Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Qupperneq 29

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Qupperneq 29
Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl.: ALÞJÓÐAFRIÐARHREYFING LÖGFRÆÐINGA OG HEIMSMÓT LÖFGRÆÐINGA í SAO PAULO 1981 Eins og áður hefur verið sagt frá í Tímariti lögfræðinga efndu samtökin World Peace Through Law Center eða „Heimsfriður tryggð- ur með lögum“ til ráðstefnu í Sao Paulo í Brasilíu 16.-21. ágúst 1981. Höfundur þessarar greinar sat ráðstefnuna, og flutti hann í nóvember og desember á síðasta ári 6 útvarpsþætti um ferðina til Suður-Ameríku. Er það, sem á eftir fer, byggt á efni hins fyrsta þessara þátta. World Peace Thorugh Law Center stofnað Áður en horfið verður að því að segja frá mótinu í Sao Paulo þykir rétt að fara örfáum oi'ðum um aðdraganda þess, að til samtaka þeirra, sem hér um ræðir, var stofnað. Upphaf þess mun vera, að á aðalfundi Lögmannasambands Banda- ríkjanna í London 1957 skoraði heiðursgestur fundarins, Sir Winston Churchill, á ameríska lögmenn að láta verndun friðar í heiminum til sín taka. Hann sagði, að lögfræðingar gætu öðrum fremur stuðlað að því, að friður héldist, bæði vegna áhrifa sinna á löggjöf þjóða og dóm- arastörf og vegna hinnar miklu þýðingar þeirra sem mannasætta, einkum í hinum vestræna heimi. Einnig væru siðferðislegar skyldur þeirra að þessu leyti meiri en annarra. Þáverandi formaður ameríska lögmannasambandsins, Charles S. Rhyne, tók þessari áskorun og gerði varðveislu friðar í heiminum með lögum að hugsjón sinni upp frá því. Hefur hann hrifið lögfræðinga um gjörvallan heim með eldmóði sínum. Þegar heim kom, hófst hann strax handa um að hrinda þeim hugmyndum í framkvæmd, sem hann fékk við að heyra eggjunarorð hins mikilhæfa stjórnmálamanns, Sir Winston Churchill. Undirbúningur málsins tók nokkurn tíma, en áform- 1) Sjá grein Páls S. Pálssonar hrl. í 3. hefti TL 1981 bls. 161 og „Yfirlýsingu Sao Paulo“ í sama hefti bls. 162-4.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.