Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.05.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2008 25 ÍSLENSKU krakkarnir stóðu sig svo vel á sviðinu í Belgrad að um tíma hélt ég að þau kæmust mjög of- arlega, gott ef þau myndu ekki vinna keppnina. En auðvitað ekki. Evróvisjón er orðin hlægileg uppákoma sem afhjúpar hversu miklir sveitamenn Evr- ópubúar eru og hve ríkri hefð einræði og þrælsótta menning okkar hvílir á. Ein tvö verstu lög keppninnar ruku fljótlega upp í tvö efstu sætin: Grikk- landslagið og hið rúss- neska. Vegna gæðanna? Ónei. Held- ur vegna pólitískra og landfræðilegra tengsla. Balk- anlöndin kusu Balkanlöndin. Gömlu kommúnistaríki Austur-Evrópu kusu önnur fyrrverandi gömul kommúnistaríki og svo auðvitað gömlu risaköngullóna sjálfa, Rúss- land. Kýpur kaus Grikkland og Tyrkland. Andorra sem er staðsett á Norður-Spáni kaus? Hvað haldið þið? Jú, auðvitað Spán. Og svo fram- vegis. Balkanlöndin og Norð- urlandaþjóðirnar eru einnig plebba- legar: Kjósa hver aðra í von um, að komast upp stigann á frændsemi. Ís- land gaf Danmörku 12 tig og Dan- irnir gáfu Íslandi 12 stig. En litla norræna spillingin náði ekki að standast sukk Austur- Evrópu. Eftir að lönd Austur- Evrópu urðu þátttakendur í söngva- keppninni hafa lönd gömlu V-Evrópu ekki átt séns í þessari keppni. Í A-Evrópu hefur aldrei þrifist lýð- veldi. Áður en Stalín hrifsaði lönd A-Evrópu undir sig og kom á rík- isspilltum komm- únisma ríktu einvaldar og harðstjórar. Lönd A-Evrópu lifa enn við hugarfar einræðis, ótta og spillingar þótt tíminn segi að lýðveldi og frelsi ríki nú um alla Evrópu. Gamla V- Evrópa hefur byggt þjóðfélög sín á frelsi, lýðveldi og heimspeki öldum saman. Fall konungsvelda lauk tímabilum harðræðis og einokunar. Þess vegna mótast hugarfar okkar af sanngirni og heiðarleika í mót- sögn við hefðir A-Evrópu. Hvaða séns eigum við í keppni við slíkar þjóðir? Við tökum þátt og borgum. Ýtum þar með undir spillinguna. Pútín hefur þegar lýst yfir yfirburð- um Rússa í tónlistinni. Sannleik- urinn er hins vegar að sigur Rússa í Evróvisjón byggðist ekki á listinni, heldur á ríkri hefð spillingar og póli- tískra og landfræðilegra tengsla. Út- varpsstjórinn í Austurríki hefur dregið þjóð sína út úr keppninni og segist neita þar með að Austurrík- ismenn séu hafðir af fíflum. Terry Wogan, hinn gamalreyndi dag- skrárgerðarmaður BBC, sem lýst hefur Evróvisjón í áratug, íhugar að hætta lýsingum sínum vegna póli- tískrar spillingar og hefur hvatt for- ráðamenn BBC til að draga sig út úr keppninni. Ég á greinilega sam- herja. Spurningin er nú hvort RÚV vill halda áfram að borga í spillingarhít- ina? Spillingin sigraði Ingólfur Margeirsson skrifar um Evróvisjónkeppnina Ingólfur Margeirsson »Evróvisjón snýst ekki um tónlist heldur pólitísk og landfræðileg tengsl. Ætlar RUV að taka þátt í þessari spillingu? Höfundur er rithöfundur og sagnfræðingur. KÆRI Björn! Takk fyrir síðast. Þó fund okkar hafi borið brátt að, og verið helst til stuttur, kom þar ansi margt fram sem mér finnst krefjast frekari skýringa. Gott væri ef þú sem ráðherra dóms og laga gætir svarað þeim spurningum sem hafa vaknað í kjölfar fundarins. Til skýringar Lesendum til upp- lýsingar, þá hittumst við Björn föstudaginn 23. maí sl. þegar ég og fleiri konur gerðum til- raun til að hreinsa út gamaldags viðhorf í dómsmálaráðuneytinu. Ástæðan var sú að við teljum ráðuneytið ekki hafa sinnt skyldum sínum í baráttunni gegn vændi og man- sali. Kornið sem fyllti mælinn var úrskurður ráðuneytisins um að lögreglustjóra höf- uðborgarsvæðisins bæri að endurskoða umsögn sína um Gold- finger í síðustu viku. Björn bauð okkur upp á skrifstofu til sín og útskýrði fyrir okkur að í raun værum við að hreinsa til á vitlausum stað, hlut- verk ráðuneytisins væri fyrst og fremst að fara að lögum, og þeirri skyldu væri sinnt af kostgæfni. Úr- skurður ráðuneytisins væri bara lagatæknilegs eðlis og hefði ekkert með skoðanir eða hugmyndir ráð- herra að gera. Þessi uppákoma væri því í raun byggð á misskilningi. Lagatæknilegur úrskurður ráðuneytisins En aftur að þér Björn. Þegar ég les úrskurð ráðuneytisins get ég ekki betur séð en að hann byggist eingöngu á tveimur atriðum: 1. Ekki hafi verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að stúlkur sem starfi á nektardansstöðum hafi verið þolendur misneytingar, mansals og glæpa, né heldur að skipulögð glæpasamtök útvegi oftar en ekki stúlkur til þessarar starfsemi. 2. Lögreglustjóri hafi lagst gegn því í umsögn sinni að veitingastöðum sé heimilað að reka starfsemi sem býður upp á nektardans yfir höf- uð. Ekki sé rétt að lögreglustjóri fjalli um aðra staði en þann sem er til meðferðar hverju sinni. Ég geri ráð fyrir að þetta séu lagatæknilegu atriðin, enda rökin fyrir endurupptöku málsins skv. úr- skurðinum. Dómsmálaráðuneytið tekur ekki mark á þeim rann- sóknum sem yfirvöld víðsvegar um Evrópu hafa stundað um árabil og sýna fram á þau tengsl sem lög- reglustjóri rekur í umsögn sinni. Jafnframt þykir það ástæða til endurskoð- unar að fjallað sé um fleiri staði en þann sem til meðferðar er í umsögninni. Útskýringar óskast Í framhaldi af þessu máli velti ég fyrir mér lagarammanum í kringum nektardans yfir höfuð. Ef nekt- ardansstaðir eru í engu frábrugðnir öðr- um veitinga- og skemmtistöðum á ég bágt með að skilja hvers vegna allt þetta regluverk er sett í kringum þá sér- staklega. Gott væri að fá útskýringar frá þér á eftirfarandi atriðum: 1. Hvers vegna er sér- staklega tekið fram í 4. mgr. laga nr. 85/ 2007 að hvorki sé heimilt að bjóða upp á nektarsýningar eða með öðrum hætti gera út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru, fyrst hvergi hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að slík iðja sé óásættanleg? 2. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að ákvæði 4. mgr. 10 gr. laga nr 85/2007 sé byggt á því að leyf- isveitandi leiti umsagna hjá nánar tilgreindum aðilum sem hafi sér- þekkingu og gegni eftirlits- hlutverki á því sviði sem um ræð- ir. Hvers vegna tekur dómsmálaráðuneytið ekki mark á þeirri sérþekkingu og reynslu sem lögreglustjóri höfuðborg- arsvæðisins byggir umsögn sína á? 3. Fyrst aðeins er um lagatæknilegt atriði að ræða en ekki pólitíska túlkun eða umsögn sem byggð er á öðru en lögum, væri þá ekki nær að leyfisveitandi ráðfærði sig við lögfræðinga í stað sérfræð- inga og eftirlitsaðila? Auk þess þætti mér vænt um ef þú gætir sagt mér hvort þú, Björn, teljir þörf á að sporna gegn klám- væðingunni, þ.m.t. nektardans- stöðum, vændi og mansali og ef svo er, með hvaða hætti þú teljir að slíkri vinnu yrði best fyrir komið. Ég vona að þú sjáir þér fært að svara mér sem fyrst. Bestu kveðjur. Opið bréf til Björns Bjarnasonar Sóley Tómasdóttir skrifar opið bréf til dómsmálaráðherra Sóley Tómasdóttir » Í bréfinu óska ég eftir útskýringum ráðherra á því hvers vegna ekki sé tekið til- lit til reynslu og sérfræðiþekk- ingar á mál- efnum nekt- ardansstaða. Höfundur er varaborgarfulltrúi. MIKLUM fjár- munum hefur verið eytt í samkeppni um skipulag Vatnsmýrar og litu tillögur úr henni dagsins ljós fyrir nokkru. Verðlauna- tillagan kemur þægi- lega á óvart fyrir það að gert er ráð fyrir töluverðu opnu svæði og að friðland fugla fái að halda sér að einhverju leyti þannig að allt svæðið verði ekki lagt í hendur lóða- braskara og byggingarverktaka. Að öðru leyti virðist gert ráð fyrir 6-8 hæða blokkum í klösum og að einka- bíllinn sé í öndvegi, því þarna er gert ráð fyrir stórum verslunarmiðstöðvum sem torvelt verður að sækja gangandi. Það er svo sem endalaust hægt að teikna hverfi út og suður á flugvall- arsvæðinu og reikna sér stjarnfræðilegan hagnað af lóðarsölu með því að gefa sér hagstæðar forsendur. Það er bara svo lítið að marka slíka útreikn- inga og til frádráttar kemur tap landsbyggðarfólks af því að hafa ekki flugvöllinn og tap Reykvíkinga af því að nýta ekki þá möguleika sem hann gefur til atvinnusköpunar. Að beina innanlandsflugi til Kefla- víkur jafngildir því að leggja innan- landsflug að mestu niður. Sú hug- mynd að leggja hraðlest frá Reykjavík til Keflavíkur er allrar at- hygli verð, því hún yrði væntanlega knúin rafmagni. Hins vegar yrði það afar dýr framkvæmd og væri betur að hún væri komin í gagnið áður en ráðist er á flugvöllinn. Mestu vonbrigðin með verðlauna- tillöguna, og raunar aðrar tillögur sem helst virtist einhver glæta í, eru þau að umferðarmálin eru algerlega óleyst. Snorrabraut er framlengd út í Nauthólsvík og endar þar út í sjó. Það sést ekki á tillögunni en kannski á hún að liggja upp á Kársnesið, inn í mitt íbúðahverfi þar. Að öðru leyti á öll umferðin að fara um Miklu- braut og auka enn álagið á hana. Þrautalendingin mun því verða sú að taka aftur upp hugmyndina um Fossvogsbraut, þ.e. leggja veg úr Nauthólsvík neðan við kirkjugarð- inn og svo upp eftir Fossvogsdal. Útivistarsvæðunum í Fossvogs- dalnum yrði sum sé fórnað á altari einkabílismans og uppbyggingar í Vatnsmýri. Þeir sem bera ábyrgð á þessari rándýru samkeppni tala að vísu fjálglega um að efla almennings- samgöngur. Það er gott mál en upp- bygging þeirra undanfarið hefur verið við núllið, eða jafnvel neðan við það. Fargjöld hafa hækkað og leiða- kerfið verið grisjað. Borgarskipu- lagið hefur líka unnið gegn almenn- ingssamgöngum því mörg nýju úthverfin eru þannig hönnuð að nán- ast er ómögulegt annað en að eiga bíl ef menn ætla að búa þar. Eina vonin til að leysa umferðarvandann er að fella niður fargjöld í stræt- isvögnum, fjölga akstursleiðum og ferðum, og finna síðan leiðir til að þrengja verulega að einkabílnum. En meðan ekki hefur verið sýnt hvernig leysa á umferðarmál vegna hugsanlegrar „þéttingar“ byggðar á flugvallarsvæðinu þá eru skipulags- tillögurnar, hvað snotrar og áferð- arfallegar sem þær virðast, einungis draumórar. Vankantar á Vatnsmýrarskipulagi Jón Torfason skrifar um flugvöll og skipulagsmál Jón Torfason »Útivistarsvæðunum í Fossvogsdalnum yrði sum sé fórnað á altari einkabílismans og uppbyggingar í Vatnsmýri. Höfundur er íslenskufræðingur. EINN dagur á ári er tileinkaður geðheilbrigðismálum, en ég tel þörf á því að fjalla um þau mál miklu oftar og ég vil leggja mitt af mörkum til þess. Mánaðarlega umfjöllun eða jafnvel vikulega tel ég vera besta mál. Það er svo spurning hvort fjöl- miðlar sjálfir hafa fordóma (blöð, út- varp, en aðallega sjónvarpsstöðvar). Ég vil að einhver fjölmiðlamaður svari mér þessu. En af hverju er svo lítið fjallað um geðsjúkdóma í fjöl- miðlum? (Talið er að fjórði hver mað- ur fái geðröskun einhvern tíma á æv- inni). Upplifa notendur geðheilbrigðisþjónustu, vinir og/eða ættingjar sig vera vanmáttug í að koma sínum erindum á framfæri eða óttast fordóma? Ég er að spyrja, ekki að dæma sjálfur. Við öryrkjar sem erum með geðraskanir erum líka fólk eins og þið hin og þurfum ekki síður athygli en heilbrigt fólk. Hvar er ég staddur? Ég verð ekki sjálfur neitt var við for- dóma í mínu daglega lífi. Ég finn frekar skilning í viðmóti við annað fólk og ef ég sýni vandræðalega framkomu þá verður viðkomandi sjálfur vandræðalegur. Takið eftir! Þegar farið er t.d. út í búð spyr mað- ur ekki starfsmann á kassanum hvort hann hafi fordóma. Málið lítur þannig út fyrir mér að ég held að mestu fordómarnir séu hjá manni sjálfum. En af hverju? Jú, við sem erum með þunglyndi, kvíða og skert sjálfsmat lifum í vanmætti og ör- væntingu og það er versta mál að horfa á sjálfan sig í speglinum. Svo er aftur enn erfiðara að sjá sjálfan sig á vídeói, (aðferð sem hefur lengi verið notuð á sjálfsstyrking- arnámskeiðum). Ég vil benda les- endum á grein frá mér hér í Morg- unblaðinu 16/4 sl. Ég hef sjálfur átt erfitt með tján- ingu og framsögn og frýs stundum í samskiptum við fólk (kyngingarveg- urinn þornar og lamast). Fólk veit þá oft ekki hvernig er best að bregðast við. En besta viðmót við mig sýndi mér einn fagmaður á einfaldan hátt. Hann setti ekki í brýrnar, heldur var brosmildur og sýndi eftirvæntingu í svip. Þetta eru bestu viðbrögð við minni skertu sjálfsmynd sem ég hef séð. Takið eftir. Það selur best að vera opinn og einlægur í skrifum, ég er meðvitaður um það. Ég hef undanfarin ár verið í vinnu með leiðsögn um mína styrkleika. Það var ákveðinn félagsskapur, en sem hentar mér ekki lengur. Ég vil fara út í forvarnar-, fræðslu- og skemmtivinnu í skólum og víðar en ég ætla að vinna sjálfstætt. Sendið mér póst og ræðið málin atlifjoll- ist@simnet.is eða bloggsíða www.blog.central.is /blogatlivartaart Ég var búinn að vera í einhverri vinnu í tæp tvö ár. Ég hafði stuðning og fékk hrós fyrir búið dagsverk. En þessi stuðningur virkaði ekki á mig, eða allavega ekki rétt. Mér fannst að ég þyrfti að berjast fyrir hlutunum sjálfur (það þýðir ekki að ætlast til að þú fáir nokkurs staðar hrós). Lífið er aðeins barátta. Ég varð því mjög hissa og feginn þegar ég fékk sms- skeyti frá góðum vini fyrir nokkrum mánuðum: Það nærist engin án hvatningar, virðingar og eða vænt- umþykju. Ég varð steinhissa. – Á maður skilið að fá athygli, virðingu? Að það væri nú einhvers virði sem frá manni kemur. ATLI VIÐAR ENGILBERTSSON fjöllistamaður. Meiri umfjöllun um geðheilbrigðismál Frá Atla Viðari Engilbertssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.