Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Page 4

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Page 4
leyft mér að leggja fram nú um breytingu á hæstaréttarlögunum, sé verið að kasta frv. til lögréttulaga fyrir róða. En ég tel rétt, að það verði athugað nán- ar. E.t.v. kemur það fram ( breyttri mynd í fyllingu tímans, þegar þar að kem- ur.“ Eftir framsöguræðuna urðu umræður, og ráðherrann tók aftur til máls. Þá sagði hann m.a.: ,,Og þá ættu menn að staldra aðeins við, en vera ekki haldnir af neinni þráhyggju, — að vilja endilega fá nýtt dómstig. Það er kannske eitt- hvað fínna að hafa þrjú dómstig en þau tvö sem við höfum komist af með hingað til, en ég álít að menn þurfi að hugsa sig mjög vandlega um áður en þeir verða alfarið gripnir af þeirri hugsýn.“ Þessi ummæli eru athygli verð, þegar haft er í huga, að lögréttufrumvarpið hefur komið fram 5 sinnum á Alþingi og þingmenn því haft ærinn tíma og brýnt tilefni til að hugsa sig vandlega um. Fyrst þeir, sem forystu eiga að hafa um réttarbætur í dóm- sýslunni eru svo seinir til, er ástæða til að óttast, að þess sé enn langt að bíða, að sæmilegt dómstólakerfi verði á landi okkar. Við lestur þeirra ræðna, sem haldnar voru á Alþingi um hæstaréttarfrum- varpið og komnar eru á prent, verður það aftur á móti til ánægju, að þing- menn eru sammála um, að dómstólarnir séu mikilvægar þjóðfélagsstofnanir; þeir telja Hæstarétt jafnvel hliðsettan Alþingi. Það má vissulega segja, að svo sé eftir bókstaf stjórnarskrárinnar. Það þarf þó enga könnun fræðimanna til að sanna það, sem augljóst er, að Hæstiréttur og aðrir dómstólar hafa hægt um sig og starfsemi þeirra bendir ekki til, að þeir séu hliðsettir handhöfum löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Raunar þurfa þeir ekki að vera fyrir- ferðarmiklir til að gegna hlutverki sínu, en hitt er aftur á móti víst, að mikið skortir á, að staða dómstóla sé sú sem vera ætti. Hér sem oft endranær skortir skilning á því, að breytingar á starfsmannafjölda, húsnæðisaðstöðu og tæknibúnaði geta verið góðar og verðugt umræðu- og framkvæmdaefni, en grundvallaratriði varðandi meginskipulag og þjóðfélagsstöðu þurfa að ræðast í breiðara samhengi. Sjálfsagt er það í góðu skyni gert að fjölga dómurum í Hæstarétti og taka sér tíma til að hugsa betur um lögréttufrum- varpið, en með þessu er ekki stefnt inn á framtíðarbrautir. Þór Vilhjálmsson 46

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.