Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Síða 21
yfirsjónum eða vanrækslu við stjórntök skips eða meðferð þess og telja má sök skipshafnar eða annarra manna, sem vinna í þágu skips, t.d. er skip rekst á annað skip vegna þess að skipstjórnarmenn fara ekki eftir siglingareglum. Einnig er undanskilið brunatjón, sem ekki stafar af sök farmflytjanda sjálfs, svo og tjón á lifandi dýrum og farmi, sem hafa skal og er fluttur á þilfari. Loks er ábyrgð farm- flytjanda takmörkuð við tiltekna hámarksfjárhæð (oft 500 banda- ríkjadali) á hvert stykki, sem flutt er, eða flutningseiningu. 1 Haag- reglunum felast nokkur fleiri afbrigði frá bótareglum siglingalaga, en þau verða ekki rakin hér. Samkvæmt 103. gr. siglingalaga er heimild farmflytj anda til þess að undanþiggja sig flutningsábyrgð skert veru- lega að því er tekur til flutnings í innanlandssiglingum. Ef farm- flytjandi nýtir að fullu heimildir 103. gr. til þess að undanþiggja sig ábyrgð verður flutningsábyrgð hans mjög á sömu lund og eftir Haag- reglunum, að öðru leyti en því, að 103. gr. veitir ekki heimild til tak- mörkunar á hámarksfjárhæð bóta fyrir stykki eða flutningseiningu. Um bótaábyrgð farmflytjanda vegna þess að ekki er rétt það, sem farmskírteini greinir um vöru, svonefnda farmskírteinisábyrgð, eru réglur í 142. gr. siglingalaga. Eru þær í aðalatriðum í samræmi við ákvæði Haagreglnanna um sama efni. Það leiðir af eðli farmskírteinis sem viðurkenningar fyrir viðtöku farms, að skírteinið verður að fela í sér lýsingu á því hver sá farmur er, sem tekið hefur verið við, þ.e. bæði upplýsingar um magn og ástand hverrar vörusendingar. Ef til- greining um þessi atriði er röng, er farmflytjandi bótaskyldur gagn- vart viðtakanda, sbr. 142. gr. siglingalaga. Stundum getur farmflytj- andi að vísu sannað, að sendanda verði kennt um það, að viðtakandi fær ekki þá vöru, sem í farmskírteini greinir. Farmskírteini hljóðar t.d. um 500 kassa af appelsínum og engin sérstök athugasemd er í því um ástand þeirra. Aðeins 490 kassar koma fram á áfangastað og af þeim eru 20 brotnir. Þótt leitt sé í Ijós, að rýrnun þessi hafi öll verið komin fram áður en farmflytjandi tók við vörusendingunni, er hann bótaskyldur vegna tjóns, sem grandlaus viðtakandi bíður af þessum sökum. Til þess að komast hjá ábyrgð hefði farmflytjandi þurft að gera fyrirvara í farmskírteinið um ástand og fjölda kassa þeirra, er hann tók við. 5.2. Skip í óreglubundnum ferðum Algengt er, að útgerðarmaður noti skip sitt til farmflutninga, án þess að hann reki áætlunarferðir. Þá tekur útgerðarmaður að sér að flytja þann farm, sem býðst á flutningamarkaðinum. Fer þá eftir at- 63

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.