Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 21
og breytast á misjöfnum hraða og eiga ekki að þurfa að hugsa um þetta. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef nokkur börn eru að leika sér saman í Wii Fit, eitt þeirra er þyngra en hin og fær að vita að það sé yfir kjörþyngd. Markmiðin sem slík eru góð en það er ekkert sér- staklega uppbyggjandi fyrir krakka að heyra að hann þurfi að léttast.“ Morgunblaðið/Frikki rækt Jafnvægisæfingarnar eru góðar til að styrkja kvið og bak á meðan þolæfing- arnar virka alls ekki. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 21 Þetta er sambærilegt við orðasambandið sýknt og heilagt. Eng- um dettur í hug að segja sýknt á heilagt. x x x Einhvern tímannvar Víkverja bent á að það bæri að- eins að nota orðið þó ef hægt væri að setja samt í staðinn. Ella ætti að nota þó að eða þótt. Víkverji hefur reynt að fara eftir þessu, en rekur sig ítrekað á það að jafn- vel virtustu pennar nota jöfnum höndum þó, þótt og þó að. Og þó. Kunningi Víkverja er lítt hrifinn af því þegar sagt er að einhver sé engum líkur og þykir það flat- neskjulegt. Hér sé ekki átt við mannjöfnuð og betur fari á að segja að Jón sé engu líkur, það sé á öðru plani, mun yfirgrips- og aðsóps- meira. x x x Gagnsæi málsins er mikilvægt ogaugljóst að upprunaleg merk- ing ýmissa orðasambanda hefur litla skírskotun í nútímasamfélagi. Allir vita til dæmis að það að vera kom- inn á fremsta hlunn merkir að vera í þann veginn að gera eitthvað, en færri vita að hlunnur merkir til dæmis tré eða hvalbein, sem notað er til að skorða skip. Það er því spurning hvort ekki sé ástæða til að nútímavæðingar á þessu sviði sem öðrum. Fyrir margt löngu hætti Flosi Ólafsson leikari að berjast í bökkum og fór að berjast í bönkum. Síðara orðasambandið er vitaskuld mun skiljanlegra nútímamanninum og skírskotar beint til reynslu hans, ekki síst um þessar mundir. Það er fremur fornt að tala um að of seint sé að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann, enda brunnar frem- ur fáséðir hér á landi. Ef hins vegar væri sagt að of seint væri að byrgja barinn þegar barnið væri dottið í það myndi það skiljast um leið. Föst orðatiltæki ogorðasambönd eiga það til að breyt- ast í tímans rás, jafn- vel þannig að þau verði merkingarlaus. Hvað merkir það til dæmis þegar talað er um að eitthvað gerist oft á tíðum? Er þá átt við að það geti gerst oft, sama hvaða árstíð er? Haft var fyrir Vík- verja að þarna væri á ferðinni tvítekning og rétt væri að segja oft og tíðum. Tvítekn- ingin er þarna stíl- bragð til áhersluauka.       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is ingastaði, vinnustaði eða heimili ætt- ingja og vina. Ástæður fyrir því að forðast tóbaksreyk eru margar, en í óbeinum reyk eru fleiri en 250 skað- leg efni og um 50 þeirra eru krabba- meinsvaldandi (þ. á m. ammóníak og blásýra). Óbeinar reykingar eru sér- staklega hættulegar börnum og auka hættuna á andarteppu, eyrnabólgu, lungnakvefi og lungnabólgu. Það skiptir því sköpum að gera umhverfið reyklaust, sérstaklega þar sem börn eru tíðir gestir. Til að aftra ungu fólki frá því að byrja að reykja er vænlegt að …  hafa skýrar reglur og viðurlög varðandi tóbaksnotkun. Þessi þáttur vegur einna þyngst til að skýra af hverju ungt fólk byrjar ekki að reykja.  ungt fólk viti hver raunveruleg út- breiðsla reykinga er, þ.e. að reyk- ingar séu ekki eitthvað sem „allir gera“. Að meðaltali telja krakkar í 10. bekk á Íslandi, sem reykja ekki að um 30% jafnaldra sinna reyki dag- lega. Af þeim sem reykja daglega of- meta hinsvegar níu af hverjum tíu fjöldann og telja hlutfallið vera 47% að meðaltali. Raunin er hinsvegar sú að aðeins um 11% af 10. bekkingum reykja daglega (ESPAD, 2007).  segja frá skammtímaáhrifum reykinga, svo sem andfýlu, minna þoli, lykt af fötum og meiri hættu á að fá bólur og gular tennur.  leggja áherslu á að hætt sé við að verða háður nikótíninu í sígarettum á nokkrum dögum. Hinn árlegi alþjóðlegi tóbakslausi dagur (eða „World no tobacco day“) er haldinn laugardaginn 31. maí og í ár er þemað „tóbakslaus framtíð“. Styðjum ungt fólk með því að nýta umræðuna til að draga enn frekar úr tóbaksneyslu á Íslandi. Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnis- stjóri fræðslumála hjá Lýðheilsustöð. 13:00 – 13:10 Setning – Ebba Þóra Hvannberg, forseti verkfræðideildar HÍ 13:10 – 13:25 Gunnar Svavarsson, alþingismaður og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, fulltrúi 20 ára verkfræðinga 13:25 – 13:40 Björn Margeirsson, doktorsnemi: Að hefja doktorsnám í verkfræðideild HÍ Meistaradagur verkfræðinnar fimmtudaginn 29. maí kl. 13:00 – 18:00 í VR-II, Hjarðarhaga 6 VERKFRÆÐISTOFNUN www.verk.hi.is » Stofa 158 Allir velkomnir www.verk.hi.is Dagskrá: 14:00 15:00 16:00 VERKEFNASTJÓRNUN (stofa 158) Kynning á verkefni fjöl- þjóðlegs hóps meistara- nema: A real life international project experience PM Board Game Umsjón: Helgi Þór Ingason Meistaravörn: Gréta María Grétarsdóttir Stjórnun vöruþróunar Leiðb.: Helgi Þór Ingason TÖLVUNARFRÆÐI OG HUGBÚNAÐARGERÐ (stofa 157) Meistaravörn: Guðmundur Freyr Tunerific. Gagnvirkur tónstillir fyrir farsíma Leiðb.: Jóhann P. Malmquist Meistaravörn: Anna Ólafsdóttir Björnsson Ubiquitous computing in parliament Leiðb.: Ebba Þóra Hvannberg Meistaravörn: Jónas Árnason Improving particle systems - Utilizing the GPU for general purpose programming Leiðb.: Hjálmtýr Hafsteinsson SAMGÖNGUR, SKIPULAG OG UMHVERFI (stofa 156) Meistaravörn: Helga Þórunn Gunnlaugsdóttir Burður vega á þáatíma - úrvinnsla falllóðsmælinga Leiðb.: Sigurður Erlingsson Kynning á meistaraverkefnum Sverrir Örvar Sverrisson Á slóðum borgarferðamannsins. Greining á landnotkun, umhverfi og stefnumótun ferðamennsku í Reykjavík Leiðb.: Sigríður Kristjánsdóttir, lektor LBHÍ, Trausti Valsson, prófessor RAFMAGNSVERKFRÆÐI (stofa 156) Meistaravörn: Páll Sigurjónsson Dreifing kennistærða rafgass í tíma og rúmi í háaflspúlsaðri segulspætu Leiðb.: Jón Tómas Guðmundsson JARÐVARMANÝTING (stofa 155) Meistaravörn: Oddgeir Guðmundsson Aðferðir við að greina útfellingar í varmaskiptum Leiðb.: Ólafur Pétur Pálsson Meistaravörn: Caixia Sun Feasibility study of geothermal utilization of Yangbajain field in Tibet Autonomous Region, P.R.China. Leiðb.: Páll Valdimarsson 17:00 – 18:00 Léttar veitingar og spjall 14:00 – 17:00 Meistaravarnir og kynningar á meistaraverkefnum ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 4 25 55 0 5/ 08

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.