM og BSRB vegna mis- munandi launauppbyggingar. Að sögn hennar vilji félagsmenn yfirleitt leggja áherslu á pró- sentuhækkanir fremur en krónutöluhækkanir. BHM félögin fóru upphaflega fram á að samið yrði til 11-12 mánaða en ríkið hefði eingöngu viljað ræða samning til þriggja og hálfs árs. Tilboðið ávísun á minni kaupmátt  Bandalag háskólamanna mótmælir harðlega vinnubrögðum samninganefndar ríkisins  „Bandalagið sættir sig ekki við að umboð aðildarfélaga þess til samningagerðar sé virt að vettugi“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ósátt BHM gagnrýnir ríkið fyrir að bjóða ein- göngu samning eins og gerður var við BSRB. Í HNOTSKURN »Bandalag háskólamanna er samtök 25stéttarfélaga háskólamenntaðra starfs- manna. Þar af semja 23 félög beint við rík- ið. »Um miðjan maí lýsti aðalfundur BHMyfir áhyggjum vegna þeirrar pattstöðu sem samningaviðræður við ríkið væru komnar í. »Ríkið samdi við BSRB um 20.300 krónahækkun taxta. Að mati BHM myndi slík hækkun leiða til skerðingar á kaupmætti. ÁÆTLAÐ hefur verið að kjarasamningur rík- isins við BSRB um 20.300 króna hækkun allra launataxta frá 1. maí feli í sér um 9% með- alhækkun launa félagsmanna í BSRB, sam- kvæmt upplýsingum BHM. Að mati BHM myndi slíkur samningur aðildarfélaga þess þýða um 6% hækkun launa BHM-félaga vegna þess að launaröðunin sé ólík á milli bandalag- anna. Gangi spár um verðbólgu eftir myndu þessar hækkanir leiða til rýrnunar á kaup- mætti BHM-félaga á samningstímanum að mati BHM. Stjórnvöld hafa ekki birt upplýs- ingar um kostnað samninganna við BSRB og Starfsgreinasambandið, þar sem enn hefur ekki verið samið við mörg félög. Á almenna vinnumarkaðinum er litið svo á að krónutölu- hækkunin í BSRB-samningunum að við- bættum hækkunum í styrktarsjóði o.fl. þýði að meðaltali ríflega 10% hækkun á launakostnaði ríkisins. Hjá SGS sé meðalhækkunin 7%. Hækkunin metin 9 til 10%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.