Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Qupperneq 46

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Qupperneq 46
Frá Lögmaiinafélagi íslands KAUPMANNAHAFNARFERÐ LÖGMANNA Eins og mörgum er kunnugt efndu dómarar til kynnis- og námsferðar til Kaupmannahafnar og Malmö síðla sumars á s.l. ári. Tilefnið mun aðallega hafa verið breytingar þær á meðferð einkamála í héraði, sem gildi tóku hinn 1. janúar s.i., en breytingar þessar voru að mestu sniðnar eftir dönskum og sænskum réttarfarslögum. í kjölfar ferðar dómara skaut þeirri hugmynd upp, að lögmenn efndu til ferðar í svipuðum dúr. Held ég að engum sé gert rangt til með að fullyrða, að hugmynd þessi sé komin frá Ágústi Fjeldsted hrl. Var hugmyndinni síðan komið á framfæri við framkvæmdastjóra L.M.F.i. Voru undirtektir félags- manna kannaðar, og kom í Ijós, að áhugi fyrir slíkri ferð var mjög mikill og mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir í fyrstu. Var danska lögmannafélaginu síðan skrifað og því tjáð, að félagsmenn L.M.F.Í. hefðu mikinn áhuga á námsferð til Kaupmannahafnar. Var félagið innt eftir þvf, hvort það treysti sér til að aðstoða okkur við að skipuleggja dagskrá meðan á hugsanlegri ferð okkar stæði. Fljótlega kom jákvætt svar frá Dönum eins og þeirra var von og vísa. Var þá sett á fullt með allan undirbúning. Hagstætt tilboð barst f ferðina frá Flugleiðum og var því tekið. Var síðan ákveðið að leggja upp í ferðina sunnudaginn 14. mars. Alls lögðu af stað 35 lögmenn auk 12 maka þeirra og eftir því sem best er vitað hafa allir skilað sér heim aftur. Skipulögð dagskrá hófst að morgni mánudagsins 15. mars. Var þá farið í Köbenhavns byret. Tók þar á móti hópnum forseti réttarins, Bitsch að nafni. Lýsti hann því, hvernig rétturinn starfar, deildarskiptingu o.fl., en f Köbenhavns byret eru bæði saka- og einkamál rekin. Að loknu erindi for- setans dreifðu menn sér um réttarsali og fylgdust með því, sem fram fór. Það sem kom undirrituðum hvað mest á óvart var hversu röggsamlega dómarar virtust taka á málum og hvað þeir tjáðu sig mikið um þau. Sem dæmi má nefna að í einu réttarhaldi, er ég var viðstaddur, hélt stefndi, sem mætti í málinu án lögmanns, uppi vörnum á þeim grundvelli, að vélarsam- stæða, sem hann hafði keypt, væri gölluð, en seljandi hafði stefnt honum til greiðslu söluverðs samstæðunnar. Vildi stefndi fá afslátt sem gallanum næmi. Dómarinn reyndi mikið að sætta málið en án árangurs. Lýsti hann þá yfir því við stefnda, að sönnun um galla væri ekki fram komin. Myndi hann því dæma málið stefnanda í vil að öllu leyti gengi það til dóms. Gæti það orðið útgjaldameira fyrir stefnda en að reyna sættir. Er ekki að orð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.