Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 52

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 52
maí s.l. beiddist Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þess, að Haag-dómstóllinn léti upp álitsgerð skv. 4. kafla samþykkta sinna vegna ágreinings stofnunarinnar og Egyptalands um lokun svæðisskrifstofu stofnunarinnar, sem verið hefur þar í landi. Nýjar reglur um málsmeðferð hjá Alþjóðadómstólnum tóku gildi 1. júlí 1978. i febrúar 1979 var Sir Humphrey Waldock frá Bretlandi kosinn forseti Alþjóðadómstólsins og Taslim Olawale Elias frá Nígeríu varaforseti. Kjör- tíma þeirra lýkur 1982. Þeir tóku við störfum af Jiménez de Aréchaga frá Uruguay og Nagendra Singh frá Indlandi. i maí á þessu ári var Santiago Torres-Bernárdez frá Sþáni kjörinn dómritari í stað S. Aquarone. Ritari er kosinn til 7 ára. Alþjóðadómstóllinn í Haag er nú þannig skipaður: Sir Humphrey Waldock, T. O. Elias, I. Forster (Senegal), A. Gros (Frakklandi), M. Lachs (Póllandi), P. D. Morozov, Nagendra Singh, J. M. Ruda (Argentínu), H. Mosler (Vestur- Þýskalandi), S. Tarazi, S. Oda (Japan), R. Ago (italíu), A. El-Eria (Egyplalandi), J. Sette-Camara (Brasilíu) og R. R. Baxter (Bandaríkjunum). Þ. V. NORRÆN LAGASAMVINNA Dagana 3.—7. mars 1980 var 28. þing Norðurlandaráðs haldið í Reykjavík. Forseti þingsins var Matthías Á. Mathiesen. Svo sem fyrir er mælt í Helsing- forssamningnum lagði ráðherranefnd Norðurlanda þar fram skýrslu. Að vanda var þar kafli um norræna lagasamvinnu. í skýrslunni er fyrst á það minnt, að samvinnan sé byggð á áætlun frá 1976 og að telja megi, að lokið sé umræðu um efni þeirrar áætlunar og um markmið framtíðarsamvinnu á þessu sviði. Þá segir, að á næstunni beri að leggja áherslu á að Ijúka því starfi, sem nú fer fram, fremur en að bæta nýj- um atriðum á áætlunina. Fram kemur, að um almenn atriði, sem varða þetta samstarf, er fjallað á fundum dómsmálaráðherra Norðurlanda, í embættis- mannanefnd um lagasetningu og í laganefnd þings Norðurlandaráðs, svo og á þinginu sjálfu. í skýrslu ráðherranefndarinnar er þessu næst fjallað um 9 aðalflokka við- fangsefna. Skulu þeir nefndir hér og jafnframt vikið með örfáum orðum að nokkrum verkefnum. Rétt er að leggja áherslu á, að margra fleiri verkefna er getið i skýrslunni. 1. Persónu-, sifja- og erfðaréttur. Ekki er talið tímabært að reyna að koma á samræmdum lagareglum um stofnun og slit hjúskapar. Hins vegar er stefnt að því að samræmdar reglur verði settar á Norðurlöndum um fjármál hjóna. Einnig er talið æskilegt að slíkar reglur verði settar um lögfylgjur óvígðrar sambúðar. 2. Samningar, kaupalög og neytendavernd. Beðið er niðurstöðu alþjóðaráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna 1980 um milliríkjakaup. Af ‘slands hálfu hefur ekki verið staðið að samstarfi á þessu sviði, þó að það hafi verið allmikið. Fjallað hefur verið m.a. um órétt- 114

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.