Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 11
Danir, sem dvöldust í landinu í tiltölulega skamman tíma, atkvæðis- rétt á Grænlandi. Fyrstu kosningai' til landsþingsins fóru fram í apríl 1979. Kosn- ingaþátttaka var rúm 69%. Siumut-flokkurinn undir forystu Jonathan Motzfeldt, sem fyrr er getið, fékk tæp 47 % atkvæða og hreinan meiri- hluta þingmanna, Atassut-flokkurinn um 42% og tveir aðrir flokkar um 5% hvor. Um þessar kosningar giltu dönsk lög nr. 576/1978. 3. gr. Landsþingið kýs formann landsstjórnarinnar og aðra lands- stjórnarmenn. Formaður landsstjórnarinnar skiptir verkum milli landsst j órnarmanna. Stjórnsýsluábyrgðin mun skv. orðum grg. fyrst um sinn vera hjá landsþinginu, sem getur þó síðar ákveðið að fela landsstjórninni hana. Landsþinginu er frjálst að setja frekari reglur um val landsstjórnar- manna. Þótti ekki rétt að lögbinda slíkar reglur vegna þeirrar hefðar í landsráðinu að velja menn í ábyrgðarstöður á einstaklingsgrundvelli, enda flokkakerfið ungt í landinu og enn í mótun. Ennfremur getui' landsþingið sett reglur um, hverjir og hversu margir megi sitja í land- stjórninni, og um vantrauststillögur. 4. gr. Heimastjórnin getur ákveðið, að málaflokkar eða hluti mála- flokks, sem eru taldir upp í fylgiskjali með lögunum, skuli falla undir heimastjórnina. 2. mgr. Heimastjórnin hefur löggjafarvald yfir og fer með stjórn- sýsluvald fyrir þá málaflokka, sem undir hana falla skv. 1. mgr. og tekur að sér útgjöld þeim samfara. 3. mgr. Með sömu áhrifum getur ríkisvaldið ákveðið eftir samn- ingaviðræðui' við heimastjórnina, að slíkir málaflokkar eða hlutar þeirra skuli falla undir heimastjórnina. 4. mgr. Fyrirmæli, sem landsþingið samþykkir og formaður lands- stjórnarinnar staðfestii' fyrir þessa málaflokka, kallast landsþings- lög. 5. gr. Ríkisvaldið getur, eftir samningaviðræður við heimastjórn- ina, falið henni með lögum að taka við reglugjafar- og stjórnsýslu- valdi yfir málaflokki eða hluta málaflokks, sem er nefndur í fylgi- skjali með lögunum og sem heimastjórnin hefur ekki tekið við skv. 4. gr. Fjárframlög til málaflokka, sem heimastjórnin tekur við á þennan hátt, vei'ða ákveðin með lögum. 2. mgr. Fyrirmæli, sem landsþingið samþykkir og formaður lands- stjórnarinnar staðfestir fyrir þessa málaflokka, kallast landsþings- tilskipanir. 73

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.