Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Síða 50
hugsanlegan staS. Hafi borgaryfirvöld tjáð sig fús að leggja til lóð í hinum fyrirhugaða nýja miðbæ í Reykjavík. Þá hafi Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra lýst því yfir, að hann myndi beita sér fyrir því, að í fjárlögum 1981 yrði gert ráð fyrir fjárveitingu til byggingar dómhúss. Næstur frummælenda var Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari og fjallaði um aðbúnað dómstóla. Var erindi Steingríms mjög víðtækt, en hann ræddi ítarlega um húsnæðismál dómstóla, tæknibúnað til skráningar á dómþingum og við dómasarr.ningu, um uþplýsingasöfn s.s. bókasöfn og tölvuupplýsingamiðstöðvar. Að lokum fjallaði Steingrímur um þörf dómstólanna fyrir sérhæft starfslið til aðstoðar dómurum. Lýsti hann þvi, hvernig þeim málum væri skipað í nokkrum nágrannalandanna í samanburði við ástandið hérálandi. Er hér var komið, gaf stjórnandi Hrafn Bragason orðið frjálst. Tóku þá til máls Ármann Snævarr, Sigurður Gizurarson sýslumaður, Benedikt Sigurjóns- son hæstaréttardómari, Sigurður Briem fulltrúi, Allan V. Magnússon fulltrúi, Garðar Gíslason og Steingrímur Gautur Kristjánsson. Að loknum hádegisverði flutti Haraldur Henrýsson sakadómari erindi um starfsþjálfun dómara og hreyfanleika í starfi, en Haraldur var oddviti nefndar, sem dómsmálaráðherra skipaði s.l. haust til að semja reglur um, með hvaða hætti unnt sé að skapa lögfræðingum hjá dómstólum og í stjórnsýslu fjöl- þættari starfsreynslu og koma á meiri hreyfanleika og tilfærslu milli starfa. Að frumkvæði stjórnar Dómarafélags jslands var ofangreint efni til meðferðar fyrir tveimur árum í starfshópi á vegum félagsins, og veitti Haraldur honum forystu. Byggði Haraldur mál sitt á áliti þessa starfshóps og nefndar ráðherra. Már Pétursson héraðsdómari tók þá til máls um menntun og endurmennt- un dómara. Vék Már að ákvæðum kjarasamninga um viðhaldsmenntun og framkvæmd þeirra og lýsti viðhorfum, sem við blasa í þessu efni að gengnum Kjaradómi 18. apríl s.l. um sérkjarasamning lögfræðinga í ríkisþjónustu og með tilliti til venju sem skapast hefði. Þá rakti hann, hvernig málum þessum væri skipað í samningum annarra starfsstétta háskólamanna, sérstaklega lækna og háskólakennara. Síðastur frummælenda var Friðgeir Björnsson borgardómari, sem talaði um skipun í dómaraembætti og skilyrði til að gegna þeim. Friðgeir fjallaði fyrst um almenn dómaraskilyrði samkvæmt íslenskum lögum og til saman- burðar hvernig þau eru í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Síðan ræddi hann um skilyrði til að fá skipun í embætti hæstaréttardómara. Þá vék hann sér- staklega að skipun í dómaraembætti með tilliti til umræðu inn'an dómara- stéttarinnar á síðustu árum um það efni. í því sambandi ræddi hann um frumvarp til laga um breytingu á einkamálalögum, sem lagt var fyrir Alþingi 1976 og fjallaði um veitingu embætta héraðsdómara. Að loknum framsöguerindum hófust almennar umræður, og tóku þátt í þeim Sigurður Gizurarson, Garðar Gíslason, Steingrímur Gautur Kristjánsson, Friðgeir Björnsson, Már Pétursson og Ármann Snævarr, sem að lokum dró upp glögga yfirlitsmynd af því helsta, sem hann taldi fram hafa komið. Málþinginu var slitið laust eftir kl. 5. Var mál manna, að vel hefði til tekist. Þátttakendur voru um 30 talsins, dómarar og dómarafulltrúar víða að af landinu og auk þess skrifstofustjórinn í dómsmálaráðuneytinu. Ólafur St. SigurSsson. 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.