Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 52

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 52
maí s.l. beiddist Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þess, að Haag-dómstóllinn léti upp álitsgerð skv. 4. kafla samþykkta sinna vegna ágreinings stofnunarinnar og Egyptalands um lokun svæðisskrifstofu stofnunarinnar, sem verið hefur þar í landi. Nýjar reglur um málsmeðferð hjá Alþjóðadómstólnum tóku gildi 1. júlí 1978. i febrúar 1979 var Sir Humphrey Waldock frá Bretlandi kosinn forseti Alþjóðadómstólsins og Taslim Olawale Elias frá Nígeríu varaforseti. Kjör- tíma þeirra lýkur 1982. Þeir tóku við störfum af Jiménez de Aréchaga frá Uruguay og Nagendra Singh frá Indlandi. i maí á þessu ári var Santiago Torres-Bernárdez frá Sþáni kjörinn dómritari í stað S. Aquarone. Ritari er kosinn til 7 ára. Alþjóðadómstóllinn í Haag er nú þannig skipaður: Sir Humphrey Waldock, T. O. Elias, I. Forster (Senegal), A. Gros (Frakklandi), M. Lachs (Póllandi), P. D. Morozov, Nagendra Singh, J. M. Ruda (Argentínu), H. Mosler (Vestur- Þýskalandi), S. Tarazi, S. Oda (Japan), R. Ago (italíu), A. El-Eria (Egyplalandi), J. Sette-Camara (Brasilíu) og R. R. Baxter (Bandaríkjunum). Þ. V. NORRÆN LAGASAMVINNA Dagana 3.—7. mars 1980 var 28. þing Norðurlandaráðs haldið í Reykjavík. Forseti þingsins var Matthías Á. Mathiesen. Svo sem fyrir er mælt í Helsing- forssamningnum lagði ráðherranefnd Norðurlanda þar fram skýrslu. Að vanda var þar kafli um norræna lagasamvinnu. í skýrslunni er fyrst á það minnt, að samvinnan sé byggð á áætlun frá 1976 og að telja megi, að lokið sé umræðu um efni þeirrar áætlunar og um markmið framtíðarsamvinnu á þessu sviði. Þá segir, að á næstunni beri að leggja áherslu á að Ijúka því starfi, sem nú fer fram, fremur en að bæta nýj- um atriðum á áætlunina. Fram kemur, að um almenn atriði, sem varða þetta samstarf, er fjallað á fundum dómsmálaráðherra Norðurlanda, í embættis- mannanefnd um lagasetningu og í laganefnd þings Norðurlandaráðs, svo og á þinginu sjálfu. í skýrslu ráðherranefndarinnar er þessu næst fjallað um 9 aðalflokka við- fangsefna. Skulu þeir nefndir hér og jafnframt vikið með örfáum orðum að nokkrum verkefnum. Rétt er að leggja áherslu á, að margra fleiri verkefna er getið i skýrslunni. 1. Persónu-, sifja- og erfðaréttur. Ekki er talið tímabært að reyna að koma á samræmdum lagareglum um stofnun og slit hjúskapar. Hins vegar er stefnt að því að samræmdar reglur verði settar á Norðurlöndum um fjármál hjóna. Einnig er talið æskilegt að slíkar reglur verði settar um lögfylgjur óvígðrar sambúðar. 2. Samningar, kaupalög og neytendavernd. Beðið er niðurstöðu alþjóðaráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna 1980 um milliríkjakaup. Af ‘slands hálfu hefur ekki verið staðið að samstarfi á þessu sviði, þó að það hafi verið allmikið. Fjallað hefur verið m.a. um órétt- 114
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.