Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 4

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 4
ÓFEIGUR EIRÍKSSON Ófeigur Eiríksson, bæjarfógeti og sýslumaður á Akureyri, andaðist í Bandaríkjunum 27. mars s.l. Hann hafði um árabil átt við alvarlega van- heilsu að stríða. Ófeigur fæddist 14. ágúst 1927 að Breiða- gerði í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Foreldr- ar hans voru hjónin Rut Ófeigsdóttir og Eiríkur Einarsson. — Á unga aldri fluttist Ófeigur með foreldrum sínum til Akureyrar. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1948 og kandidatsprófi í lögfræði við Háskóla íslands 1953. — Ófeigur tók mikinn þátt í íþróttum á sínum yngri árum og náði þar góðum árangri, og alla tíð sýndi hann íþróttum mikinn áhuga. Að námi loknu var Ófeigur skipaður fulltrúi bæjarfógetans á Siglufirði. Gegndi hann því starfi til 31. október 1960, er hann var skipaður bæjarfógeti í Neskaupstað. I Neskaupstað gat hann sér gott orð sem embættismaður. Var hans oft getið á þeim árum einkum vegna tíðra landhelgismála, sem upp komu við embætti hans. — Hinn 21. júní 1967 var Ófeigur skipaður bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu frá 1. október s.á. og 20. apríl 1974 var hann einnig skipaður bæjarfógeti á Dalvík, er Dalvík fékk kaupstaðarréttindi. Kynni okkar Ófeigs hófust, er hann kom til Akureyrar haustið 1967. Þá var hann heill heilsu og naut fullrar starfsorku, sem hann beitti óspart. Tókst honum á undra skömmum tíma að ná tökum á stjórn þessa umfangsmikla og flókna embættis. — Sérstaklega beitti hann sér mjög við innheimtu opin- berra gjalda og náði þar fljótt góðum árangri, sem hélst æ síðan í hans embættistíð. Þá sýndi Ófeigur sýslustjórninni mikinn áhuga og vann mikið að málefnum sýslunnar. Vorið 1968 fór ég í tveggja mánaða kynnisferð til Bandaríkjanna fyrir til- stuðlan og áeggjan Ófeigs. Ferð þessi varð mér ómetanleg lífsreynsla, og er ég Ófeigi mjög þakklátur fyrir hans þátt í ferð minni. Skjótt skipast veður. Ég kvaddi Ófeig hraustan og glaðan, er ég lagði upp ( ferðina í marsbyrjun 1968. Er ég kom heim tveim mánuðum síðar, lá Ófeigur sjúkur. Hafði hann þá kennt þess sjúkdóms, er hann þjáðist af æ síðan og varð að lokum hans banamein. Ófeigur naut því ekki óskertrar heilsu nema fyrsta hálfa árið í embætti sínu á Akureyri. Þó að sjúkdómurinn setti mark sitt á Ófeig, einkum síðustu árin, sinnti hann starfi sínu af einstakri samviskusemi og nákvæmni og tók aldrei 66

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.