Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 20

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 20
ast ekki til viðskiptabréfa, þótt réttur handhafa þeirra sé mjög ríkur. Árið 1924 var gerður alþjóðasamningur um farmskírteini. Er hann venjuléga nefndur Haagreglurnar. Tilgangur þeirra er að koma á sam- ræmdum réttarreglum um farmskírteini í sem flestum ríkjum og að takmarka rétt farmflytjanda til þess að undanþiggja sig bótaábyrgð með ákvæðum í farmskírteini. Varða Haagreglurnar einkum ábyrgð farmflytj anda vegna rangrar tilgreiningar á farmi í farmskírteini og ábyrgð hans vegna skemmda á farmi í flutningi. Þótt Island sé eigi aðili að Haagreglunum, gætir áhrifa þeirra mj ög hér á landi af tveimur ástæðum. 1 fyrsta lagi er vísað til þeirra í flestum farmskírteinum. I öðru lagi eru ákvæði siglingalaga um skyldur farmflytj anda í ýmsum mikilvægum atriðum efnislega samhljóða Haagreglunum. Eru ýmis þessara siglingalagaákvæða ófrávíkjanleg, þannig að farmflytjandi get- ur ekki samið um betri rétt sér til handa en í ákvæðunum greinir. 1 alþjóðasáttmála frá 1968, svonefndum Haag-Visby-reglum og sáttmála frá 1978, svonefndum Hamborgarreglum er að finna nýjar reglur um farmskírteini, sem enn hafa ekki náð almennri útbreiðslu. fsland er ekki aðili að sáttmálum þessum og siglingalögunum hefur ekki verið breytt til samræmis við þá. Verður nú gerð grein fyrir aðalatriðum réglna siglingalaganna um ábyrgð farmflytjanda á farmi, sem skemmist í flutningi og ábyrgð hans vegna þess, að farmi er ekki rétt lýst í farmskírteini. Einnig verður vikið að nokkrum atriðum Haagreglnanna. Um ábyrgð farmflytjanda vegna þess að farmur skemmist eða glat- ast eru ákvæði í 99.-104. gr. siglingalaga. Ábyrgð þessi er oft nefnd flutningsábyrgð. Meginreglan um hana er í 99. gr. laganna. Samkvæmt henni ber farmflytjandi bótaábyrgð á tjóni, sem hlýst af skemmdum á eða glötun farms meðan hann er í umsjá farmflytjanda, nema ætla megi, að hvorki farmflytjandi né menn, sem hann ber ábyrgð á, eigi sök á tjóninu. Hér er stórlega vikið frá almennum bótareglum, því að það nægir til að fella ábyrgð á farmflytjanda, að tjónþoli sýni fram á, að farmur hafi skemmst. Tjónþoli þarf ekki að sanna, að tjónið verði rakið til sakar. Sönnunarbyrðin hvílir á farmflytjanda, þannig að hann leysist einungis undan ábyrgð, ef honum tekst að sanna, að hvorki hann né menn hans eigi sök á tjóninu. Frá þessari víðtæku bótareglu má þó víkja með samningi. 1 millilandasiglingum er það nær alltaf gert á þann hátt að farmflytjandi áskilur sér, að um ábyrgð hans fari eftir Haagreglunum eða erlendum lögum, sem eru í sam- ræmi við þær. Samkvæmt þeim hvílir sönnunarbyrðin að vísu áfram á farmflytjanda, en undanskilið ábyrgð hans er tjón, er stafar af 62

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.