Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 10
Sigurður Reynir Pétursson hrl.: HÖFUNDARÉTTARSAMTÖKIN OG GILDI ÞEIRRA FYRIR HÖFUNDARÉTTINN 1. Óhætt er að fullyrða að án höfundaréttarsamtaka væri höfundarétt- ur bæði hér og erlendis býsna magur og lítt arðgefandi fyrir höfunda. Ekki þarf að leita út fyrir landsteinana til að finna orðum þessum stað. Þannig höfðu verið í fullu gildi hér á landi höfundalög til vernd- ar tónhöfundum allt frá því um síðustu aldamót án þess að nokkrum dytti í hug að beita þeim eða hlíta, þar til „Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar“ var stofnað um miðja þessa öld. Lögin höfðu því verið dauður bókstafur í hartnær fimmtíu ár þegar dustað var af þeim rykið og farið að beita þeim af viðeigandi hörku. Samband þetta, sem í styttingu er nefnt STEF, var þegar í upphafi mjög óvinsælt af öllum almenningi og reyndar litið á það sem eins konar geðbilunarfyr- irbæri. Engin höfundalaun fengust greidd nema með málaferlum og höfða þurfti tugi ef ekki hundruð mála á hendur þeim, sem tónlist fluttu, svo sem veitingahúsum, kvikmyndahúsum, forstöðumönnum tónleikahalds, dansleikja o.s.frv. Má segja að barátta þessa höfunda- réttarfélags tónhöfunda fyrir skýlausum lagarétti hafi staðið í sam- fleytt 15 ár áður en verulegur árangur fór að skila sér. Svipaða reynslu og STEF að þessu leyti hafa önnur höfundaréttarsamtök á sínum svið- um, svo sem Rithöfundasamband Islands, Samband flytjenda og hljóm- plötuframleiðenda og fleiri. Þessi stutta upprifjun skýrir, svo að ekki verður um deilt, gildi og þýðingu rétthafasamtakanna fyrir raunhæfan höfundarétt, þ.e. rétt sem skilar höfundum eðlilegum afrakstri fyrir afnot hugverka sinna. Skilningur höfunda á nauðsyn skipulagðrar baráttu fyrir höfunda- rétti með stofnun höfunda- eða rétthafafélaga vaknaði fljótt í þeim 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.