Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Síða 47
lengja það, að málinu lauk með sátt, og höfðu þá báðir aðilar gefið nokkuð eftir af kröfum sínum. Eftir hádegið hélt hópurinn svo í mikla gönguför frá hóteli okkar, Royal SAS í miðborg Kaupmannahafnar, til Húss Lögmanna í Kronprinsessegade. Tóku þar á móti okkur Niels Kjölbye, formaður danska lögmannafélagsins, og Poul Östergárd, aðalframkvæmdastjóri, auk tveggja stjórnarmanna. Var okkur boðið til salarkynna. Hélt Niels þar hið fróðlegasta erindi um starf- semi danskra lögmanna og kom víða við. Margir úr okkar hópi vörpuðu síðan fram ýmsum fyrirspurnum og fengu greinargóð svör. Að lokum var svo boðið upp á góðgerðir og hýrnaði þá yfir mörgum. Þriðjudagsmorguninn 16. mars gerðu þátttakendur 1. deild Eystri Lands- réttar þann heiður að mæta og fylgjast með réttarhaldi, sem þar fór fram. Lögmaður annars aðilans krafðist frávísunar málsins, þar sem það heyrði undir gerðardóm skv. samningi. Lögmaður hins taldi, að málið heyrði undir hina almennu dómstóla. Um þetta var deilt og fluttu 2 ungir landsyfirréttar- lögmenn málið á hinn skörulegasta hátt. Að loknum málflutningi tilkynnti dómsformaður u.þ.b. 15 mínútna hlé. Að því loknu skýrði hann lögmönn- unum frá þeirri niðurstöðu réttarins, að málið heyrði undir lögsögu hans, þ.e. Eystri Landsréttar. Var síðan lögmaður sá, sem krafist hafði frávlsunar, að því spurður, hvort hann sætti sig við þessa niðursttöðu eða vildi áfrýja til Hæstaréttar. Tók lögmaðurinn sér frest í einn dag til að ráðfæra sig við skjólstæðing sinn. Ekki veit ég, hvernig því máli lyktaði, en okkur var tjáð að ekki þyrfti að kveða upp sérstakan dóm í málinu, ef lögmaðurinn sætti sig við niðurstöðu réttarins, en dóm þyrfti, ef um áfrýjun til Hæstaréttar yrði að ræða. Til að byrja með fylgdist hópurinn með málflutningi af athygli og voru skoðanir skiptar, hvort vísa ætti málinu frá eða ekki. Fljótt höfðu menn þó spurnir af forvitnilegum stað í næsta nágrenni, sem héti því athyglisverða nafni Retten er sat. Þótti mörgum tilvalið að rannsaka, hvað slíkur staður hefði upp á að bjóða, og kom í Ijós, að ýmsa skemmtan mátti þar hafa. Lyftist þá brúnin á mörgum þeim, sem áður höfðu verið niðurdregnir. En það er önnur saga, sem ekki verður sögð hér. Eftir hádegið fjölmenntum við á eina af stærstu lögmannsskrifstofum Can- merkur. Að vanda var vel á móti hópnum tekið. Einn af eigendum stofunnar, kunnur fræðimaður með meiru, Jörgen Hansen að nafni, bauð okkur vel- komin og síðan var gengið um skrifstofur. Mátti þar sjá margar tækni- nýjungar m.a. svonefnt Telefaxtæki, sem er þeim eiginleika búið, að hægt er heimshorna á milli að senda Ijósrit alls konar skjala, ef móttakandi hefur samskonar tæki. Þá hafði skrifstofa þessi tölvuvætt sig á sviði ritvinnslu, og var okkur sagt, að það sparaði mikinn tíma. Leið tíminn fljótt hjá kolleg- um vorum. Spurðu menn um hin ólíklegustu málefni og fengu jafnan greið svör. Að lokum var boðið upp á veitingar og varð engum meint af svo að vitað sé. Skipulagðri dagskrá lauk síðan miðvikudaginn 17. mars með því að farið var í heimsókn í nýstofnaðan datacentral eða tölvubanka í Valby, sem er sveitarfélag innan Kaupmannahafnar. Tölvubanki þessi hefur á sviði lögvísinda að geyma flestar þær upplýsingar, sem finnast á sviði skattamála, — lög, reglugerðir, úrskurði skattstjóra, 89

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.