Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Page 16
fari. Sjóveð geta einnig stofnast í farmi, sbr. 225. gr. siglingalaga. Sjóveðréttur í skipi og farmgjaldi gengur fyrir öllum öðrum eignar- höftum, sem á eignum þessum hvíla, en lögveðsheimildir í öðrum lög- um geta þó leitt til undantekninga frá því. Sjóveð standa að jafnaði aðeins skamman tíma. Flest þeirra fyrnast á einu ári, ef þeim er ekki fylgt eftir innan þess tíma. Meðal krafna, sem tryggðar eru með sjó- veðrétti í skipi og farmgjaldi, eru ýmis opinber gjöld, sem greiða ber af skipi, launakröfur skipshafnar, björgunarlaun, kröfur um framlög til sameiginlegs sjótjóns, ýmsar bótakröfur, er stofnast hafa vegna rekstrar skips og ýmsar kröfur, sem til eru orðnar við ráðstafanir eða skuldbindingar, er skipstjóri gerir skv. stöðuumboði sínu. Nánari regl- ur um stofnun, réttarvernd og brottfall sjóveða eru í X. kafla siglinga- lága. Reglur þessar hafa ekki verið samræmdar alþjóðasamningi, sem gerður var í Brtissel 1967 um sjóveð og samningsveð í skipum. Þótt sú sé meginreglan um ábyrgð útgerðarmanns, að hann beri eins og aðrir menn fulla ábyrgð á skaðabótakröfum, sem á hann falla, eru í siglingalögum mikilvægar reglur um takmarkaða ábyrgð útgerðar- manns á nánar tilteknum bótakröfum, Reglur þessar, sem eru í IX. kafla laganna, sbr. breytingarlög nr. 14/1968, eru í samræmi við al- þjóðasamþykkt, sem gerð var í Briissel 1957. Kröfur þær, sem útgerðar- maður ber takmarkaða ábyrgð á eru taldar upp í 205. gr. siglingalaga. Hér er um að ræða ýmsar bótakröfur vegna lífs- eða líkamstjóns eða skemmda á munum, sem stofnast varðandi rekstur skips, svo og bóta- kröfur, er rísa af skyldu til að fjarlægja slcip, flak eða muni í skipi, er sokkið hefur, strandað eða verið yfirgefið. Tvær undantekningar eru frá því að greindar kröfur sæti takmarkaðri ábyrgð. Lagaákvæðin um takmarkaða ábyrgð gilda ekki um kröfur vegna lífs- eða líkamstjóns þeirra, sem ráðnir eru í skiprúm hjá útgerðarmanni og slasast á skipi eða í ferð í þess þágu. Ákvæði ná heldur ekki til krafna, sem rísa af yfirsjónum eða vanrækslu útgerðarmanns sjálfs, nema hann gegni jafnframt starfa á skipi sem skipverji og honum hafi orðið á yfirsjón eða vanræksla í því starfi. Oftar reynir á fyrrnefndu undantekninguna en þá síðari. Fjárhæð sú, er ábyrgð útgerðarmanns takmarkast við, er mismunandi og fer eftir stærð skips, sbr. nánar reglur 206. gr. siglinga- lága. Vegna þess að hámarksfjárhæðir skv. 206. gr. eru fremur lágar, kemur það alloft fyrir, að þær hrökkva ekki til að greiða allt það tjón, sem orðið hefur. Verður tjónþoli þá að bera sjálfur þann hluta tjóns síns, er fer fram yfir hámarksfjárhæð þá, sem gildir um skipið, er olli tjóninu. Miklu rýmri reglur um takmarkaða ábyrgð útgerðarmanns er að finna í alþjóðasáttmála, sem gerður var í London 1976, en hann 58

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.