Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 44
Hitt er annað mál og vandasamara, hvaða störf lögmannsins séu hluti af skylduverkum réttargæslumanns. Að sjálfsögðu verður þess ekki krafist, að úr ríkissjóði sé lögð út þóknun fyrir annað vinnu- framlag réttargæslumannsins en þessi eðlilégu skyldustörf, en ekki má túlka þetta of þröngt, því að það gæti leitt il þess, að tilgangi starf- ans yrði eigi náð. Réttargæslumanni ber að koma til, þegar maður er handtekinn eða settur í gæsluvarðhald. Honum ber að kynna sér ástæður handtöku og ræða við sakborning. Honum ber eftir atvikum að vera við fyrstu próf- un lögreglu á sakborningi, en varla prófun annarra nema eftir ósk sak- bornings, eða sérstök ástæða sé til, taka afstöðu til kröfu um gæslu- varðhald og vera sakborningi til leiðbeiningar um kæru á gæsluvarð- haldsúrskurði. Þá ber réttargæslumanni að ganga úr skugga um, að viðurværi sakbornings sé viðunandi, tilkynna vandamönnum um að- stæður og heimsækja sakborning, beiðist hann þess eða sé það nauð- synlegt af öðrum ástæðum. Réttargæslumaður getur ekki krafist launa fyrir annað en þetta úr ríkissjóði, þótt hann þurfi oft að eyða miklum tíma í t.d. fundi með vandamönnum, innheimtu launa, framlengingu víxla og þess háttar; um þetta verður að gera sérstakan reikning. Fyrir þetta getur lögmaðurinn hins vegar krafið skjólstæðing sinn um þóknun. Hugtaksmunur er lítill á verjanda og réttargæslumanni og ætti að fella síðargreinda heitið úr lögum. Vextir af málskostnaði Málsvarnarlaun og réttargæslulaun ber viðkomandi sakadómi eða ríkissjóði að leggja út til lögmannsins, án verulegrar tafar. 1 þeim efnum koma vaxtasjónarmið því varla til. Verði dráttur á slíkri greiðslu, ber auðvitað að greiða vexti, eins og um venjulégar viðskipta- kröfur sé að ræða, sbr. 3. tl. 5. gr. lágmarksgjaldskrái' með lögjöfnun. Öðru máli gildir hins vegar um reglur um málskostnað. Tildæmdur málskostnaður gjaldfellur við lok aðfararfrests í síðasta lagi. Þá ber dómþola að hafa greitt dómhafa hina tildæmdu fjárhæð. Þá eða fyrr ber viðskiptamanni að gera upp við lögmann sinn skv. lágmarksgjald- skrá L.M.F.l. eða öðru samkomulagi, sem ekki fer í bága við gjaldskrá eða lög 61/1942 og er ekki bersýnilega ósanngjarnt. Nú kunna t.d. til- dæmdar bætur í skaðabótamáli að nema svipaðri fjárhæð og tildæmd- ur málskostnaður. Bæturnar eru dæmdar með vöxtum, en að engu getið vaxta af málskostnaði. Af sérstakri kröfu um vexti af máls- kostnaði hefur verið sýknað á bæjarþingi Reykjavíkur með tilvísun 86

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.