Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Qupperneq 8

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Qupperneq 8
deild lögreglustjóraembættisins í Reykjavík og gegndi því embætti til dauða- dags. Ljóst er af framangreindum starfsferli, að til þess að feta hann svo vel fari, má góð menntun sín lítils, ef sá sem á heldur hefur ekki jafnframt fram að bjóða hjartað sanna og góða. En Ólafur var báðum kostum búinn og leyfi ég mér enn að vitna til ummæla Sigurjóns lögreglustjóra, sem gerst á að þekkja starfshæfni Ólafs og mannkosti hans. Sigurjón segir m.a.: „Ólafur Jónsson var traustur starfsmaður svo af bar. Hann var góður lög- fræðingur og afkastamaður til verka.“ Og enn segir: „Ólafur var árvakur vörður laga og réttar en hafði jafnframt næman skilning á viðkvæmum vandamálum þeirra, sem höfðu farið halloka í lífinu eða lent á glapstigum. Hann vildi hvers manns vandræði leysa, ekki síst ungmenna, sem áttu við erfiðleika að stríða. Hann var vinur þeirra og vildi veita þeim stuðning." Þetta eru fögur eftirmælti og sönn eru þau. Það vita þeir vel, sem til þekkja. Ég kynntist Ólafi fyrst þegar við vorum að hefja nám í Menntaskólanum á Akureyri. Ég þekkti ekki æskuheimili hans af eigin raun, en heyrt hef ég kunnuga fara um það fögrum orðum, og er það allt í samræmi við lýsingu Finnboga Eyjólfssonar í eftirmælum um Ólaf. Segir hann Ólaf hafa alist upp í glöðum hópi systkina og annarra vandamanna í Austvaðsholti, þar sem „ríkti glaðværð með undirtóni alvörunnar. Þar var iðkaður söngur og hljóð- færasláttur án þess að skyldustörfin væru vanrækt, og þar réð ríkjum sú menning, sem ekki verður lærð af skólabókum, en verður aðeins numin með samvistum við vandað og traust fólk, eins og foreldrar Ólafs voru.“ Engum sem þekktu Ólaf mun koma framangreind lýsing á óvart, svo greini- lega bar hann vitni þess að hafa mótast í slíku umhverfi. Hann unni glað- værð, söng og hljóðfæraslætti alla ævi sína, og gaman hans var græskulaust. Frá fyrstu kynnum okkar Ólafs fór jafnan vel á með okkur og urðum við brátt góðir vinir og brást tryggð hans aldrei. Hann átti drjúgan þátt í að efla samheldni og góðan félags- og vináttuanda meðal okkar bekkjarsyst- kinanna frá M.A., sem hefur þróast farsællega með árunum. Ríkir jafnan gleði á fundum okkar, þó að blandin sé hún nú orðið söknuði vegna of tíðra fráfalla bekkjarsystkina og ástvina þeirra. Öllum, sem til þekkja ber saman um það, að í einkalífi sínu naut Ólafur mikillar gæfu, og bar hæst ágætt kvonfang og mikið barnalán. Ólafur kvænt- ist árið 1951 og gekk að eiga Margréti Svövu Guðmundsdóttur, og eign- uðust þau þrjú börn. Er heimilisbrag þeirra við brugðið af öllum sem gerst þekktu. Með Ólafi Jónssyni hverfur úr heimi hér mannkostamaður, vammlaus og vítalaus. Hann var sómi stéttar sinnar. Guðmundur Benediktsson 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.