Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 9 FRÉTTIR „ÞAÐ ER augljós fengur fyrir okk- ur að fá menn eins og Ara aftur heim til starfa og hann uppfyllir viðmið valnefndarinnar og er verð- ugur handhafi hvatningarverð- launa vísinda- og tækniráðs 2008,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra, eftir að hafa veitt Ara Kristni Jónssyni verðlaunin í gær. Verðlaunin eru ein þau helstu sem veitt eru fyrir vísindaafrek á Íslandi og nemur verðlaunaféð tveimur milljónum króna. Fimm eiga sæti í dómnefnd og barst þeim 21 tilnefning að þessu sinni. Verðlaunin eru veitt efnilegum vísindamönnum og hlaut Ari Krist- inn, sem er tölvunarfræðingur og deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskóla Reykjavíkur, verðlaunin fyrir rannsóknir á gervigreind. Ari Kristinn á að baki við- burðaríkan vísindaferil. Hann lauk doktorsnámi frá Stan- ford-háskóla í Bandaríkjunum, ein- um öflugasta háskóla heims, og fjallaði í doktorsritgerð sinni um notkun gervigreindar við sjálfvirka áætlanagerð og ákvarðanatöku. Fór fyrir þróunarteymi NASA Ari hóf því næst störf hjá Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna (NASA), þar sem hann kom að þró- un á „Remote Agent“-hugbún- aðinum sem stjórnaði Deep Space One-geimfarinu í maí 1999 í „vel heppnaðri tilraun til að láta gervi- greind stjórna geimfari“, eins og rakið er í umsögn dómnefndar. Ari Kristinn fór síðan fyrir fjöl- mennum hópi vísindamanna hjá NASA við þróun á hugbúnaðinum MAPGEN sem var, ásamt öðrum hugbúnaði, notaður á jörðu niðri við að stjórna könnunarjeppunum Spirit og Opportunity, sem lentu á reikistjörnunni Mars 2004. Segir í umsögninni að leiðang- urinn hafi kostað um einn milljarð dollara, eða rúma 72 milljarða króna, og að það hafi verið mat þeirra sem stjórnuðu honum að MAPGEN-hugbúnaðurinn hafi auk- ið afköst jeppanna um 15-40%. Ari Kristinn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, þ.á.m. verðlaunin „Outstanding Research Paper Award“ á al- þjóðlegri gervigreindarráðstefnu árið 2000 og hjá NASA fékk hann bæði „Space Act Award“ og „NASA Administrator’s Award“ fyrir MAPGEN-hugbúnaðinn. Ari Kristinn hóf í fyrra störf hjá Háskólanum í Reykjavík og hefur síðan m.a. átt þátt í að koma á sam- starfi við Kaupmannahafnarhá- skóla um sjálfvirka stýringu mæli- tækja á Grænlandi og samstarfi við Reiknistofu í Veðurfræði og fleiri um notkun á hermun og gervi- greind til að meta og stýra áhrifum loftslags á framleiðslu, dreifingu og notkun orku, svo eitthvað sé nefnt. Fær hvatningarverðlaunin fyrir þróun gervigreindar Morgunblaðið/Valdís Thor Heiðraður Ari Kristinn Jónsson ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra. Hvatningarverðlaunin eru á meðal helstu vísindaverðlauna landsins. Í HNOTSKURN »Ari Kristinn, sem er fæddur áAkureyri 1968, lauk BS-prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands 1990 og ári síðar BS-prófi í tölv- unarfræði við sama skóla. »Hann fór í framhaldsnám íStanford University og lauk þaðan MS-prófi 1995 og svo dokt- orsprófi árið 1997. UM 50 manns, þar á meðal ýmsir hagsmunaaðilar, sóttu málþing um neytendavernd barna í gær. Málþing- ið fór fram á vegum umboðsmanns barna og tals- manns neytenda. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segir mál- þingið hafa verið árangursríkt. „Þetta var ólíkur hópur og skiptar skoðanir en mjög mikilvægar og að ég tel árangurs- ríkar umræður,“ segir hún. Undanfarin tvö ár hafa umboðs- maður barna og talsmaður neyt- enda í sameiningu unnið að tillögum um neytenda- vernd barna, þar sem tekið er á tak- mörkun á markaðssókn sem beinist að börnum. Meðal þess sem skoðað hefur verið er markaðssókn í skólum, auglýsing- ar sem beinast að ungum börnum í sjónvarpi og sælgæti við afgreiðslu- kassa matvörubúða. „Helstu hagsmunasamtök atvinnu- rekenda hafa verið með í ráðum und- anfarna mánuði og mættu fulltrúar þeirra á málþingið. Einnig fulltrúar sjónvarpsstöðva og ýmissa stofnana, almannasamtaka og sveitarfélaga,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Ekki voru gerðar sérstakar sam- þykktir á málþinginu í gær, en að sögn Margrétar Maríu og Gísla Tryggvasonar kom fram sú ósk að samráðstími við hagsmunaaðila yrði lengdur. Margrét María segir að þetta verði skoðað á næstu dögum og þá komi í ljós hver verði næstu skref í málinu. Líklegast sé þó að samráðinu verði haldið áfram til þess að auka líkur á að ná heildarsátt um málin. Leiðbeinandi reglur Gísli segir að flestir séu á því að sú nálgun sé rétt að setja leiðbeinandi reglur um markaðsáreiti gagnvart börnum, fremur en t.d. að beita laga- setningu. Mismikil sátt sé þó um ein- stök mál. „Sem dæmi um mál sem mikil sátt er um er markaðssókn gagnvart börnum í skólum,“ segir hann. Fólk sé nokkuð á einu máli um að slíkt eigi ekki að viðgangast. Önnur mál séu þó umdeildari, líkt og hvort banna eigi auglýsingar í barnatíma sjónvarps og sölu sælgætis við búðarkassa. Skiptar skoðanir um vernd barna Í HNOTSKURN »Á málþingi sem umboðs-maður barna og talsmaður neytenda héldu ásamt samtök- unum Heimili og skóli í mars 2006 kom fram að frekari mörk þyrfti að setja við markaðssókn sem beinist að börnum. »Nú hafa verið unnar tillögurhjá embættunum sem leitast við að ná jafnvægi milli ólíkra sjónarmiða sem komið hafa fram hjá tugum hagsmunaðila, stofn- ana og sérfræðinga. Margrét M. Sigurðardóttir Gísli Tryggvason MM ACCESORI LAGARSALA - OUTLET LAUGAVEGI 51           !"#$%&'( &)*+(+, -+  *,. /0000000001        ,     2 3  1   14  /000000000 1  211       /0000001     !   5/67  8  9 !     8    7  2 25/6 7     2 1 2  9   - 9 1 2   :;</.   =:06> 71?11  2 @/6?11 2  2         2   1   A02  :00B1 11  &'(  C C C   ##0B 0/A0 # #00000=/00D     &'(  C C C 2  1    14 > :B 2 :00B E2 7    71 14  &'(  C C C  -  9 1< 1 :<=//)81 1 F   71   14   9  < :B2 :00B F   7   7 2     ?          <G 3 A0<=0/)81 1  2     HHH 2 1    )81 1<:B2 :00B -  9 1 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Pils og toppar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.