Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 19
Við verðum alltaf jafn hissaþegar þessi tala kemurupp eina ferðina enn hjáokkur,“ segir Rut Hilmarsdóttir en galdurinn í lífinu hefur hagað því þannig að hún og eiginmaður hennar Sindri Guðnason eru bæði fædd þann tuttugasta og fyrsta, þó ekki sé það í sama mán- uðinum. „Ég er fædd 21. júlí en mað- urinn minn er fæddur 21. júní. Síðan eignaðist ég frumburðinn son okkar á afmælisdeginum mínum hinn 21. júlí. Seinna barnið okkar, dóttirin, fæddist síðan 21. febrúar. Þetta er svolítið merkilegt vegna þess að börnin okkar áttu hvorugt að fæðast á þessum dögum sam- kvæmt sónarskoðun. Strákurinn átti að fæðast 10. ágúst, þannig að hann kom þónokkuð fyrir tímann, kannski til þess eins að fæðast á þessum degi. Stelpan átti að fæðast 14. mars og okkur fannst það auðvitað svolítið stílbrot fyrst við vorum orðin þrjú með þennan tuttugasta og fyrsta dag. En hún stóð sig heldur betur og kom rúmum tuttugu dögum fyrir áætlun, til að ná réttri dagsetningu. Þá urðum við óneitanlega svolítið hissa. Samt voru þau hvorugt fyrir- burar, þau fæddust í raun á réttum tíma. Ef ég eignast þriðja barnið þá væri magnað ef það næði að fæðast á 21. degi einhvers mánaðar.“ Rut játar að henni finnist þetta allt saman svolítið skrýtið. „Ég er ekki viss um að það séu til margar fjöl- skyldur þar sem allir eru fæddir 21. dag einhvers mánaðar. Auk þess á ég systur sem er fædd 21. ágúst, og ef maður veltir þessu enn frekar fyrir sér þá eru þessir fæðingardagar, mannsins míns, minn, sonar míns og systur minnar, með mánaðar millibili og koma í röð, það er að segja í júní, júlí og ágúst.“ En talan tuttugu og einn límir sig ekki aðeins við fæðingardagana í fjöl- skyldunni. „Í fyrra keyptum við okk- ur hús í Garðabænum og ótrúlegt en satt, það er númer 21. Þegar mað- urinn minn var að fara yfir kaup- tilboðið tók hann eftir þessu og hringdi strax í mig og sagði mér þessi ólíkindi. Auk þess er póstnúmerið í Garðabænum 210. Okkur fannst þetta alveg frábært og við gerðum náttúrlega ráð fyrir að húsið væri þar með ætlað okkur, enda lönduðum við samningnum.“ Gaman væri að prófa að spila Rut segir að hún hafi farið til London fyrir skömmu á árshátíð og þá hafi hún lent í herbergi númer 21. „Mér fannst þetta skemmtilegt en ég er næstum hætt að kippa mér upp við þetta. Það er eins og þessi tala elti mig. Ég fór til dæmis í sund ein- hverju sinni og þá beið eftir mér lykill númer 21. Og þegar ég fór í viðtal á leikskóla dóttur minnar um daginn kom í ljós að hún var númer 21 á list- anum.“ Vissulega má velta fyrir sér hvort örlaganornirnar séu að gera grín eða einfaldlega minna á að ekkert er til- viljun. Rut er frekar jarðbundin og æðru- laus með þessa skemmtilegu teng- ingu fjölskyldunnar við þessa tölu og segir að þau geri ekkert í því að fylgja henni, þau hafi til dæmis ekki fengið sér einkanúmer á bílinn með tölunni 21. En þar sem talan 21 er álitin lukkutala og sumir segja að hún komi oft upp í lottóinu er ekki úr vegi að spyrja Rut að því hvort þau séu ekki farin að hafa tröllatrú á þessari tölu. „Ég spila ekki í lottóinu en ég hef oft hugsað um hvort ég ætti að fara í spilavíti og spila fjárhættuspil sem kennt er við 21 og veðja á þessa tölu fjölskyldunnar. Það væri gaman að sjá hvað kæmi út úr því.“ Örlagatalan 21 eltir fjölskylduna Morgunblaðið/G.Rúnar Örlagatalan Sindri, Halldóra Helga, Rut og Jakob Auðunn heima við húsið sitt sem hefur sömu tölu og afmælisdagar þeirra allra. Í sundferð fær hún lyk- il númer 21 og í útlönd- um fær hún hótelher- bergi með sama núm- eri. Allt óumbeðið. Allir í fjölskyldunni eru fæddir 21. dag einhvers mánaðar. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti konu sem happa- tala límir sig við. „Ég hef oft hugsað um hvort ég ætti að fara í spila- víti og spila fjárhættuspil sem kennt er við 21.“ |miðvikudagur|28. 5. 2008| mbl.is daglegtlíf GLEÐI og hamingja skein úr andliti barna sem hoppuðu og skoppuðu um í skemmtigarðinum Liseberg í Gautaborg í Svíþjóð 17. maí sl. Sum létu sig ekki muna um að fara eina svaðilför í viðarrússíbananum Baldri á meðan aðrir létu sér nægja afslöppunargöngu um garðinn. Börnin voru þátttakendur í árlegri dagsferð Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna og Icelandair en félögin buðu um hundrað krabba- meinssjúkum börnum og nánustu aðstand- endum í dagsferð í þennan stærsta skemmti- garð Norðurlanda. Börn sem og fullorðnir virtust skemmta sér konunglega enda var mikill spenningur fyrir ferðinni að sögn Óskars Arnar Guðbrands- sonar, framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. „Þetta var æðislega gaman, sólin skein og krakkarnir nutu dagsins í botn þótt hann væri bæði langur og strembinn.“ Hann segir ferðina einn stærsta viðburð árs- ins hjá félaginu. „Það er dýrmætt að geta gefið fólki tækifæri til að breyta um umhverfi einn dag til að hugsa um eitthvað annað en þetta daglega streð sem óneitanlega fylgir veikind- unum.“ Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað árið 1991 af foreldrum barna með krabbamein. Árlega greinast að meðaltali tíu til tólf börn og unglingar 18 ára og yngri með krabbamein á Íslandi og er markmið félagsins meðal annars að styðja við bakið á þeim og að- standendum þeirra, bæði fjárhagslega og fé- lagslega. Líf og fjör í Liseberg Fjör Salíbunuferðin var hressandi í sólinni. Gaman Börnin nutu dagsins. Tívolí Þessi uppskar stóran sæl- gætisdúnk í Svíðþjóð. VÍSNAHORNIÐ Þingeyingar og andagift Rúnar Kristjánsson áSkagaströnd yrkir um breyttan tíðaranda: Þingeyingar þekktu forðum þroskavænleg sjónarmið. Sýndu kraft í önn og orðum, áttu þjóðar vænsta lið. Unnu á vanda þúsund þrauta, þéttir tóku margan slag. Prúðir fylgdu Pétri Gauta, prýði klæddu landsins hag. Sérhver hugsjón hátt var metin, helguð stefnu í sigurátt. Fannst að öll var sýslan setin sannri trú á eigin mátt. Íslensk var þar andagiftin, orkan treyst við þjóðleg vé. Sjást nú afleit sinnaskiptin, sókn í erlent hringafé. Annar verri andi ræður, engin þingeysk reisn á ferð. Stóriðjunnar Bakkabræður birta rýra sálargerð. Enn sem fyrr á Mammons miðum margir ætla að vinna prik. Ættlerar á öllum sviðum æpa á gull og þjóðarsvik. pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.