Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Síða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Síða 11
Arnljótur Björnsson próíessor: SJÓRÉTTUR 1. EFNI SJÓRÉTTAR OG EINKENNI Sjóréttur nefnist sú grein lögfræðinnar, sem lýsir þeim réttarregl- um, sem gilda um siglingar, einkum þeim afvikum frá almennum rétt- arreglum, er sérkenni siglinga hafa í för með sér. Siglingar eru alls konar notkun skipa til ferða, svo sem fiskveiða, flutnings farms eða farþega, björgunarstarfa, dráttar, hafrannsókna og lystiferða. Siglingalög nr. 66/1963 hafa aðallega siglingar til farm- flutninga fyrir augum, en þar eru einnig ákvæði um flutning farþega. Ákvæðum siglingalaga myndi þó beitt, eftir því sem við getur átt, um annars konar siglingar. Sjórétturinn einskorðast ekki við siglingar á sjó. Reglur hans eiga einnig við um siglingar á ám og vötnum, nema réttarheimildir mæli fyrir um annað. Sérreglur um siglingar á vötn- um eru mjög fáar, sjá einkum XII. kafla vatnalaga nr. 15/1923. í sjórétti er aðeins fjallað um réttarreglur, sem eru sérstakar fyrir siglingar. Margar reglur, sem gilda um samskipti manna á landi, eiga jafn vel við um skip og siglirigar. Þegar útgerðarmaður selur afla úr skipi sínu eiga venjulegar kröfuréttarreglur við um kaupsamninginn. Reglur víxilréttarins gilda eins, hvort sem um er að ræða lögskipti vegna siglinga eða ekki. I sjórétti er því ekki fengist við reglur um gerð eða efndir samninga um kaup á afla eða víxilskuldbindingar út- gerðarmanna. Hins vegar gilda t.d. sérstakar sjóréttarreglur um vinnu- samninga við skipverja og viðskiptabréf þau, sem farmskírteini nefnast. Dæmi um réttaratriði, sem sérstök eru fyrir sjóréttinn, eru takmörk- uð ábyrgð útgerðarmanns, sjóveð, sameiginlegt sjótjón og björgun. Ávallt er gerð grein fyrir þessum efnum í fræðigreininni sjórétti. Ljóst er, að afmörkun á efni sjóréttar með þessum hætti er ekki algild eða óumdeilanleg. Ymsar reglur sjóréttarins, t.d. reglur sigl- ingalaga um árekstur skipa, eru ekki í meginatriðum frábrugðnar regl- 53

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.